Morgunblaðið - 19.06.1982, Síða 40

Morgunblaðið - 19.06.1982, Síða 40
auglVsingasíminn er. 22480 IHvreoablabib iorj0íwtiMaí>íií> Rjúkandi kaffi ogheitbrauðfrakl.7 <gg> isauiiiis® LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982 Tvö skip á kolmunnaveiðar: Aflinn unninn í marning um borð ÁÆTLAÐ er að Eldborg HF 13 haldi til kolmunnaveiða um miðjan júiímánuð næstkom- andi og verður kolmunninn, sem aflast, unninn í marning um borð. l»essa daga er verið að breyta Eldborgu til þessara veiða, meðal annars verður Ingiríður drottning kemur í dag INGIKÍÐUR drottning, ekkja FriAriks Danakonungs, kemur hingað til lands í einkaheimsókn í dag klukkan 16.00 með flugvél Klugleiða og mun hún dvelja hér á landi fram á miAvikudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum Hall- dórs Reynissonar, forsetaritara, mun Ingiríður drottning skoða Þjóðminjasafnið og Islenzkan heimilisiðnað á morgun og held- ur síðan síðdegis til Þingvalla, þar sem hún mun sitja kvöldverð í boði forsætisráðherrahjóna. A mánudagsmorgun fer drottningin síðan til Vestmanna- eyja, þar sem hún mun fara um í fylgd með heimamönnum. Hún snæðir hádegisverð í boði bæj- arfógetans í Vestmannaeyjum. Eftir hádegi verður flogið til Fagurhólsmýrar og verður farið inn í þjóðgarðinn í Skaftafelli, ef veður leyfir. Síðan verður haldið til Hafnar í Hornafirði og þar snæddur kvöldverður í boði heimamanna og mun drottning hafa gistingu í Höfn. Á þriðjudagsmorgun verður flogið frá Höfn til Egilsstaða. Frá Egilsstöðum verður haldið inn í Hallormsstað, þar sem drottning mun skoða skógrækt- ina. Þá verður hádegisverður í Hallormsstað, en þaðan verður haldið inn á Egilsstaði og farin skoðunarferð um byggðina og upp á Fjarðarheiði. Drottning heldur síðdegis til Reykjavíkur. Með drottningu í för verða frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, dönsku sendiherrahjón- in og fylgdarlið. Ingiríður drottning heldur til Danmerkur að morgni miðviku- dags. Sjá nánar á miðopnu blaAsins. Eftir brunann var kirkjan rústirnar einar. Nýja kirkjan í baksýn. Ljósm. Mbl. Albert Kemp. Gamla kirkjan að Heydöl- um brann til kaldra kola Grunaður maður handtekinn, en sleppt aftur GAMLA KIRKJAN aA Hcydölum i Breiðdal í S-Múlasýslu brann til kaldra kola um miAjan dag fimmtu- daginn 17. júni. AAkomumaAur var handtekinn á bænum þá um kvöldiA og fluttur flugleiAis um nóttina til Reykjavíkur. Var hann yfirheyrður af rannsóknarlögreglumönnum í gær, en maðurinn játaði ekki á sig verknaðinn og var honum sleppt síð- degis í gær. Heydalakirkja var byggð 1856 og gefin Þjóðminjasafninu árið 1975. Hún var tekin á fornleifaskrá árið 1976. I samtali við Morgunblaðið sagði Arnar Guðmundsson deild- arstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins að maðurinn sem hand- tekinn var, hafi áður orðið uppvís af ýmiss konar spellvirkjum. „Það var stórkostlegt óhapp að kirkjan skyldi vera brennd og í henni fóru góðir gripir, þar á með- al tvær klukkur og var önnur frá 1652 og var hún merkt manninum sem steypti hana. Þá var í kirkj- unni altari og predikunarstóll, sennilega jafn gamall kirkjunni, en aðrir hlutir höfðu verið fluttir í nýju kirkjuna," sagði Þór Magn- ússon þjóðminjavörður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ráðherra samþykkti á sínum tíma að Þjóð- minjasafnið tæki Heydalakirkju til verndar og varðveislu, en til tals kom á sínum tíma að flytja Gamla kirkjan að Heydöl- um. kirkjuna að Skorrastað en ekki varð af því. Kirkjan var í niður- níðslu, því ekki hafði gefist tæki- færi til þess að lagfæra hana, en hefjast átti handa við það verk nú í haust. Kirkjan var byggð árið 1856 og var á sínum tíma ein stærsta og besta kirkjan á Austur- landi. Kirkjan var mjög stílhrein og allir húsaverndunarmenn voru mjög hlynntir varðveislu hennar. Skaðinn fyrir utan kirkjuna eru klukkurnar og er hann geysimik- ill, svona hluti fær maður ekki aft- ur,“ sagði Þór