Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982
17
Hljómsveitin Stuðmenn i einu atriði myndarinnar.
Hættuleg farartæki,enþætti
áreiðanlega mikil skerðing
— segir Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra um hugmynd
Asmundar Brekkan að banna innflutning mótorhjóla yfir
ákveðinni stærð
„ÞAÐ ER ekki hægt að neita því að
þetta eru hættuleg farartæki, en
hvort menn treysta sér til að sam-
þykkja tillögu Ásmundar, það er
annað mál. Það þætti áreiðanlega
mikil skerðing ef innflutningur á
þeim yrði bannaður,“ sagði Friðjón
Þórðarson dómsmálaráðherra, að-
spurður um spurningu Ásmundar
Brekkan yfirlæknis á Borgarspítal-
anum í grein i Mbl. sl. laugardag, en
þar spyr hann dómsmálaráðherra að
eftirfarandi: „Væri það skerðing á
persónufrelsi að banna hér innflutn-
ing mótorhjóla yftr ákveðinni lág-
marksstærð, í Ijósi alþjóðlegrar
reynslu af þeim sem skaðvöldum?"
Friðjón sagði einnig: „Maður
veit um mörg hörmuleg slys af
völdum þessara hjóla og svo er
einnig eitt og annað í sambandi
við minni hjólin svo sem óskapleg-
ur hávaði og ónæði sem honum
fylgir. Ég get ekki svarað þessari
spurningu Ásmundar fyrr en ég
hef skoðað málið betur. Það hefur
tvær hliðar. Þau eru talin nauð-
synleg farartæki og það þætti
áreiðanlega mikil skerðing ef inn-
flutningur þeirra yrði bannaður."
Stuðmenn í
stórræðum
Hljómsveitin Stuðmenn, sem
gerði garðinn frægan hér um árið
með skondnum tónlistarflutningi
sínum, hefur nú komið saman á ný.
Hljómsveitin vinnur nú að gerð
kvikmyndar og hljómplötu í tengsl-
um við myndina, en hún verður
væntanlega frumsýnd í desember á
þessu ári.
Hér er um að ræða kvikmynd í
fullri lengd, söngva- og gaman-
mynd og spannar efni hennar
„allt litróf mannlegra vanda-
mála“, eins og Stuðmenn sjálfir
komast að orði. Stuðmenn skipa
þeir Egill Ólafsson, Jakob Magn-
ússon, Valgeir Guðjónsson, Tóm-
as Tómasson, Þórður Árnason og
Ásgeir Óskarsson, og hafa þeir
sjálfir gert handrit að myndinni
í samvinnu við Ágúst Guð-
mundsson, kvikmyndagerðar-
mann, sem er leikstjóri myndar-
innar. Stuðmenn munu lítið
koma fram opinberlega að þessu
sinni, en þó er ákveðið að
hljómsveitin leiki um verslun-
armannahelgina í Atlavík og
helgina eftir á þjóðhátíð í Eyj-
um. Þá er einnig í ráði að þeir
félagar komi fram á almennum
dansleik á höfuðborgarsvæðinu
um miðjan ágúst.
Léttar
handhægar
steypu
hrærivélar
Verð aðeins
kr. 3.955.-
Skeljungsbúðin 4
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
AUr.LVSINCASÍMINN ER:
22480
}H*r0unbUibih
Þaö er nánast sama hvers þú leitar - þú finnur allar útgáfurnar í Amsterdam!
Fólk.verslun, tíska, menning, listir, veitingahús, skemmtistaðir, kaffihús,
- Amsterdam á þetta allt - alls staðar að úr heiminum.
Arnarflug flýgur til Amsterdam alla sunnudaga og miðvikudaga. Hafðu samband við
söluskrifstofuna - Amsterdamflugið oþnar þér ótal leiðirtil styttri eða lengri ferða um Amsterdam,
Holland eða Evróþu - sprengfullra af spennandi dægradvöl fyrir þig og þína.
ÞURNNUR
AJdNHEMNN
IHOLMNDI
Ansterdam áœtlunin - frábœr ferðamöguleiki
Hafið samband við söluskrifstofu Arnaflugs eða ferðaskrifstofurnar.