Morgunblaðið - 26.06.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ1982
19
PRINSINN og prinsessan af Wales med frumburðinn í reifum. Það bar til
tíðinda á fimmtudag, að Karl prins tafði vígsluathöfn nýrrar efnarannsókna-
stofu um heilar 20 mínútur en annars er breska konungsfjölskyidan orðlögð
fyrir stundvísi. Þegar hann loksins kom sagðist hann hafa þurft að „sinna
dálitlu, og ef satt skal segja, þá hafði ég mjög gaman af því“. Bresku blöðin
skildu þetta þannig, að hann væri nú þegar farinn að hjálpa konu sinni með
litla strákinn og að líklegast væri, að hann hefði verið að skipta um bleyju á
honum. Talsmaður Buckingham-hallar varðist hins vegar allra frétta og sagði,
að blöðin gætu bara verið með sínar eigin ágiskanir.
Krabbamein er ekki
erfiðast viðureignar
Wa.shington, 25. júní. AP.
ÞRÁTT fyrir allt er krabbamein sá
sjúkdómur sem best gengur að
lækna af þeim skaðvænu sjúkdóm-
um sem herja á mannkynið, sagði
forstöðumaður bandarísku krabba-
mcinsrannsóknarstöðvarinnar í gær.
Krabbamein tilkomið vegna
sígarettureykinga er eina form sjúk-
dómsins þar sem um aukningu er að
ræða og það er einnig það sem auð-
veldast er að komast hjá, sagði dr.
Devita á ráðstefnu um þessi mál
sem stendur nú yfir.
Hann sagði einnig að 45%
þeirra sem væru úrskurðaðir með
krabbamein á háu stigi og fengju
meðferð við því í dag lifðu, a.m.k.
fimm ár í viðbót og hlytu að öllum
líkindum fullan bata. Af þeim
800.000 manns sem áætlað er að
hljóti krabbamein á háu stigi i ár
er talið að um 320.000 verði al-
gjörlega lausir við sjúkdóminn að
fimm árum liðnum.
Forstöðumaður stofnunarinnar
er algjörlega á öndverðum meiði
við þá, sem telja að krabbamein
fari ört vaxandi og litlum árangri
hafi verið náð við upprætingu
þess. Hann telur að innan fárra
ára verði hægt að ráða við að
lækna algjörlega 50% þeirra sem
fá sjúkdóminn á háu stigi.
Reykingar valda um 30% allra
krabbameinstilfella, ítrekaði
hann, en þær eru einnig sá þáttur
sem algjörlega er hægt að komast
hjá.
Alexander M. Haig:
Umdeildur og greindi
á við samráðherrana
ALEXANDER M. Haig, sern
nú hefur sagt af sér embætti
sem utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, hefur verið maður
mjög umdeildur allan þann
tíma, sem hann hefur gegnt
ráðherraembætti í ríkisstjórn
Ronalds Reagans. Hann hef-
ur átt í útistöðum við sam-
starfsmenn sína í stjórninni,
t.d. Richard Allen, fyrrv.
ráðgjafa í þjóðaröryggismál-
um, ('aspar Weinberger, varn-
armálaráðherra, og nú síðast
við Jeanne Kirkpatrick,
sendiherra Bandaríkjanna
hjá SÞ, og þetta er ekki í
fyrsta sinn sem hann býðst til
að segja af sér. Þrátt fyrir það
kemur afsögn hans nú mjög á
óvart.
Haig hefur verið í opinberri
þjónustu í 40 ár og lengst af sem
hermaður. Hann var hershöfð-
ingi í Víetnam og einn helsti
ráðgjafi Henry Kissingers,
fyrrv. utanríkisráðherra, áður
en hann gerðist starfsmanna-
stjóri Nixons á síðustu valdadög-
um hans í Hvíta húsinu. Að því
loknu var hann skipaður yfir-
hershöfðingi alls herafla Atl-
antshafsbandalagsins og þegar
hann kvaddi herinn var hann
George Schultz, eftirmaður Haigs í
ríkisstjórn Reagans.
fjögurra stjörnu hershöfðingi.