Magnússon þjóð- minjavörður. komið fyrir kolmunnaflökun- arvélum í skipinu, settar í það marningsvélar, frystitæki og útbúin verður stór frystilest í skipinu. Gert er ráð fyrir, að Eldborg landi aflanum í Eng- landi, en þar eru fyrirtæki sem vilja kaupa kolmunnamarning- inn. Slippstöðin hf. á Akureyri er nú langt komin með að smíða togara, sem verður í eigu aðila á Hólmavík. Þessi togari mun fá nafnið Hólmadrangur og verður hann útbúinn til kolmunnaveiða á svipaðan hátt og Eldborg og er einnig áætlað að hann landi kolmunnamarningnum í Eng- landi. Gert er ráð fyrir að Hólmadrangur verði afhentur eigendum í ágúst nk. Ekki er ljóst hvort fleiri ís- lenzk skip haldi til kolmunna- veiða á þessu ári. Þó er vitað að eigendur Víkings AK hafa áhuga á að senda skipið á þessar veiðar, ef líkur eru til að þær gangi vel síðla sumars á svæð- inu milli Islands og Færeyja. Ekki ljóst hverjum fíkniefnin voru ætluð EKKI ER enn Ijóst hverjum voru ætluA fíkniefnin sem komu til fs- lands 5. maí sl., en efnin komu hingað meö flugi frá New York. Um var að ræða 189,4 kg af marijuhana. í samtali við Morgunblaðið sagði William Möller aðalfulltrúi lögreglustjóra, að skráður send- andi efnanna, fyrirtæki á Jam- aica, kannaðist ekki við þau og ekki væri enn ljóst hver hinn raunverulegi sendandi væri. Ekki er talið að endanlegur ákvörðun- arstaður efnanna hafi átt að vera hér á landi og sagði William að lögreglufulltrúi hjá Interpol ynni nú að rannsókn málsins. - Rangt flokkaður salt- fiskur einnig í Eldvík ENN HAFA ekki borizt nákvæmar fréttir frá Portú- gal um hve mikið magn af íslenzkum saltfiski, sem þangað er kominn, hefur reynzt vitlaust flokkaður. Morgunblaðið hefur hins vegar fengið staðfest í Portú- gal, að komið hafi í Ijós, að saltfiskur sem nú er verið að skipa upp úr Eldvík, hafi einnig reynzt vitlaust flokk- Milli Islands og Noregs í sleða á 10 metra dýpi Frá fréttaritara Morgunbladsins í Osló. UNGUR íslendingur, Einar Atli Jónsson, ætlar í ágúst að leggja upp frá Þránd- heimi í Noregi áleiöis til ís- lands í eins konar neð- ansjávarsleða sem dreginn verður á 5 til 10 metra dýpi. Einar Atli starfar nú sem kafari hjá norsku fyrirtæki en starfaði m.a. áður fyrir íslensku landhelgisgæsl- una. Einar sagðist vera að hrinda í framkvæmd gömlum draumi og ætlar að verða fyrstur til að ferðast á þennan hátt milli land- anna. Einar hefur sjálfur hann- að farkostinn en hann verður dreginn af 50 feta mótorbáti. Sleðinn er gerður úr áli og mun Einar liggja í honum, en getur fylgst með því sem framhjá fer í gegnum skerm úr fíbergleri. Einar hyggst kanna dýralíf, mengun sjávar og hitastig í þessari 530 sjómílna ferð. Frá bátnum til sleðans liggja loftslöngur svo og aðrar leiðslur, sem gera honum kleift að koma skilaboðum til bátsverja. Sleðinn verður útbúinn með stýribúnaði. Ef svo óheppilega vildi til, að festar milli bátsins og sleðans slitnuðu, þá á sleðinn að fljóta upp á yfirborðið. Áætlað er að ferðin taki átta daga en Einar kemur upp á yfirborðið á tólf tíma fresti og tekur sér sex tíma hvíld í bátnum. Þetta uppátæki Einars er ekki ódýrt, en hann vonast eftir stuðningi fólks, sem hefur líkað hugmyndin. Lauré. aður eins og í saltfiskskipinu sem losaði í síðustu viku. Enn mun aðeins hafa verið skipað upp hluta af saltfiskinum í Eldvík og ekki mun verða ljóst fyrr en eftir helgi hve mikið af fiskinum er vitlaust flokk- aður. Eldvík fór með 1500 tonn af saltfiski til Portú- gal og er töluverður hluti þess fisks frá Vestmanna- eyjum, en þar virðast aðal- mistökin hafa átt sér stað við flokkun fisksins í gæða- flokka. Nú eru í Portúgal fjöl- margir íslendingar vegna þessara mistaka. Strax að aðalfundi SÍF loknum héldu Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri, og Vestmanneyingarnir Stef- án Runólfsson og Sigurður Einarsson til Portúgal til viðræðna við þarlenda að- ila.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.