Morgunblaðið - 19.06.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982
7
Símaskráin 1982
Afhending símaskrárinnar 1982 hefst mánudaginn
21. júní til símnotenda.
í Reykjavík veröur símaskráin afgreidd á Aðal-
pósthúsinu, gengið inn frá Austurstræti, mánudag
til föstudags kl. 9—17.
í Hafnarfirði verður símaskráin afhent á Póst- og
símstöðinni Strandgötu 24.
í Kópavogi verður símaskráin afhent á Póst- og
símstöðinni, Digranesvegi 9.
Varmá í Mosfellssveit verður símaskráin afhent á
Póst- og símstööinni.
Þeir símnotendur, sem eiga rétt á 10 símaskrám
eða fleirum, fá skrárnar sendar heim.
Símaskráin verður aðeins afhent gegn afhend-
ingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til sím-
notenda.
Athygli skal vakin á því að símaskráin 1982
gengur í gildi frá og með fimmtudeginum 1. júlí
1982.
Frá sama tíma fellur úr gildi símaskráin 1981
vegna fjölda breytinga, sem orðið hafa frá því hún
var gefin út.
Póst- og símamálastofnunin.
..... v2ds-
'111 ■ 460g
Grænar
baunírj
GRÆNMETI
Kr.8.95 pr.ds.
Þetta ergmnnvöruverÖ
Gerið verösamanburb
KAUPFELAG VHUNVETNINGA
HVAMMSTANGA
Saman-
burdarfræöin
blómstrar á ný
Þegar dró að bæjar- og
sveitarstjórnarkosningum
minnkaði iðkun saman-
burðarfræðinnar á síðum
Þjóðviljans. Þessi fræði
snúast um það, að Banda-
ríkin og Sovétríkin eru
lögð að jöfnu og síðan
dregin sú niðurstaða af
vangaveltum um risaveld-
in, að Bandaríkin séu öllu
verra og hættulegra ríki en
Sovétríkin. Samanburðar-
fræði af þessu tagi hafa
verið iðkuð um langan al-
dur á síðum Þjóðviljans og
hvorki griðasáttmáli Hitl-
ers og Stalíns 1939, valda-
ránið í Tékkóslóvakíu
1948, blóðbaðið í Ungverja-
landi 1956, innrásin í
Tékkóslóvakíu 1968, her-
nám Afganistans 1979 né
valdataka hersins í l’óll
andi 1981 hafa raskað ró
samanburðarfræðinganna,
þeir geta alltaf leitt rök að
því, að smáþjóðunum og
lýðræðinu stafi meiri hætta
af Bandaríkjunum en
Sovétríkjunum. „Lífsháski
lýðræðisins kemur frá
hægri,“ sagði einn þeirra á
síðum Þjóðviljans fyrir
nokkrum mánuðum, þegar
menn væntu þess um heim
allan, að sovéski herinn
myndi ráðast inn í Pólland.
Nú eru kosningar af-
staðnar hér á landi og því
þykir þeim á Þjóðviljanum
tími til þess kominn að
hefja iðkun samanburðar-
fræðinnar að nýju — þeir
ætla um skeið að sýna
áróðursmeisturum heims-
kommúnlsmans, að Þjóðy
viljinn sé trausts verður. A
sjálfan 17. júní, þegar ís-
lendingar almennt minnast
sjálfstæðis síns og frelsis,
var leiðarahöfundur Þjóð-
viljans á kafi í samanburð-
arfræðunum. llann sagði
meðal annars: „Hversu
miklu auðveldara ætti það
ekki að vera, að halda hér
(á íslandi, innsk. Mbl.)
uppi virku og lifandi lýð-
ræði með sem almennastri
þátttöku heldur en hjá
þeim í Moskvu og New
Vork.... “ Það þarf meira
en lítið hugmyndaflug eða
beinlínis pólitíska sið-
blindu til að setja mál sitt
fram með þessum hætti, að
GALTIERI
leggja að jöfnu stjórnar-
hætti í Moskvu og New
York og tala um lýðræði í
sömu andránni. Auðvitað
þegir Þjóðviljinn um það,
að lýðræði er bannað með
hervaldi í Moskvu — en
niðurstöðum sínum ná
samanburðarfræðingarnir
einmitt með því aö þegja
yfir slíkum staðreyndum.
