Morgunblaðið - 19.06.1982, Síða 9

Morgunblaðið - 19.06.1982, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982 9 Umsjónarmaóur Gísli Jónsson Við óskumeinhverjum ein- hvers. Við óskum ykkur gleði- legra jóla og farsæls nýárs. Við óskum þér heilla. Þetta hélt ég að flestir kynnu að segja, segðu það án þess að hugsa sig um, hefðu tilfinn- ingu fyrir því. En því miður. í morgunútvarpi á dögunum mátti heyra mætan mann segja: Ég óska ykkur góðan dag. Við bjóðum góðan dag, en eins og ég sagði í upphafi, tek- ur sögnin að óska með sér þágufall persónunnar (ein- hverjum) og eignarfall hlutar- ins (einhvers). Dæmið, sem ég tók úr útvarpinu, er svo sem ekkert einsdæmi. Þjóðkunnur maður óskaði landsmönnum einu sinni gleðilegt nýár í stað gleðilegs nýárs. Oft hefur verið minnst á samruna í þessum þáttum. Hann er fólginn í því að tvö orð eða tvö orðtök renna saman í eitt. Fáránleg dæmi: Hann er snauðugur (samruni úr snauður og auðugur). Ég var alveg grandvaralaus gagn- vart þessu (samruni úr grandalaus og andvaralaus). Sú hafði aldeilis vaðið fyrir neð- an nefið (samruni úr að hafa munninn fyrir neðan nefið og að hafa vaðið fyrir neðan sig). Kostulegt nýtt dæmi um samruna heyrðist í útvarpsvið- tali fyrir skemmstu. Þetta er alveg staðhæfulaust, var sagt. Hér er greinilegur samruni úr orðunum tilhæfulaust og stað- hæfing. Einnig gætu orðin staðlaus og staðleysa hafa ruglað málfar mannsins. Hann hefur væntanlega ætlað að segja að þau ummæli, sem hann vildi mótmæla, væru til- hæfulaus. Ég inni til þess aftur sem hér var annarstaðar í blaðinu fyrir skemmstu, í leiðbein- ingarklausu á næstöftustu síðu. Þar var drepið á orða- sambandið að taka djúpt í ár- inni. Af skiljanlegum ástæðum breytist þetta stundum í að taka djúpt í árina. Mig langar til að skýra uppruna og merkingu þessa orðtaks í lengra máli en svigrúm var til í klausunni sem ég vitnaði í. Eins og þar er sagt, er í þarna ekki forsetning, heldur atviks- orð, en að vonum eiga menn bágt með að átta sig á því. Ar- inni, þágufall, táknar sem sé í þessu dæmi með hverju eitt- hvað er gert. Það er svokallað verkfærisþágufall og þarf ekki forsetningu (með). Að taka djúpt i árinni merkir upphaflega að taka djúpt í (sjóinn) með árinni, þ.e. sækja róðurinn fast. Þetta minnir mig í bili á hina frábæru vísu Látra-Bjargar um ræðarann sem henni þótti rækja starf sitt löðurmannlega: Taktu á betur, kær minn kall, kenndu ekki i brjósti um sjóinn. Þótt harðara takirðu herðafall, hann er á morgun gróinn. Björg Einarsdóttir frá Látr- um vissi að sjórinn yrði gróinn sára sinna hið snarasta, þótt hásetinn tæki djúpt í hann ár- inni, veitti honum djúpt sár með árinni. Þá vitum við um eiginlega merkingu þess að taka djúpt í árinni. Ut frá henni verður svo líkingamálið til. Að taka djúpt í árinni tekur að merkja að kveða sterkt að orði. Og þá vit- um við líka að forsetningarlið- urinn í árina er þarna alveg út í hött. Menn taka ekki djúpt í árina. Þetta er ekki þannig hugsað. Dásamlegt má það kallast að geta enn notað mismunandi fallmyndir orða án forsetninga til þess að tjá mismunandi merkingu. Þetta er hluti hins dýra arfs okkar sem við meg- um ekki týna. Sem betur fer, morar íslenska af skemmtileg- um