Morgunblaðið - 18.07.1982, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1982
Eftir Þorvald Frið
riksson, fornleifa
frϗing
AA urdanfornu hafa nokkur
hlaAaskrif orrtirt vegna hollenska
Indíafarsins llet Wapen van Amst-
erdam, sem strandaði á SkeiAarár-
sandi 1667 og í daglegu tali er nefnt
GullskipiA. I>að er mikill misskiln-
ingur að 4.3 tunnur fullar af gulli hafi
verið í skipinu eins og fram kemur í
grein Asgeirs Jakobssonar í Lesbók
Morgunblaðsins 3. júlí sl., erta 30
tunnur af gulli eins og Árni Johnsen
segir í Morgunhlaðinu 10. júlí sl.
livcrgi í nokkrum heimildum er tal-
að um að gulltunnur hafi verið i iiet
Wapen van Amsterdam, heldur var
farmurinn metinn á 43 tunnur gulls.
t
. W!
%
V
Altarishurð, með fínu austur-
lensku skrautverki. Talin vera
úr dóti því er á land rak er
gullskipið braut fyrir Skeiðar-
ársandi. Kom á Þjóðminja-
safnið frá Höfðabrekkukirkju.
Önnur slík hurð mun vera til á
byggðasafninu í Skógum.
Mesta strandgleðin hefur ef-
laust verið runnin af Skaftfelling-
um hundrað árum eftir strandið,
er Þorsteinn tól yrkir þessa vísu.
Fleslir af því fengu nój»
fælisl hrafn og refurinn
l!l er komiA um allan skój;
indíanski þefurinn.
Plosi Björnsson á Kvískerjum
telur, að hér sé átt við þefinn af
líkum Hoilendinganna, sem fórust
og voru að finnast alltaf öðru
hverju næstu misseri. Þórbergur
Þórðarson sagði mér að hann teldi
hér átt við krydd, sem bændur
náðu og földu í skóginum. Þór-
bergur sagðist einnig hafa heyrt
að konur í Suðursveit hafi ávallt
signt sig áður en þær neyttu mat-
ar er upp rak úr Indíafarinu.
A árunum næst eftir strandið
bárust Sandfellskirkju, Núps-
kirkju, Kálfafellskirkju, og Hofs-
kirkju í Öræfum margir góðir
gripir úr strandgóssinu. Enn í dag
má finna nákvæma úttekt á mun-
um þessum í kirkjubókum og
stólregisrum og sést, að það er
undantekningalaust vefnaðarvara.
í rekaskrám Alþingisbóka er að
finna nokkrar rekalýsingar, sem
nefna Indíafarið Het Wapen van
Amsterdam. í rekaskrá 1716 er
sagt frá 5 litlum buxnaklútum úr
hvitu lérefti, sem menn telji af þvi
austindiska fari. 1714 fannst lítil
eirlengja á Sandfjörum í Öræfum.
1717 er sagt, að á Sandfjörum í
Öræfum hafi fundist með stór-
straum í sjó tilvaðið 12 smáar eir-
lengjur að vigt 4 merkur í þeim
indiska skipsbotni, sem í sjó ligg-
ur uppströnduðum fyrir 50 árum.
Þá er sagt frá vaxstykki reknu á
Sandfellsfjöru og ankeri, sem talið
er vera af Indíafarinu.
