Morgunblaðið - 26.06.1982, Side 13

Morgunblaðið - 26.06.1982, Side 13
1 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ1982 13 Þingmál Sjálf- stæðisflokksins Eftir Birgi Isl. Gunnarsson alþm. í grein sem birtist hér í Mbl. fyrir skömmu, gerði ég í stuttu máli grein fyrir ítarlegum tillög- um sjálfstæðismanna á Alþingi á sviði orkumála, iðnaðar- og stóriðjumála, landbúnaðarmála og vegamála. í þessari grein verður áfram haldið og fjallað um fleiri málaflokka. Félagsmál Stærsta málið á sviði félags- mála er frv. um Lífeyrissjóð Is- lands, en þar er lagt til að gerð sé grundvallarbreyting á lífeyr- istryggingarkerfi þjóðarinnar með það að markmiði, að allir hafi sama rétt til fullnægjandi ellilífeyristrygginga á grundvelli ævitekna, jafnframt því sem tryggt sé að allir njóti ákveðins lágmarksellilífeyris, er sé í sam- ræmi við framfærslukostnað og verðlagsþróun á hverjum tíma. Af öðrum tillögum á þessu sviði má nefna tillögu um að 1982 skyldi verða ár aldraðra og var það samþykkt. Flutt var til- laga um slysa-, líf- og örorku- tryggingar þeirra, sem vinna að almannavörnum og björgunar- störfum. Þá var flutt tillaga um breytingu á lögum um lögskrán- ingu sjómanna, til að bæta tryggingar sjómanna. Menningarmál Á þessu sviði voru flutt fjögur athyglisverð mál. Lagt var fram frv. um listskreytingu opinberra bygginga, þar sem kveðið var á um skyldu til að verja 1—2% byggingarkostnaðar í þessu skyni. Menntamálaráðherra flutti frv. um svipað efni og var það samþykkt með nokkrum breytingum. Flutt var tillaga um eflingu listiðnaðar og iðnhönnunar. Þá var flutt frv. um Tónskáldasjóð íslands og gert ráð fyrir að veitt verði framlög úr þeim sjóði til tónsmíða, til útgáfu íslenskrar tónlistar á hljómplötum, snæld- um og nótum og til kynningar á íslenskri tónlist. Þá var flutt frv. um útvarpsrekstur, en skv. því er gert ráð fyrir að einkaleyfi ríkisins á þessu sviði verði af- numið. Hér má og nefna frv. um breytingu á grunnskólalögum tl að vernda friðhelgi einkalífs, sporna gegn pólitískum áróðri í skólum og til að styrkja sam- band foreldra og barna annars vegar og samstarf heimila og skóla með því að virða rétt for- eldra til að tryggja að fræðslan gangi ekki gegn trúar- og lífs- skoðunum þeirra. Þá var og flutt frv. um að tekin væru inn í gild- andi grunnskólalög ákvæði, sem tryggðu fræðslu um áhrif og neyslu áfengis og annarra ávana- og fíkniefna. Skattamál Á sviði skattamála voru flutt allmörg frumvörp. Allir þing- menn flokksins utan ráðherr- arnir stóðu að frv. til breytinga á lögum um tekju- og eignarskatt. Þar var lagt til að tekjuskattur yrði ekki hærri en 40% af tekj- um (nú 50%); að tekjuskattur af almennum launatekjum yrði felldur niður; að eignarskattar lækkuðu stórlega og yrðu 0,8% af eignarskattsstofni (nú 1,2%); að fólk yrði hvatt til beinnar þátttöku í atvinnulífinu með því að arður af hlutabréfum yrði skattlagður á hliðstæðan hátt og annar sparnaður; að atvinnulíf yrði örvað með því að létta af því sköttum. Þá fluttu einstakir þingmenn frv. um að draga mætti frá tekj- um vaxtagjöld af námslánum; að viðhald fasteigna, fasteignagjöld og iðgjald af húseigendatrygg- ingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota yrði frádráttarbært; að fasteignir, sem notaðar eru til íbúðar, skuli sem skattstofn eignarskatts ekki hækka meira milli ára en nemur hækkun skattavísitölu; að frestun skatt- lagningar söluhagnaðar verði