Ronald Reagan útnefndi Haig
utanríkisráðherra sinn 16. des-
ember 1980, mánuði áður en
hann tók sjálfur við embætti. 21.
janúar staðfesti öldungadeildin
skipun hans eftir viðamiklar yf-
irheyrslur, j)ar sem Haig var
spurður í þaula um samband
hans við Nixon meðan á Wat-
ergate-hneykslinu stóð. Eins og
fyrr segir hefur mikill styrr
staðið um Haig í embætti, enda
hefur hann greint á við sam-
ráðherra sína um stefnuna í
ýmsum málum, einkum utanrík-
Alexander M. Haig, sem nú hefur
sagt af sér embætti utanríkisráð-
hcrra.
ismálum ogJ)á ekki síst um af-
stöðuna til Israela og hernaðar
þeirra í Líbanon nú. Alexander
M. Haig er fyrsti ráðherrann í
ríkisstjórn Ronalds Reagans,
sem segir af sér embætti.
Á blaðamannafundinum þar
sem Reagan skýrði frá afsögn
Haigs greindi hann einnig frá
því, að eftirmaður hans hefði
verið ákveðinn George Schultz
og hefði það verið gert í samráði
við Haig. Schultz er 61 árs að
aldri og var á sínum tíma fjár-
lagastjóri og vinnumálaráðherra
í ríkisstjórn Nixons.
Veður
víða um heim
Akureyri 12 skýjaö
Amsterdam 18 rigning
Aþena 36 heióskírt
Barcelona 25 skýjaö
Berlín 20 heiöskírt
Brussel 19 heiöskírt
Chicago 28 rigning
Dyflinni 16 rigning
Frankfurt 23 skýjaó
Genf 25 heiðskírt
Helsinki 17 skýjaó
Hong Kong 28 heióskírt
Jerúsalem 32 heiöskirt
Jóhannesarborg 19 heióskírt
Kaíró 38 heiöskírt
Kaupmannahöfn 15 heiðskírt
Las Palmas 24 léttskýjaö
Lissabon 23 skýjaö
London 20 rigning
Los Angeles 22 skýjaó
Madrid 30 skýjaö
Malaga 30 heiöskírt
Mallorca 27 léttskýjað
Mexíkóborg 27 heiöskírt
Miami 29 rigning
Moskva 21 skýjaö
Nýja Delhi 38 heiöskírt
New York 25 heiðskírt
Osló 20 heiðskirt
París 22 skýjaó
Perth 15 heiðskirt
Rio de Janeiro 29 skýjaö
Reykjavtk 12 skýjaó
Rómaborg 33 heiöskírt
San Francisco 19 skýjaó
Stokkhólmur 18 heiöskírt
Sydney 14 skýjaö
Tel Aviv 30 heiöskirt
Tókýó 24 skýjaö
Vancouver 26 skýjaö
Vínarborg 24 skýjaö
Þórshöjj) ft hálfakýjflA
moiobecane fyrir alla fyrir börnin
Frönsku reiöhjólin með gæðastimplinum. Mikið úrval af
þessum vinsælu og frábæru reiðhjólum fyrirliggjandi.
10 ára ábyrgð á stelli. Eins árs ábyrgö á öllu öðru og
ókeypis endurstilling innan 3ja mánaða. Bestu kaupin í
bænum.
Barnareiðhjólin vinsælu sem öryggið er í fyrirrúmi. Fót-
bremsur + handbremsur og alveg lokuð keðjuhlíf. V-þýzk
gæðavara. Eigum til margar stærðir af þessum vinsælu
barnahjólum með og án hjálparhjóla.
Kynntu þér verðið.
o
o
(□©EaMIlíE þekkja allir, enda hafa þessi ítölsku sérsmíðuöu
keppnishjól margsannað yfirburði sína erlendis og hér heima.
Olympíumeistarar í Moskvu ’80 og íslandsmeistarar í öllum flokkum ’81.
Fullkomín viðgerðar- og varahlutaþjónusta.
Mílan
Verzlun — Verkstæði
Laugavegi 168 (Brautarholtsmegin). Sími 13830.