Nýtt
viðfangsefni
En fræðimennirnir á
Þjóðviljanum hafa nú feng-
ið nýtt viðfangsefni við
samanburðarrannsóknir
sinar. í því skyni að sýna
fram á, að Bretar, undir
forystu Margaret Thatch-
ers, séu skúrkarnir í Falk-
iandseyjadeilunni er farið
að líkja rimmunni við land-
helgisdeilur Breta og ís-
lendinga. Þessi saman-
burður er út í hött af mörg-
um ástæðum, sem hér
verða ekki raktar. „Hvern-
ig hefði farið fyrir íslend-
ingum i þorskastriði ef að
flokksystirin frækna (svo!),
THATCHER
frú Thatcher, hefði þá verið
komin til valda?“ Með
þessum orðum er svo sann-
arlega verið að gera smán-
arlega litið úr málstað ís-
lendinga við útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar — það er
verið að bera hann saman
við málstað herforingjanna
í Argentínu, sem var for-
dæmdur af öllum í örygg-
isráði Sameinuöu þjóö-
anna. Samanburðarfræð-
ingurinn þegir auðvitað yfir
þeirri staöreynd, að Vestur-
lönd, bæði á vettvangi Evr-
ópubandalagsins og Atl-
antshafsbandalagsins,
stóðu eindregið með Bret-
um gegn Argentínu-
mönnum, en í landhelgis-
deilunum nutu íslendingar
meiri stuðnings en Bretar
meðal Atlantshafsbanda-
lagsþjóðanna og Evrópu-
bandalagið (Efnahags-
bandalag Evrópu) stóð alls
ekki einhuga á móti okkur,
eins og sýnt var fram á
með fiskveiðisamningum
við Belga. En hvers
vegna er Þjóðviljanum
kappsmál að gera málstað
herforingjaklikunnar í Arg-
entínu svo hátt undir höfði.
LÚÐVÍK
að hann líki honum við
málstaö okkar í landhelg-
ismálinu? Eru kommúnist-
ar hér á landi kannski
þeirrar skoðunar, að þaö sé
meira „lýðræði" í Argent-
inu en í Bretlandi?
í Þjóðviljanum er komist
aö þeirri niðurstöðu, að
„einna hörmulegast við
Falklandseyjastríðið" sé að
það hefur vakið „þjóðern-
isbelging" fyrir tilstilli þess
„spilverks" ráðamanna í
London og Buenos Aires
„sem byggir á því, að
vopnaskak sé vænlegasta
ráðið til að eignast þann
pólitiska stuðning og vin-
sældir sem lítt þokkaðar
stjórnir hafa áður fyrir-
gert.“ Enn er stjórnin í
London lögð að jöfnu við
upphafsmann stríðsins og
árásaraðilann, herforingja-
klíkuna í Buenos Aires.
Samanburðarfræðingurinn
lítur þó ekki í eigin barm,
þegar hann talar um þetta
„spilverk" — hvernig væri
að hann bæri það saman
við skrif Þjóðviljans um
landhelgismálið fyrr og síð-
ar eða álmálið siðustu mis-
seri?
Borið blak af Argentínumönnum
Eins og áöur hefur verið vakiö máls á eru heimildir Þjóöviljans um
alþjóöamál oft hinar sórkennilegustu, niöurstööur blaðsins, þegar
það fjallar um utanríkismál eru einnig oft mjög skrýtnar. Nú harmar
þaö mjög, aö Argentínumenn skuli hafa verið hraktir frá Falklands-
eyjum og dregur taum herforingjastjórnarinnar í Argentínu. Er
augljóst, að í þessu máli eins og svo mörgum öörum er línan sótt í
áróðurssmiðju heimskommúnismans og höfuöbækistöövar hennar
í Kreml. Pravda og Þjóöviljinn eru sammála og liggur viö, aö
Galtieri sé litinn sömu augum og Lúövík Jósepsson í Þjóðviljanum.