Morgunblaðið - 19.06.1982, Síða 37

Morgunblaðið - 19.06.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982 37 Yfirlýsing í dálkum þínum sl. sunnudag 13. júní, kvartar 7608—2588 yfir því að ráðningarþjónusta við Lauga- veg, hafi tekið greiðslu af fólki í atvinnuleit og ekki endurgreitt þrátt fyrir að því hafi ekki verið útveguð vinna. Þar sem Ráðningarþjónusta okkar er staðsett við Laugaveg, óskum við eftir að það komi fram, að hjá okkur greiða vinnuveitend- ur einir fyrir okkar ráðningar- þjónustu, enda óheimilt skv. lög- um að krefja launþega um greiðslu. Virðingarfyllst, Ráðningarþjónusta, Bókhaldstækni hf. Bergur Björnsson. Gáta Gömul kona í Vesturbsnum hringdi og lét okkur þessa gátu í té: Borg eina leit ég í upphæðum standa, fjórdyruð var hún með fögru smíði. Á henni eru gluggar tveir glæsi- legir, turnar að tölu tveir og þrjátíu. Fyrir henni ræður einn ágætis svanni, og öðru nafni, illur tíranni. :usnrj Kisa svarar Ekki þarftu að kvarta yfir öllum kattareigendum; að köttur þeirra beri starrafló og heimilisfólk þitt líði fyrir það. Ef þú ert að sækjast eftir því að kattaeigendur tjóðri ketti sína við dyr og loki þá inni í heila tvo mánuði, þá skjátlast þér hcldur betur, því margir skyldu aldrei ganga að því, því kötturinn á frelsi alveg eins og þú og fleiri. Ég hef aldrei heyrt það, að kettir migi upp við útidyr, svo að ég vona að einhver annar svari þessu. Svo er það þessi „engin smá hópur af fólki sem líður fyrir kattapláguna", það fólk hlýtur að hafa gaman af öðrum dýrum, en því miður hefur allt fólk gaman af einhverju dýri, svo það fólk getur ekkert sagt eða gert. Kisa. Vísur í tilefni kosninga Okkur hafa borist tvær vís- ur eftir hinn kunna hagyrðing, Jörund Gestsson frá Hellu við Steingrímsfjörð. Fyrri vísan varð til þegar sjálfstæðismenn töpuðu í Keykjavík í kosning- unum 1978, en þá var rigning og slagveður: Hugsun skýr fór þar í þrot því er glópskan engu lík Himininn grætur glappaskot góðra manna í Reykjavík. Seinni vísan er ort þegar sjálfstæðismenn unnu borg- ina aftur í kosningunum um daginn, en þá var, eins og menn muna gott veður, sól og hiti: Borgin skipti létt um lit lífinu fagnar sólin fólkið aftur fékk sitt vit fúlsaði rauðu skjólin. Þessir hringdu . . . Allð lóð við Samtún veld- ur vandræðum Sigríður Kjerúlf, Samtúni 18 hringdi og sagði að á auðu svæði ofanvert við Samtúnið, væri að myndast ruslahaugur. Þegar verið var að byggja við Borgartúnið hafði safnast þarna saman eitt- hvert drasl, sem hefði ekki verið hreinsað burtu. Síðan hefði smám saman verið að bætast við, á hverju vori, síðast núna fyrir fáum dögum hefði hún séð fólk henda þarna rusli. Síðan ryki úr þessu yfir garðana hjá þeim. Það sem hún vildi fá að vita væri, hver ætti að sjá um að hirða lóðina, hún héldi að bærinn ætti hana, en væri ekki viss, en ef svo væri ekki, hver ætti þá að sjá um þetta. Aldrað fólk ekki tryggt Sólveig Eysteinsdóttir, hringdi og sagði okkur smá sögu í tilefni árs aldraðra. Þannig var, að hún ætl- aði að tryggja móður sína í sólar- landaferð, og fór í því augnamiði niður í Sjóvá, til að kaupa ferða- slysatryggingu sem þar hefur ver- ið auglýst. Þar fékk hún þær fréttir,að þar sem viðkomandi kona væri 79 ára gætu þeir ekki tryggt hana, þeir ferðaslysa- tryggðu ekki fólk eldra en 75 ára. Hún fór þá niður í Samvinnu- tryggingar og fékk þar strax keypta tryggingu, þar hefði aldur: inn ekki verið nein fyrirstaða. í Sjóvá hefði ekki verið minnst á neinn hærri áhættuflokk eða neitt slíkt, og sér fyndist þetta hreinn dónaskapur við aldrað fólk, að neita því alveg um tryggingu vegna þess eins að það væri komið yfir vissan aldur. Upplýsingar óskast um gulan kött Kona í Kópavoginum hringdi og sagði að gulur eyrnalaus köttur kæmi reglulega í heimsókn til hennar og fengi eitthvað í svang- inn. Hann kæmi á hverjum degi, stundum tvisvar á dag, en vildi aldrei koma inn fyrir dyr, það yrði alltaf að færa honum matinn út. Þó væri hann örugglega ekki úti- leguköttur, því hann væri blíður og ekki styggur nema við einstaka fólk. Hún hafði heyrt tvö nöfn nefnd i sambandi við hann, Bjössi og Fleksnes, en hún vissi ekki um hvort þau væru rétt. Hún hélt kannski að einhver sem flutt hefði í burtu hefði skilið hann eftir. Nú langaði hana að komast í samband við einhvern sem þekkti þennan kött eða gæti gefið henni einhverj- ar upplýsingar um hverjar ástæð- ur hans væru. Ef einhver býr yfir slíkum upplýsingum, þá er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 40948. GÆTUM TUNGUNNAR Hyggjum að skiptingu orðanna ástand og ástúrt í fram- burði! Réttur framburður er: á-stand og ást-úð. (Ath.: „á-stúð“ er rangur framburður.) Heyrst hefur: Ég óska þér góðan dag. Rétt er: Ég býð þér góðan dag (eða: ég óska þér góðs dags). ALLTAF Á SUNNUDÖGUM sfflraw OG EFNISMEIRA BLAÐ! MINKAVEIÐAR í STRAUMSFIRÐI VINNAN ER ALLT Grein um Henry Moore 83 ÁRA BLÓMATÍMI í BORG ÍSLANDSSJÓMANNA Veröld: ENN HERÐA JARÐAR- BÚAR DRYKKJUNA Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans vantar þi3 gódan bíl ? notaður- en í algjörum sérfbkki JÖFUR Ath.: Opiö í dag milli 1 og 5. Nýbýlavegi2 - Kópavogi - Simi 42600 EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.