þáguföllum sem ekki stýr- ast af forsetningum. Og að öllu samanlögðu held ég að þágu- fallið sé þokkafyllsta fall tung- unnar, að minnsta kosti þegar best er með það farið í ákveðn- um samböndum. Hugsum okk-, ur setningu eins og: Þú ert mér allt. Hugsum okkur hvað þessi setning verður hörmuleg lág- kúra og smekkleysa, ef við breytum henni lítillega og segjum: Þú ert allt handa mér, eða: Þú ert allt fyrir mig. I 151. þáttur dæminu hér á undan, þú ert mér allt, er þágufallið í sinni fegurstu og frumlegustu mynd. Af hverju heitir þágufall þágufall? Af því að það táknar í hvers þágu (eða óþágu) eitthvað verður eða er. Mig langar til að víkja aftur að verkfærisþágufallinu, með hverju eitthvað er gert. Sum- um hefur þótt nafnið langt og leiðinlegt. Þeir vildu þá breyta því í t.d. tækisþágufall, en það fór slysalega. Hvernig haldið þið að þetta verði við samruna? Verkfærisþágufall — tækis- þágufall verður tækifærisþágu- fall, og það er ekki nógu snið- ugt. Önnur dæmi um verkfæris- þágufall en þau sem þegar eru fram komin, snarlifandi mál: Að taka einhvern höndum. Hver skyldi segja að taka ein- hvern með höndum? Hér í blaðinu var um daginn tekið orðasambandið að róa öll- um árum að einhverju. Þarna er öllum árum verkfærisþágu- fa.ll. Menn róa með öllum árum að einhverju. Síðan fær þetta óeiginlega merkingu og fer að þýða að vinna að einhverju af öllum mætti. Og þá plægist jarðvegur fyrir sáðkorn vit- leysunnar. Menn fara að segja að vinna öllum árum að ein- hverju. Þá er líkingamálið brenglað, myndin skökk. Menn eru farnir að tala nykrað. Vitlaust líkingamál heitir nykrað, af því að það er van- skapað eins og nykurinn með öfuga hófana. Góð skáld þekkj- ast frá vondum skáldum að því leyti t.d., að þau yrkja ekki nykrað. Ef skip er kennt sjávar hestur, þá má ekki segja að sá hestur sigli, hann hlýtur að hlaupa. Ef auga er kallað enni- máni, þá má sá máni ekki horfa, hann verður að sjálf- sögðu að skína. Við róum því að einhverju öllum árum. Að vinna að einhverju öllum árum væri nykrað líkingamál. Hlymrekur handan kvað: Að vinna að því öllum árum er eins og að sigla á klárum. Við róum með ár, en eyjabands klár skeiðar á brimfextum bárum. Afmælisskák- mót UMFB á Bolungarvík Afmælisskákmót Ungmenna- félags Bolungarvíkur hófst í gær, fóstudag, í Ráðhúsinu á Bolungarvík og lýkur á morgun, sunnudag. Þátt- takendur eru 17 og tefla 6 umferðir cftir monrad-kerfi. Meðal þátttakenda í afmælis- mótinu eru landsliðsmennirnir Ásgeir Þ. Árnason og Róbert Harðarson. Ennfremur má nefna Arnór Björnsson sveinameistara Norðurlanda og Guðmund Gísla-. son skákmeistara Vestfjarða. Afmælismótinu lýkur með hraðskákmóti sem hefst kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Öllum er heimil þátttaka í því. Oska eftir lóö eða lóö með sökklum undir einbýlishús eða raðhús á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Uppl. í síma 40517 eftir kl. 19. 