rýmkuð vegna þeirra, sem hætta atvinnurekstri. Þá var flutt frv. til laga um að atvinnurekendum yrði greidd þóknun fyrir lögboðna inn- heimtu gjalda í þágu hins opin- bera. Ennfremur frv. um að sveitarstjórnum sé skylt að fella niður fasteignaskatt af efnalitl- um örorku- og ellilífeyrisþegum og að fasteignaskattar af sumar- bústöðum verði lækkaðir. Enn má nefna frv. um breytingu á lögum um erfðafjárskatt. Til- gangur frv. er að leiðrétta þá skekkju sem verðbólgan hefur valdið við þessa skattlagningu og að undanþiggja eftirlifandi maka erfðafjárskatti. Birgir ísl. Gunnarsson „St*rsta málið á sviði félagsmála er frv. um Lífeyrissjóð íslands, en þar er lagt til að gerð sé grundvallarbreyting á lífeyristryggingar- kerfi þjóðarinnar með það að markmiði, að allir hafi sama rétt til fullnægjandi ellilífeyr- istrygginga á grund- velli ævitekna ...“ Banka- og tollamál Þingmenn flokksins lögðu fram frv. að miklum lagabálkí um viðskiptabanka. Þar er gert ráð fyrir sameiginlegri löggjöf um alla viðskiptabanka, þ.e. bæði ríkisbankana og hlutafé- lagsbankana. Ýmis nýmæli eru í þessu ítarlega frv. Þá var flutt sérstakt frv. um að lækka skatta á gjaldeyrisviðskipti. Flutt var frv. um breytingu á lögum um tollskrá til að fella endanlega niður greiðslur að- flutningsgjalda af aðföngum iðnfyrirtækja, sem stunda fram- leiðslu til útflutnings eða eiga í samkeppni við vöru eða þjón- ustu, sem flutt er til landsins. Þá voru flutt þrjú frv. um tollamál, sem miðuðu að greiðslufresti á aðflutningsgjöldum. Ýmis mál Auk ofangreindra mála má nefna frv. um að fella niður þungaskatt af strætisvögnum í þéttbýli, frv. um að auka útboð á opinberum framkvæmdum og frv. um breytingu á kosningalög- um, sem m.a. fól í sér að hér eftir verður kosið á laugardögum í stað sunnudaga áður. Þá var flutt frv. til breytinga á stjórn- arskránni, sem koma eiga í veg fyrir álagningu afturvirkra skatta. Flutt var tillaga um eflingu almannavarna, um ráðunaut í öryggis- og varnarmálum og um könnun á lækningamætti. jarðsjávar við Svartsengi. Hér hefur í grófum dráttum verið gerð grein fyrir flestum þeim málum, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu frumkvæði að. Auk þess báru þingmenn flokksins fram fjölda fyrirspurna og stóðu að frv., sem þingmenn annarra flokka voru fyrstu flutningsmenn að. Að baki þessara þingmála liggur gífurlegt starf þingflokksins og annarra flokksmanna, sem kvaddir hafa verið til aðstoðar. Þetta mikla starf ber vott um virka og lifandi stjórnarand- stöðu. i i i BREIÐABLIK-KR á Kópavogsvelli í dag kl. 14.00 BARNAGÆSLA Barnagæsla verður á sérstaklega afgirtu svæði og munu fóstrur annast gæsluna. Ekkert hik á Breiðablik!! STRÆTISVAGNAFERÐ Strætisvagnaferð erfrá Hlemmi Kl. 13.30 beint á leikinn og frá skiptistöð á Kópavogshálsi strax eftir leik. BOÐSGESTIR 4. flokki Breiðabliks ásamt þjálfara og umsjónarmanni er sérstaklega boðið á þennan leik. Mæting er við suðurhlið vallar kl. 13.45 Komið og sjáið baráttuleik á fagurgrænum grasvellinum í Kópavogi SKRUÐGANGA Skólahljómsveitin Ranheim skolemusikkorps frá Þrándheimi í Noregi mun leika fyrir skrúðgöngu frá Kópavogsskóla kl. 13.15 og marsera á Kópavogsvöll. Einnig mun skólahljómsveitin leika á Kópavogsvelli fyrir leik og í hálfleik. Verslunin Pelsinn Kirkjutorgi 4 - Reykjavík Þar sem fagmennirnir versla erpéróhœtt TOYOTA P SAMUELSSON 8, CO HF m mm.** I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.