Morgunblaðið - 08.07.1982, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982
27
Árlegur hreinsunardag-
ur JC-félaga í Grindavík
Söngtónleik-
ar á 11 stöðum
víða um land
KRISTJÁN Jóhannsson, óperu-
söngvari, og Guðrún Kristinsdóttir,
píanóleikari, verða á tónleikarór um
Austur- og Norðurland dagana
10.—28. júlí. Þau heimsækja einnig
Vcstmannaeyjar, laugardaginn 31.
júlí.
Söngur Kristjáns hefur þegar
vakið mikla athygli og hrifningu
bæði hérlendis og erlendis. Krist-
ján hefur nú gert sinn fyrsta stór-
samning við heimsþekkta óperu,
eða við English National óperuna í
London og jafnframt við English
Northern óperuna. Hans fyrsta
hlutverk á Englandi verður Pink-
erton í Madame Butterfly. Guðrún
Kristinsdóttir er þjóðkunn fyrir
píanóleik sinn með ýmsum af virt-
ustu söngvurum okkar. Á tónleik-
um þeirra verða fluttir söngvar og
óperuaríur eftir: Gounod, Bizet,
Verdi, Leoncavallo, Tosti, Card-
illo, Rossini, Donizetti, Puccini,
Sigfús Einarsson, Sigurð Þórðar-
son, Sigvalda Kaldalóns o.fl.
Tónleikarnir verða sem hér segir:
Egilsstöðum laugardaginn 10.
júlí í Valaskjálf kl. 17, Neskaup-
stað mánudaginn 12. júlí í Egils-
búð kl. 21, Reyðarfirði miðviku-
daginn 14. júlí í Félagslundi kl. 21,
Siglufirði föstudaginn 16. júlí í
kirkjunni kl. 21, Hvammstanga
sunnudaginn 18. júlí í félagsheim-
ilinu kl. 21, Blönduósi þriðjudag-
inn 20. júlí í félagsheimilinu kl. 21,
Skagafirði miðvikudaginn 21. júlí
í Miðgarði kl. 21, Raufarhöfn
föstudaginn 23. júlí í Hnitbjörgum
kl. 21, Aðaldal sunnudaginn 25.
júlí að Ýdölum kl. 21, Akureyri
miðvikudaginn 28. júlí í íþrótta-
skemmunni kl. 21, Vestmannaeyj-
um laugardaginn 31. júlí í Leik-
húsinu kl. 21.
Aðgöngumiðar verða seldir einum
og hálfum tíma fyrir tónleika.
(Úr rréttatilkynningu)
34 sovéskir
togarar út af
Reykjanesi
ÞRJÁTÍU og fjórir sovéskir togarar
voru að veiðum suðvestur af Reykja-
nesi, þegar flugvél Landhelgisgæzl-
unnar flaug þar yfir á föstudag í sið-
ustu viku.
Daginn áður voru aðeins sex sov-
éskir togarar á miðunum. Togararnir
voru frá 200 mílna mörkunum og
allt að 260 mílur suðvestur af
Keykjanesi.
Þá flaug flugvél Landhelgis-
gæzlunnar. yfir kolmunnamiðin
200 mílur út af Langanesi í gær.
Þar varð ekki vart neinna skipa,
en kolmunnaveiðiskip frá austur-
blokkinni, Rússum, Pólverjum,
Austur-Þjóðverjum og Búlgörum
hafa komið á þau mið á bilinu 7.
til 10. júlí undanfarin þrjú ár.
Grindavík.
LAUGARDAGINN 13. júní efndi JC
í Grindavík til hreinsunardags ann-
að árið í röð. Nefndin, sem sá um
framkvæmd verkefnisins, hafði
samráð við bæjaryfírvöld, sem lögðu
til plastpoka undir drasl.
Nefndarmenn sáu um að dreifa
pokunum í öll hús daginn áður
með þeim tilmælum til bæjarbúa,
að þeir hreinsuðu kringum hús
sín og stuðluðu þannig að hreins-
un bæjarins. Fjölmargir bæjarbú-
ar nýttu sér tækifærið og þegar
líða tók á daginn, mátti víða sjá
fulla poka liggja við lóðamörk.
Snemma daginn eftir fjöl-
menntu JC-félagar til að hirða
pokana. Fimm hópar skiptu sér
niður á bæinn með jafnmarga
vörubíla til verksins. Fylltir voru
10 bílar af margs konar drasli,
sem keyrt var á haugana. Áber-
andi var að fullorðna fólkið var
þakklátt fyrir þetta framtak og
nýtti sér tækifærið til að losna við
drasl, sem það á erfitt um vik að
losna við dags daglega.
í framhaldi af þessum hreins-
unardegi fóru nokkrir JC-félagar
meðfram Grindavíkurveginum og
tíndu drasl og kenndi þar margra
grasa. Það er von JC-félaga að
slíkur dagur verði árlegur við-
burður í bæjarfélaginu svo
Grindavíkurbær geti verið íbúum
sinum til sóma.
Formaður nefndarinnar, sem
vann að þessu byggðarlagsverk-
efni, var Kristin E. Pálsdóttir.
— Fréttaritari -
ISUZU
Isuzu Trooper MMC Pajero Scout ’77 Bronco Zuzuki
Hjólhaf 2650 2350 2540 2337 2030
Heildarlenqd 4380 3290 4220 3863 3420
Breidd 1650 1680 1770 1755 1460
Veqhæö 225 235 1930 206 240
Hæð 1800 1880 1660 1900 1700
Eigin þyngd 1290 1395 1680 1615 855
TR00PER
Oröiö jeppi hefur frá fyrstu tíö merkt sterkbyggð bifreið
með drifi á öllum hjólum sem hentar jafnt á vegi sem
vegleysum og er einnig voldugt vinnutæki.
Isuzu uppfyllir allar þessar kröfur og gerir enn betur því
hann kemur til móts viö kröfur nútímans um þægindi
aksturseiginleika og orkusparnað.
Isuzu T rooper er enginn hálf-jeppi. Þaö eina sem er hálft
hjá Isuzu T rooper er verðið sem er aðeins helmingsverð
sambærilegra vagna. Isuzu T rooper er:
Aflmikill en neyslugrannur
Harðger en þægilegur
Sterkbyggður en léttur
Isuzu Trooper hentar jafnt til flutninga á fólki sem far-
angri.
Isuzu Trooper má fá hvort heldur með bensín- eða
diselvél.
Sérgrein Isuzu bílaframleiðendanna er gerð pick-up
bíla með drifi á öllum hjólum og einnig hönnun vöru-
bifreiða og vinnuvéla.
Við hönnun Isuzu Trooper hefur verið beitt allri þeirri
reynslu og tækni sem hefur aflað Isuzu pick-up heims-
frægðar og vinnuvélum og vörubifreiðum Isuzu alþjóð-
legrar viðurkenningar.
Því til viðbótar kemur svo glæsileiki búnaðar banda-
rísku GM verksmiðjanna. Af því leiðir að Isuzu Trooper
er í engu ábótavant hvort heldur sem voldugu vinnu-
tæki eða veglegum ferðavagni.
■ Hringið og aflið upplýsinga, við greiðum símtalið.
Trooper í tómstundum.
Trooper til allra starfa.
isuzu ! $ VÉIADEILD
- r™ JÍ3 8 f 38