83000 Einbýlishús viö Brekkuhvamm, Hafn. Einbýlishús 114 fm, 30 fm bílskúr. Fallegur garöur. Þetta er eign í sérflokki. Laus eftir samkomulagi. Bein sala. Utborgun viö samning kr. 600 þús. Opið alla daga til kl. 10 e.h. FASTEIGNAÚRVALIÐ SÍMI83000 Silfurteigi 1 Söluslióri: Auöunn Hermannsson, Krislján Eiríksson hæstaréttarlögmaöur. Símatími í dag kl. 2—4 Hafnarfjörður — í smíðum Höfum til sölu 2 sérhaeöir meö bílskúr í suöurbæ Hafnarfjaröar. Ibúöimar verða til afhendingar fokheldar í ágústmánuði. Teikningar á skrifstofunni. Ath. gott fast verð. Suðurhólar — 4ra herb. Glæsileg endaíbúö á 4. hæð. íbúðin er m.a. 3 svefnherbergi, sjón- varpshol og stór stofa. Þvottaaðstaöa í íbúöinni. Suðursvalir. Ljósheimar — 4ra herb. 4ra herb. um 100 fm íbúö á 3. hæö í lyftuhúsi viö Ljósheima. Góö íbúö. Seljavegur — 3ja—4ra herb. Um 95 fm hæð í þríbýlissteinhúsi viö Seljaveg. íbúðin er m.a. 2 svefnherbergi og samliggjandi stofur. Getur veriö laus fljótlega. írabakki — 3ja herb. Góð 3ja herb. um 90 tm íbúö á 2. hæö 2 góö svefnherbergi og rúmgóð stofa. Sér þvottaherbergi. Drápuhlíð — 3ja herb. Rúmgóö 3ja herb. kjallaraíbúö i vönduöu húsi. íbúöin er meö sér- inngangi. Hafnarfjörður — 3ja herb. Um 80 fm björt kjallaraíbuö við Móabarð. íbúöin er laus. Austurberg — 2ja herb. Góö íbúö á 2. hæö í fjölbýlishúsi. Stórar suöursvalir. Til afhend- ingar strax. Blönduós — einbýlishús Vandað og fallegt 240 tm einbýlishús meö 40 fm bilskúr. Allt á einni hasö. Húsiö er aö mestu fullgert aö utan, en rúmlega tilbúiö undir tréverk að innan. Vel íbúðarhæft. Góður staöur. Teikningar á skrifstofu. Hveragerði — einbýlishús Höfum til sölu vönduö einbýlishús í Hverageröi. Tilb. raöhús og steinhús. Húsin eru frá um 100 fm uppí 185 fm meö bilskúr. Skrifstofuhúsnæði óskast Höfum traustan kaupanda að 200—400 fm húsnæði í Múlahverfi. Aðrir staðir koma til greina. Æskilegt er að húsnæðið sé é 2. hæð eða í lyftuhúsi og sé tilbúið undir tréverk. Nauösynlegt að góö bílastæði séu til staðar. Eignahöllin 28850-28233 Fasteigna- og skipasala Skúli Ólafsson Hilmar Victorsson viöskiptafr. Hverfisgötu76 HÚSEIGNIN B3 Sími 28511 Opiö í dag Verömetum eignir samdægurs BREIÐVANGUR — 5 HERB. — BÍLSKÚR Vönduö 120 fm meö 22 fm bílskúr á 2. hæð. Verð 1300 þús. REYNIMELUR — 2JA HERB. Vönduð 2ja herb. á 3. hæð í fjölbýli. Verð 740 þús. MEISTARAVELLIR — HRINGBRAUT 3ja herb. glæsileg ibúö á 2. hæö. Verö 900 þús. SÉRHÆÐ — KÓPAVOGI — 4RA HERB 100 fm sér miðhæð í þríbýli við Auöbrekku. Garöur. Bílskúrsréttur. Verð 1,1 millj. 2JA HÆDA EINBÝLISHÚS — HAFNARF 2x55 fm jaröhæö og hæð í járnklæddu timburhúsi á steinjaröhæö. Húsiö er allt viöarklætt aö innan. Viöargólf. Ný standsett aö hluta. Stór stofa, 2 til 3 svefnherb. Verö 1 millj. til 1,1 millj. LYNGMÓAR GARÐABÆ — TB. UNDIR TRÉVERK 4ra herb. ibúð á 1. hæö. Sameign fullfrágengin. Afhendist í marz '83 105 fm. Bílskúr 25 fm. Verð 900 þús. Teikn. á skrifstofunni. SKÓLAVÖRÐUHOLT — T.B. UNDIR TRÉVERK Lúxus íbúöir 2 stofur og eitt svefnherb. Bílskúr. Sameign og bílskýli fullfrágengió. Afhendist í ágúst. Allar nánari uppl. og teikningar á skrifstofunni. Verð 860 þús. LOKASTÍGUR — 4RA HERB. Rúml. 100 fm risíbúð í steinhúsi. Lyklar á skrifstofunni. Verö 800 þús. Gnoðarvogur 5 TIL 6 HERB. HÆÐ — BÍLSKÚR Vönduð 143 fm. 3 svefnherb. Verð 1,8 millj. LAUGARVEGUR — 2JA HERB. Kjallaraibuð 30 til 35 fm. Sér hiti. Verð 350 þús. Ekkert áhvílandi. NJÁLSGATA — 2JA HERB. íbúðin verður laus fljótlega. Selst strax. Verö 450 þús. HÚSEIGNIN EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.