Morgunblaðið - 26.06.1982, Page 23

Morgunblaðið - 26.06.1982, Page 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 SÍF 50 ára „Með samstöðu eru okkur flestir vegir færir — segir Þorsteinn Jóhannesson stjórnarformaður SÍF „HLUTVERK stjórnarformanns SÍF er fyrst og fremst að halda félaginu saman, kalla saman fundi og leggja fram þau mál, sem koma upp á hverjum tíma. Auk þessa hafa formenn SÍF aila tíð tekið mikinn þátt í sölustarfmu sjálfu og fylgjast þeir ávallt vel með því sera er að gerast á mörkuðunum,“ sagði Þorsteinn Jóhannesson stjórnarformaður, þegar spjallað var við hann. Þorsteinn Jóhannesson frá Reynistað í Garði hefur verið formaður SIF frá því á aðalfundi 1981, en Þorsteinn var fyrst kos- inn í stórn SÍF árið 1964, þá sem varamaður. Þorsteinn hefur alla tíð verkað töluvert af saltfiski og áður en hann hóf eigin verkun, vann hann að henni ásamt föður sínum, Jóhannesi á Gauksstöð- um. A yngri árum Þorsteins var saltfiskframleiðslan mikið meiri en nú er, og þá var allur fiskur fuliverkaður í landinu. Fram- leiðsla á saltfiski datt að mestu niður síðari stríðsárin, en smátt og smátt hefur framleiðslan aukist og hefur ekki verið meiri frá stríðslokum. Þorsteinn er spurður hvernig útlitið sé nú á saltfiskmörkuðun- um, þegar til dæmis Kanada- menn auka sífellt útflutning á saltfiski og selja meðal annars til Portúgal. „Það er staðreynd, sem ekki verður litið framhjá að Kanada- menn auka stöðugt útflutning sinn á saltfiski til Portúgals, en þrátt fyrir það hafa Portúgalir ekki dregið úr kaupum á íslenzk- um saltfiski. Fljótt á litið held ég, að í framtiðinni verði spurn- ingin ekki, hversu mikið magn við getum selt til viðskiptaland- anna, heldur hvaða verð við get- um fengið fyrir vöruna. Það er ljóst, að við getum ekki lengur haldið áfram að flytja út verð- bólguna frá Islandi og það getur komið okkur í koll.“ — Er mikið kvartað undan gæðum íslenzka saltfisksins? „A síðasta ári var minna um kvartanir en hefur verið. Það var helzt að kvartað var undan und- irvigt. Að vísu var Portúgölum seldur úrgangsfiskur númer 5, en þeir voru ekki hrifnir af þess- um gæðaflokki. Úrgangsfiskurinn getur orðið nokkuð vandamál. Brasilía tók við þessum fiski að hluta, en nú hafa sölur þangað dottið niður. Siðan tókst að selja úrgangs- saltfisk til Zaire og auðvitað til Nígeríu í formi skreiðar og feng- ið þar gott verð eins og alþjóð veit. Það verð sem höfum fengið u í Nígeríu hefur líka orðið þess valdandi að menn hér hafa ekki sýnt skreiðarmarkaðnum á ít- alíu nægilegan áhuga þar til nú síðustu vikur, eftir að lokaðist fyrir Nígeríumarkaðinn." — En hvernig er saltfisk- markaðurinn á Ítalíu um þessar mundir? „Þeir kaupa alltaf svipað magn af saltfiski, en á síðustu árum hafa þeir sýnt aukinn áhuga á að kaupa söltuð fiskflök frá Islandi og auka þeir sífellt kaup sín á þeim. Þar sem víða annarsstaðar, erum við í vissri samkeppni við Norðmenn." — Það er oft talað um undir- boð frændþjóða íslendinga á saltfiskmörkuðunum. Hvað viltu segja um það? „Ég tel tvímælalaust óeðlilegt, að þeir sem við vinnum með á mörkuðunum fari á bak við okkur. Sérstaklega þegar það er haft í huga, hvers viðkomandi þjóð eða þjóðir njóta innan 200 Þorsteinn Jóhannesson mílna efnahagslögsögu íslands." — Að lokum Þorsteinn. Hver eru helstu framtíðarverkefni SÍF? „Framtíðarverkefni SÍF er fyrst og fremst að stuðla að því að framleiðendur standi saman: Það hefur sýnt sig að með sam- stöðu, eru okkur flestir vegir færir og vona ég að svo