Morgunblaðið - 19.06.1982, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982
Leggjum til atlögu við erfiðleik-
ana — Forðumst uppgjafartón
Þjóðhátíóarrœða
dr. Gunnars
Thoroddsens,
forsœtisráðherra
Y irðulegi forseti!
Góðir íslendingar!
Þegar fargi er af létt, er
mönnum feginleiki í hug. Svo er í
dag. Sá skuggi er genginn hjá, er
ógnaði atvinnulífi í landinu með
voveiflegum hætti. Vinnustöðvun
er bægt frá og góðar horfur á því,
að samið verði á almennum mark-
aði áður en dag tekur að stytta að
ráði.
Þegar vinnudeilur leysast, líður
þakklátur hugur til sáttasemjara
ríkisins og samstarfsmanna hans,
sem leggja, ásamt aðiljum, nótt
við nýtan dag, og eiga oftlega
drjúgan hlut að farsælli lausn.
Fyrir fjórum árum var starf
ríkissáttasemjara gert að fullu
ársstarfi. Sú breyting hefur orðið
að góðu gagni. En margt er það
fleira í meðferð kjaramála, sem
þarf að betrumbæta. Þegar þeirri
samningsgerð er lokið, sem nú
stendur yfir, ætti að taka til hendi
á samningstímanum, meðan frið-
ur helst, og undirbúa endurbætur,
með samstarfi aðilja vinnumark-
aðar og sáttasemjara, — og með
atbeina ríkisstjórnar, eftir því
sem efni standa til.
Hér er af mörgu að taka, en eitt
skal nefnt.
Atvinnuvegirnir standa mjög
misjafnt að vígi í launasamning-
um. Þeir, sem framleiða vörur
fyrir erlendan markað, geta ekki
hækkað verð á vöru sinni sem
kauphækkun nemur. Sama máli
gegnir um framleiðslu fyrir
heimamarkað í harðri samkeppni
við útlendan varning.
En þeim greinum, sem að litlu
leyti glíma við erlenda sam-
keppni, gegnir öðru máli og kostn-
aður af kauphækkunum kann að
lenda á þriðja aðila, sem ekki var
viðstaddur samningsgerðina.
Stundum veldur þessi ólíka að-
staða ókyrrð og tortryggni.
I kjaradeilum ber mjög á því, að
samanburður milli hópa og ein-
staklinga stendur í vegi fyrir
samkomulagi, vekur upp nýjar
kröfur annars staðar og veldur
óbilgjörnum vinnubrögðum.
Auðvitað þarf að gæta réttlætis
milli manna. En í mannlegu sam-
félagi er ógerningur að marka svo
þann gullna meðalveg, að öllum
þyki öllu réttlæti fullnægt. Það er
oftast unnt að finna einhvern
punkt, þar sem einhver annar hef-
ur það betra. Réttlætisgyðjunni
má ekki misbjóða með því að mis-
nota boðskap hennar til stuðnings
tillitslausum eigin hagsmunum.
Menn mega ekki undir yfirvarpi
réttlætiskenndar leiðast út í sí-
felldan samanburðakryt og öfund
í annarra garð. Það er illt fyrir
þjóðfélagið, verst fyrir mann
sjálfan.
Þjóðskáldið Matthías Joch-
umsson flutti þann boðskap rétt
fyrir aldamót í „íslands minni",
sem enn stendur í fullu gildi:
(■rsdum saman mein við mein,
metumst ei vid grannann.
fellum saman slein við stein,
styðjum hverjir annan;
plöntum, vökvum rein við rein,
ræktin skapar framann.
Hvað má höndin ein »g ein?
Allir leggjum saman.
Þeirrar hneigðar gætir oft í lífi
okkar að einblína á hin dökku ský,
en koma ekki auga á hina bláu
vök, sem boðar skin eftir skúr.
Fólk mætti gjarnan huga að
spaklegum orðum Steingríms
skálds:
Menn oft sér skapa þraut og þrá,
að þvrnum leita og finna þá,
en hýrri fjólu ei gefa gaum,
sem gra*r á þeirra leið.
I lífi okkar íslendinga skiptast
alltaf á skin og skúrir. Þjóðarbúið
hefur að undanförnu orðið fyrir
hverju áfallinu á fætur öðru.
Sjávarafli dregist stórum saman,
— verðfall orðið í mikilvægum
framleiðslugreinum og markaðs-
tregða.
Við þessum þrengingum þarf
þjóðin öll að bregðast sem einn
maður, — ekki með öfgum og ýkj-
um, voli og víli, eins og allt sé
komið á heljarþröm, — heldur
með manndómlegri sókn og vörn,
hófsemi og festu. Forðumst allan
uppgjafartón, — leggjum heldur
til atlögu við erfiðleikana og sigr-
umst á þeim.
Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði,
fjöll sýni torsóttum gæðum að ná;
bægi sem kerúb með sveipanda sverði
silfurblár Ægir oss kveifarskap frá.
