Morgunblaðið - 26.06.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 26.06.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 11 ísraelsmenn trúum hótunum um, að okkur skuli útrýmt, sagði landamæravörður í ísraelsku borginni Metulla, þegar við ræddum við hann á sínum tíma. — Það er betra að halda lífi án vorkunnsemi og samúðar heldur en láta menn berja sér á brjóst til minningar um sig dauðan, bætti landamæravörðurinn við. Hann heitir Gideon Amman, kaupsýslumaður frá Tel Aviv, og var þarna að gegna árlegri 30 daga herskyldu. Israelsmenn hafa sýnt það við innrásina í Líbanon, að þeir bjóða almenningsálitinu um heim allan byrginn með því hug- arfari, sem landamæravörður- inn lýsti. Þeir eru að berjast fyrir eigin tilverurétti og ætla ekki að gefa PLO neitt eftir, fyrr en í fulla hnefana. í Camp Da- vid-samkomulaginu viður- kenndu ísraelsmenn „lögmæt réttindi palestínsku þjóðarinn- ar“. Nú hafa þeir nokkur hundr- uð þúsund Palestínumenn á valdi sínu í Líbanon. Hvað ætla þeir að gera við þetta fólk? Leiðtogar PLO hafa kvartað undan því, að þeir fái engan stuðning frá Arabaríkjunum í átökunum við Israelsmenn. Arabaríkin hafa ekki verið jafn vanmáttug og innbyrðis sundruð um langan aldur. PLO-foringj- arnir vilja ekki leggja niður vopn, þeir eru ekki fúsir til að setjast að í vopnlausu ríki á vesturbakka Jórdanár á milli Is- raels og Jórdaníu. Sýrlendingar vilja ekki fá þá inn í land sitt. Líbanonmenn vilja ekki hafa þá hjá sér. Jórdaníumenn vilja þá ekki heldur. ísraelsmenn líta ekki á PLO-menn sem hermenn heldur hryðjuverkamenn. Deilan sýnist óleysanleg. Hafnarborgirnar fornfrægu Síd- on og Tyrus á Miðjarðarhafs- strönd Líbanon eru í rúst. Sex til sjö þúsund PLO-menn bíða ör- laga sinna í vesturhluta Beirút með þau orð á vörunum, að borg- in eigi eftir að verða álíka orrustuvöllur og Stalíngrad í átökum Rússa og nasista. Ibúar í þessum bæjarhluta eru taldir hafa verið um 600 þúsund og flóttamenn streyma nú þaðan í þéttum röðum. Skammt frá Metulla er mann- auð líbönsk borg, Khiam. Þar var einu sinni háskóli og 30 þús- und íbúar. Þeir eru allir flúnir. Við gistum rétt hjá þessari draugaborg á sínum tíma. Á nóttunni mátti heyra þaðan vélbyssuskothríð. Okkur var sagt, að þar væru Israelsmenn að æfa sig í götubardögum. Von- andi verður unnt að stilla til friðar í Líbanon, áður en skot- hríð hefst á milli húsa í Beirút. Björn Bjarnason í sól og sumaryl á Egilsstöðum fyrir nokkrum dögum. Þennan fallega sumardag fór hitinn í 24 stig í for- sælu og ungviðið kunni að meta blíð- una, léttklætt í görðum og á götum. Ljósm.Ólafur (•uómundsson Frík heimsins Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Agnar Hauksson: YZT Höfundur gaf út. ísafirði 1982. Sum kver ungra manna er erfitt að flokka samkvæmt venjulegu bókmenntamati. Eru þau til dæm- is fullgild ljóð, sögur, ritgerðir eða bara hugleiðingar um lífið og til- veruna? Eða eru þau fyrst og fremst tjáning, þörf sem leitar út- rásar innan bókarspjalda? Líklega verður kver Agnars Haukssonar að hlíta síðartöldu skilgreiningunni. I kverinu eru viðbrögð ungs manns við samtíð sinni, uppreisn kannski, að minnsta kosti hans lýsing á því sem fyrir augu ber og hann hefur reynt. Við skulum líta á sýnishorn framarlega í kverinu: (iötuvígi næturinnar voru réist umhverfis hálfmánann sem speglaðist í tjörninni Samúdarfullar kellingar gen^u með lotningu á vatninu Ekki svo klént. Laglega orðað er niðurstaðan. „Ég hafði enga von,“ skrifar höfundurinn. Vegfarendur fortíðar og/ eða framtíðarinnar eru óttaslegnir í texta hans. I þessum anda er eftirfarandi yfirlýsing: „Heimurinn er sóða- legur/ óréttlátur/ harður/ eng- anveginn einfaldur/ ekki full- kannaður/ heimurinn er fyrir oss/ endalausar pælingar fyrir oss/ frík heimsins". En hvað er það sem angrar, hvað er svona leiðinlegt? Vitan- lega frystihúsið sem gerir mann ringlaðan og veldur stressi ásamt ýmsu öðru í samfélaginu, ekki síst stöðutákn borgaranna. Því er mót- mælt að slíkt sé eftirsóknarvert. En sá sem nennir ekki að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu getur átt það á hættu að verða „stranda- glópur á íslandi". Þrátt fyrir allt er eitthvað skemmtilegt, til dæmis frelsi ungs manns, raunverulegt og ímyndað, það að gleðjast með glöðum „Ábyrgðarleysið er krani þekkingarinnar". Yzt er að mínu viti heimild um ungan mann í pælingum, kverið er beinskeytt og víða í því góður húmor. Ekki spillir uppsetningin og myndirnar sem lýsa textann. Jóhann Hjálmarsson. Serstök greiöslukjör og sérstakur barnaafsláttur! Ferðakynning Skrifstofan veröur opin í dag laugardag kl. 10—2. Sýnd veröur ný video- mynd frá Mallorka og gefnar upplýsingar um feröamöguleika. mdMTHC FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, símar: 28388 og 28580.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.