Morgunblaðið - 08.07.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982
5
Hreppsnefnd Fellahrepps ásamt fráfarandi sveitarstjóra: Baldur Sigfússon,
Sigurður Grétarsson, Þráinn Jónsson, Svala Eggertsdóttir, Gunnar Vignisson
og Bragi Hallgrímsson.
Fellahreppur:
Svala Eggertsdóttir
ráðin sveitarstjóri
Kgilsstöduin, 5. júlí.
Á FYRSTA fundi nýkjörinnar
hrcppsnefndar Fellahrepps, 29. júní,
var l'ráinn Jónsson kjörinn oddviti
og Svala Eggertsdóttir ráöin sveitar-
stjóri. Svala, sem jafnframt á sæti í
hreppsnefndinni, var áður fulltrúi
rektors Menntaskólans á Egilsstöö-
um.
Fellahreppur er nú næststærsta
sveitarfélagið á Héraði með 300
íbúa — og búa %hlutar íbúanna í
þéttbýliskjarnanum við Lagar-
fljótsbrúna, sem hlotið hefur
nafnið Feliabær.
Nýlega festi Fellahreppur kaup
á 20 hekturum lands undir bygg-
ingar í Fellabæ.
Um síðustu helgi var flutt inn í
fyrstu verkamannabústaðina í
Fellabæ, sem byrjað var að byggja
fyrir réttum 10 mánuðum. Hér er
um þrjú raðhús að ræða og er hver
íbúð 112 ferm. aö stærð og bygg-
ingarkostnaður er rétt innan við
800 þús. kr.
I febrúar síðastliðnum var stað-
fest nýtt skipulag fyrir Fellabæ.
Að sögn oddvita, Þráins Jónsson-
ar, eru helstu framtíðarverkefni
sveitarfélagsins m.a. gatnagerð,
umhverfismál, atvinnumál og
bygging skólasels með mötuneyt-
isaðstöðu, en Fellahreppur er nú
rekstraraðili að Egilsstaðaskóla.
Auk þess tekur sveitarfélagið þátt
í byggingu íþróttahúss á Egils-
stöðum og byggingu elliheimilis
þar ásamt öðrum sveitarfélögum á
Héraði.
Verslunarfélag Austurlands
hefur nú hafið byggingu 450 ferm.
verslunarhúsnæðis rétt ofan við
Lagarfljótsbrúna. Ætlunin er að
stofna sérstakt hlutafélag um
byggingu hússins.
Avallt hefur verið kosið óhiut-
bundið til sveitarstjórnar Fella-
hrepps og í kosningunum nú hlutu
eftirtaldir kosningu: Þráinn
Jónsson, framkvæmdastjóri, 78
atkvæði, Bragi Hállgrímsson,
bóndi, 78 atkv., Baldur Sigfússon,
húsasmiður, 74 atkv., Svala Egg-
ertsdóttir, nú sveitarstjóri, 53
atkv., og Gunnar Vignisson, versl-
unarmaður, 46 atkv.
Sigurður Grétarsson, sem verið
hefur sveitarstjóri Fellahrepps
jundanfárin 2 ár, hefur nú verið
ráðinn framkvæmdastjóri Versl-
unarfélags Austuriands. Ólafur.
Elzti íbúi
Raufarhafn-
ar látinn
Kaufarhöfn, 4. júlí.
ELZTI íbúi Kaufarhafnar, Guðrún
Hólmfríður Guðlaugsdóttir, lézt að
heimili sinu á Raufarhöfn, þriðju-
daginn 22. júní síðastliðinn, á 99.
aldursári.
Guðrún var fædd að Yztafelli í
Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu 8.
október 1883. Hún fluttist til
Raufarhafnar árið 1930 með eig-
inmanni sínum, Gunnlaugi Sig-
valdasyni, járnsmiðs og, dóttur
þeirra hjóna, Ingibjörgu. Gunn-
laugur lézt árið 1954.
Guðrún var jarðsungin laugar-
daginn 3. júlí frá Raufarhafnar-
kirkju. — Helgi.
VEGGSPJALD Landverndar árið 1982 sýnir bjargfugla í Vest-
mannaeyjum og tók Sigurgeir Jónasson allar myndirnar. Spjaldið er
selt á skrifstofum Landverndar og í nokkrum bókaverzlunum í
Reykjavík.
o
„Ebony and lvory“ er komið á topp-
inn í Bretlandi og Bandaríkjunum og
á fleygiferð á toppinn alis staðar
annars staðar.
Með McCartney spila og syngja m.a.
Stevie Wonder, Steve Gadd, Carl
Perkins, Eric Stewart (10 cc),
Stanley Clarke, Dave Mattacks,
Ringo Starr o.fl.
Besta og vandaðasta plata sem Paul
McCartney hefur sent frá sér um
fangf árabil.
FÁLKINN
Suöurlandsbraut 8 sími 84670
Laugavegi 24 sími 18670
Austurveri sími 33360
Heildsöludreifing sími 84670