Farmskrá hollensku skipa-
lestarinnar, sem lagði upp frá eynni
Jöru 26. janúar 1667
1. 15,463 tonn gróft ofinn baðmullardúkur
2. 29,08 — vefnaður, gíneaklæði
3. 7,050 — baðmullarklæði
4. 10,530 — hvítklæði
5. 13,920 — þéttofinn baðmullardúkur
6. 5,475 — mjög fínt ofinn baðmullardúkur
7. 9,840 — gíneaklæði
8. 3280 fet segldúkur
9. 959 — ullarábreiða
10. 900 — vefnaður
11. 1600 — fínt ofið skrautklæði
12. 1000 — fint ofið hvítklæði
13. 1000 — vefnaður
14. 510 — baðmullardúkur
15. 200 — vefnaður
16. 640 — óvandað baðmuliarklæði
17. 100 — vefnaður
18. 30 — japönsk silkipils
19. 5,250 tonn baðmullardúkur
20. 8,490 — verðmætur vefnaður
21. 9,108 — baðmullarklæði
22. 1,470 — baðmullardúkur
23. 38,393 — verðmætt baðmullargarn
24. 45,069 — indígólitur (dökkfjólublár)
25. 200,676 — negull
26. 6,795 — gúmmílakk
27. 7,845 — gallíga (lyf gegn húðsjúkdómum)
28. 49,280 — kylfur, stafir
29. 154,000 — kanill
30. 100,116 — hnetur
31. 368,285 — sappanviður
32. 323,3 — japanskur kopar
33. 30,734 — japönsk kamfóra
34. 1,691 — innsiglavax
35. 659,375 — saltpétur
36. 32,108 — persneskt silki
37. 3,789 —■ hvitt damask
38. 50,288 — gott Malakkatin
39. 26,228 — sykraður engifer
40. 12,134 — sykruð múskathnot
41. 2,579 — kínverskt te
42. 50,276 — Calantóursviður
43. 1,511 benjuinilmvatn
44. 0,246 — moskus frá Tonkin, (úr Civetköttum)
45. 2,430 — hálsklútar
46. 111,996 •— sykur
47. 4,070 — hrádemantar
48. 1,827 tonn allskonar jjerlur
49. 0,625 — maisolía
50. 0,190 — jarðolia
51. 0,003 —
52. 514 únsur eðalsteinar og lyf gegn eitrun
53. 173 — ambur
54. 7200 — perlumóður
55. 10,395 pund svartur pipar
56. 24.99 — hvítur pipar
GULLSKIPIÐ
Jón Espólín segir í Árbókum
sínum: „Svo sögðu menn að það
sem helst var á því skipi hefði virt
verið fyrir 3 ok 40 tunnur gulls (ef
það er rétt ritað) þá er það fór úr
Indíum. Klukkukopar einri hefði
verið ballestin, en áhöfn guil og
perlur, silki, skarlat, pell og purp-
uri, kattum og lérept ærið og mörg
dýrindi einnig demantar og kar-
búnkúlur, desmerskettir og margt
annað. Vissu menn engin dæmi
um jafnmikinn auð hér á land
kominn, sem það er upprak smám-
saman."
Farmskrá Gullskipsins hefur nú
fundist á skjalasafni í Amster-
dam, en þó er sá hængur á að
farmskráin er sameiginleg fyrir
öll 9 skipin, sem voru í skipalest-
inni 1667, en ekki er vitað, hvað
var í hverju einstöku skipi. Til
glöggvunar geta menn borið sam-
an skrána við íslenskar heimildir
um farm skipsins.
Samkvæmt hollenskum heim-
ildum var Het Wapen van Amst-
erdam 140—156 fet að lengd, 34 fet
á breidd og 700—900 tonn að
stærð. Áhöfn var 150—165 menn
og farþegar og/ eða hermenn voru
100-150.
Hollenskar heimildir segja, að
skömmu áður en skipið strandaði,
hafi það misst bæði ankerin, og að
kopar hafi verið bæði í farmi
skipsins og ballest.
Sjá töflu.
Ekki er gott að segja hvað af
þessum dýrmæta varningi var í
Het Wapen van Amsterdam og
hvað var í hinum átta skipunum í
skipaiestinni. En þó má i þessu
sambandi hafa hliðsjón af því sem
íslenskir annálar segja um farm
skipsins.
Alls eru það 7 samtímaannálar,
ritaðir um 1667, sem skýra frá
strandinu og því hvaða farm skip-
ið flutti. Þeir eru Vallaannáll,
Vatnsfjarðarannáli yngri, Fitja-
annáll, Kjósarannáll, Eyrarann-
áll, Hestsannáll og Hirðstjórna-
annáll. í 5 annálum 'af 7 er farm-
urinn tiundaður. Eðalsteinar eru
nefndir í 5 annálum, 4 nefna gull,
4 silfur, 4 kopar, 5 silki, 4 léreft, 2
dúka, 2 ábreiður, 2 pell, 2 kattum,
1 skarlat, 1 purpura og 1 annáll
nefnir dýrar jurtir.
Hvað náðist
úr skipinu?
Annálar þeir sem traustastir
eru telja að mestur hluti farmsins
hafi glatast. En það sem upp rak
kallaði Hinrik Bjelke höfuðsmað-
ur vogrek og konungseign og skip-
aði sýslumönnum að selflytja
góssið, hver um sína sýslu til
Bessastaða. En hætt er við að ekki
hafi allt komist á áfangastað, eins
og Fitjaannáll gefur í skyn, er
hann segir: „Haldið var, að marg-
ur yrði þá fingralangur fyrir aust-
an.“
Hvað finnst?
Árið 1763, hinn 25. júní, ritar
Einar Jónsson bóndi á Skaftafelli,
bréf til Magnúsar Gíslasonar
amtmanns yfir Suðuramtinu. í þvi
kvartar hann yfir ásælni prestsins
á Sandfelli, sem vilji sölsa undir
sig öll hlunnindi af fjörum, sem
tilheyri Skaftafelli.
