Morgunblaðið - 19.06.1982, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982
Algerir yfirburðir Skaga-
manna i síðari hálfleiknum
TILhRIK þau er Skagamenn sýndu i
síðari hálfleiknum gegn Breiðabliki
á Akranesi á miðvikudagskvöld
hljóta að teljast með þeim allra
bestu af þeirra hálfu undanfarin ár.
Eftir að liðin höfðu skilið jöfn, 1 — 1,
í fyrri hálfleik var Ijóst hvert stefndi
strax og dómari leiksins, Guðmund-
ur Haraldsson, hafði flautað til
merkis um að síðari hálflcikur
skyldi hafinn. Linnulaus sókn Ak-
urnesinga stóð út allan hálfleikinn
og þegar upp var staðið var staðan
orðin 3—1 heimamönnum í vil. Blik-
arnir hefðu svo hæglega getað feng-
ið helmingi fleiri mörk á sig. Slíkir
voru yfirburðirnir og sannast sagna
kom það á óvart hversu mjög Breiða-
blik gaf eftir í síðari hálfleiknum.
Akurnesingar fengu óskabyrjun
í leiknum strax á 4. mínútu. Árni
Sveinsson lagði þá knöttinn út til
Kristjáns Olgeirssonar, sem sendi
hann þegar laglega fyrir markið.
Þar var Guðbjörn Tryggvason
einn og óvaldaður á markteig og
skoraði örugglega framhjá Guð-
mundi Ásgeirssyni, markverði
Blikanna. Sveinbjörn Hákonarson,
sem lék með að nýju í liðinu og
gerbreytti miðjunni, átti síðan
skot yfir Blikamarkið áður en
Kópavogsliðið jafnaði metin.
Dæmd var aukaspyrna rétt utan
vítateigs á Skagamenn á 20. mín-
útu. Sigurður Grétarsson tók hana
mjög svo snyrtilega. Lyfti knettin-
um yfir varnarvegginn og sendi
hann efst í markhornið án þess að
Bjarni Sigurðsson næði að koma í
veg fyrir mark. Einhverjir voru á
því að þessa aukaspyrnu hefði
aldrei átt að dæma, en það er önn-
ur saga.
Skagamenn áttu síðan tvö
þokkalegustu færi, sem misfórust
áður en Bjarni varð að lyfta
þrumuskoti Sigurðar Grétarsson-
ar af 30 metra færi yfir markið.
Rétt á eftir skaut Július Pétur
Ingólfsson yfir markið í dauðafæri
eftir fallega sóknarlotu.
Blikarnir höfðu haldið Skaga-
mönnum sæmilega i skefjum í
fyrri hálfleiknum og átt hættu-
legar skyndisóknir af og til, en í
síðari hálfleiknum var engu slíku
fyrir að fara. Akurnesingar tóku
öll völd á vellinum og það taldist
til tíðinda ef Blikarnir komust al-
mennilega fram yfir miðju vallar-
ins. Það er eðliiegast að renna yfir
minnisbókina í síðari hálfleiknum.
Hún segir bestu söguna.
49. mín. Þrumuskot Árna
Sveinssonar eftir aukaspyrnu, en
Guðmundur Ásgeirsson varði vel.
52. mín. Blikarnir með fallega
sókn. Sigurjón Kristjánsson og
IA
UBK 3—1
Sigurður Grétarsson unnu vel
saman og samvinnunni lauk með
skoti Sigurjóns framhjá markinu.
68. mín. 2—1. Árni Sveinsson
gaf laglega fyrir markið. Guð-
mundur Ásgeirsson missti af
knettinum, sem barst til Guð-
bjarnar Tryggvasonar. Hann lagði
boltann fyrir fætur Júliusar Pét-
urs á markteig og skot hans rataði
rétta leið í netið.
70. mín. Falleg sókn Akurnes-
inga, sem lauk með fyrirgjöf
Sveinbjarnar, en Guðbjörn skall-
aði rétt yfir markið.
83. mín. Enn áttu Skagamenn
laglega sókn upp hægri vænginn.
Jón Askelsson gaf vel fyrir markið
og Guðbjörn skallaði áfram fyrir
markið til Júlíusar Péturs. Fastur
skalli hans hafnaði í þverslá Blik-
anna og þaðan út í teiginn.
85. mín. Guðbjörn og Júlíus
prjónuðu sig laglega í gegnum
Blikavörnina. Júlíus fékk tvö kjör-
in færi til að skora, en í bæði
skiptin var bjargað frá honum á
marklínu, í síðara sinnið á meist-
aralegan hátt.
