Morgunblaðið - 18.07.1982, Page 6

Morgunblaðið - 18.07.1982, Page 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1982 Buchwald Bandaríski dálkahöfundurinn Art Buchwald fékk Bulitzer-verAlaunin í ár fyrir skarpa gagnrýni sína á Kerfió og afhurða skemmtileg skrif. Burhwald er virtur mjög í blaöaheiminum og líklega mest lesni dálkahöfundur heims, en í kveri nokkru, sem kom nýlega út á Englandi fa r eðlisávisun hans heldur lclega einkunn. Hann skrifaði nefnilega árið 1970: „Stjórn Nixons er álíka spennandi frásagnarefni og ársþing sambands tryggingarfélaga!" Hér á eftir segir Art Buchwald nokkuð af I’arísarárum sinum — þegar hann var ungur og grannur — og gerðist dálkahöfundur Herald Tribune. að eru til margar sögur af því, hvernig ég komst inná Evrópuútgáfu New York Herald Tribune, en aðeins ein er sönn. Einn daginn árið 1948 uppgötvaði ég að Herald Tribune hafði eng- an skríbent á sínum snærum, sem sagði af skemmtanalífinu í París. Ég gekk á fund Eric Hawkins og bauðst til að skrifa slíkan dálk í blaðið. Við kærum okkur ekki um það, sagði Eric, og þó okkur vantaði slíkan dálk myndum við aldrei biðja þig að skrifa hann. Og hypjaðu þig svo! Einhverjir hefðu nú tekið þessu sem algerri neitun, en nokkrum vikum síðar frétti ég af Eric í leyfi og labbaði mig til Geoffrey Parson og sagði: Við Eric Hawkins höfum á prjónunum að ég skrifi næturklúbbadálk í blaðið. húsmóðurinni. En svo óheppilega vildi til að Buel Ware, útgefandi Tribune, sat í safnaðarstjórn amrísku dómkirkjunnar í París og sætti aðkasti frá safnaðarmeðlimum sínum fyrir þessi rógskrif í blaðinu. Hann kallaði því einn ritstjórann á fund sinn og spurði hvernig þetta væri eiginlega, hvort það bærust engin bréf þar sem borið væri blak af amrísku dómkirkjunni í París! Ritstjór- inn kom að vörmu spori og kallaði yfir ritstjórn- arskrifstofuna: Ware vill fá bréf með klukkunum! Hann fær það! — kallaði ég á móti og settist við ritvélina: „Kæri ritstjóri! Ég skil ekkert í þessu fjaðrafoki útaf kirkju- klukkunum í amrísku dómkirkjunni í París. Aldrei heyri ég í þeim. Giulio Ascerelli, Róm, Ítalíu.“ AParísarárunum fannst mér skemmtilegast að skrifa um ferðalanga. Uppáhaldssagan mín var af gamalli konu sem ég spjallaði eitt sinn lítiliega við á Fouquet. Hún talaði mikið um ferðalög sín og sagði: Ég hef komið til Astralíu, Japan, Tahiti, Afr- íku og Bangkok. Guð hjálpi mér! sagði ég, þú hefur aldeilis ferð- ast. Já, sagði hún, ég var ákaflega lánsöm. Maður- inn minn dó, þegar ég var mjög ung! Geoff leist prýðisvel á hugmyndina og réð mig til að skrifa tvo dálka vikulega, annan um næt- urlífið og hinn um kvikmyndir. Fyrir þetta fékk ég 25 pund á viku. Þegar Eric kom úr fríinu fann hann mig kófsveittan við ritvél á ritstjórnar- skrifstofunni. Hann var hinn leiðinlegasti við mig í nokkra daga, en svo urðum við bestu vinir. Ég hafði ekki lengi skrifað um næturklúbba, þegar ég komst að því að ferðamenn í París voru miklu áhugasamari um veitingastofur en næt- urklúbba. Ég gerði mér því lítið fyrir og varð matar- og vínsérfræðingur Herald Tribune. Þegar ég skrifaði um vínið, fór ég að eins