Morgunblaðið - 26.06.1982, Síða 9

Morgunblaðið - 26.06.1982, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ1982 9 Ætlar þú að kaupa 4ra herb. íbúð? Viltu raöhús í Mosfellssveit á svipuöu veröi. Húsiö er stofa, 3 svefnh., eldhús meö kæliklefa, nýtt flísalagt baðherb. meö keri í, sauna, fataherb., geymsla og fl., allt í mjög góöu standi. Ræktaöur garður, bílskúrs- réttur. Hefur þú áhuga? Hringdu þá í síma 66623. m^^^mmm^^mmmma—mmm^mam HÚSEIGNIN Sími 28511 Verömetum eignir samdægurs Glæsilegt raðhús — Seljahverfi með tveim íbúðum 3x75 fm. Uppi 4 svefnherb., bað, fataherb., þvottahús. 1. hæðin stofa, boröstofa, eldhús, kjallari. Sér 2ja herb. íbúö. Allar innrétt- ingar mjög vandaðar. Verö 2—2,1 millj. Fokhelt einbýlishús í Mosfellssveit Glæsilegt rúmlega 300 fm á tveimur hæðum á einum besta stað við Leirutanga. Útsýni yfir sjóinn. Rúmlega 1000 fm lóð. Tvöfaldur bílskúr. Teikningar og allar nánari uppl. á skrifstofunni. Verö 12—13 hundruö þús. Blönduhlíð — 2ja herb. Falleg 45 fm íbúö á 1. hæð. Sér inngangur. Verö 600 þús. Dalsel — 7—8 herb. 2 hæöir, 160 fm. íbúö á tveim hæöum. Mjög vandaöar innréttingar, 6 svefnherb. uppi og niðri. Verð 1,6—1,7 millj. Furugrund — 3ja herb. plús einstaklingsíbúð í kj. 70 fm 3ja herb. íbúö mjög vönduð ásamt stórri einstaklingsíbúö í kjallara i 3ja hæöa blokk. Kjallarinn er ca. 40 fm. Verö 1300 þús. Engihjalli — 3ja herb. Glæsileg 95 fm 3ja herb. íbúö á 3. hæö í 3ja hæða blokk. Stór stofa með stórum suöursvölum. Verö 950 þús. Hlíðar — 2ja til 3ja herb. risíbúö 70 fm risíbúö við Engihlíö. Verð 650 þús. Lokastígur — 4ra herb. 110 fm risíbúö í steinhúsi sem er kjallari, hæð og ris. Verð 800 þús. Lyklar á skrifstofunni. HÚSEIGNIN Skólavörðustíg 18, 2. hæð. Pétur Gunnlaugsson. lógfræðingur, Opið laugardag 1—4 Lokað sunnudag SMYRILSHÓLAR 2ja herb. ca 50 fm ágæt íbúö á jarðhæö í fjölbýli. Ákv. sala. SÓLHEIMAR 3ja herb. ca. 85 fm mjög góö íbúö á 1. hæö. Nýtt baö og eldhús. HRAUNBÆR 4ra herb. ca. 100 fm ágæt íbúö á 3. hæö. Þvottur og búr innaf eldhúsi. SKIPASUND — SÉR 4ra herb. ca 95 fm íbúö á 2. hæö. Bílskúrsréttur. MIÐVANGUR — HAFN. 4ra—5 herb. ca 120 fm mjög góð íbúö á 3. hæð. Sér svefnálma. Þvottur innaf eldh. Nýtt eldhús. Ákv. sala. SUNNUVEGUR — HF 4ra—5 herb. ca. 120 fm neðri hæð í tvíbýli á kyrrlátum staö. Skipti á minni mögul. ÞVERBREKKA — KÓP. 5—6 herb. ca 120 fm mjög góö íbúö á 2. hæö í lyftu- blokk. SÓLHEIMAR — RAÐH. Ca. 210 fm á 3 hæðum meö innb. bilskúr. Skipti möguleg á hæð í Heimum eða Vogum. LAUGAVEGUR 3ja herb. ca. 90 fm snyrtileg íbúö á 2. hæö. Fæst meö hag- stæðum kjörum. Laus fljótlega. BÁRUGATA 4ra—5 herb. ca 115 fm aöal- hæö í þríbýli. Bílskúr HOLTSGATA 4ra herb. ca. 100 fm vönduð ibúö á 4. hæö. Sér hiti. LJÓSHEIMAR 4ra herb. ca. 105 fm ágæt íbúö á 2. hæð í lyftublokk. ÁLFASKEIÐ — HAFN. 4ra herb. ca. 110 fm nýstands. ibúö á 4. hæö. Bílskúrssökklar. BREIÐVANGUR — HAFN 4ra—5 herb. ca. 120 fm góö íbluð á 3. hæö með bílskúr. ÆGISÍÐA — PARHÚS kjallari, hæö og ris, alls ca. 140 fm. Möguleiki aö breyta og endurbæta. Bitskúrsrétt- ur. FRAMNESVEGUR — RAÐH. 120 fm lítiö raöhús á 3 hæðum. Nýstandsett. Laust fljótlega. SPÓAHÓLAR — SKIPTI 5—6 herb. ca 120 fm glæsi- leg endaíbúö á 3., efstu