Morgunblaðið - 26.06.1982, Page 40

Morgunblaðið - 26.06.1982, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 y> Br 'pettcx nú pa&> -cína sem pér de.ttur- í hug til ob li álca þig T" 19«? Unmr.il Mn SywllciH ást er... aö hvetja hana til að Ijúka lokaprófi TM R«o U.S Pat Off —all riglits reservad •1982 Loe Angetes Tlmes Syndicate Sjáðu pabhi. Er það ekki þetta setn þeir kalia að vera blýantanagari? Ertu alveg frá þér, Davíð? HÖGNI HREKKVlSI „ him lblbga mæting i' kvöld, ee. /viéc: AO SJÁLVSÖC3EHJ MIKIL VONBftJS£»|." Móðir skrifar: Hvað veldur þessari mannvonsku? betta er revnslusaga tveggja ungra bræðra af árásum, sálar- og líkams- meiðingum. I»ar sem hún er alls ekki stutt, er fyllsta ástæða til að vekja á henni athygli. Hún hlýtur að vera, í stórum dráttum, saga unglinga i þéttbýli landsins. Eða getur verið að þessir bræður gangi sérstaklega i augun á ofstopamönnum? Varla. Sagan hefst fyrir nokkrum ár- um, þegar sá eldri, átta ára, lítill og meinlaus og ónýtur að verja hendur sínar, er á leið heim frá vini sínum, fáum götum frá heimili sínu, skömmu eftir kvöldmat, að vetri. Hittir dreng eitthvað eldri, er laminn dálítið og af honum hirt- ar nokkrar krónur sem hann átti í vasanum. Dálítill tími líður. Hann lendir í deilum við nokkra drengi, sem leiðir til barsmíða og hann er lokaður inni í skúr á starfsvelli, þar sem hann mátti dúsa þar til vegfarandi varð var við hann og hleypti honum út. Áður en dreng- irnir skildu við hann í skúrnum, fóru þeir upp á þak og sprændu vel yfir. Lengi á eftir var hann hund- eltur af þessum drengjum, vegna þess að faðirinn gerðist svo frakk- ur að fara heim til eins þeirra og kvarta undan þessu framferði við móður hans. Enn líður timinn. Yngri bróðirinn fer út eftir hádegi á sunnudegi, að sumri til. Kemur aftur fáum tímum seinna, fölur, fár og reiður. „Mamma," segir hann. „Ég fór upp í búð, og hitti þar stóra stráka. Þeir neyddu mig til að reykja sígarettur og lömdu mig, ef ég tók ekki ofan í mig.“ Aðspurður um aldur þessara stráka og útlit, gat hann aðeins sagt af hvaða tegund skellinöðrur þeirra voru. Hjálmarnir voru ekki teknir niður á meðan „afrekið" var unnið. Enn líða ár. Eldri bróðirinn á erindi milli hverfa í vetur, fer á hjólinu sínu og lullar á því eftir gangstíg, mætir hópi unglinga. Einn þeirra sparkar í hjólið, svo piltur fellur af því. Þegar hann spyr um ástæðu, er honum boðið í slag og áður en tími gefst til að taka boðinu, eða hafna, byrja höggin að dynja, með þeim um- mælum að ekki skuli hætt fyrr en rothögg hafi verið greitt. Piltur reynir vörn, en við ofurefli er að etja. Hann kemur heim illa útleik- inn í andliti og marinn hér og þar um líkamann. Aðeins einni stúlku í hópnum fannst ástæða til eða þorði að láta í ljósi andúð sína á þessu athæfi. Það er föstudagskvöld í júní, blíðskaparveður og lokkandi til útiveru. Þrettán ára drengur fer að heiman eftir kvöldmat, til að hitta kunningjana. Kvöldið líður, klukk- an að verða tólf. Foreldrarnir farn- ir að tala um, að drengur ætti að vera kominn í hús fyrir nokkru. Klukkan verður rúmlega eitt eftir miðnætti, það er bankað og þegar faðirinn fer til dyra er þar kominn sonurinn ungi, illa á sig kominn á sál og líkama, fellur grátandi í fang föður síns og sagan kemur í slitrum. Þegar líður á kvöldið ákveða félagarnir að fara þangað sem þeir áttu von á einum úr hópn- um vera að æfa fótbolta og verða honum samferða heim að æfingu lokinni. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Áður en þeir komust alla leið til vallarins mættu þeim þrír „hér- umbil fullorðnir menn“ hampandi vínflösku sem þeir buðu drengjun- um að súpa úr. Pilturinn umræddi varð fyrir svörum og sagði þeim með vel völdum orðum, að þeir fé- lagar vildu ekki vínið og þeir skyldu því koma sér burt. Én það var þá þegar ákveðið að þessi orð- hvati unglingur skyldi vínsins neyta, fyrst ekki með góðu þá með illu. Að honum var ráðist og hann barinn í höfuð og andlit, svo stórsá á. Þrátt fyrir að hann berði frá sér, sem kraftar leyfðu, með hjálp eins félagans, fór svo að hinir „hérum- bil fullorðnu menn“ náðu að koma vænum slurk af víninu ofan í drenginn. Énda var sem þeir yrðu því ákveðnari 1 þeirri ætlan sinni, sem harðari mótspyrna var veitt. Eftir þetta „frækilega afrek“ virt- ist mesti móðurinn hafa verið runninn af karlmönnunum, því vinurinn hjálpfúsi fékk mikið minna bæði af barsmíð, spörkum og víni og hinir drengirnir sluppu alveg. Hvað skyldu þessir ungu menn finna sér til skemmtunar næst? Eftir þessa illu útreið var snúið heim, en ferðin sú varð ekki auð- veld, því nú fóru