Morgunblaðið - 19.06.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.06.1982, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982 Saltfiskréttirn- ir úr veizlu SÍF EINH OG Morgunblaðið skýrði frá á dögunum, hélt Sölusamband ísl. fiskframleiðenda veglega saltfiskveizlu síðastliðinn þriðjudag i tilefni af 50 ára afmæli sambandsins. Saltfiskréttirnir þóttu bragðast mjög vel og hefur Morgunblaðið fengið leyfi til að birta uppskriftirnar að réttun-' um, en þær eru allar komnar frá Portúgal. MEIA DESFEITA DE BACALHAU 300 g hvítar baunir, smáar, 3 hvit- lauksbitar, 400 g saltfiskur, 3 harðsoð- in egg, I stór laukur, salt, pipar, 1 msk. edik, I dl ólifuolia. Saltfiskinn þarf að útvatna í minnst 12 tíma og skipta um vatn 4 sinnum. Baunirnar eru lagðar í bleyti í minnst 12 tíma og síðan soðnar í 2—2 'k tíma eða þar til þær eru meyrar. Fiskurinn er settur í nýtt vatn og suðan látin koma upp, síðan eru beinin og roðið fjarlægt og fiskurinn bitaður. Hitið olíuna og setjið sneiddan laukinn i. Þetta er soðið hægt án þess að brúnast og fisknum bætt út í ásamt baununum og edikinu. Látið sjóða í 5—10 mín. og kryddið síðan. Berið fram á fati skreyttu niðursneiddu eggi og smáttskornum hvítlauk. PUDIM DE BACALHAU 500 g saltfiskur, 500 g kartöflur, 5 dl mjólk, 1 msk. smjör eða smjörlíki, 2 egg, 1 msk. rjómi, tómatsósa, pipar, múskat. Leggið fiskinn í bleyti í kalt vatn, með roðið upp, í 24 tíma. Þá er látið síga vel af fiskinum, beinin fjar- lægð og hann roðflettur. Kartöfl- urnar eru flysjaðar og soðnar í mjólkinni blandaðri dálitlu vatni. Þegar kartöflurnar eru soðnar eru þær annaðhvort hakkaðar og stapp- aðar ásamt fiskinum og smjöri eða smjörlíki og eggjarauðunum bætt í og þetta kryddað með pipar og múskati, rjómanum og stífþeyttum eggjahvítunum er svo blandað í að lokum. Deigið er svo sett í smurt eldfast fat og bakað í vatnsbaði sem nær upp á hálft fatið. Borið fram með tómatsósu. BOLINHOS DE BACALHAU 240 g saltfiskur, 150 g kartöfiur (fiysj- artar), 3 egg, 2 eggjahvítur, Vt dl ólífu- olía, söxuó steinselja, 1 laukur. Sjóðið kartöflurnar og fiskinn (út- vatnaður eina nótt í köldu vatni). Fjarlægið roð og bein og stappið fiskinn. Stöppuðum kartöflum, eggjarauðum og steinselju er síðan hrært saman við fiskinn. Sneiðið laukinn og steikið í olíunni þar til hann er ljósbrúnn og bætið út í. Stífþeyttum eggjahvítunum fimm er síðan bætt í og hrært varlega með trésleif. Hitið næga olíu á pönnu og búið til bollur með 2 matsk. úr deiginu. Steikist þar til ljósbrúnt. BACALHAU ALBARDADO 750 g saltfiskur, 1 sítróna, 3 hvítlauks- bátar, 4 msk. hveiti, 2 egg, steinselja (1 grein), ólífuolía, pipar. Utvatnið fiskinn í 24 tíma í köldu vatni með roðið upp. Látið síga vei af fiskinum, hann settur í nýtt vatn og suðan látin koma upp. Fiskurinn er þá tekinn upp úr, roðflettur, beinin fjarlægð og hann sneiddur niður í jafnar sneiðar. Marinerið með sítrónusafa, smáttbrytjuðum hvítlauk, ólífuolíu og pipar. Á meðan er smjöri og hveiti blandað saman og út í það bætt 1 msk. óiífuolíu, eggjum, saxaðri steinselju og nógu vatni svo bland- an verði mjúk. Fisksneiðarnar eru síðan þaktar með deiginu og steiktar í ólífuolíu á pönnu. BACALHAU A GOMES DE SÁ 250 g saltfiskur, 150 g kartöflur, 4 laukar, 2 harösoóin egg, 2 hvítlauks- bátar, V/i dl ólifuolía, steinselja. Kartöflurnar og fiskurinn er soðið í sitt hvoru lagi. Beinin og roðið er fjarlægt af fiskinum og hann brytj- aður niður. Kartöflurnar eru flysj- aðar og skornar í sneiðar. Laukur- inn er skorinn í þunnar sneiðar og steiktur ljósbrúnn í olíunni ásamt smáttskornum hvítiauknum. Þá er fiskinum og kartöflunum bætt í. Þetta er snöggsoðið og smáttskor- inni