Morgunblaðið - 26.06.1982, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.06.1982, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar var í dag algjörlega iamað og bitnaði það mjög á þeim 1,75 milljónum manna sem daglega ferðast þannig um borgina. I*etta fólk var ýmist gegnblautt í rigningu eða sat fast í umferðaröng- þveitinu sem myndaðist eftir að um 14.000 starfsmenn járnbrauta höfðu hafið verkfall, en haft er eftir einum bifreiðastjóra að öngþveitið hafi verið sem „helvíti á hjólum". Ein og hálf milljón manna hóta verk- föllum í Bretlandi l ondon, 25. júní. Al*. BKESK stjórnvöld standa nú frammi fyrir verkföllum hjá starfsmönnum sjúkrahúsa, járnbrautastarfsmönnum og kolanámumönnum. Eftir að athyglin fór að færast frá átökum við Kalklandseyjar að innan- lardsmálum tóku að heyrast háværar óánægjuraddir með kaup og kjör og nú hafa verkalýðsfélög, sem hafa inn- an sinna vébanda um 1,5 milljón verkamanna, hótað verkföllum um allt landið hjá starfsmönnum bresku járnbrautanna, bresku heilbrigðis- þjónustunni og í kolaiðnaði. Ferðir neðanjarðarlesta Lund- únaborgar hafa nú alla vikuna verið í ólestri vegna verkfalla hjá starfs- mönnum þar, sem mótmæla að- haldsstefnu í fjármálum, sem hefur í för með sér færri stöður og minna kaup. Þeir hafa hótað því að allar neðanjarðarsamgöngur um borgina stöðvist frá og með næsta mánudegi verði ekkert að gert. Arthur Seargill, hinn nýkjörni forseti Samtaka kolanámumanna, sem telur um 250.000 félagsmenn, gekk út af sínum fyrsta samninga- fundi í aðalstöðvum hins breska kolanámuráðs eftir einungis 3!A mínútu. Hann segir að námumenn muni fara í verkfall ef ráðið birti ekki lista um 30 námur sem til standi að loka, en ráðið neitar alfar- ið að nokkur svona listi sé til. Norman Siddal, forseti hins breska kolanámuráðs, segir að lok- anir einstakra náma vegna tap- reksturs séu mál ráðamanna á hverjum stað og engin nauðsyn sé að hafa um það opinberar umræður. Scargill sem var fagnað af u.þ.b. 200 manns sem lögreglan hélt í skefjum er hann gekk út af fundinum sagði: „Tímabili baktajaldasamninga er nú lokið. Við tekur nýtt tímabil opinna samningaviðræðna." Margrét Thatcher sagði í gær í ræðu í neðri málstofu breska þings- ins, að útganga Scargills af samn- ingafundi í gær „væri lítt uppbyggi- leg“ og varaði sterklega við verkföll- um sem boðuð eru á mánudag. Bretland: V er kamannaflokkur sigrar í Coatbridge ( oatbridge, Skotlandi, 25. júní. AP. Verkamannaflokkurinn breski hélt sæti sínu í auka- kosningum, sem fram fóru í gær, fimmtudag, í Coatbridge skammt fyrir vestan Glasgow en meirihluti þess minnkaði þó um þriðjung. Kjördæmið hefur verið öruggt vígi Verkamannaflokksins um áratugaskeið en þar er at- vinnuleysi með því mesta, sem gerist á Bretlandseyjum. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins, Tom Clarke, fékk 19.208 atkvæði en frambjóðandi íhaldsmanna 9.118. Næstir komu skoskir þjóðernissinnar með hálft fjórða þúsund atkvæða en frambjóðandi frjálslyndra og nýja jafnaðarmannaflokksins rak lestina með tæp þrjú þús- und. Meirihluti Verkamanna- flokksins minnkaði um þriðjung í kosningunum en þrátt fyrir það sagði Tom Clarke, eftir að úrslit- in lágu fyrir, að nú hefði þróun- inni verið snúið við og að aftur væri farið að blása byrlega fyrir flokknum. I Bretlandi nemur atvinnu- leysið nú 12,8% en í Coatbridge, 60.000 manna bæ, er það 20%. Þrátt fyrir það virtust margir hafa meiri áhuga á frásögnum af Falklandseyjastríði, heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu og jóðsótt Díönu prins- essu, enda kallaði breska frétta- stofan kosningabaráttuna þá leiðinlegustu, sem um getur á seinni tímum. Að loknum kjör- degi kom í ljós, að 56% atkvæð- isbærra manna höfðu neytt kosningaréttarins. Grasmaðkar stöðvuðu lest Fabriano, Ítalíu, 25. júní. AP. GRASMAÐKAR milljónum saman sem voru að fara^yfir járnbrautarteina á Mið-Ital- íu í gær stöðvuðu flutn- ingalest, segja heimildir í bænum Fabriano. Lestarstjórinn sá ekki þessa mikiu fylkingu grasmaðkanna fyrr en lestin ók á hana og stöðvaðist, en talið er að hún hafi verið um þriggja kílómetra löng og 10 metra breið. „Mér fannst eins og við hefð- um keyrt yfir eitthvað slím- kennt og skyndilega byrjuðu hjólin að spóla," er haft eftir lestarstjóranum. Lestin komst ekki áfram fyrr en eftir tveggja tíma bið, og þá með hjálp ann- arrar lestar sem ýtti aftan á hana. Yfirvöld segja svona fylk- ingar mikinn skaðvald, þar sem þær eyðileggja uppskerur og skóga, en ástæðan fyrir þeim séu miklir og langvarandi þurrkar. \y/ ERLENT Ný-nazisti drepur þrjá Nurnberg, Vestur-Pýskalandi, 25. júní. AP. VESTIJR-ÞÝSKUR ný-nazisti skaut og drap tvo Bandaríkjamenn og einn Egypta og særði þrjá útlendinga í mióborg Niirnberg í nótt, áöur en hann skaut sig sjálfan til bana með tveimur kúlum í brjóstið. Lögreglan segir manninn hafa heitið Helmut Oxner og sé þetta ekki í fyrsta sinn sem hann hafi komið nálægt aðgerðum ný-naz- ista. Ekki hefur lögreglunni enn tek- ist að bera kennsl á lík hinna látnu, en annar Bandaríkjamaður- inn sé án efa hermaður og hinir tveir séu án efa óbreyttir borgarar í heimalöndum sínum. Oxner mun hafa komið inn á diskótek í miðborginni nálægt miðnætti og hafið skothríð þegar dyravörðurinn bað hann um að af- henda aðgöngumiða. Hann mun síðan hafa flúið út úr diskótekinu út á nærliggjandi götu og haldið þar áfram skothríðinni. Þegar hann sá lögregluna nálgast sneri hann sér við og stytti sér aldur. „PLO á sér ekki viðreisnar von“ - segir Walid Jumblatt, leiðtogi líb- anskra vinstrimanna, og spáir gífur- legum hræringum í Arabaheiminum Beirul, 25. júni AP. WALID Jumblatt, leiðtogi líbanskra vinstrimanna, sagði í gær, fimmtu- dag, að Frelsisfylking Palestinu- manna, PLO, væri sundruð samtök, sem ekki gætu ráðið það við sig hvort þau ættu að gefast upp eða berjast. „PLO er að reyna að vinna tíma,“ sagði Jumblatt, 33ja ára gam- all leiðtogi Þjóðarhreyfingar líb- anskra vinstrimanna, „en sjálfur tel ég, að samtökin séu búin að vera. Þau eiga sér ekki viðreisnar von.