Þar segir orðrétt: „Einnig vill
hann (það er presturinn) hafa það,
sem með stærstu erfiðismunum
vinnast kann af því gamla holl-
enska Indíafari, sem þar hefur nú
legið yfir 90 ár.“
Hér höfum við heimild um, að
rúmum 90 árum eftir strandið
hafa menn enn von um að ná verð-
mætum úr skipsskrokknum, þó
með mestu erfiðismunum. í orðun-
um „vinnast kann“, felst ekki að-
eins von um verðmæti, heldur
vissa um, að verðmæti eru til stað-
4.070 tonn
hrádemantar
og 323,3 tonn
japanskur
kopar eru í
farmskránni
ar. Spurningin er aðeins, hversu
mannlegur máttur má sín við að
ná þeim.
Augljóst virðist að draga megi
af bréfi þessu þá ályktun, að af
einhverjum ástæðum hafi menn
ekki komist strax út í skipið og
sótt það, sem þá fýsti, og 90 árum
síðar hefur það ástand verið
óbreytt, og jafnvel enn verra.
Styrkir þetta þá kenningu, sem
haldið hefur verið fram, að skipið
hafi strandað nokkuð undan landi,
og hafi fljótt sokkið í sand. Sveinn
Pálson segir m.a. í ferðabók sinni,
að yfirbygging skipsins og mestur
hluti farmsins hafi bjargast, en
hiU allt sokkið í kaf í sand.
í rekaskránni 1717 er beinlínis
tekið fram, að skipsbotninn liggi í
sjó, en hægt sé að vaða út að hon-
um um stórstraumsfjöru. Het
Wapen van Amsterdam var 700—
900 tonna stórt skip. Á svo stóru
skipi hefur botninn verið stór og
djúpur, en eðlilegt er að menn,
sem sjá lítið annað en þverbanda-
stúfa upp úr sandi og sjó, kalli þar
vera skipsbotn.
Þrátt fyrir það að menn voru
með mestu erfiðismunum að ná
einhverju úr skipsflakinu í 90 ár
eftir strandið, þá hafa menn lík-
lega aldrei komist í lestarnar,
heldur aðeins náð dóti úr efstu
hlutum skipsins, því varla hefur
skipsbotn, sem liggur í sjó og
sandi, eri hægt er að vaða út að um
stórstraumsfjöru verið aðgengi-
legur í venjulegri merkingu þess
orðs, og enn síður hefur skipsbotn-
inn verið aðgengilegur fyrir
Skaftfellinga fyrri tíma, með
handverkfæri, svo sem pál og reku
ein að vopni.
Margt bendir til þess, að ef
Gullskipsleitarmenn finna flakið
af Het Wapen van Amsterdam
muni þeir hafa erindi sem erfiði.
Sundurliða má nokkuð það, sem
hugsanlegt er, að finnist í Skeiðar-
ársandi.
1) Skipsskrokkurinn. Vafalaust er
hann nokkuð heillegur með
hliðsjón af því, að skipið sökk
fljótt í sand.
2) Hlutir varðandi vopnabúnað
skipsins, m.a. um 50 fallbyssur.
3) Hlutir varðandi vistaforða.
4) Áhöld og tól notuð um borð.
5) Persónulegar eigur skipverja.
6) Farmurinn. Hugsanlega m.a.
hluti 323.3 tonna af japönskum
kopar og 4.070 tonna hrádem-
anta, sem sagt er frá í farm-
skránni.
Þess má geta hér að lokum að
Gullskipsleitarmenn fengu einka-
leyfi landeigenda og ríkisstjórnar-
innar árið 1960 til leitar að
Gullskipinu.
Fengu þeir leyfi til að hagnýta
öll þau verðmæti, sem finnast
kynnu í skipsflakinu, sem ekki
yrðu talin til fornminja. Þá áskildi
ríkissjóður sér 12% af söluand-
virði þeirra verðmæta, sem fynd-
ust, að frádregnum fluttnings-
kostnaði á sölustað.
Framanskráðir punktar um
Gullskipið eru úr grein, eftir und-
irritaðan, sem birt er í heild sinni
í Mími, blaði stúdenta í íslenskum
fræðum, 13. árg. 2. tbl. 1974. Þar
er m.a. listi yfir heimildir er varða
sögu gullskipsins Het Wapen van
Amsterdam.
Þorvaldur Friðriksson,
fornleifafræðingur.