og flestir kollegar, beitti brögðum, því annars hefði ég endað sem drykkjusjúklingur (og Tribune far- ið á hausinn). En ég var hinn heiðarlegasti þegar maturinn var annars vegar og át tvisvar á dag stórar máltíðir á kostnað „Trib“, og hafði meira í mat en tekjur ... Fyrstu árin mín hjá Herald Tribune eyddi ég miklum tíma í bréfaskriftir — og bréfin, þau sendi ég hlaðinu sjálfu undir hinum ýmsu dulnefnum. Eitt sinn hóf ég baráttu gegn kirkju- klukkum sem amrísku dómkirkjunni í París höfðu verið gefnar. Presturinn varð svo hrifinn af þessari stórmannlegu gjöf, að hann tók að láta hringja þeim með miklum gauragangi einu sinni á klukkustund. Mér hefði svo sem staðið á sama, nema ég bjó handan götunnar, þar sem amríska dómkirkjan stóð. Ég settist því niður og skrifaði svohljóðandi bréf: „Kæri ritstjóri! Maðurinn minn vinnur erfiða vinnu í Métro allar nætur og svo festir hann ekki blund á dag- inn, því amríska dómkirkjan hringir klukkum sínum daginn út og inn. Hvaða rétt hafa Amríku- menn í París að halda vöku fyrir Frökkum?" Undir þetta bréf skrifaði „frönsk húsmóðir" og næstu vikur barst aragrúi bréfa til blaðsins frá frönskum lesendum, sem fundu til samúðar með Ferðamenn spurðu mig gjarnan, hvort Frökk- um væri lítið um Bandaríkjamenn gefið. Ég sagð- ist hafa komist að því, í minni fyrstu Frakk- landsreisu, að Frökkum er ekkert gefið um sjálfa sig, svo þess væri engin von að þeim væri eitt- hvað gefið um okkur. Ég komst líka að því, að besta ráðið til að fá Frakka til að breyta um skoðun er að samþykkja umsvifalaust það sem hann segir. Einu sinni var það, sem hitaveitan bilaði í íbúðinni okkar. Ég hringdi í pípulagningarmann, en þegar hann vissi að ég var með rafmagnshit- un, sagði hann mér að kalla á rafvirkja. Ég kall- aði á rafvirkja og hann ráðlagði mér að tala við pípulagningarmann. Ég hringdi því aftur í pípu- lagningarmann en beitti nú klókindum og bauð honum uppá glas. Á þriðja glasi skaut ég því svona að honum, hvort hann hefði nokkurn áhuga á að sjá bilað hitatæki. Jú, hann kvaðst hafa mikinn áhuga á því, svo ég leiddi hann í miðstöðvarkompuna. Hann tók sér góðan tíma til að skoða hitatækið og tuldraði sem hann bograði yfir því: Nei, það er ómögulegt ... Þeir eru hættir að framleiða þessa loka, sko ... Já, og pípurnar ónýtar ... Nei, það getur enginn gert við þetta hitatæki... Hárrétt athugað, sagði ég, það getur enginn, ekki nokkur maður, gert við þetta hitatæki. Þetta gat píparinn ekki staðist: Jú! Neinei, sagði ég og hristi höfuðið. Ég gæti gert við þetta hitatæki, sagði hann. Nei, sagði ég og klappaði honum vingjarnlega á öxlina, mér þykir fyrir því monsjör, en jafnvel þú gætir ekki gert við þetta hitatæki. Ég get gert við öl) hitatæki, sagði hann æstur. Og í því öskraði konan: í óllum bænum leyfðu honum að reyna ... Áður en hálftími var liðinn var hitinn kominn í lag í íbúðinni. J.F.