Morgunblaðið - 08.07.1982, Page 48

Morgunblaðið - 08.07.1982, Page 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 * JttorjjimWafoib Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982 Fólksstreymi til Vindheimamela \ armahlíA, 7. júlí. Mikill fjöldi manns strejmir nú til Vindheimamela úr öllum áttum, bæði akandi og riðandi. Um kl. 16.00 á miðvikudag höfðu um 1500 manns keypt sig inn á svæði Landsmóts hestamanna, en byrjað var að selja inn á svæðið á laugardag. Talið er að um 900 hross séu nú á svæðinu, en þeim á enn eftir að fjölga. í dag hófust dómstörf og var byrjað á dómum á klárhestum með tölti og stóðhestum. Stöðugt streyma að hópar ríð- andi manna og kom stærsti hópur- inn frá Hestamannafélaginu Herði, Mosfellssveit, upp úr mið- nætti á þriðjudagskvöld. Alls eru í hópnum 30 manns með á annað hundrað hross. Það vakti athygli að í einum hópnum, sem kom að sunnan, var gömul kempa á nír- æðisaldri, Þorlákur Björnsson frá Eyjarhólum, og var hann annar af tveimur leiðangursmönnum, sem aldrei fóru í bíl er fylgdi hópnum alla leiðina. Yfirleitt hafa hópferðir þessar gengið vel og slysalaust með ör- fáum undantekningum. I hópi sem kom úr Borgarfirði féll stúlka af baki og handleggs- brotnaði, en að sögn var hún kom- in á bak aftur eftir tvo daga og reið á áfangastað. Einn mun hafa orðið viðskila við hópinn og villst af leið, en félagar hans fundu hann eftir nokkurra tíma leit. Nú er unnið að gróðursetningu trjáa i Elliðaárhólma, en í sumar verða þar gróðursettar um 15 þúsund trjáplöntur. Borgarráð samþykkti nýlega sérstaka aukafjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks og vinnur hluti ungmennanna að gróöursetningu á þessu svæði. í sumar er ráðgert að gróðursettar verði um 60 þúsund trjáplöntur víðsvegar í borgarlandinu. Þessar ungu stúlkur voru að stinga fyrir trjáplöntum í Klliða- árhólma, þegar Kristján Örn Eliasson, Ijósmyndara Morgunblaðsins, bar þar að. Vandi togaraútgerðarinnar: Uppsafnaður söluskattur fiskvinnslu greiði niður tap Fiskverð hækki um 6% og olía verði greidd niður um 30% ÞKÁIT fyrir að nú sé meira en vika liðin síðan starfshópur sá sem sjávarút- vegsráðherra skipaði til að gera tillögur til lausnar á vanda togaraútgerðar- innar skilaði þeim til ríkisstjórnar, hafa stjórnvöld ekki tekið neina afstöðu til þeirra. Morgunblaðinu er kunnugt um að starfshópurinn gerir ráð fyrir í tillögum sínum að ríkissjóður komi togaraútgerðinni til hjálpar og er jafnvel rætt um 200 til 300 milljónir króna. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér þá er gert ráð fyrir að uppsafnaö- ur söluskattur fiskvinnslunnar frá því á síðastliðnu ári verði notaður til þess að greiða niður tap togar- anna fyrstu 5 mánuði ársins, en tapið á þeim tíma er talið hafa verið um 120 milljónir króna. Uppsafnaður söluskattur fisk- vinnslunnar í fyrra var rúmar 100 millj. kr. Það má geta þess að upp- safnaður söluskattur er endur- greiddur til allra iðngreina nema fiskvinnslunnar. Ennfremur er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði olíuna niður um 30% og í tillögum starfshópsins segir, að því Morgunblaðinu hefur verið tjáð, að olíuverð sé um 30% lægra í nágrannalöndunum, og því sé eðlilegt að sambærilegt olíu- verð sé á íslandi. Einnig er gert ráð fyrir að fiskverð hækki strax um 