Morgunblaðið - 18.07.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.07.1982, Qupperneq 1
Sunnudagur 18. júlí jregtisiMitfrffe Bls. 49-80 og grnisteínum „Jæja strákar, áfram með gröftinn og upp með gullið og síðan kaupum við þessa sjoppu sem er kölluð Island og gerum úr henni almennilegt fyrirtæki,“ sagði einn af gullgröfurunum á Skeiðarársandi í léttum dúr þegar stundarhlé varð á greftrinum niður undir sjó einn daginn fyrir skömmu þegar Morgunblaðsmenn dvöldu hjá hinum galvösku leitarmönnum. Það er undarlegur búskapur að búa á miðjum Skeiðarársandi, en þar er nú lítið þorp „gullgrafar- anna“ svokölluðu, manna sem vilja kanna til hlýtar ákveðna möguleika sem þeim datt í hug að snúa sér að og þolinmæði virðast þeir hafa nóga, enda veitir ekki af á þessum óskaplegu söndum þar sem ár hiaupa fram og til baka eftir sandinum allt eftir því hvernig vindur blæs hverju sinni. Leit þessa flokks manna að hol- lenska seglskipinu Het Wapen Van Amsterdam, sem fórst á Skeiöarársandi 1667, er sambland af ævintýramennsku og þraut- seigju. Það er skjalfest að mikil verðmæti voru um borð í þessu stóra og glæsilega skipi sem hrakti til ísiands í miklu fárviðri þar sem það var á leið til Hollands úr löngum leiðangri til Asíulanda. Ókunnir demantar áttu að vera um borð og fleira æsilegt svo sem gulltunnur sem skiptu nokkrum tugum. Það er hins vegar ekki skráð í skjölum að gull hafi verið um borð, en getið um talsvert magn af kopar sem var vendilega frá gengið. Allar líkur eru hins vegar taldar á því að þar hafi ver- ið um gulltunnur að ræða, en það skráð sem kopar til þess að fela staðreyndirnar, því það er engin ný bóla að menn leggi mikið á sig til þess að komast yfir gull. Talið er að um 300 manns hafi verið á skipinu, Skjaldarmerki Amsterdamborgar, en liðlega 200 manns munu hafa farist á strandstað á Skeiðarársandi og á söndunum þar sem þeir reikuðu villtir um vatn og vegleysur í sept- embermánuði. Einhverju var bjargað úr skipinu síðan af bænd- um í nærliggjandi sveitum, en það var aðallega reki, m.a. mikið af vefnaði, silki og öðru ættuðu frá Asíulöndum. Het Wapen Van Amsterdam fylgdi flota skipa áleiðis til Evrópu. Vegna styrjald- arástands í Mið-Evrópu sigldi flotinn langt norður fyrir Bret- landseyjar, en þá skall á suðvest- an fárviðri sem hrakti þessi grunnsigldu stórskip í átt til ís- lands. Het Wapen Van Amsterd- am mun hafa siglt nyrst í þessum flota og náði ekki að fylgja öðrum skipum áleiðis til Færeyja. Önnur skip komust þar ýmist í var eða höfn utan eitt sem fórst við Fær- eyjar, en þegar svo var komið að Skjaldarmerki Amsterdamborgar hafði hrakið upp undir suðaust- urströnd íslands og virtist ætla að komast austur fyrir land án erfið- leika, þá skipuðust veður skyndi- lega í lofti og það skall á suðaust- an fárviðri. Þar með voru öll sund lokuð og það liðu ekki margir sól- arhringar unz Skjaldarmerki Amsterdamborgar var byrjað að brotna á rifum undan Skeiðarárs andi í brjáluðu veðri. Síðar valt skipið inn yfir rifið og þá hefur ekki liðið á löngu þar til sandurinn smaug um öll holrúm og gróf hið glæsta fley hægt og sígandi í hinn SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.