verði áfram." ,, Okkur fannst að í stjórn- inni vœru margir menn sem framleiddu ekki saltfisk “ Rætt við Tómas Þorvaldsson fyrrverandi stjórnarformann „Ég var um fermingu þegar SÍF var stofnað og það má segja að þá strax hafi ég tekið þátt í félags- skapnum, þótt það hafi verið óbeint þá, því foreldrar mínir seldu sinn fisk til SÍF strax við stofnun þess. Fullgildur aðili að SÍF hef ég verið frá árinu 1953, en þá fór ég út í minn eigin rekstur," sagði Tómas Þorvaldsson fyrrver- andi stjórnarformaður SÍF þegar rætt var við hann. Tómas sat sam- tals 22 ár i stjórn SÍF, hann var varaformaður í 2 ár og formaður í 16 ár. Hafa því fáir starfað jafn lengi að málefnum SÍF og Tómas. Saitfiskframleiðsla i landinu jókst mikið þann tíma, sem Tómas var formaður samtakanna, en hún hafði sem kunnugt er lagst niður í stríðinu og sölur gengu hægt fyrstu ár eftir stríð og nokkuð fram á sjötta áratuginn. Þegar Tómas var spurður að því hvert hafi verið upphafið að því að hann fór í stjórn SÍF sagði hann: „Það má segja að skorað hafi verið á mig. I ágúst 1959 komum við saman 42 menn víðsvegar að og á þeim fundi var mér falið ásamt öðrum manni að ganga á fund stjórnar SÍF og tala máli þessa hóps. Nú, við fluttum mál okkar og fengum þau svör frá stjórninni, að nefnd yrði skipuð í málið, sem var og gert. Fékk nefnd þessi nafnið hagsmunanefnd. Ég var í þessari nefnd og var þar þangað til ég var kosinn í aðalstjórnina 1960.“ — Hvert var málið, sem þið þurftuð að ræða við stjórnina? „Okkur fannst mörgum að í stjórr SÍF væru margir menn, sem ættu í rauninni engan fisk til að framleiða, enda kom það á daginn. Okkur fannst það sem sagt míkið mál, að þeir sem framleiddu mest af fiskinum ættu ekki fulltrúa í stjórninni. Hitt er svo annað mál, að margir þeir sem voru í stjórninni voru miklir ágætismenn þótt þeir framleiddu ekki saltfisk. Arið 1963 bættist síðan annar maður, sem kom beint úr sjávarútvegin- um, í stjórnina." — Voru ekki mörg ljón á veg- inum fyrst eftir að þú tókst við stjórnartaumunum í SÍF? „Þessi fyrstu ár mín voru á margan hátt erfið, en þau voru líka reynslurík og maður lærði margt á meðan maður var að fóta sig og kynna sér málin hér heima og að heiman. Ég var kos- inn formaður samtakanna árið 1965 og þá tók ég upp, til þess að auka hlut framleiðenda í stjórn- inni, að láta kalla varamenn jafnan á stjórnarfundi og helst sá siður enn og tel ég að þessi háttur hafi gefist mjög vel. Ég get ekki bent á neitt sér- stakt úr starfinu, þar sem átök voru mikil, en auðvitað gekk á ýmsu og ýmsum fannst að hver dagur hjá okkur væri efni í heila blaðagrein eða blað. Nú á þessum árum þurfti að snúa sér að viðreisn þurrfisk- verkunarinnar og ennfremur voru markaðsmálin mjög sveiflukennd eftir löndum. Mesta erfiðleikatímabilið varð hins vegar á árunum 1967 og 1968. Það ár var mikil veiði í Norður-Atlantshafi og meiri en markaðurinn gat tekið við. Sem dæmi má nefna að Spánverjar framleiddu þá 130 þúsund tonn af saltfiski og Þjóðverjar 16 þús- und tonn, en nú framleiða t.d. Þjóðverjar engan saltfisk. Á árinu 1968 vorum við á ferðalögum um markaðslöndin á sjöunda mánuð og hér heima höfðu menn ýmislegt til mál- anna að leggja sökum þessa ferða okkar. Síðla árs 1968 þótti okkur eðlilegt að boða til auka- fundar SÍF og bjóða öllum á fundinn, sem höfðu lagt eitthvað til málanna af mikilli mælgi, en kannski lítilli þekkingu. Það brá svo við á þessum fundi, að gagn- rýnisraddirnar þögnuðu svo til algjörlega." — Hvað varð verðfallið á