Morgunblaðið - 26.06.1982, Side 12

Morgunblaðið - 26.06.1982, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ1982 Vestfirðir Fréttaskýring Á Vestfjörðum bjuggu 16% landsmanna um síð- ustu aldamót en aðeins 4,6% 1980. Engu að síður skila Vestfirðingar hátt í fjórðungi þeirra frystiaf- urða, sem SH flytur á er- lenda sölumarkaði. Þeir leggja því drjúgan hlut í þjóðarbúið. Almennar upplýsingar um Vestfirði íbúar á Vestfjörðum vóru tæplega 12.500 árið 1901. Þeir vóru hinsvegar aðeins 10.500 í árslok 1980. Á sama tíma óx íbúatala landsins úr 78.500 í 229.100, nær þrefaldaðist. Fækkun fólks í strjálbýli hefur verið mun örari á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum. I strjálbýli landshlutans búa að- eins um 1.980 manns en nálægt 8.500 í þéttbýli. Fjölgun í þéttbýli hefur og ver: ið hæg, sérstaklega eftir 1940. í höfuðstað Vestfjarða, ísafirði, búa nú tæplega 3.400 manns — en íbúar vóru um 2.000 þegar árið 1920 og um 2.800 árið 1940. í Bolungarvík búa nú um 1.270 manns, en þar hefur verið íbúa- aukning allar götur frá 1950. Á Frá ísafirði, höfuðstað Vestfjarða. Frá Vestfjörðum kemur milli fimmtungs og fjórðungs freðriskframleiðslunnar, þó þar búi aðeins 4,6% þjóðarinnar. Þeir afla grimmt í þjóðarbúið Hægrisveifla í kaupstöðum — meirihluti á Flateyri Patreksfirði var vaxandi byggð fram til 1965, en íbúatalan hefur síðan staðið því sem næst í stað. Flestir aðrir þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum hafa aukið nokkuð íbúatölu sína síðasta áratuginn. Meðalbrúttótekjur framtelj- anda á Vestfjörðum hafa verið um eða yfir landsmeðaltali í meira en áratug. Auðlindir eru einhæfari á Vestfjörðum en í öðrum lands- hlutum. Þar er t.d. lítið um nýt- anlegan jarðhita. Möndullinn, sem atvinnulífið snýst um, er sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, enda stutt á gjöful mið og Vest- firðingar hafa skipað sér í fram- varðarsveit um myndarlegan frystihúsarekstur. Rúmlega 2.000 manns sinna fiskveiðum eða fisk- vinnslu, eða tæplega 40% vinnu- aflsins, sem er um 4.700 manns. Það er mun hærra hlutfall en í öðrum landshlutum. Rúmlega 800 manns sinna öðrum iðnaði en fiskiðnaði, 500 bústörfum og um 1.300 ýmiss konar þjónustustörf- um (opinber þjónusta, samgöng- ur, verslun o.fl.). ísafjörður — Bolungarvík Á Vestfjörðum eru tveir kaup- staðir: Isafjörður, sem um lang- an aldur hefur verið höfuðstaður Vestfjarða, og Bolungarvík.þar er kraftmikil, vaxandi byggð. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 43,9% greiddra atkvæða í Bolungarvík, jók atkvæðamagn sitt um 27,02%, en 39,9% kjörfylgi á ísafirði, jókst um 33,39%. Flokkurinn fékk 4 fulltrúa af 9 kjörnum á báðum þessum stöðum — og skortir þar aðeins 1 bæjarstjórnarfulltrúa á hreinan meirihluta. Jafnaðarmenn og óháðir komu næstir að atkvæðum í Bolung- arvík með 24,3% kjörfylgi og 2 bæjarfulltrúa sem er lakari út- koma en 1978, er þeir fengu 33% atkvæða. Framsóknarflokkur jók hinsvegar fylgi sitt nokkuð, hlaut 18,5% atkvæða og 2 fulltrúa (14,4% 1978). Alþýðubandalagið rekur síðan lestina með 13,2% atkvæða og 1 fulltrúa. Alþýðu- bandalagið var ekki með flokks- framboð 1978. Alþýðuflokkurinn nær næst mestu kjörfylgi á ísafirði, 26% og 2 bæjarfulltrúum, eykur fylgi sitt nokkuð, fékk 23,4% 1978. Framsóknarflokkur fékk 13,7% atkvæða og 1 fulltrúa (11,3% 1978). Alþýðubandalag 11,6% og 1 fulltrúa (15,9% 1978) og Óháðir borgarar 8,9% og 1 fulltrúa (15,8% 1978). Meirihluti Sjálfstæðisflokks á Flateyri Sjálfstæðisflokkurinn vann meirihluta í hreppsnefnd Flat- eyrar, 3 hreppsnefndarfulltrúa af 5. Sameiginlegt mótframboð, C-listi, hlaut 2 fulltrúa. Aðeins 2 atkvæði réðu úrslitum. D-listinn á Flateyri jók atkvæðamagn sitt um 56% frá 1978. Sé sú fylgis- 40% vinnu- afls í sjáv- arútvegi Þar er Al- þýðubanda- lagið