Morgunblaðið - 08.07.1982, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.07.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982 31 Fram skoraði þrju mörk í framlengingunni Framarar sigrudu Vestmannaey- inga örugglega í annað skiptið á ör- fáum dögum, nú í bikarnum og fór leikurinn fram í Eyjum. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktima, hvort lið hafði skorað eitt mark, en í fram- lengingunni skoruðu Framarar þrjú mörk en heimamenn ekkert, og var því sigur Fram öruggur. Vestmannaeyingar tóku forystuna á 14. mín er Jóhann Georgsson skoraði af stuttu færi. Kári Þor- leifsson sendi fyrir markið og Sig- urlás bróðir hans skallaði til Jó- hanns. Vestmannaeyingar höfðu verið sprækari fram að markinu en eftir það jafnaðist leikurinn. Á 62. mín jafnaði Viðar Þor- kelsson fyrir Fram með glæsilegu marki. Skaut hann þrumuskoti úr góðu færi, sem markvörður ÍBV átti ekki möguleika á að verja. Robson næsti þjálfari enska landsliðsins Nú er fullfrágengið aö Bobby Robson, framkvæmdastjóri Ipswich Town, verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu. Hann hefur verið þjálfari „B“landsliðsins undanfarið, og þá var hann Ron Greenwood innan handar á Spáni sem „njósnari", fylgdist með and- stæðingum Englendinga. Hann hefur verið framkvæmda- stjóri Ipswich í 12 ár og náð mjög góðum árangri með liðið. Tals- maður Rnska Knattspyrnusam- bandsins sagði, að þeir hefðu fengið manninn sem þeir vildu fá í starfið, og að enginn annar hefði komið til greina. Venjulegum leiktíma lauk þann- ig, eins og áður sagði, en Framar- ar voru mun sterkari í framleng- ingunni. Guðmundur Torafson skoraði annað mark þeirra með skalla eftir aukaspyrnu, Steinn Guðjónsson bætti þriðja markinu við með þrumuskoti úr teig eftir fyrirgjöf Viðars Þorkelssonar og Marteinn Geirsson skoraði fjórða markið úr vítaspyrnu undir lok leiksins eftir að Valþór Sigþórsson hafði fellt Guðmund Torfason inn í teignum. Leikurinn var frekar slakur og sorglega lítil knattspyrna sem lið- in sýndu. Eina knattspyrnan sem sást kom frá Fram, nema fyrsta kortérið í leiknum, þá voru heima- menn sprækir. Framliðið var mjög jafnt, Mart- einn mjög traustur í vörninni og Guðmundur Torfason og Viðar Þorkelsson mjög ógnandi. Vest- mannaeyingar áttu alls ekki góð- an dag og aðeins einn þeirra lék vel, Valþór Sigþórsson. hkj/ SH ÍBK vann Víði 2—0 Kcflavík sigraði Víði, Garðinum, 2—0, í bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. í hálfleik var staöan 0—0. Það var ekki fyrr en á 75. mínútu síðari hálf- leiksins sem Ragnari Margeirssyni tókst að skora fyrir ÍBK. Daníel Ein- arsson skoraði svo annað mark ÍBK á 86. mínútu. Lengst af var leikur liðanna nokkuð jafn. En Keflvík- ingar verðskulduðu sigurinn. Leik- menn Víðis börðust samt af miklum krafti og léku oft mjög vel. Arnór/ ÞR. I • Kristján Olgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir ÍA í gærkvöldi gegn Þrótti i bikarkeppni KSÍ. Kristján Olgeirsson með þrennu er IA sigraði stórt Akurnesingar unnu stóran sigur á liði Þróttar R, á Laugardalsvellinum i gærkvöldi er liðin léku í bikar- keppni KSÍ. ÍA sigraöi 5—1. Það voru Þfottarar sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Það gerði Arnar Frið- riksson mjög laglega. Skoraði Arnar með góðu skoti, strax á 3. minútu leiksins. Skagamenn jöfnuðu ekki leikinn fyrr en á 26. mínútu en þá skoraði Kristján Olgeirsson. Staðan var því jöfn í hálfleik 1—1. Fyrri hálfleikur var jafn og sýndu Þróttar- ar þá oft góð tilþrif og stóðu fyllilega í 1. deildar liðinu. 1 síðari hálfleiknum tóku Skaga^ menn hinsvegar af skarið og skor- uðu fjögur mörk. Kristján Olgeirsson skoraði á 48. mínútu. Guðbjörn Tryggvason potaði inn marki af stuttu færi eftir stangar- skot á 58. mínútu. Júlíus Pétur skoraði fjórða mark ÍA á 88. mín- útu og á 89. mínútu skoraði Krist- ján sitt þriðja mark. Fullstór sig- ur IA miðað við gang leiksins en engu að síður mjög sanngjarn. — ÞR Víkingar mörðu Völsung 2—1 VÍKINGAR sigruðu Völsung á Húsavík í gærkvöldi með tveimur raörkum gegn einu. Völsungur hafði yfir í lcikhléi. Fyrri hálfleikur var jafn fram- an af en síðan voru Völsungar sterkari aðilinn. Víkingar héldu greinilega að þeir þyrftu ekkert að hafa fyrir sigrinum en svo var þó ekki. Fyrsta markið kom á 43. mín. Olgeir Sigurðsson skoraði þá af stuttu færi. Hann átti tvö önn- ur mjög góð fæi i í hálfleiknum og hefðu Völsungar þvi átt að geta haft stærra forskot í hálfleik. I seinni hálfleik var eins og nýtt Víkingslið hefði komið inn á völl- inn, svo gjörbreyttur var leikur þess. Völsungur átti ekkert færi og skoruðu Víkingarnir tvisvar og tvö önnur mörk voru dæmd' af þeim. Ómar Torfason skoraði fyrra markið á 59. mín. er hann vippaði yfir Gunnar Straumland, sem beitti furðulegu úthlaupi til að reyna að stöðva Ómar. Fimm mín. fyrir leikslok skoruðu svo Vík- ingar sigurmarkið. Höfðu þeir þá gert harða hríð að marki Völs- ungs, skallað í stöng, Völsungar bjargað á linu og þar fram eftir götunum. Heimir Karlsson spyrnti þá knettinum í markið með viðkomu í nokkrum stöðum Völsungum í markteignum. KK/SH Stórkostlegt heimsmet hjá Moorcroft í 5 km Bretinn David Moorcroft setti stórkostlegt heimsmet í 5 km hlaupi í gærkvöldi á Bislet-leikunum í Oslo. Moorcroft hljóp vegalengdina á 13.-00:42 sek. Bætti hann gamla metið um sex sekúndur en það átti Henry Rono. Moorcroft átti bestan tíma 13:20:51 fyrir hlaupið. Hann bætir sig því um 20 sek. sem er hreint ótrúlegt. LAUGARDALSVÖLLUR — AÐALLEIKVANGUR BIKARKEPPNI KSI VALUR í kvöld kl. 8 . r Nú mætir Bikarstemmning á vellinum Spennandi leikur milli tveggja bestu bikarliða landsins Ofurkraftur — Ótrúleg ending Valsmenn teika í buningum w*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.