“ Jumblatt, sem staðið hefur við hlið Palestínumanna síðan í borg- arastyrjöldinni í Líbanon 1975— 76, sagði á blaðamanna- fundi, sem hann efndi til á heimili sínu í Vestur-Beirút, að PLO treysti á að almenningsálitið í heiminum og Arabaríkin kæmu Palestínumönnum til hjálpar á síðustu stundu. „Þessu er þó lokið. Það er ekki í nein hús að venda," sagði Jumblatt og varð að brýna raustina til að yfirgnæfa sprengju gnýinn, en í kílómetra fjarlægð rigndi niður sprengjunum frá orrustuflugvélum Israela. „PLO vill ekki horfast í augu við raunveruleikann," sagði Jumblatt ennfremur, „og það get- ur leitt til blóðugra átaka milli þeirra sjálfra innbyrðis áður en Israelar veita þeim náðarstung- una. Þeir verða að gera upp við sig hvort þeir vilja allsherjarsjálfs- morð eða endanlega uppgjöf." Hann sagði, að herskárri armur- inn, undir forystu George Ha- bash, vildi berjast til síðasta manns en Arafat vildi leita póli- tískrar lausnar og hefði nú á prjónunum að hitta að máli Bash- ir Gemayel, Ieiðtoga kristinna hægrimanna, fyrir milligöngu Saudi-Araba. Jumblatt, sem einnig er leiðtogi 200.000 múhameðskra Drúsa i Líbanon, sagði, að líklegt væri, hver sem framvindan yrði í Lib- anon, að PLO leystist upp 1 and- stæða smáhópa og að enginn þeirra gæti talað máli palestínsku Walid Jumblatt, leiðtogi líbanskra vinstrimanna og bandamaður PLO. Myndin var tekin í gær, fóstudag, á blaöamannafundi i Beirut en þar lýsti hann þvi yfir, að hann hefði sagt sig úr neyðarnefndinni, sem Elias Sarkis, forseti Libanons, skip- aði til að finna lausn á vandamálum þjóðarinnar. AP ísraelskir hermenn gæta Palestínumanna, sem þeir tóku til fanga þegar borgin Tyros féll þeim í hendur 10. þ.m. þjóðarinnar. „Mestu mistök PLO,“ sagði hann, „voru að þau ofmátu styrk sinn í Líbanon og reyndu að kljást við ísraela með hefðbundn- um hernaðaraðgerðum. Nú verða þeir að leita nýrra leiða. Ég spái því að þeir muni leggja fyrir sig hryðjuverk," sagði Jumblatt og gaf í skyn að von væri á nýrri öldu flugrána og morða eins og á síð- asta áratug eftir að Palestínu- menn voru reknir frá Jórdaníu. Jumblatt, sem borið hefur orð á milli Habibs, sérlegs sendimanns Bandaríkjaforseta, og Arafats, leiðtoga PLO, kvaðst hafa sagt PLO-mönnum, að nú yrðu þeir að horfast í augu við blákaldan veru- leikann en það hefðu þeir ekki viljað. „Þeir halda enn að þessi skammarlegu Arabaríki komi þeim til hjálpar. Af því verður þó ekki.“ Hann sagði, að hvernig sem allt færi yrði PLO að skipta um forystumenn og spáði því, að í kjölfar algers ósigurs PLO myndu ríkisstjórnir um allan Araba- heiminn falla hver um aðra þvera — „einkum þær róttæku". „Enginn konungur, enginn prins, forseti eða einræðisherra mun sleppa óskaddaður frá því, sem hér er að gerast," sagði Jumblatt og líkti ástandinu nú við það, sem var eftir stofnun ísra- elsríkis árið 1948. Hann spáði því að ísraelar myndu halda áfram að •eggja Vestur-Beirút í rúst, hús fyrir hús og götu fyrir götu, á sama tíma og kristnir hægrimenn réðu yfir flutningi matvæla og eldsneytis, vatns og rafmagns. „Þetta er stríð gegn fátækasta fólkinu í Líbanon og það, sem fyrir ísraelum vakir, er að skapa andrúmsioft örvæntingar og upp- gjafar," sagði Jumblatt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.