6%. Af þessum 6% er gert ráð fyrir að 4% komi frá uppsöfnuð- um söluskatti yfirstandandi árs, 1% af hækkuninni verði þannig til, að það 1% gjald sem fisk- vinnslan hefur greitt til Fisk- Auglýsingatekjur greiða kostnaðinn af útsendingu „Sættum okkur ekki við afar- kosti Efnahagsbandalagsins“ Mótorinn í gang eftir ársveru á sjávarbotni „V H) höfum farið nokkrar ferðir niður að togaranum og hann virtist með öllu óskemmdur. Hann er á 38 metra dýpi, sem er na‘(»ilegt lil þess að súrefni í vatninu veldur ekki tæringu eða skemmdum á lækjum eða skrokk skipsins. Sem dæmi um það má nefna, að i einni ferðinni fundum við utanborðs- mótor í brú skipsins og tókum hann með heim. Mótorinn gang- settum við svo án þess að þurfa að skipta um eitt einasta stykki i hon- um. Þetta sannar að mest allt er óskemmt í skipinu," sagði Ásgeir Einarsson, í samtali við Morgun- blaðið, en hann er einn þremenn- inganna á Patreksfirði, sem keyptu grænlenzka rækjutogar- ann, sem sökk út af Blakksnesi fyrir rúmu ári og liggur enn á hafs- botni. Ásgeir sagði ennfremur, að ætlunin væri að ná togaranum þannig upp, að sjó yrði dælt úr frystilestum skipsins og myndi þá framendi hans lyftast. Lest- irnar væru fremst í skipinu og þar sem togarinn væri 52 metrar á lengd, en lægi aðeins á 38 metra dýpi, ætti stefnið að koma upp úr sjónum. Síöan myndu belgir eða loftsængur verða fest- ar við togarann, þær fylltar lofti og skipinu lyft upp. Ef allt gengi að óskum yrði togarinn kominn til hafnar á Patreksfirði fyrir haustið. Færi hins vegar þannig, að ekki tækist að ná honum upp fyrir haustið, myndu þeir bíða næsta sumars. VINNUNEFND Alþjóðahafrannsókn- arráðsins hefur lagt til, að engar veið- ar úr íslenzka loðnustofninum verði heimilaöar fyrr en nákvæm úttekt hef- ur verið gerð á stofninum, en áætlað er að kanna stærð stofnsins í október- mánuði næstkomandi. Næstkomandi þriðjudag verða viðræður Norðmanna, Islendinga og Efnahagsbandalagsins um loðnustofninn i Osló og á þeim fundi á að taka ákvörðun um hvort veiðar verði leyfðar. íslendingar hafa lagt á það mikla áherslu að ekki verði veitt úr stofninum að sinni. „Þessi tillaga vinnunefndar Al- þjóðahafrannsóknaráðsins er stað- festing á tillögum íslenzkra fiski- fræðinga og LÍÚ hefur samþykkt að fara eftir og veiða ekki loðnu fyrr en rannsóknum á stofninum lýkur í október," sagði Kristján Ragnars- í dag verða hryssur dæmdar og alhliða gæðingar. í kvöld hefst svo Evrópumótið svokallaða, og ríkir mikil eftirvænting meðal útlend- inga. Mótssvæðið hér á Vind- heimamelum er til fyrirmyndar í alla staði og ef veðurguðir verða hliðhollir hestamönnum er útlit fyrir að landsmótsgestir muni eiga hér góða daga. — segir Kristján Ragnarsson form. LÍÚ son, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna, þegar Morgunblaðið bar tillögur vinnuhópsins undir hann. „Það er mjög þýðingarmikið að aðrar þjóðir fari einnig eftir tillög- um Alþjóðahafrannsóknaráðsins og um það verður rætt á fundinum í Osló. Við höfum fulla ástæðu til að ætla að Norðmenn fari eftir tillög- unum og við höfum einnig ástæðu ,til að ætla að Færeyingar fari eftir okkar óskum í þessu efni, þar sem þeirra hagsmunir hér við land væru ella í mikilli hættu. Við gætum aldrei unað því að þeir veiddu úr stofni, sem er í hættu. Þá eru aðeins eftir Danir