Með þessum kjarki og karl-
mennsku lýsti Bjarni Thoraren-
sen viðhorfi sínu á ólíkt harðari
tíð en nú er.
I dag, á fæðingardegi Jóns Sig-
urðssonar, minnumst við þeirrar
þjóðhetju, sem jafnan horfði fram
og 8Ótti fram, einbeittur og
sókndjarfur, ráðinn í því að víkja
aldrei frá settu marki, sem var
frelsi og farsæld hinnar íslensku
þjóðar.
Fordæmi hans og fórnfúsra
samherja hans er hollt að muna,
— í fótspor þeirra er gott að
ganga.
Eg óska þjóðinni allri gleðilegr-
ar þjóðhátíðar.
Fjárfestingar Sambands-
ins urðu 32.093 þús. á sl. ári
— sagði Valur Arnþórsson, stjórnarformaður í ræðu
sinni á aðalfundi Sambandsins, sem hófst á Húsavík í gær
Komsa- skólahljómsveitin að spila fyrir utan Norræna húsið.
Hópur frá Alta
í viku heimsókn
HINGAÐ til lands er kominn 130 manna hópur frá Alta i Norður-Noregi og
verður hér í vikutima. Tilgangur ferðarinnar er að efla tengslin milli íslands og
Norður-Noregs.
Hópurinn mun setja upp sýningu frá Alta i Norræna húsinu, þar sem
menning, saga, náttúra og atvinnulíf Finnmerkur verður kynnt. Sýningin er
sett saman af starfsmönnum Alta-safnsins í Finnmörku og forstöðumanni
þess, Kjersti Skavhaug. Hér er um aö ræða skermasýningu með myndum frá
Alta og öðrum hlutum Finnmerkur, sem sýna náttúru, atvinnulíf o.fl. Auk þess
eru listaverk og listiðnaður og sýnd eru dæmi um flögusteinagerðina, sem er
annar helsti atvinnuvegur Altahúa auk fiskveiða. Alta-kórinn og Komsa- skóla-
hljómsveitin komu með hópnum.
Húsavík, 18. júní.
80. AÐALFIJNDUR Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga var settur á
Húsavík í dag, en fundurinn er hald-
inn á llúsavík í tilefni þess, að hinn
20. febrúar sl. voru liðin 100 ár frá
stofnun fyrsta kaupfélagsins á land-
inu, Kaupfélags Þingeyinga á Húsa-
vík.
Formaður Sambandsstjórnar, Val-
ur Arnþórsson, setti fundinn og
minntist í upphafi málsins látinna
samvinnumanna. Fundarstjórar voru
kosnir Teitur Björnsson, Brún, for-
maður KÞ, og Böðvar Jónsson bóndi
að Gautlöndum.
Fundinn sitja 106 fulltrúar,
framkvæmdastjórar hinna ýmsu
deilda Sambandsins og fleiri gestir
og í för með þeim flestir makar, svo
að héraðið gista nú um 300 manns í
sambandi við þessa miklu
samvinnuhátíð.
Valur Arnþórsson, formaður
stjórnar SÍS, flutti ítarlega skýrslu
um viðfangsefni og framkvæmdir
síðasta árs og í máli hans koma
fram m.a. þetta: „Fjárfestingar
Sambandsins urðu 32.093 þúsund
krónur og þær stærstu voru nýjar
kembivélar Iðnaðardeildar, 12.295
þúsund krónur, verzlunarhús Iðn-
Stofnun Árna Magnússonar hefur
að venju opnað sumarsýningu hand-
rita í Arnagarði. Á sýningunni eru
handritin tvö sem endurheimt voru
21. apríl 1971: Konungsbók Eddu-
kvæða og Flateyjarbók. Að öðru
leyti er sýningin einkum helguð
Jónsbók, og eru þar mörg handrit
aðardeildar í Glæsibæ, framlög til
Miðvangs og Sparkaups og Holta-
garða vegna Skipadeildar SÍS,
samtals 6.676 þúsund krónur.
Hlutabréf og eignarhlutar í félög-
um, 6.787 þúsund krónur. Loðdýra-
ræktarmál hafa verið til umfjöll-
unar innan stjórnar Sambandsins
og leggur stjórnin áherzlu á, að
Samvinnuhreyfingin styðji eftir
föngum við bakið á þessari nýju
búgrein í landinu. Jafnframt hafa
fiskræktarmál ítrekað verið til um-
ræðu innan Sambandsstjórnar og
vill Sambandsstjórnin einnig
leggja áherzlu á, að Samvinnu-
hreyfingin stuðli að þróun þessarar
nýju búgreinar."
Margt fleira kom fram í hinni
ítarlegu ræðu formannsins, Vals
Arnþórssonar, sem ekki er rúm til
að rekja að þessu sinni.
Erlendur Einarsson, forstjóri,
gerði grein fyrir rekstri Sambands-
ins á sl. ári og sagði m.a. þetta:
„Aðalfundur Sambandsins er nú
haldinn á Húsavík til heiðurs Þing-
eyingum, sem stofnuðu fyrsta
kaupfélagið 20. febrúar 1882. Sam-
vinnumenn um allt land votta
frumherjunum virðingu og þökk á
aldarafmæli Samvinnuhreyfingar-
hennar auk litmynda og vegg-
spjalda með skreytingum úr hand-
ritum.
