Morgunblaðið - 26.06.1982, Page 32

Morgunblaðið - 26.06.1982, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 Talbot Samba reynsluekið — Lipur — Tiltölulega kraftmikill — Gott rými frammí Bílar Sighvatur Blöndahl TALBOT Samba heitir nýjasti bíll- inn frá Talbot-verksmiöjunum og er þar um að ræða eyðslugrannan smábíl, sem þegar hefur hlotið lof gagnrýnenda í Evrópu fyrir lipra eiginleika. A dögunum reynsluók ég Samba GL-útfærslunni og get ég ekki annað en tekið undir með evrópskum gagnrýnendum, gefið bílnum ágætiseinkunn fyrir lipurð í umferðinni. Hér er auðvitað ekki á ferðinni neinn lúxusbíll, enda er ekki til þess stofnað af framleið- anda. Lipur smábíll, sem fyrst og fremst er ætlaður fyrir bæjarum- ferðina, þótt auðvitað sé því ekkert til fyrirstöðu, að ferðast á honum um landið. Samban byggir að hluta til á 10 ára gamalli hugmynd, þ.e. Peugeot 104, en hefur verið endur- bættur verulega, en í þvi sambandi má skjóta inn, að Peugeot-verk- smiðjurnar frönsku eiga Taibot- verksmiðjurnar. A þremur dögum ók ég bílnum liðlega 400 km við mismunandi aðstæður, innanbæjar, á steypta veginum austur fyrir fjall og síð- an á mölinni, og í þessum rúnti eyddi hann rétt liðlega 6 lítrum benzíns á hverja 100 km, sem verður að teljast mjög gott, sér- staklega þegar það er haft í huga, að liðlega helmingur vega- lengdarinnar er innanbæjar. Aksturseiginleikum Samba- bílsins verður bezt lýst með orð- inu „lipur“, þegar um er að ræða akstur innanbæjar og á steyp- unni, en þegar komið er út á mölina koma aksturseiginleikar smábílsins að sjálfsögðu í ljós. Samban er framdrifin eins og flestir keppinautar hans i þess- um stærðarflokki og það kom mér mjög á óvart hversu léttur hann er í stýri, því oft hefur það viljað brenna við í framdrifnum bílum, að þeir hafa verið fremur þunglamalegir í stýri. Stýris- hjólið í Samba er mjög heppilega stórt og gott er að halda um það, en það er gert úr fremur mjúku gerviefni. Bíllinn svarar mjög vel og eins og áður sagði er hann léttur í stýri. Samba er þriggja dyra, þar af er ein skuthurð. Framhurðirnar eru ágætlega stórar, þannig að engin vandkvæði eru á því fyrir stóra menn að stíga um borð. Hins vegar er þröngt að komast aftur í bílinn af eðlilegum ástæðum, þar sem ekki er um stærri bíl að ræða. Það vekur reyndar athygli með Samba hversu mikið pláss er frammi í honum, en að sama skapi lítið aftur í. Að mínu mati er þetta frekar til hagræðis en hitt, því litlir bílar eins og Samba verða aldrei almennilegir 4—5 manna bílar, eins og framleiðendum hefur verið frekar tamt að aug- lýsa. Plássið fyrir bílstjóra og farþega frammí er sem sagt mjög gott í Samba og framsætin eru vönduð með tauáklæði. Það sem kannski mætti finna að þeim er að sessan er frekar mjó. Bakið er hins vegar þægilegt fyrir minn smekk, en auðvitað fer það eftir smekk hvers og eins hvernig honum líkar að sitja í bílsætum. Aftursætið er ósköp venjulegt, hvorki gott né vont, en eins og áður sagði er plássið fyrir farþega lítið. Það má því segja um Samba, að hann sé ágætur fyrir minni fjölskyldur, t.d. hjón með 2—3 börn. Samban er mjög björt og at- hygli vekur hversu vel sést út úr honum, enda eru engir stórir póstar, sem skyggja á, og glugg- ar eru stórir miðað við stærð bílsins og er það mikill kostur, því það vill brenna við í mörgum smábílum, að stórir menn sjá hreinlega ekki nægilega vel út. Mælaborðið í Samba er ein- falt, en stílhreint. Eins