Morgunblaðið - 19.06.1982, Side 33

Morgunblaðið - 19.06.1982, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982 33 Sumarnám- skeið fyrir börn í Tónabæ Félagsmiðstöðin Tónabær gengst í sumar fyrir vikulöngum dagnám- skeiöum fyrir börn fædd á árunum frá 1970 til 1975. Leiðbeinendur starfa með börnunum að skipulagn- ingu leikja og ýmiss konar útistarfi á leikvöllum og útivistarsvæðum borg- arinnar. Farið er í stuttar dagsferðir út fyrir borgina og skoðuð fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík. I slæmu veðri er föndrað innandyra. Þetta er í fyrsta skipti sem námskeið þessi eru starfrækt fyrir börn og unglinga í Tónabæ yfir sumarmánuðina. Kostnaður vegna styttri skoðunar- og kynnisferða er innifalinn í þátttökugjaldi en ætlast er til að þátttakendur hafi með sér nesti í hádeginu. Innritun stendur yfir í Tónabæ frá kl. 9—10 daglega í síma 35935. Vélskóla ís- lands slitið Vélskóla íslands var slitið þann 21. maí síðastliöinn. í skólaslitaræðu Andrésar Guðjónssonar kom m.a. fram að síðastliðið haust hófu 317 nemendur nám í Reykjavik, þar af 60 á 1. stigi skólans þar sem tekið hefur verið upp áfangakerfi. Vélstjórnar- menntun fór einnig fram á Akureyri, ísafirði, í Keflavík, Vestmannaeyjum, á llúsavík og Akranesi. í meginatriðum var starf skólans með líkum hætti og undanfarin ár. Árlegur kynningardagur skólans, Skrúfudagurinn, var haldinn að venju. Starfsvika var haldin en þá var farið með nemendur í heim- sókn í fyrirtæki og ýmis námskeið haldin fyrir þá. Tölvukennsla var einnig tekin upp í skólanum síð- astliðinn vetur. Við skólaslit voru verðlaun af- hent fyrir góðan námsárangur. Hörður Karlsson hlaut verðlaun fyrir frábæra kunnáttu í vélfræði- greinum en Landssamband ís- lenskra útvegsmanna hafði gefið góðan grip í því skyni. Að þessu sinni luku 67 nemendur prófi með 4. stigs vélstjórapróf. Árstíöafundir Samhygðar Mánudaginn 21. júní nk. verða haldnir árstíðafundir Samhygðar. Fundirnir eru, eins og annað starf Samhygðar, opnir öllum en miðast fyrst og fremst við þá sem eru tilbúnir að hefjast handa um að gera jörðina mennska. Fundirnir verða á eftirtöldum stöð- um: Hótel Holti kl. 20.30, Þróttheim- um kl. 20.30, Fellahelli ki. 20.30, Ölduselsskóla kl. 20.30, Ármúla 36, kl. 20.30, Hafnarfirði: Samhygöarhús- inu v/Flatahraun kl. 20.30. Einnig verða árstíðafundir Sam- hygðar haldnir í Keflavík, á ísafirði, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum. Sýningu lýk- ur í Gallerí Lækjartorg IIM ÞESSA helgi lýkur málverka- sýningu Björns Skaftasonar í Gallerí Lækjartorgi. Á sýningunni eru 47 myndverk unnin með „sérkennilegri tækni“ eins og segir í frétt frá Galleríinu. Sýningin er opin frá 14.00 til 22.00, en henni lýkur á sunnnudags- kvöldið. STAÐU^HNN^ANDLATlt _ ,_____________ _V^ 1H ~ÉM Opið í kVÖid til kl. 3. E»ri hæð — danaaalur. Dansbandið ásamt söngkonunni Sólveigu Birgisdóttur leika fyrir dansi. Eitthvað fyrir alla, bæði gömlu og nýju dansarnir. Neðri hæð — diskótek Við höfum gert miklar breytingar á diskótekinu okkar. Þar á meðal eru ný Ijós, nýtt gólf og síðast en ekki sist nýjar græjur. Fjölbreyttur matseöill að venju. Áskiljum okkur rétt til að ráðstafa boröum eftir kl. 21.00. Borðapantanir í síma 23333. Spariklæðnaður eingöngu leyfður. Borðapantanir í síma 86220 og 85660. \l M.YSIV. ASIMINN KH: • 22480 Al Avallt um helgar Mikið fjör LEIKHUS Opið í kvöld frá kl. 18—3 Fjölbreyttur matseðill. Spiluð þægileg borð- og danstónlist. Borðapantanir í síma 19636. Spariklæönaöur áskilinn. eitthvaö gott á prjónunum !>refclnr» KÍNVERSKA VEITINGAHU SIO LAUGAVEGI 22 SIMI13628 KEKOUKELC Hótel Borg DANSLEIKUR Rokk, rokk, rokk og meira rokk í kvöld frá kl. 22.00 á Hótel Borg Úlfarnir mæta á miönætti og kynna nýju plötuna sína og hverfa svo SPOR laust. VIÐBURÐUR I SKEMMTANALÍFINU og Troggs á hljómleikum í Háskólabíói í kvöld kl. 23. Allir þekkja syrpuplöt- urnar frá Stars on 45. Og hver man ekki eftir gömlu góðu lögunum með TROGGS svo sem „Wild Thing“ og „With a Girl Like You“. Miöasala í Háskóla- bíói frá kl. 16.00 í dag. Músik fyrir allar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.