89. mín. Júlíus skallaði yfir vörn
Blikanna þar sem Guðbjörn kom á
fullri ferð og tók við knettinum.
Lék síðan áfram og aðeins inn í
vítateiginn. Skot hans hafnaði í
stönginni og þeyttist þaðan þvert
yfir markið í hliðarnetið hinu
megin, 3—1. Fallegt mark.
90. mín. Júlíus Pétur komst einn
í gegn, en spyrnti framhjá í ágætu
færi.
Akranesliðið lék í þessum leik
allt aðra og betri knattspyrnu, en
sést hefur til þess í vor. Reyndar
voru örlítil ummerki um betri tíð
farin að sjást í síðasta leik, en rós-
in sprakk út með tilþrifum á mið-
vikudag. Að sama skapi ollu Blik-
arnir miklum vonbrigðum, eink-
um og sér í lagi í síðari hálfleikn-
um.
Árni Sveinsson var bestur í liði
Skagamanna eins og áður í sumar
og jafnframt besti maður vallar-
ins. Sýndi stórskemmtileg tilþrif á
tíðum og sýndi jafnframt mikla
baráttu, sem ekki hefur alltaf ver-
ið hans aðalsmerki. Þá kom
Sveinbjörn Hákonarson mjög
sterkur út á miðjunni og sýndi að
liðið má illa án hans vera. Jón
Áskelsson stóð sig ennfremur
mjög vel og virðist vera að ná sér
upp úr löngum öldudal. Þá átti
Guðbjörn Tryggvason prýðisgóðan
leik.
Hjá Blikunum var fremur fátt
um fína drætti. Sigurður Grét-
arsson besti maður liðsins, en aðr-
ir mjög svipaðir að getu. „Glókoll-
arnir“ tveir, Ólafur Björnsson og
Ómar Rafnsson, báðir sterkir í
vörninni, en miðjumennirnir
týndust.
Dómari leiksins var Guðmundur
Haraldsson og hefur sýnt betri og
öruggari dómgæslu. — SSv.
• Árni Sveinsson var yfírburðamaður í liði ÍA og sýndi frábæran leik. Árni
fékk 9 í einkunnagjöf Mbl.
Mikill heppnissigur Valsmanna
á Akureyri gegn liði KA
VALSMENN unnu heppnissigur á
liði KA í íslandsmótinu í knatt-
spyrnu á miðvikudag. KA lék sinn
besta leik á beimavelli í sumar og
verðskuldaði sigur í leiknum. En
knatLspyrnan er óútreiknanleg, og
þrátt fyrir að lið KA hafí sótt mun
meira og sýnl betri knattspyrnu en
Valsmenn, máttu þeir sjá á eftir báð-
um stigunum.
KA-menn höfðu mikla yfirburði
í fyrri hálfleiknum og áttu þá að
geta skorað ein þrjú mörk, en þau
urðu ekki fleiri en eitt. Gunnar
Gíslason skoraði mjög gott mark
IA:
Bjarni Sígurðsson 6
Guöjón Þórðarson 6
Árni Sveinsson 9
Jón Áskeisson 7
Jón Gunnlaugsson 6
Sígurður Lárusson 6
Krístján Olgeirsson 5
Sveinbjörn Hákonarson 8
Jón Alfreðsson 5
Guðbjörn Tryggvason 7
Július Pétur Ingólfsson 6
Breiðablik:
Guðmundur Ásgeirsson 6
Ómar Rafnsson 6
Ólafur Björnsson 6
Valdimar Valdimarsson 5
Helgi Helgason 5
Trausti Ómarsson 6
Sigurður Grétarsson 7
Sígurjón Kristjánsson 6
Birgir Teitsson 5
Þórarinn Þórhallsson 5
Björn Þór Egilsson 5
Hákon Gunnarsson lék of stutt
Vignir Baldursson lék of stutt
KA:
Aðalsteinn Jóhannsson
Eyjólfur Ágústsson
Guðjón Guðjónsson
Haraldur Haraldsson
Erlingur Kristjánsson
Gunnar Gíslason
Elmar Geirsson
Ormar Örlygsson
Ilinrik Þórhallsson
Jóhann Jakobsson
Ásbjörn Björnsson
Valur:
Brynjar Guðmundsson
íllfar Hróarsson
Grímur Sæmundssen
Jón Gunnar Bergs
Njáll Eiðsson
Þorgrímur Þráinsson
Ingi Björn Albertsson
Albert Guðmundsson
Magni Pétursson
Þorsteinn Sigurðsson
strax á 6. mínútu. Hann óð upp
allan völlinn frá miðju, lék á
hvern Valsmanninn af öðrum og
skoraði síðan frá vítateigslínu
með góðu skoti.