áfengisáhrifin að gera vart við sig og í ljós kom að ríflega hafði verið skammtað. Það sem er frískum strákum fimmtán mínútna gangur varð klukkutíma barningur félaganna við að koma drukkna drengnum heim. Mitt í þessari raunasögu og bágindum sinum var hann að hrósa happi yf- ir því að engin stúlka skyldi hafa verið með í þessari ferð, því eins og hann sagði: „Níðast strákar svo á stelpum". Fyrri atvikin rifjuðust upp við þetta síðasta og þó þau séu ef til vill bara barnabrek, lýsa þau þó ofbeldishneigð, sem viðkomandi hafa vonandi vaxið og þroskast frá. Þrjú þau síðustu er þó ómögulegt að afsaka með æsku fremjenda. Því miður er mikið um langtum verri níðingsverk en þessum, sem unnin eru bæði á börnum og full- orðnum og margir sem fyrir þeim verða bíða þess aldrei bætur. Stundum jafnar sálin sig ekki, þó líkaminn geri það. Það er sárt að horfa upp á börn- in sín illa leikin eftir ástæðulausar misþyrmingar en líklega þó enn sárara að vita þau fremjendur ódæðisverka. Fjarri fer því að allt- af séu það unglingar sem eru árás- araðilinn. Hneigðin kemur snemma í ljós og loðir líklega lengi við. En hvað veldur þessari mann- vonsku? Er þetta fólk að hefna ein- hvers? Hefur það sjálft orðið fyrir barðinu á ofheldisfólki? Er því kannski farið eins og unglingun- um, sem foreldrarnir ætluðust til að sæju að mestu um sig sjálfir frá unga aldri og börðu svo ótæpilega ef eitthvað fórst óhönduglega? Hefur það sjálft verið lamið til óbóta við búðina heima eða í dimmu húsasundi? Hefur það skort eitthvað í uppvextinum? Þá er ekki átt við veraldarauð, heldur svo eitthvað sé nefnt, væntum- þykju, umhyggju, skilning og síð- ast en ekki sist hefur verið látið undir höfuð leggjast að kenna því að halda í heiðri boðskapinn, sem aldrei úreldist? „Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Enginn skyldi taka þessar siðustu setningar sem tilraun til að koma sök óþokkanna yfir á aðra, heldur aðeins spurning handa þér og mér og lesendum til að velta vöngum yfir. Eflaust má lengi bæta spurningum við og ennþá lengur leita svara við þeim. A.K. Það eru ekki all- ir eins Kæri Velvakandi! Ég vinn í unglingavinnunni og þar fæ ég á tímann 19,34 krónur. Það sem ég vil segja er, að fyrir nokkru skrifaði kona nokkur í Velvakanda og sagði m.a. að unglingarnir lægju tímunum saman í leti, meðan þau ættu að vinna, og allt eins gott væri að senda þeim kaupið beint heim. Ég ber ekki á móti þessu, nema að því leyti að allir eru dæmdir eins. Sumir vinna sínu vinnu vel en aðrir ekki. Það eru ekki allir eins. Ég ætla að segja frá nokkrum atvikum, hvernig fólk er ólíkt. Ég og nokkrar stelpur vorum að sópa í steikjandi hita. Kona í húsi einu horfði á okkur. Ein stelpan stoppaði við og sagði við konuna: „Góðan daginn, gott er blessað veðrið.“ Já, segir konan en bætir við: „Eruð þið að vinna eða skemmta ykkur?“ „Bæði og,“ svöruð- um við. „Er ekki borgað eitthvað fyrir vinnuna?" sagði konan. „Jú, einhvern skít á priki,“ sögðum við. „Jæja,“ sagði hún og fór. Þetta fannst mér neyðarlegt því að við vor- um að sópa þykkan sand sem var af völdum fullorðna fólksins, en töluð- um og hlógum við vinnuna. Mér er sem ég sæi fullorðna fólkið standa við að sópa sand, sem væri kannski af annarra völdum og unglingar segðu eitthvað þessu líkt við það. Þá vil ég geta annars atviks. Ég og fleiri vorum að sópa götu í sól og hita. Er við höðum sópað eftir göt- unni endiiangri kemur út maður og segir við okkur: „Þið eruð að púla við að sópa, því leggist þið ekki niður og farið í sólbað?" Eitt finnst mér leið- inlegt varðandi unglingavinnuna. Við megum ekki hafa segulband hjá okkur, en það er þannig með suma, að þeim finnst þeir vinni betur undir léttri tónlist. Ég viðurkenni það fúslega að sum- ir geta verið latir, en það á ekki að dæma alla eftir einum. Ég þekki steipu sem fór á hljómleikana með Human League í Laugardalshöllinni. Þar sem hún stendur kemur að fréttamaður er vill hafa tal af stúlk- um undir áhrifum áfengis. Hann segir: „Hér sést ekki edrú mann- eskja.“ Vinkona mín stóð við hliðina á þessum stelpum en fréttamaðurinn þóttist ekki sjá hana. Ef fréttamenn vilja segja eitthvað þá skulu þeir segja satt frá. Þetta á við um (fleiri blaðamenn. Þetta skulu blaðamenn o.fl. sem vilja taka viðtöl hafa í huga. Fullorðna fólkið (frétta- og blaðamenn) vilja alltaf niðurlægja unglingana með því að taka myndir af þeim illa stöddum. Á sautjánda júní var mikið fyllerí. Samkvæmt mínum dómi kunnu þeir þar betur að fara með vínið en fullorðna fólkið. Maríanna 6464—9515

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.