Handritasýningin verður opin í
sumar á þriðjudögum, fimmtudög-
um og laugardögum kl.
14.00-16.00.
innar. Þingeysku bændurnir áttu
hugrekki og mikinn manndóm við
eindæma erfiðar aðstæður, þegar
veðurguðirnir 1882 virtust ætla að
banna mönnum lífsbjargir til sjós
og lands. Grasleysi, hafís við land,
langt fram á sumar, og mannskæð-
ur mislingafaraldur um sumarið
var leiksvið í fyrsta þætti Sam-
vinnustarfsins á Islandi.
Við hljótum að undrast þann
dug, að einmitt á þessum þrenging-
artímum, þegar menn sáu varla
lífsbjörgina, skyldu bændur í Þing-
eyjarsýslu leggja fyrsta grunninn
að 100 ára Samvinnustarfi á Is-
landi.
Nú hefur mjög syrt í álinn í ís-
lenzku efnahagslífi. Ef ekki koma
óvænt höpp, sem vart eru sjáanleg,
hlýtur einhver lífskjaraskeröing að
eiga sér stað. Spurningin verður
því hvernig helzt skuli brugðizt við
vandamálunum, aflabrestinum,
markaðserfiðleikunum, hinni veiku
stöðu útflutningsatvinnuveganna,
samfara hinni miklu verðbólgu.
Fyrstu viðbögrð verða að vera
þau, að tryggja undirstöðuatvinnu-
vegunum rekstrargrundvöll, jafn-
framt þarf að sýna aukna aðgæzlu
í fjármálum og spara í rekstri eins
og frekast er unnt. Á þetta bæði við
um ríkið og atvinnurekstur al-
mennt, en mestu varðar þó, að tak-
ast megi að ná verðbólgunni niður.
Þegar syrtir í álinn er það verð-
bólgan, sem margfaldar vandann.
Það er ekki sízt hinn hái fjár-
magnskostnaður, sem nú gerir það
að verkum, að taprekstur setur allt
í strand á skömmum tíma. Það yrði
gæfa þjóðarinnar, að verðbólgan
næðist niður á svipað stig og er hjá
aðalviðskiptaþjóðum okkar, en
gæfuleysi hins vegar, ef blásið
verður nú í verðbólguglóðir.
Að loknum framsöguræðum hóf-
ust umræður sem standa munu
fram á kvöld og fundinum lýkur
annað kvöld, og á sunnudaginn
verður sérstakt afmælishóf að
Laugum.
— Fréttaritari.
Mun Alta-kórinn syngja og
Komsa- skólahljómsveitin leika við
opnun sýningarinnar sem verður
kl. 17:00 mánudaginn 21. júní og
stendur til 4. júlí. Það er Anne-
marie Lorentzen, sendiherra Nor-
egs, sem opnar sýninguna.
Alta-kórinn, sem er blandaður
kór um 30 manns, mun koma víða
fram á meðan hann stendur hér
við. M.a. tók hann þátt í 17. júní-
hátíðahöldunum í Kópavogi, heim-
sækir öldrunarheimilið Sunnuhlíð í
Kópavogi og ýmsar aðrar stofnanir
á höfðborgarsvæðinu. Sunnudag-
inn 20. júní mun kórinn syngja í
Skálholtskirkju og þann 21. júní
við opnun Alta-sýningarinnar í
Norræna húsinu.
Þá heldur kórinn tónleika í Nor-
ræna húsinu þann 22. júní kl. 20.30.
Efnisskráin er mjög fjölbreytt,
kirkjuleg verk, lög úr söngleikjum,
verk eftir norræna höfunda og
norsk, sænsk og íslensk þjóðlög.
Undirleikari með kórnum er Nini
Bellika Holmgren. Ennfremur er í
hópnum fiðluleikari sem taka mun
þátt í tónieikunum. Stjórnandi
kórsins er Olav Solvik.
Blaðamannafundur var haldinn í
Norræna húsinu á miðvikudaginn
þar sem m.a. voru viðstaddir ferða-
málastjóri Finnmerkur, Valing T.
Gorter, og fulltrúar frá Alta-bæj-
arfélaginu og veiðimálastofnuninni
í Finnmörku. Tóku þar margir til
orða, m.a. Valing T. Gorter, ferða-
málastjóri Finnmerkur, og Hjálm-
ar Ólafsson menntaskólakennari.
Á meðan á fundinum stóð lék
Komsa-skólahljómsveitin fyrir
utan. Að því loknu gekk Komsa-
skólahljómsveitin niður í bæ og
spilaði við útitaflið. Komsa-
skólahljómsveitin syngur einnig
við opnun Alta-sýningarinnar á
mánudag.
Stofnun Arna Magnússonar:
Sumarsýningin
helguð Jónsbók