og áður sagði er stýrishjólið af góðri stærð og mjög gott er að halda um það. Stefnuljósarofi og þurrkurofi mættu vera heldur veigameiri, en þeir eru innan seilingar við stýrishjólið. Rofar fyrir aðalljós, upphitun í aftur- rúðu og neyðarljós eru í sjálfu borðinu og er þeim ýtt inn, en þeir eru ágætlega staðsettir. Sömu sögu er reyndar að segja af innsoginu. Það er vel staðsett. Miðstöðin í bílnum er þokkaleg, tekur fljótt af framrúðu, en upp- hitun bílsins sjálfs er í meðal- lagi. Stjórntæki miðstöðvarinn- ar eru af allra einföldustu gerð og mætti verða bragarbót þar á, auk þess sem maður þarf að teygja sig óþarflega langt út á mælaborðið til að stilla miðstöð- ina. Pedölum bílsins er vel fyrir- komið, gott bil milli þeirra, þannig að engin hætta er á því að stíga á tvo í einu, eins og vill verða í mörgum smábílum. Um skiptinguna er það að segja, að stönginni er vel fyrir komið og er mjög auðvelt að skipta bíln- um. I gegnum tíðina hefur það viljað brenna við í frönskum bíl- Talbot Samba, stílhreinn smábíll. Rými aftur í er af skornum skammti en hins vegar mikið frammí. Talbot Samba Gerð: Talbot Samba GL Framleiðandi: Talbot — Peugeot Framleiðsluland: Frakkland Umboðsmaður: Vökull hf. Vélarstærð: 4 strokka, 1.124 rúmsentimetrar Hestöfl: 50 DIN Borun/slaglengd: 72/69 mm Skipting: 4 gíra Lengd: 3.506 mm Breidd: 1.528 mm Hæð: 1.362 mm Hurðir: 3 Þyngd: 740 kg Hleðsla: 310 kg Eyðsla: 6,2 lítrar/100 km, mæling Mbl. Tími í 100 km: 18,2 sekúnduur Hámarkshraði: 143km/klukkustund Verð: 117.000 krónur Afgreiðslufrestur: Til á lager um, að skiptingin hefur verið frekar losaraleg, en svo er ekki í Samba. Nú, fyrst byrjað er að tala um skiptinguna, þá má geta þess, að miðað við vélarstærð vinnur Samba ágætlega í gírun- um, en persónulega fannst mér 3. gírinn skemmtilegastur til aksturs innanbæjar. Það er auð- velt að aka bílnum í 3. gír; án þess að skipta mikið niður, ef maður þarf ekki að stoppa á annað borð. Hann er hins vegar fljótur að missa afl í 4. gír, þegar hann fer eitthvað að erfiða, sem er alls ekki óeðlilegt í smábíl með ekki stærri vél en raun ber vitni. Hann vinnur sem sagt vel í öllum gírum og er því mjög lipur í innanbæjarakstri. Bremsur bílsins fannst mér óþarflega þungar og mætti gjarnan verða þar bót á. Hand- bremsan virkaði hins vegar mjög vel. Um kúplinguna er það að segja, að hún slítur á ágætum punkti og er mjög létt í ástigi. Samba er framleidd með tveimur vélarstærðum eftir óskum viðskiptavina, LS- og GL-útfærslurnar eru með 4 cyl- indra, 1.124 kúbiksentimetra vél- um og GLS- og Cabriolet- útfærslurnar eru með 4 cylindra, 1.360 kúbiksentimetra vélum. Það verður að segjast, að það er eins og vélinni hafi verið komið fyrir í vélarhúsinu með skó- horni, svo þröngt er um alla hluti, þannig að menn verða ef- laust að beita lagni við viðgerðir. Framleiðandinn segir reyndar, að lítið rými í vélarhúsi komi fyrst og fremst til góða í auknu rými fyrir farþega. Varadekki er síðan komið haganlega fyrir ofan á vélinni. Farangursrými fyrir aftan aftursæti er af skornum skammti, eins og gengur og ger- ist í smábílum. Er það hvorki stærra né minna en gengur og gerist. Þegar á heildina er litið er SamSa mjög lipur og tiltölulega kraftmikill smábíll og því mjög heppilegur til notkunar í bæjar- . Mælahorðið er einfait en stílhreint - Rými í vélarhúsi er mjög IHHh HAIH II- —sb

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.