hæð. Innb. bílskúr. Möguleg skipti á einbýli sem má vera á byggingastigi. M MARKADSMONUSTAN INGÓLFSSTRÆTI 4 . SIMI 26911 Róbert Arni Hrelðarsson hdl. Umsjónarmaður Gísli Jónsson_____________152. þáttur í upphafi sólmánaðar rifjast upp eitt og annað í máli okkar, tengt hinum bjarta lífgjafa og göngu hans. Séra Bjarni Gissurarson í Þingmúla í Skriðdal (1621—1712), dóttursonur sr. Einars í Eydölum, orti merki- legt kvæði um samlíking sólar- innar. í þessu kvæði er meiri náttúrulýsing en títt var áður. Þó er kvæðið ef til vill athygl- isverðast fyrir þá sök, að þar örlar á þeirri hugmynd, sem Bjarni Thorarensen fullgerði, að hinn innri maður móti út- litið því meir sem hver eldist. í hinu fræga sólarkvæði sínu spyr Bjarni: Hvaó er betra en sólar sýn, þá sveimar hún yfir stjörnu rann? Hann svarar sér síðar í kvæði sínu. Ur heilagri ritn- ingu hefur hann þann fróðleik að samlíkja megi blóma hinn- ar bestu konu við ljóma sólar- innar, og þrátt fyrir allt þykir Bjarna meira til um konuna, því að: llennar Ijós, |>ó halli degi, hvers kyns dyggða slokknar eigi. Austfirsku skáldin, sr. Bjarni og náfrændur hans, voru vel lesnir í fornum fræð- um. Líklega hefur Bjarni orða- sambandið sólar sýn úr Háva- málum. Þau hafði systrungur hans, sr. Stefán Ólafsson í Vallanesi, þrautkannað og þýtt á latínu. En í Hávamálum er sólar sýn (það að sólin sjáist, birta og hiti) talið með því sem mönnum sé allra best og holl- ast. Gamlir menn gáfu sólinni mörg nöfn. Svo segir í Alvís- sálmum: Sól heitir meó mönnum, en sunna meó goóum kalla dvergar Dvalins leika, eygló jötnar, álfar fagrahvel, alskír ása synir. Merkilegt er að sólin heitir líka sol á latínu, reyndar karlkyns. Telja hálærðir menn að orðið sé af sömu frumrót og sunna og þykjast kenna í rót- inni frummerkinguna birta. I daglegu tali sínu hafa aðrar germanskar þjóðir verið geymnari á orðið sunna en við. Bestu lífi lifir það hjá okkur í samsetningunni sunnudagur, svo og í fjölda fallegra ör- nefna, svo sem Sunnudalur. Átt sólarinnar heitir sunnr í elstu bókmenntum okkar. En svo kvað Eilífur Guðrúnarson í Kristsdrápu: Sctbergs kveóa sitja sunnr at Uróar brunni, svá hefr ramr konugr remdan Róms banda sik löndum. Eru Kristshugmyndir hans að vonum heldur fornlegar. Kristur er voldugur konungur og stundar á landvinninga, og skiljanlegt má það vera, að Eilífi sé ekki með öllu skýr fyrir sjónum skilsmunur Urð- arbrunns og Jórdanarfljóts. Orðmyndin sunnr tók merki- legri breytingu, svo sem fleiri orð þegar tvöfalt (langt) n fór næst á undan r-i. Varð úr þessu suðr, seinna suður, svo sem nú er sagt. Kallast þetta ófull- komin samlögun (tillíking) og er hliðstætt því er mannr breytist í maðr og síðar maður. Hitt var þó algengara að orð- myndir sem þessar hyrfu aftur til upphafs síns að mestu. Fyrir þá mildi málsörlaga segjum við nú til dæmis munn- ur en ekki muður (undantekn- ing Ólafur muður), sannur en ekki saður og Finnur en ekki Fiður, enda mundu víst fáir vilja svo heita. Þegar sólin heitir eygló, þá er það sú sem alltaf skín, fagra- hvel er hið bjarta hjól eða kringla, og alskír er hin al- bjarta. Er þess þá ógetið að sólin heitir og álfröðull eða bara röðull, líknskin og sitt- hvað fleira. Af þessum