með 2 til 3 skip og Irar með eitt skip og það kemur í ljós á fundinum í Osló hvort Efnahagsbandalagið vill fara að ráðum Alþjóðahafrannsóknaráðsins eða ekki. Ef EBE hefur ekki veiðar, þá þýðir það hins vegar að þeir hafa ekki möguleika til að veiða úr þess- um árgangi, sökum þess að þeir geta aðeins veitt utan íslenzkrar lögsögu og loðnan er alltaf gengin inn í ís- lenzka lögsögu þegar kemur fram í nóvember. Samningur okkar við Norðmenn gerir hins vegar ráð fyrir því hvaða afleiðingar þetta getur haft í för með sér. Þetta getur veitt þeim aukin réttindi á næsta ári, en hins vegar eigum við inni hjá þeim nærri 200 þúsund tonn, sem við megum veiða án þess að þeir hefji veiðar, sökum þess að þeir fóru veiðasjóðs verði afnumið og þess í stað notað til þess að halda uppi fiskverðinu og 1% komi frá fisk- vinnslunni sjálfri. I tillögum starfshópsins segir, að staða Fisk- veiðasjóðs sé nú það góð að hann þurfi ekki á þessu 1% gjaldi að halda, enda öll lán úr sjóðnum nú verðtryggð. ,,/ETLA má að auglýsingatekjur sjónvarpsins vegna beinna útsend- inga frá HM i knattspyrnu borgi allan kostnað af útsendingu þeirra. Nú hafa verið seldar auglýsingar í 31 langt fram yfir kvótann á síðast- liðnu ári. Mér finnst hins vegar ekki koma til greina að fallast á neina afar- kosti af hálfu EBE, möguleikar þeirra til að nýta stofninn eru hverfandi, sökum þess hve fjarri löndunarhafnir eru,“ sagði Kristján Ragnarsson. „Sjómannasamband Íslands og önnur sérsambönd sjómanna styðja tillögur Alþjóðahafrannsóknarráðs- ins, enda eru þær í samræmi við þær tillögur sem við studdum og ís- lendingar lögðu fram á fundinum í Brussel fyrir skömmu. Okkur er það brýnt, að stærð loðnustofnsins verði athuguð vel áður en veiðar úr hon- um hefjast á ný,“ sagði Öskar Vig- fússon, forseti Sjómannasambands- ins. Þegar Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra var að því spurður hvort ríkissjóður gæti tekið þátt í að leysa vanda togaraútgerðarinn- ar sagði hann: „Eg tel að góð af- koma ríkissjóðs á fyrri hluta þessa árs feli ekki í sér, að það sé það mikið afgangs, sem hægt sé að skipta." mínútu vegna útsendingarinnar á sunnudag. en auk þess hafa auglýs- ingar verið seldar vegna beinnar út- sendingar hinna tveggja leikjanna, sem áður hafa verið sýndir," sagði Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Kíkisútvarpsins, í samtali við Morgunblaðið i gær. „Auglýsingatekjur sunnudags- ins nema um 34.000 krónum og tekjur vegna hinna tveggja leikj- anna gætu numið um 200.000 krónum. Við höfum hins vegar greitt um 450.000 krónur fyrir sýningarrétt á leikjum heims- meistarakeppninnar, en þá er enn ótalinn sendingarkostnaður um fjarskiptahnöttinn, sem er nálægt 50.000 krónum á leik. Þá er enn ekki ljóst hvort í þessu tilfelli er um tilfærslu auglýsinga að ræða, en líklega hefur hér að mestu leyti verið um hreina viðbót að ræða,“ sagði Hörður. Þá má geta þess, að á sunnudag mun útsending hefjast með leik Ítalíu og Brasilíu um klukkan 16.00 og síðan tekur bein útsend- ing frá úrslitaleiknum við. Eins og stendur verður úrslitaleikurinn ekki sendur með því sjónvarps- kerfi, sem notað er hér á landi og víðast í Vestur-Evrópu. Verður úr- slitaleikurinn því sýndur í svart/ hvítu en fyrri leikurinn í lit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.