steinseiju og öðru egginu, smáttskornu, bætt út í. Þetta er síðan borið fram skreytt með hinu egginu í sneiðum. Einnig má setja svartar ólífur á. BACALHAUS Á TRANSMONTANA 6 stykki saltfiskur, 6 þunnar sneiðar „presunto" (hrá skinka), 3 msk. smjör, 3 msk. ólífuolía, 3 msk. hveiti, 1 dl hvítvín, 0,5 dl portvín (þurrt), 1 tómatur eða tómatpasta, 2 laukar, 3 egg, I hvítlauksbátur, 1 lárviðarlauf, salt, pipar, steinselja, stappaðar kart- öflur. Fiskstykkin eru útvötnuð í köidu vatni með roðið upp í 24—36 tíma. Vatnið látið renna af, stykkin roð- flett og beinin fjarlægð. Leggið fisk- stykkin flöt og setjið skinkuna inn- an í. Setjið stykkin í smurt eldfast fat. Skerið laukinn í þunnar sneiðar og steikið í smjöri eða olíu, látið ekki brúnast. Leggið laukinn yfir fiskstykkin. Út í feitina sem eftir varð á pönnunni er settur fíntsax- aður hvítlaukur, tómatur og hveiti hrært út í hvítvíni. Síðan er krydd- að með saiti og pipar og portvíni bætt í. Hitið og hellið yfir fisk- stykkin. Setjið síðan smáttskorna steinselju yfir. Síðan er allt þetta þakið með stöppuðum kartöflum og strokið yfir með hrærðu eggi. Steik- ið í ofni í 20 mín. Setjið meiri saxaða steinselju yf- ir, áður en borið er fram. BACALHAU DO MESTRE LAGAREIRO 500 g saltfiskur (útvatnaður), 2 dl ólífuolía, 3 hvítlauksbátar, I tsk. papr- ika, 500 g kartöfiur, salt, pipar. Fiskurinn er steiktur á viðarkolum. Ólífuoiían er hituð og hvítlauksbát- arnir (aðeins marðir með hnífs- blaði) settir útí. Þetta er soðið smá- stund og þá er hvítlaukurinn fjar- lægður. Olífuolíunni er hellt yfir fiskinn og hann er borinn fram skreyttur með bökuðum kartöflum sem salti og pipar hefur verið stráð yfir. BACALHAU COM NATAS Á IMPERIAL 4 skammtar saltfiskur, 2 laukar, 1 kg kartöflur (skornar í teninga), V, 1 rjómi, 4 eggjahvitur (stífþeyttar), 7,5 dl mjólk, 60 g hveiti, 60 g smjör, salt, pipar, múskat, ólifuolía. Utvatnið fiskinn yfir nótt í köldu vatni. Látið vatnið síga vel af, fjar- lægið bein og skerið fiskinn í sneið- ar. Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Hitið smávegis af ólífuolíu og steik- ið laukinn þar til hann er mjúkur, ekki brúnaður. Bætið siðan við fiskinum og kartöflunum sem hafa verið steiktar áður. Þá er búin til hvít sósa úr smjöri, mjólk og hveiti, sem er síðan bætt við fiskinn ,og kartöflurnar. Þar næst er rjóman- um og stífþeyttum eggjahvítunum bætt í og allt kryddað með salti, pipar og múskati. Þessu er helit í smurt eldfast fat, sléttað að ofan og smjörklípa sett ofan á. Bakað í heit- um ofni. BACALHAU Á BRAZ 350 g saltfiskur, 250 g kartöflur (flysj- aðar og skornar i jafnar ræmur), 2 laukar, 6 egg, steinselja. Fiskurinn er ekki útvatnaður held- ur skorinn í mjög þunnar sneiðar, roð og bein fjarlægt. Þetta er síðan þvegið 4—5 sinnum í volgu og köldu vatni til skiptis og vatnið látið siga vel af. Sneiðið iaukinn og látið hann krauma í óiífuolíu, ekki brúnast, og bætið fiskinum í. Þetta er snöggsoð- ið, kartöflum, eggjahræru og sax- aðri steinselju bætt í. Blandið fljótt saman. Borið fram á hituðu fati með loki. Sparakstur BÍKR og Orkusparnaðarnefndar: Hver fer lengst á dropanum? Á SUNNUDAGINN nk. verður spar- aksturskeppni á vegum Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavikur og Orku- sparnaðarnefndar. Keppnisbílar verða ræstir frá Shell-bensínstöðinni fyrir ofan slökkvistöðina í Öskju- hlíð. Mörg bílaumboð verða með í keppninni og líklega verður mest baráttan á milli Daihatsu Char- ade og Suzuki um það hvaða bíll kemst lengst. Jafnframt er keppt í mörgum vélarflokkum; í 0—1000 verða Suzuki, Charade og Peugeot. I algengasta flokknum, 1001 — 1300, verða m.a. Ford Escort og Opel