Morgunblaðið - 08.07.1982, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.07.1982, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLI 1982 45 Þessir hringdu . . . Farfuglaheimil- ið eins og draugahöll þannig að maður er sífellt í vafa um það, hvert þeir ætla sér. Þó finnst mér, að þeir ættu fremur en hitt að vera okkur hinum til fyrir- myndar í umferðinni. Vantar útskot á Reykjanes- braut Þriðja atriðið sem ég ætla að drepa á er að útskot vantar á Reykjanesbrautina, þar sem vegu- irinn þrengist á Arnarneshæðinni og beygt er yfir á nýju Bæjar- brautina sem liggur til Garðabæj- ar. Þegar ekið er þarna um í tvö- faldri röð skapast hætta þegar ökumenn á vinstri akreininni ætla að hægja á sér eða nema staðar til þess að komast út á Bæjarbraut- ina. Þeir eiga sífellt á hættu að fá næsta bíl í röðinni aftan á sig. Ég nefndi þetta á fundi þar sem vega- málastjóri var staddur. Sagði hann þá að til stæði að ráða bót á þessu, en ekkert hefur gerst í allt sumar. Ég vona að þeir bíði ekki svo lengi með úrbætur, að slys hljótist af þessu áður. Það er lítið mál að bæta úr þessu nú, en getur orðið stórmál, þegar slys er orðið. Steinar Waage hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér blöskrar alveg hversu lítið Far- fuglaheimilinu við Laufásveg er haldið við. Þangað koma fjölmarg- ir útlendingar og hlýtur þeim að bregða í brún, því að húsið er á að líta líkast draugahöll. Farfuglar hljóta að hafa efni á því að gera húsi sínu eitthvað til góða að utan, þó ekki væri nema að mála það. Stefnuljósin óvirk hjá leigu- bílstjórum? Annað sem mig langaði að nefna er í sambandi við leigubíl- stjórana okkar. Þetta eru ágæt- ismenn, en ég held að þeir séu haldnir ákveðinni leti eða a.m.k. tregðu, þegar nota skal stefnuljós. Þó að ekki þurfi annað en að ýta við einum taka til þess að gefa samferðarmönnum í umferðinni merki um væntanlega breytingu á akstursstefnu, þá held ég að það heyri nánast til undantekninga að sjá leigubílstjóra nota stefnuljós, Heiður sé Dönum I.H. skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar að koma á fram- færi þeirri ósk til íslendinga, að þeir hætti að flytja inn þennan útlenska pakkamat, sem er að tröllríða þjóðinni. Sum ung börn líta ekki orðið við góðum mat hjá foreldrum sínum, sem eiga í vök að verjast gagnvart þessum pakkamat. Svo er eitt í lokin sem mig langar að komi fram, en það er lofsvert framtak frænda okkar Dana í þessum efnum. Ég held nefnilega að það sé rétt sem ís- lenskur ferðalangur, nýkominn frá Danmörku, sagði mér, að þeir flyttu ekki inn Cheerios eða Cocoapuffs. Heiður sé þeim fyrir það.“ Skrifíð eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mán’^daga til föstudaga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir, sem ekki koma því við að skrifa, slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis- föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. GÆTUM TUNGUNNAR Rétt er að segja: Mig langar, þig langar, drenginn langar, stúlkuna langar, barniö langar, drengina langar, stúlkurnar langar, börnin langar. (Ath.: mig langar eins og mig lengir.) ALVÖRU brennsluofnar með hitahringrás. Til afgreiðslu strax Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1 S. 18430 RÍNARLÖND — fariö um blómleg héruö Þýskalands SVEFN — rannsóknir á mismunandi svefnvenjum KNATTSPYRNA — kynning á íslenskum knattspyrnuliöum Föstudcigsbladid ergott forskot ú helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.