Valsmenn skoruðu svo heppn-
ismark á 37. mínútu og jöfnuðu
leikinn. Erlingur Kristjánsson
ætlaði að gefa á markvörðinn, en
Þorsteinn komst inn í sendinguna
og náði að gefa vel fyrir markið á
Albert sem skoraði af stuttu færi,
1-1.
Allan síðari hálfleikinn áttu
leikmenn KA og sóttu án afláts.
En þrátt fyrir mikla pressu á
mark Vals, tókst þeim ekki að
skora. Á 66. mínútu leiksins lék
KA — 1 O
Valur
lánið við Valsmenn. í einni af
fáum sóknum þeirra hrökk boltinn
í hendi Erlings Kristjánssonar
inni í vítateig og Valur fékk víti.
Njáll Eiðsson skoraði svo úr víta-
„Vil engu spá
um framhaldið“
— segir George Kirby, þjálfari Akurnesinga
„ÉG HEF nú hingað til haft það
fyrir sið að tala ekki við íslenska
blaðamenn. Það er ekki vegna þess
að ég hafí eitthvað á móti þeim, síð-
ur en svo. Viðtöl við blaðamenn geta
e.t.v. verið í lagi eftir sigurleiki, eins
og t.d. nú, en þegar lið tapar hljóma
öll ummæli þjálfara eins og afsakan-
ir,“ sagði George Kirby, þjálfari Ak-
urnesinga, er Mbl. ræddi við hann
eftir leik Akraness og Breiðabliks á
Akranesi á miðvikudag. Kirby sló
síðan til og sagði:
„Auðvitað er ég ánægður með
sigurinn hjá okkur í kvöld. Áhorf-
endur fengu að sjá góða knatt-
spyrnu. Ég vil engu spá um hvort
þetta á eftir að reynast vendi-
punkturinn hjá Akranessliðinu í
sumar. Ég gæli aldrei við spá-
dóma. Það eru svo margir þættir,
sem spila inn í árangur liðsins
hverju sinni. Bara sú staðreynd,
að grasvöllurinn hér á Akranesi er
orðinn almennilegur í fyrsta
skipti í mörg ár, hefur sitt að
segja.
Annars er aðalmálið hjá okkur
og það sem reyndar öll knatt-
spyrna snýst um, að skora mörk.
Til þessa höfum við skapað okkur
þrisvar sinnum fleiri tækifæri í
leikjunum en við höfum síðan
nýtt. Þetta hefur því fyrst og
fremst verið spurningin um að
nýta þau færi, sem við höfum
skapað okkur. Við nýttum nógu
mörg til að vinna í þessum leik.“
— SSv.
spyrnunni. Reyndist markið
nægja Val til sigurs í leiknum.
Lið KA lék mjög vel í þessum
leik og átti skilið að sigra. Guðjón
Guðmundsson var besti maður
vallarins, en þeir Gunnar Gísla-
son, Jóhann Jakobsson, Elmar
Geirsson og Ásbjörn Björnsson
áttu allir góðan leik að þessu
sinni.
Hjá Val átti Njáll Eiðsson best-
an leik, sívinnandi og ódrepandi
baráttujaxl. Jón Gunnar Bergs
var og traustur í vörninni.
í STUTTU MÁLI:
íslandsmótið 1. deild. KA — Val-
ur, 2-1 (1-1).
MÖRK Vals: Albert Guðmundsson
á 37. mín. og Njáll Eiðsson úr víta-
spyrnu á 66. mínútu.
MARK KA: Gunnar Gíslason á 6.
mínútu.
GUL SPJÖLD: Engin.
ÁHORFENDUR: 620.
DÓMARI: Kjartan Tómasson og
dæmdi hann leikinn mjög vel.
SH.
FH sigraði
toppliðið
á grasvellinum
FH SIGRAÐI Þór, 1—0, á Kapla
krikavellinum i Hafnarfírði fyrir
skömmu og var þar leikið á grasvell-
inum sem tekið hefur stórstígum
framförum aö undanfornu. Hann er
nú kominn í leikhæft ástand. í dag
fer fram leikur í 2. deild á vellinum,
er FH og Skallagrimur mætast.
Leikur FH þólti afar
góður, einn sá besti sem boðið hefur
verið upp á í 2. deild. Erling Ragn-
arsson skoraði sigurmarkið í síðari
hálfleik.