Morgunblaðið - 26.06.1982, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.06.1982, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 Gunnar Páll Jóakimsson sigrar hér Jón Diðriksson naumlega á endasprettin- um. Búast má við hörkukeppni milli þeirra á afmælismóti IR „Metið í 800 í mikilli hættu“ segir Jón Diðriksson, sem keppir á Afmælismóti ÍR í dag „Ef veður verður sæmilegt og stemningin á vellinum góð, þá verð- ur Islandsmetið i stórhættu á afmæl- ismóti ÍR. Ég veit að Gunnar Páll er í góðri æfingu, og hann er mikill keppnismaður. Ef aðstæður eru rétt- ar getum við báðir slegið metið. Þvi er bara að vona hið bezta, að veðrið verði gott og áhorfendur fjölmenni, þvi stuðningur þeirra er mikilvæg- ur,“ sagði Jón Diðriksson í spjalli við Mbl. Jón kom í gær til landsins í boði ÍR-inga, sem í dag halda frjáls- íþióttamót í tilefni 75 ára afmælis félagsins. Allir beztu frjálsíþróttamenn landsins verða meðal keppenda á mótinu. Hápunktur mótsins verð- ur 800 metra hlaupið. Mótið gæti þó orðið sögulegt sökum þess að búast má við að þar kasti þrír Is- lendingar yfir 60 metra í kringlu- kasti, en það hefur ekki gerst áð- ur. Einnig eru verulegar líkur á að tveir íslendingar stökkvi yfir 5.00 m í stangarstökki, en það hefur heldur ekki gerst áður. Þá er Guð- rún Ingólfsdóttir til alls líkleg í kringlukastinu. Keppni í sprett- hlaupum karla og kvenna gæti orðið tvísýn. Afmælismót ÍR hefst kl. 14 með keppni í stangarstökki, en hlaupa- greinar hefjast kl. 14.35. ÍR-ingar hafa gefið út leikskrá í tilefni mótsins, þar sem m.a. er að finna ávarp heiðursformanns ÍR, Al- berts Guðmundssonar, og viðtal við Hrein Halldórsson, sem orðið hefur að leggja keppnisskóna á hilluna vegna meiðsla. Jón á 3:41,8 JÓN Dióriksson UMSB var aðeins rúmu sekúndubroti frá íslandsmet- inu í 1500 metra hlaupi á frjáls- íþróttamóti í Leverkusen í V-Þýzka- landi í fyrrakvöld. A sama móti sigr- aði Þorvaldur Þórsson ÍR í 200 metra hlaupi á nýju persónulegu meti, 21,9 sekúndum. „Við vorum óheppnir með veður og keppni. Brautirnar voru undir vatni eftir þrumuveður og ský- fall,“ sagði Jón Diðriksson í sam- tali við Mbl. Piltur sem átti að halda uppi hraða í 1500 metra hlaupinu brást og varð Jón því að leiða meirihluta hlaupsins sjálfur, en á síðustu 50 metrunum seig Karl Fleschen, einn bezti milli- vegalengda- og langhlaupari V-Þýzkalands í seinni tíð, fram úr Jóni. Fleschen fékk 3:41,6 og þriðji maður 3:43,2, en alls hófu 17 hlauparar keppni og settu 12 þeirra persónulegt met. „Ég skokkaði bara í gegn,“ sagði Þorvaldur, „og get því vonandi enn betur," sagði Þorvaldur Þórsson. Næsti maður var á 22,8 sek. „Mér finnst ég vera frískur og formið er gott, svo ég vonast til að standa mig vel á afmælismóti IR á laug- ardag og á öðrum mótum heima.