litli flokkurinn aukning fiokksins borin saman við úrslit í 22 kaupstöðum lands- ins ná sjálfstæðismenn ekki meiri aukningu nema í 4 kaup- stöðum: Kópavogi, Grindavík, Garðabæ og Vestmannaeyjum. Úrslitin á Flateyri vöktu því at- hygli sjálfstæðisfólks um gjör- vallt landið. Aðrir kaup- túnahreppar • Patreksfjörður: Þar fengu Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur 2 full- trúa hver en framfarasinnar 1. Alþýðuflokkur hlaut 22,3% at- kvæða, Framsóknarflokkur 22,5% kjörfylgi og Sjálfstæðis- flokkur 26%. Framsóknarflokkur vinnur fulltrúa af óháðum. • Þingeyri: Framsóknarflokkur fékk mest, kjörfylgi á Þingeyri, 32,6%, og tvo fulltrúa. Sjálfstæð- isflokkurinn kemur rétt á hæla Framsóknar með 30% atkvæða og 2 fulltrúa, vinnur af óháðum. Óháðir fá 26,5% og 1 fulltrúa og vinstri menn 10,9% og engan kjörinn. Sjálfstæðisflokkurinn bætir stöðu sína verulega frá 1978. • Suðureyri: Framsóknarflokkur hlaut 35,8% atkvæða og 2 full- trúa, Sjálfstæðisflokkur 29,2% og 1 fulltrúa, Alþýðuflokkur 19,2% og 1 og Alþýðubandalag 15,8% og 1. Alþýðuflokkur vinn- ur fulltrúa af Sjálfstæðisflokkn- um á Suðureyri. • í Tálknafirði, Bíldudal, og á Hólmavík komu ekki fram flokkslistar, utan G-listi í Tálknafirði (sem ekki fékk mann kjörinn). í Súðavík var óhlut- bundin kosning. Alþingiskosningar 1979 í Alþingiskosningunum 1979 fékk Sjálfstæðisflokkurinn flest atkvæði á Vestfjörðum, 1.735, og 2 kjörna þingmenn: Matthías Bjarnason og Þorvald Garðar Kristjánsson. Framsóknarflokk- ur fékk 1.645 atkvæði og 2 kjörna: Steingrím Hermannsson og Ólaf Þ. Þórðarson. Alþýðu- flokkurinn 1.188 atkvæði og 1 kjörinn: Sighvat Björgvinsson. Karvel Pálmason var og lands- kjörinn (uppbótarþingmaður) af A-lista. Alþýðubandalag fékk 808 atkvæði og hvorki kjördæma- kjörinn né landskjörinn þing- mann. I ljósi þessara talna, sem og þeirra staðreynda, sem hý- afstaðnar sveitarstjórnarkosn- ingar sýna, geta menn síðan gert því skóna, hverjar horfur séu hjá framboðsaðilum í Vestfjarða- kjördæmi í Alþingiskosningum, sem fram eiga að fara á næsta ári — en fyrr gætu orðið að ýmsra dómi. Sterkt framboð Matthías Bjarnason, fyrrv. sjáv- arútvegs- og heilbrigðisráðherra, hefur lengi verið oddviti vest- firskra sjálfstæðismanna og einn af sterkustu málsvörum sjálf- stæðisstefnunnar á Alþingi. Hann býr að mikilli pólitískri reynslu og yfirsýn og þykir málsnjall með ágætum. í ráð- herrastörfum þótti Matthías rannsaka og gaumgæfa öll mál vel, hafa náin samráð við hags- muna- og fagaðila, en taka sjálfstæðar ákvarðanir að vel at- huguðu máli og hafa pólitískan kjark og þrek til að fylgja þeim eftir. Hann kunni öðrum stjórn- málamönnum betur að nýta sér- þekkingu embættismanna í já- kvæðu samstarfi — en vera jafn- framt húsbóndi þeirra. Að sjálf- sögðu er vestfirskum sjálfstæðis- mönnum mikill styrkur í slíkum oddvita, en Matthías er jafn- framt einn af burðarásum þing- flokksins og stendur sig þá best er mest á reynir. Þorvaldur Garðar Kristjánsson hefur einnig reynst starfssamur og ötull þingmaður. Hann hefur ekki síst haslað sér völl í orku- og húsnæðismálum og reynst mik- ilvirkur í þeim málaflokkum. Þá hefur hann barist öðrum þing- mönnum fremur fyrir jöfnun húshitunarkostnaðar, en misrétti í þeim efnum er mikið. Varaþingmenn Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum eru nú Sigurlaug Bjarnadóttir, mennta- skólakennari, og Einar Kr. Guð- finnsson, stjórnmálafræðingur. Flokkurinn á og mörgu hæfu for- ystufólki að fagna vestra. Það ættu því að vera öll efni til sterks framboðs þar. — sf. Matthías Bjarnason, þáv. sjávarútvegsráóherra, undirritar reglugerð um útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 200 mílur. Jón Arnalds, ráðuneyt- isstjóri, stendur að baki Matthíasar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.