gömlu sólarheitum lifir helst röðull. Greinir menn nokkuð á hversu skýra skuli, en tækilegust virð- ist mér sú tilgáta að orðið merki kringla, hjól og væri skylt þýsku das Rad = hjól, latína rota, sömu merkingar, samber t.d. Rotary-félagsskap- inn með kringluna að einkenn- ismerki og enska orðið round = kringlóttur, úr latínu rotundus. Eftir göngu sólar frá austri til vesturs mynduðu menn síð- an með hljóðvarpi orðin rang- sælis, réttsælis og andsælis. Nærri má því geta að hið hálfa tungl, sem birtist á veggþili í Fróðárundrum, gengi andsæl- is. Sólin varð aldrei fulllofuð í ljóðum skáldanna. í Sólarljóð- um (líklega frá 13. öld) verður sólin, sem er upphafsorð sjö vísna í listrænni klifun, tákn lífsins og þess guðs sem gaf það, og sólsetrið samsvarar dauðanum. Hvergi kenni ég þó hita og bjarma sólarinnar bet- ur en í ljóðum þeirra frænda Jóhanns Sigurjónssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Jó- hann kvað: Sólin ilmar af eldi allan guðslangan daginn, fadmar ad sér hvert einasta blóm, andar logni yfir sa*inn. En í hinu óviðjafnanlega harmljóði Sorg, „hrynja sól eftir sól í dropatali". Jónas lýkur sínum yndislegu Sólset- ursljóðum svo: Yekur þú von og vekur þú bæn, hvenær sem dapri dimmu hrindir, og augu kætir allrar skepnu; þökk er og lofgjörð á þinni leid. Vekur þú von og vekur þú bæn, er þú í Ijóma líóur af himni, aftur í Ijóma upp að renna; þökk er og lofgerd á þinni leið. Hníg þú hóglega í hafskautið mjúka, röðull rósfagur, og rís að morgni, frelsari, frjóvgari fagur guðs dagur! Blessaður, blessandi blíður röðull þýður! Lúðrasveit Laugarnesskóla: Vel heppnuð ferð til Lux- emborgar og Þýzkalands Lúðrasveit Laugarnesskóla er ný- komin heim úr 12 daga ferð til Luxem- borgar og Þýskalands. Stjórnandi sveitarinnar er Stefán Þ. Stephensen sem hefur stjórnað henni frá stofnun, 1976. 46 ungmenni á aldrinum 10—16 ára voru í ferðinni og nokkur hópur foreldra til aðstoðar. Flogið var með Flugleiðum til Luxemborgar og þaðan ekið til Kölnar, þar sem Þýsk-íslenska fé- lagið tók á móti hópnum. í Köln og nágrenni voru haldnir 5 tónleikar og auk þess spilað í og við ráðhúsið í Köln þar sem borgarstjóri tók á móti hópnum. Ræðismaður íslands, dr. Max Adenauer, var viðstaddur þá athöfn. Sveitin spilaði m.a. á útipalli við Kölnardómkirkju og í Radevorm- wald í boði tónlistarskóla þar og léku lúðrasveit heimamanna og Lúðrasveit Laugarnesskóla til skipt- is. Auk þessa var leikið í skemmti- görðum og á fjölförnum torgum. Alls staðar var gerður góður rómur að leik sveitarinnar og bárust henni boð um að leika víðar, en vegna strangrar dagskrár var það ekki unnt. I Luxemborg var leikið í litlum bæ, Canach, en þar hafa margir ís- lendingar búið á undanförnum ár- um. Lokatónleikar lúðrasveitarinn- ar voru á Place d’Armes sem er eitt helsta torgið í höfuðborginni, Lux- emborg. Þar var stenmningin slík að sveitin fékk ekki að hætta leik sín- um fyrr en flóðgáttir himins opnuð- ust og allir, jafnt hljóðfæraleikarar sem áheyrendur, flúðu á braut. Hvarvetna var sveitinni mjög vel tekið og unglingunum hrósað ákaft fyrir leik sinn. Lúðrasveit Laugarnesskóla leikur í Ráðhúsinu i Köln.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.