Morgunblaðið - 08.07.1982, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982
39
Þeir sem til þekkja vita að
Carmina MA kemur út á hverju
vori og hefur að geyma í máli og
myndum oft spaugsama lýsingu á
sjöttubekkingum hvers tíma og
lærifeðrum þeirra. Við síðari lest-
ur — oft aldarfjórðungi síðar —
kemur í ljós að sú skaphöfn sem
hverjum nemanda er ætluð hefur
lítið breyst og minnir á að lengi
býr að fyrstu gerð. Það var siður
þá, og er vafalaust enn, að menn
rituðu kveðjur hver til annars á
ýmsum tungumálum s.s. latínu
eða frönsku. Ein kveðjan — dæmi-
gerð frönsk — var höfð að upp-
hafsorðum í þessum kveðjuorðum
til þeirrar góðu vinkonu sem
kvödd er í dag: „Að kveðja er að
deyja örlítið“. Eins og sagt var í
upphafi þessara orða er það gang-
ur lífsins að hver og einn gengur á
hólm við skapanornir sínar þegar
skóla og skemmtun lýkur. Því er
ekki að leyna að Ragnheiður háði
oft erfiða hildi við sínar skapa-
nornir og varð þar bæði sorg og
gleði. En svo að vitnað sé aftur til
hinna frönsku upphafsorða er það
huggun harmi gegn að þó að
Ragnheiður hafi nú kvatt og henn-
ar sé sárt saknað, eigum við þó
minninguna um ógleymanleg ár,
vináttu og tryggð sem nær langt
út yfir landamæri lífs og dauða.
Að því leyti eru frönsku kveðju-
orðin enn í fullu gildi þó að
merkingin fái annan blæ. Ekki eru
nema fáar vikur síðan við norðan-
menn hér syðra héldum hátíð.
Vegna veikinda var ekki von á
Ragnheiði en öllum að óvörum
birtist hún brosandi — en fáir
áttu von á að því að þar væri
hinsta kveðjan.
A þessari kveðjustund þakka
bekkjarsystkinin liðna tíð og votta
eiginmanni og vandamönnum
dýpstu samúð. Ör fjarlægð berast
hlýjar kveðjur frá þeim er þetta
ritar með þakklæti fyrir tryggð og
vináttu. Blessuð sé minning
Ragnheiðar Aradóttur.
Heimir Hannesson
Vinkona mín, Ragnheiður Ara-
dóttir, lést að heimili sínu hinn 1.
júlí sl. í lífi sínu háði hún langa og
stranga baráttu við sjálfa sig og
sérlega hin síðari árin. En oft
komu skin eftir skúri og vonirnar
glæddust á ný og Ragnheiður birt-
ist okkur jafn falleg og áður með
hlýja brosið sitt og glampann í
augunum. Það er þyngra en tárum
taki að horfa upp á einlægan og
tryggan vin þurfa að líða eins og
hún gerði.
Kýnni okkar Ragnheiðar hófust
í Frakklandi þar sem við vorum
ungar stúdínur við nám. Margt
var brallað á þeim árum þó að
peningapyngjan væri létt, enda
lífsgleðin óþrjótandi. Ég minnist
endalausra rökræðna um lífið og
tilveruna og ansi komumst við
langt í að ráða lífsgátuna.
Margar smámyndir frá ýmsum
árum skapa heildarmynd af lífi
einnar persónu. Þannig var það
með Ragnheiði. Ég kynntist smátt
og smátt uppvaxtarárum hennar á
Brekku í Fljótsdal og á Egilsstöð-
um, þar sem faðir hennar, Ari
Jónsson, var önnum kafinn hér-
aðslæknir og móðir hennar, Sig-
ríður Soffía Þórarinsdóttir, ein af
Valþjófsstaðasystkinum, stóð
fyrir gestkvæmu heimili. Á þetta
heimili komu fjölskylda og vinir
aldrei svo saman að húsfreyja
settist ekki við hljóðfærið og allir
tækju lagið. Erna, einkasystir
Ragnheiðar, tveimur árum eldri,
var skýr dráttur í þessari æsku-
mynd. Systurnar voru nánast full-
gildir starfskraftar þessa gest-
kvæma heimilis þegar á barnsár-
unum og unnu þá jafnframt á
sjúkraskýlinu sem ævinlega fylgdi
héraðslæknisembætti föður henn-
ar. Erna var henni eldri systir til
dauðadags.
Frá Egilsstöðum lá svo leiðin til
Akureyrar þar sem hún stundaði
nám í Menntaskólanum og lauk
þaðan stúdentsprófi 1955. Önnur
yndisleg æskumynd.
Ragnheiður giftist Sigurði Þ.
Guðmundssyni lækni hinn 14. jan.
1959 og fluttist með honum til
Bandaríkjanna þar sem Sigurður
stundaði framhaldsnám. Þar
dvöldust þau í 5 ár og starfaði
Ragnheiður sem meinatæknir á
ýmsum sjúkrahúsum og síðar rit-
ari á skrifstofu Loftleiða í New
York. Þegar heim kom, hóf hún
störf á skrifstofu Loftleiða og
þótti frábær starfsmaður. Þó þótti
mér Ragnheiður aldrei njóta sín
betur en þegar hún stóð í hlaði og
tók á móti gestum.
Heimili þeirra hjóna var sann-
kallaður listareitur og blátt var
hennar eftirlætislitur. Sigurður
eiginmaður hennar deildi með
henni gleði og þraut og stóð
áveðra við hana uns yfir lauk.