“ Jón Diðriksson og Þorvaldur Þórssonverða meðal keppenda á 75 ára afmælismóti ÍR-inga í Laug- ardalnum Knattspyrnuleikir helgarinna EFTIRTALDIR knattspyrnuleikir fara fram í íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina í L, 2., 3. og 4. deild: Laugardagur 26. júní kl. 1. deild Akranesvöllur — ÍA:ÍBÍ 14.30 1. deild Akureyrarvöllur — KA:ÍBV 14.00 1. deild Kópavogsvöllur — UBK:KR 14.00 2. deild Borgarnesvöllur — SkallagrímurReynir S. 14.00 2. deild Laugardalsvöllur — Þróttur R.:Einherji 14.00 2. deild Neskaupstaðarvöllur — Þróttur N.:Völsungur 14.00 3. deild A Grindavíkurvöllur — Grindavík:Víkingur Ó. 14.00 3. deild A Stykkishólmsvöllur — SnæfelkHaukar 14 3. deild B Eskifjarðarvöllur — Austri:HSÞ 14.00 3. deild B Grenivíkurvöllur — Magni:Sindri 14.00 3. deild B Laugalandsvöllur — Árroðinn:Huginn 14.00 4. deild A Grundarfjarðarvöllur — Grundarfj.:UDN 14.00 4. deild A Hellissandsvöllur — Reynir He.:Aftureld. 14.00 4. deild A Stjörnuvöllur — Stjarnan:Grótta 14.00 4. deild B Bolungarvíkurv. — Bolungarvík:Léttir 14.00 4. deild B Skeiðið — Reynir Hn.:Ármann 14.00 4. deild C Hveragerðisvöllur — Hveragerði:Hekla 14.00 4. deild C Selfossvöllur — Stokkseyri:Eyfellingur 16.00 4. deild C Þorlákshafnarvöllur — Þór Þ.:Drangur 14.00 4. deild F Borgarfjarðarvöllur — Umf. B.:Höttur 16.00 4. deild F Fáskrúðsfjarðarvöllur — Leiknir:Hrafnkell 16.00 Sunnudagur 27. júní Landsleikur — Drengir — Island:Færeyjar 1. deild Laugardalsvöllur — Valur:Víkingur 20 00 3. deild A Kópavogsvöllur — ÍK:Selfoss 14.00 4. deild F Neskaupstaðarvöllur — Egill rauði:Súlan 15.00 Lokastaðan í riólakeppni heimsmeistarakeppninnar • Riölakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu er nú lokið. Keppni í milliriölunum fjórum hefst á mánudag. Þrjár þjóöir leika í hverjum riöli. Hér að neöan má sjá lokastöðuna í riölakeppninni. 2. riðill 17 mörk voru skoruö í þessum riðli, mest fimm í leik, 4—1 sigri Þjóöverja gegn Chile og 3—2 sigri Alsír gegn Chile. Engum leik lauk án þess aö mark væri skoraö. Úrslit leikja uröu þessi: V-Þýskaland — Alsír 1—2 Chile — Austurríki 0—1 V-Þýskaland — Chile 4—1 Alsír — Austurríki 0—2 Alsír — Chile 3—2 V-Þýskaland — Austurr. 1—0 Og lokastaðan: V-Þýskaland 3 10 1 6—3 4 Austurríki 3 2 0 1 3—1 4 Alsír 3 2 0 1 5—5 4 Chile 3 0 0 3 3—8 0 5. riðill Aöeins sjö mörk sáu dags- ins Ijós í þessum riöli, tvö markalaus jafntefli. Úrslit leikja uröu sem hér segir: Spánn — Hondúras 0—0 Júgóslavía — N-írland 0—0 Spánn — Júgóslavía 2—1 Hondúras — N-írland 1—1 Spánn — N-írland 0—1 Og lokastaöan: N-írland 3 1 2 0 2—1 4 Spánn 3 111 3—3 3 Júgóslavía 3 111 2—2 3 Hondúras 3 0 2 1 2—3 2 Milliriðlarnir fjórir Undanúrslit 8. júlí Sevilla 10. júlí Alicante 3.-4. sætið 11. júlí Madrid úrslitaleikurinn 8. júlí Barcelona D Austurríki Frakkland N-írland A B Belgía V-Þýskaland Sovétríkin England Pólland Spánn 3. riðill 22 MÖRK voru skoruð í riöl- inum og voru Ungverjarnir iönastir vió markaskorunina. Þeir skoruðu 12 mörk, þar af 10 gegn El Salvador en kom- ust samt ekki áfram. Úrslit leikja uróu þessi: Argentína — Belgía 0—1 Ungverjal. — El Salvad. 