Kadett. Meðal bíla í efri flokkum verður Volvo Turbo. Fyrsti bill verður ræstur kl. 14.00 eftir hádegi á sunnudag eftir skoð- un. Hver keppnisbíll fær 5 lítra af bensini og á að aka þar til hann stöðvast. Bæði er ekið innanbæjar og á malarvegum í nágrenni Reykjavíkur. Verða keppendur að halda ákveðnum meðalhraða, sem miðast við umferðarhraða. í fyrra komst Suzuki-bifreið 108 km á 5 lítrum, sem jafnast á við 4,6 1 á 100 km í eyðslu. Spurningin er nú hvort einhver slær þetta met. Hreppasvipan Sleipnisskjöldurinn Hestaþing að Murneyri Um helgina 26. og 27. júní næst- komandi halda hestamannafélögin Sleipnir og Smári sitt árlega hesta- þing að Murneyri. Þar verður keppt í A- og B-flokkum gæðinga hjá báðum félögum. í A-flokki gæðinga hjá Sleipni er keppt um farandskjöld, sem aldrei vinnst til eignar og hefur verið keppt um hann á hverju ári frá 1950, nema árið 1955 að keppnin féll niður vegna veðurs. Skjöldur- inn er eftir Ríkharð Jónsson myndhöggvara og er útskorinn hestur í tré. UNGUR maður slasaðist talsvert í umferðarslysi sem varð á Reykjavegi í Mosfellssveit um miðjan dag 17. júni sl„ samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá lögreglunni í gær. Slysið varð með þeim hætti að bíll ók frá Vesturlandsvegi inn á Reykjaveg og síðan í austurátt, en bifhjói kom á móti og á móts við í A-flokki gæðinga hjá Smára er keppt um Hreppasvipuna. Árið 1944 gáfu gamlir smalar og hesta- strákar úr Hreppunum þessa merkilegu svipu, en hún vinnst aldrei til eignar. Þessi eftirsótti verðlaunagripur er vönduð smíði með gullstöfum á silfurstétt. Keppni um hana féll niður 1955 vegna veðurs. A undanförnum árum hafa börn og unglingar tekið þátt í keppni á gæðingum sínum á þessum mótum og er keppt í tveimur aldursflokk- um, 12 ára og yngri og 13 til 15 ára. dæiustöð sem þarna er, beygði bif- reiðin í veg fyrir bifhjólið sem lenti beint framan á bifreiðinni og varð þar allharður árekstur. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar slasaðist ökumaður bifhjóls- ins talsvert, einkum á fæti. Einnig fékk hann höfuðáverka. Ekki er talið að hann sé í lífshættu. I fyrra gáfu hjónin í Vestra- Geldingaholti, Rósmarí Þorleifs- dóttir og Sigfús Guðmundsson, tvo bikara, sem keppt er um í þessum aldursflokkum hjá Smára, en hjón- in á Arnarstöðum, Gunnar B. Gunnarsson og Guðríður Val- geirsdóttir, gáfu bikara sem keppt er um hjá Sleipni. Eru þeir fyrir stighæsta ungling í hvert sinn. Þessir bikarar vinnast aldrei til eignar. Á þessu hestaþingi verða kapp- reiðar og verður keppt í: 150 m skeiði, 250 m skeiði, 250 m ung- hrossahiaupi, 350 m stökki, 800 m stökki og 800 m brokki. Á undan- förnum árum hafa allir þekktustu hlaupagarpar og vekringar iands- ins mætt þarna til leiks enda völl- urinn góður og tímar hafa orðið góðir hjá hlaupagörpunum. Árnesdeild Hagsmunafélags hrossabænda á Suðurlandi ætlar að halda uppboð á hrossum laug- ardagskvöldið 26. júní á mótssvæð- inu. Formaður hestamannafélags- ins Smára er Finnborgi Jóhanns- son, Stóra-Núpi, en formaður hestamannafélagsins Sleipnis er Magnús Hákonarson, Selfossi. Mosfellssveit: Bifhjól og bíll í árekstri Rauði kross Islands: Jón Hólm kaupmað ur á leið til Súdan Jón H. Hólm kaupmaður í Reykjavík, er á leið til Súdan þar sem hann mun starfa á vegum Rauða kross íslands næstu þrjá mánuði. Jón H. Hólm kaupmaður Meginverkefni Jóns verður að sjá tveimur flóttamannabúðum í Austur-Súdan og læknaliði í bæn- um Kassala fyrir lyfjum og hjúkr- unargögnum. Ráðningartíma Jóns Hólm lýk- ur 1. september. Þá er fyrirhugað að annar Islendingur leysi hann af hólmi og starfi í Súdan fram að áramótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.