Morgunblaðið - 08.07.1982, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982
37
Myndabandaleiga kvikmyndahúsanna dreifir
innlendu myndefni Framsýnar/ ísmyndar
— Myndabandaleigan hefur þegar tekið til útleigu tvo fyrstu þættina
Frá vinstri: Þórir Steingrímsson frá Garðaleikhúsinu, Guögeir Leifsson,
framkvæmdastjóri Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna, Björn Vignir Sigur-
pálsson, Framsýn, Gísli Sigurþórsson, Ismynd, Jóhann Magnússon frá verk-
smiðjunni Vífilfelli og Arni Þórarinsson, Framsýn.
MYNDBANDALEIGA kvikmyndahús-
anna og fyrirtækin Framsýn hf. og
ísmynd sf„ hafa gert með sér samning,
sem tryggir myndbandaleigunni dreif-
ingarrétt á öilu efni Framsýnar/ís-
myndar, sem ætlað er á myndbanda-
leigumarkaðinn, til eins árs.
Myndbandaleigan hefur nú þegar
tekið til útleigu tvo fyrstu innlendu
þættina: Stefnumót — viðtals- og
skemmtiþátt, þar sem fram koma
m.a. Hermann Gunnarsson, íþrótta-
fréttamaður, Auður Haralds, rithöf-
undur, Magnús Eiríksson, laga-
smiður, Hafsteinn Hauksson, bif-
reiðaíþróttamaður, Ingimar Eydal,
tónlistarmaður og sælkeri, og
hljómsveitin Tommy Fresh og Co.
Þá hefur verið gerður þáttur um
sýningu Garðaleikhússins á Galdra-
landi, barnagamni Baldurs Georgs-
sonar. Leikstjóri er Erlingur Gísla-
son, en með aðalhlutverk fara: Aðal-
steinn Bergdal, Magnús Ólafsson og
Þórir Steingrímsson. Þessi þáttur er
afrakstur sérstaks samnings milli
Framsýnar/ísmyndar og Garða-
leikhússins um samvinnu þeirra í
milli.
Samningurinn milli Framsýnar/-
ísmyndar og Myndbandaleigu
kvikmyndahúsanna felur í sér, að
leigutekjum af þáttunum verður
skipt í samræmi við tölvuskráðar
upplýsingar um útleigu þáttanna, en
það gerir jafnframt framleiðendum
kleift að fylgjast með leigu á
myndsnældum sinum. Þá mun
myndbandaleigan taka að sér að
gæta hagsmuna fyrirtækjanna og
listamanna á snærum þeirra, gagn-
vart hugsanlegri misnotkun á efn-
inu.
í þessum þáttum og í þeim sem
eftir fylgja, hefur auglýsingum verið
skotið inn á milli efnis. Þetta er gert
til þess að vega upp á móti háum
framleiðslukostnaði hins íslenska
myndefnis. Gerður hefur verið
samningur milli Framsýnar/ís-
myndar og verksmiðjunnar Vífilfells
um auglýsingar í myndefninu.
Framsýn og ísmynd eru um þessar
mundir að ljúka við gerð þriðja þátt-
arins fyrir myndbandaleiguna, sem
byggist á stuttum gamanþáttum úr
daglega lífinu eftir þær Auði Har-
alds og Valdísi Óskarsdóttur, og ís-
lenskri rokk- og dægurlagatónlist í
Skonrokk-stíl. Stefnt er að gerð
tveggja þátta til viðbótar í júlímán-
uði. Samhliða þáttagerðinni fyrir
myndbandaleiguna vinna fyrirtækin
að gerð kynninga- og fræðslumynda
fyrir samtök og einkaaðila.
Notaðir
á 400 m2
Vegna mikillar sölu á nýjum bflum að undanförnu getum við
boðið mikið úrval notaðra bfla á sérstökum sumarkjörum.
í björtu og rúmgóðu húsnæði getur þú valið nákvæmlega
þann bíl sem þig vantar og honum fylgir 6 mánaða
Verið velkomin
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600
Sumarbústaðaeigendur
Vorum að fá sendingu af þessum vinsælu
norsku arinofnum.
Þeir sem eiga pantanir eru vinsamlega beðnir
að staðfesta þær.
Blaóburóar-
fólk óskast
Vesturbær
Miöbraut
Austurbær
Flókagata 1—51.
ÚTHVERFI
Nökkvavogur Skipasund
Karfavogur
KÓPAVOGUR
Reynigrund
Upplýsingar í síma
35408