10—1 Argentína — Ungverjal. 4—1 Belgía — El Salvador 1—0 Belgía — Ungverjaland 1—1 Argentína — El Salvador 2—0 Lokastaðan varó þessi: Belgía 3 2 1 0 3—1 5 Argentína 3 2 0 1 6—2 4 Ungverjal. 3 111 12—6 3 El Salvador 3 0 0 3 1—13 0 6. riðill 26 MÖRK voru skoruð í leikj- unum 6 í þessum riöli. Úrslit leikjanna uröu þessi: Brasilía — Sovétríkin 2—1 Skotland — Nýja Sjál. 5—2 Brasilía — Skotland 4—1 Sovétríkin — Nýja Sjál. 3—0 Sovétríkin — Skotland 2—2 Brasilía — Nýja Sjáland 4—0 Lokastaðan í 6. riöli varð þessi: Brasilía 3 3 0 0 10—2 6 Rússland 3 111 6—4 3 Skotland 3 111 B—8 3 Nýja Sjál. 3 0 0 0 2—12 0 1. riðill í ÞESSUM riðli voru aöeins skoruð 10 mörk í leikjunum 6. Úrslit leikja uröu þessi: Ítalía — Pólland 0—0 Perú — Kamerún 0—0 Ítalía — Perú 1—1 Pólland — Kamerún 0—0 Pólland — Perú 5—1 Ítalía — Kamerún 1—1 Lokastaóan í riðlinum varð því þessi: Pólland 3 1 2 0 5—1 4 ítalía 3 0 3 0 2—2 3 Kamerún 3 0 3 0 1—1 3 Perú 3 0 2 1 2—6 2 4. riðill 16 mörk í þessum rióli og ekk- ert markalaust jafntefli. England varð öruggur sigurvegari en úr- slit uróu þessi í einstökum leikj- um: England — Frakkland 3-1 Tékkóslóv. — Kuwalt 1—1 England — Tékkóslóv. 2—0 Frakkland — Kuwait 4—1 Frakkland — Tékkóslóv. 1—1 England — Kuwait 1-0 Og lokastaóan: England 3 3 0 0 6—1 6 Frakkland 3 111 6—5 3 Tékkóslóvakía 3 0 2 1 2—4 2 Kuwait 3 0 12 2—6 1 Skotarnir fengu frábærar móttökur SKOSKA knattspyrnulandsliðið flaug hcim frá Spáni á fimmtudag- inn, leikmenn hengdu hausa sína og töluðu fátt í vélinni. En þegar til Glasgow kom var tekið stórkostlega á móti liðinu, fjöldi manns mætti á flugvöllinn og skosku leikmennirnir voru hylltir sem sigurvegarar. Á spjöldum mátti lesa setningar eins og þessa: „Velkomnir heim piltar, við erum stolt af ykkur.“ Móttök- urnar nú voru allt aðrar og betri heldur en þegar liðið sneri heim frá Argentinu fyrir fjórum árum eftir frekar sneypulega útreið, enda var frammistaðan nú öllu betri og raun- ar stórgóð og liðið varð heim að snúa einvörðungu vegna þess að liðið var með lakari markatölu en Sovétríkin. Innbyrðisleik þeirra lyktaði sem jafntefli, 2—2, í leik sem Skotarn- ir voru mun betri lengst af. Þeir höfðu 1—0 yfir í hálfleik með marki Joe Jordan, en hann sagði við komuna til Glasgow: „Þetta var eitt af mikilvægustu mörkum sem ég hef skorað og ég hélt að það myndi skipta sköpum í leikn- um, því Sovétmennirnir voru ólíklegir til afreka þangað til langt fram í seinni hálfleik." Jock Stein, þjálfari skoska liðs- ins sagði: „Það er alls ekki leiðin- legt að vera komnir heim, móttök- urnar eru frábærar, en við hefðum þó auðvitað fremur kosið að vera enn í slagnum. Gordon Strachan, útherjinn snjalli frá Aberdeen, sagði að hinn mikli hiti á Spáni hefði leikið stórt hlutverk og þeg- ar hliðsjón væri tekin af honum væri frammistaða liðsins frábær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.