Á meðan Ragnheiður dvaldist
erlendis var hún allan þann tíma
ötull bréfritari og fór á kostum í
bréfum sínum sem aldrei voru
styttri en 20 síður, full af kímni og
alvöru. Hún hafði glöggt auga
fyrir öllu sem fyrir bar og var sér-
stakur mannþekkjari. Góð sendi-
bréf eru oft einkennandi fyrir dul-
ar manneskjur sem ekki lætur að
tjá sig í tali. Ragnheiður var ein af
þeim, enda fór það einatt svo, að í
nánum viðræðum varð hún hlust-
andinn, en bláu augun hennar,
sem voru svo ótrúlega mælsk,
sögðu oft meira en orð.
Kristrún Eymundsdóttir
í dag kveðjum við góða vinkonu,
Ragnheiði Aradóttur. Ragnheiður
var fædd hinn 23. september 1933
að Brekku í Fljótsdal, dóttir
sæmdarhjónanna Sigríðar Soffíu
Þórarinsdóttur og Ara Jónssonar,
læknis á Héraði.
Hún ólst upp í foreldrahúsum
ásamt Ernu, eldri systur sinni, til
19 ára aldurs, að hún hóf nám í
Menntaskólanum á Akureyri 1952
og lauk þaðan stúdentsprófi 17.
júní 1955.
Ragnheiður var einn sérstæð-
asti persónuleiki sem ég hefi
kynnst, hún var mjög góðum gáf-
um gædd, hrókur alls fagnaðar í
vinahópi, með heillandi framkomu
sem allir sem kynntust, hrifust af.
Að loknu stúdentsprófi frá MA
vann Ragnheiður skrifstofustörf í
Reykjavík um hálfs annars árs
skeið. 1957 stundaði hún frönsku-
nám í París, en hinn 13. janúar
1959 giftist hún eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Sýjurði Þ. Guð-
mundssyni lækni. A árunum 1959
til 1964 bjuggu þau hjónin í
Bandaríkjunum þar sem Sigurður
stundaði framhaldsnám í grein
sinni.
Þann tíma allan stundaði
Ragnheiður ýmis störf við þau
sjúkrahús þar sem maður hennar
var við framhaldsnám, en síðustu
árin í Bandaríkjunum vann hún
hjá Loftleiðum hf. í New York.
Með þessari eljusemi og dugnaði
gerði hún eiginmanni sínum kleift
að stunda námið af fullu kappi
meðan nauðsyn krafði. Fyrstu
kynni okkar Ragnheiðar hófust
þegar hún kom til náms á Akur-
eyri og héldust alla tíð síðan, þótt
leiðir skildu um tíma meðan á
Ameríkudvölinni stóð. Skömmu
eftir heimkomu þeirra hjóna frá
náminu í Bandaríkjunum, endur-
nýjuðust kynnin þó að nánust og
best hafi þau orðið eftir að við
báðar bjuggum fjölskyldum okkar
bú, hlið við hlið á sjávarbakka við
Barðaströnd á Seltjarnarnesi árið
1968. Og það var eins með vinátt-
una meðan hennar naut við og víð-
sýnið frá Barðaströnd, að þar bar
aldrei skugga á.
Oft höfum við í minni fjölskyldu
þurft til þeirra hjóna beggja að
leita með hin ýmsu vandamál og
ávallt fengið skjóta og góða úr-
lausn, alltaf sjálfsagt að leysa úr
vandræðum sem að steðjuðu, auk
þess að síðan Sigurður hóf lækn-
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í siðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. f
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
isstörf hér heima, hefur hann alla
tíð og á öllum tímum séð okkur
hjónum og þremur börnum okkar
fyrir þeirri læknisaðstoð sem
þurft hefur á okkar heimili. Vin-
átta milli okkar hefur því verið
mér og fjölskyldu minni ómetan-
leg alla tíð.
Ragnheiður lést að heimili sínu,
Barðaströnd 1, á Seltjarnarnesi
hinn 1. júlí síðastliðinn. Það er
sárt að þurfa að horfast í augu við
þá staðreynd, að Ragnheiður sé
frá okkur farin, en eins og í upp-
hafi kynna okkar þegar leiðir
skildu um sinn en lágu svo saman
síðar, er það eitt víst, að leiðir
okkar eiga eftir að liggja saman
að nýju.
Erna mín, ég sendi þér og fjöl-
skyldu þinni okkar dýpstu samúð-
arkveðjur við missi einkasystur
þinnar.
Elsku Sigurður minn, mig
skortir orð til að lýsa því sem ég
vildi svo gjarnan segja, en megi
algóður Guð gefa þér og fjölskyldu
þinni styrk í harmi ykkar vegna
fráfálls elskulegrar eiginkonu
þinnar.
Sólveig Sigurðardóttir
Leiðrétting
í minningargrein um Diðrik
Helgason hér í blaðinu í gær var
sagt að hann hefði verið atkvæða-
mikill verktaki á fimmta og sjötta
áratug þessarar aldar. Hér átti að
standa á fjórða og fimmta áratug
þessarar aldar. Þetta leiðréttist
hér með og er höfundur beðinn af-
sökunar á mistökunum.
í DAG VERÐUR
KYNHING
Á BOOTS SNTRTIVÖRUM
Snyrtistofan HóteC Esju
DÍSELLA Miðvangij Hafnarfvrði
ROADSTAR
Nú
er rétti tíminn til að velja sér gott bíltæki. Úrval-
iö hefur aldrei verið meira.
Radíóbúöin, 8.: 29800.
ísetning samdægurs.
Hreinar jurtavörur
rct
LÁTTU PAÐ BESTA
EFTIR ÞÉR
í
PRISMA