saltfiski mikið á þessum árum? „Á þessum árum var talið að verðfall hefði orðið allt að 54% á fiski almennt og þá einnig á saltfiski. Úr þessu rættist, en þó ekki fyrr en árið 1969. Þegar svona áföll koma þarf að auka vinnuna mikið og hvorki þetta né annað hefst nema með mikilli vinnu og stundum vilja hlutir bregðast þótt mikil vinna sé lögð í þá. Á árinu 1968 fórum við um alla S-Ameríku og náðum þar í sambönd sem entust í nokkur ár. Því miður hafa komið lægðir í þennan markað síðan og þurr- fiskmarkaðurinn þar stendur illa í dag. Árin frá 1969 fram til 1978 gengu eðlilega fyrir sig. Það voru þessar venjulegu sveiflur og einnig breyttist samsetning á flokkunum meðal annars vegna tilkomu allra skuttogaranna. Ágrip 1978 var síðan mikið átakaár. Portúgalir lokaði dyr- unum á okkur, þótt samningar væru fyrir hendi. Þeir kröfðust þess einfaldlega, að viðskipta- staða landanna yrði lagfærð áð- ur en þeir tækju við meiri fiski frá okkur. Okkar viðbrögð voru þau að hafa stjórnarfundi opna á meðan staðið var í samningum við Portúgalina, og þeim samn- ingum lauk með því, að keyptir voru til landsins tveir skuttogar- Tómas Þorvaldsson ar frá Portúgal, sem reyndust ódýrir og hafa reynst vel. Þá voru olíukaup aukin þaðan og kaup á fleiri afurðum voru auk- in.“ Að síðustu sagði Tómas: „Ég vil færa öllum þakklæti, sem ég hef unnið með innan SÍF og utan, ekki síst vil ég þakka nánustu samstarfsmönnunum. Það voru oft mikil átök, en það er eðlilegt. Samstarfið var al- mennt gott að mínu mati og árangurinn tel ég hafa verið nokkuð góðan." „Meiri festa komst á sölu málin með stofnun SIF“ — segir Einar Guðfinnsson, Bolungarvík „Mér hefur alla tíð líkað sam- starfið við Sölusamband ísl. fisk- framleiðenda afskaplega vel og eins og ég hef áður sagt tel ég að það hafi verið stigið mikið gæfu- spor fyrir þjóðina í heild, með stofnun þessara samtaka," sagði Kinar Guðfinnsson í Bolungarvik, er Morgunblaðið ræddi við hann í tilefni af hálfrar aldar afmæli SÍF. Einar er nú einn á lífi úr hópi stofnenda SÍF. Að vanda var hann mættur til aðalfundarins og var þar hylltur af viðstöddum með langvinnu lófataki. „Sannleikurinn er sá,“ sagði Einar að SÍF var stofnað er miklir erfiðleikar voru í þjóðar- búskapnum. Þetta var í upphafi kreppunnar miklu og margir stóðu afar illa. Ég var tiltölulega nýlega byrjaður mína atvinnu- starfsemi, (fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. er stofnað 1. nóvember 1924). Ég hafði komist í samband við sterka og dug- mikla útflytjendur á saltfiski, þá Kveldúlf, Copeland og Berrie, en Ásgeir Sigurðsson (Edinborg) var umboðsmaður fyrir þá síð- asttöldu. Þegar fram liðu stundir fór að bera á því að menn töldu að þetta form hentaði ekki mjög vel við fiskútflutninginn. Síst við þær erfiðu aðstæður sem ríktu og eru ólíkar því sem við þekkj- um í dag. Fiskkaupendur höfðu mikið rætt þessi mál sín á milii og í ársbyrjun 1932, það mun hafa verið 8. janúar, stofnuðum við Vestfirðingar Fisksölusam- lag Vestfjarða. Það var einkum Jón Auðunn alþingismaður sem hafði forgöngu um þetta fyrir- tæki og veitti því forstöðu. Um mitt sama ár var hins vegar SÍF stofnað, eins og kunnugt er. Fljótlega gengum við Vestfirð- ingar inn í SÍF og þar hef ég síðan starfað. Mér fannst það koma fljótlega í ljós að meiri festa komst á fisksölumálin, eft- ir að SÍF var stofnað. Fyrir menn eins og mig, sem voru á kafi ofan í eigin rekstri var af þessu mikið hagræði. Okkur var

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.