Á. sneri úr International Herald Tribune. Ritskoðunin í grasinu Það munu vera nokkur brögð að því í Bandaríkjunum, að ofstækisfullum samtökum manna hefur tekist í nafni velsæmis að láta fjarlægja ýmsar við- urkenndar bækur úr skólabókasöfn- um þar vestra. Það er tilefni Buch- walds í eftirfarandi pistli og tiltekur hann þar nokkrar bækur sem „bann- aðar“ hafa verið, allt viðurkenndar bækur, sumar alkunnar, aðrar ekki eins þekktar. Linda Peeples hafði boðið til mat- arveislu. Við vorum að jafna okkur eftir ábætinn, þegar hún sagði hátt og snjallt: Ég hef spennandi fréttir að færa ykkur! Við litum hvert á annað. Hann George, sonur minn, er bú- inn að lesa fyrstu bókina. Við lyftum öll glösum og skáluð- um fyrir George. Hvað er hann gamall? spurði Reilly. Hann verður átján í næsta mán- uði, ansaði Linda. Aðdáunarvert! sagði Rowan. Son- ur minn er orðinn 21 árs og hann er ekki enn farinn að lesa bækur. George hefur alltaf staðið sig svo vel í skólanum, sagði Linda. Hádegis- fundur med blaðamanni! Það er orðin brottrekstrarsök i Washington, ef stjórnarstarfsmaður sést í fvlgd með blaðamanni. Upphaf- lcga höfðu menn áhyggjur af „öryggi landsins" og vildu koma í veg fyrir leka úr varnarmálaráðuneytinu, CIA og öryggismálaskrifstofunni, en nú á eitt yfir alla að ganga og allir starfs- menn ríkisins eiga að hlíta sömu regl- um. Það er kannski ekki hægt að álasa Reagan-stjórninni fyrir að vilja, að stjórnarmeðlimir séu einróma — það sýnist ganga svo vel í Sovét — en mér finnst þetta varhugaverð þróun. Fólk virðist ekki gera sér Ijóst, að þeg- ar stjórnarmaður hittir fréttamann í hádeginu, þá er það ekki síður hann sem reynir að veiða! Hvaða bók las hann? spurði Frannie Huff. „Bjargvættinn í grasinu“ eftir Salinger. Það varð vandræðaleg þögn við borðið. Linda horfði á okkur spurn- araugum, svo ég sagði: „Bjargvætturinn í grasinu" er sóðaleg bók. Hvar komst drengur- inn í tæri við slíkar bókmenntir? Hann fékk hana lánaða á skóla- bókasafninu, sagði Linda. Extrom var misboðið: Það ætti að kæra þetta, sagði hann. Það verður að kæra þetta til skólastjórnarinnar. Hún veit ef- laust ekkert um þennan viðbjóð. En George hafði mjög gaman af þessari bók, maldaði Linda í móinn. Auðvitað hafði hann gaman af henni, sagði Reilly: Hún er full af klámi og ljótum orðum. Það er voðalegt, að slíkar bækur skuli vera til í menntaskólum. Þetta býður hættunni heim. Eftir þetta gæti George leiðst út í að lesa „Stikkils- berja-Finn“ eða „Sláturhús 5“ eftir Kurt Vonnegut. Já, eða jafnvel „Working" eftir Stud Terkel, sagði ég. Að ekki sé minnst á „Fjötra“ eftir Somerset Maugham! sagði Frannie Huff. Eru þetta allt vondar bækur? spurði Linda varfærnislega. Þær verstu, fullvissuðum við hana um: Þær geta lagt líf heiðvirð- asta pilts í rúst. En ég hef verið að reyna að fá George til að lesa bækur síðan hann var tólf ára, sagði Linda, og „Bjargvætturinn í grasinu" kom honum á sporið. Það myndi eyði- leggja allt, ef ég segði honum, að hann mætti ekki lesa slíkar bækur framar. Ja, þessar bækur! sagði Extrom: Dóttir mín kom eitt sinn heim með bók eftir William Faulkner og sagð- Segjum sem svo, að ráðuneytis- stjórinn í varnarmálaráðuneytinu sitji hádegisverð með blaðamanni frá „The Daily Planet“. Ráðuneytis- stjórinn byrjar samtalið: Jæja, hvað er títt? — Sjóherinn hefur í hyggju að biðja um tvö kjarnorkuknúin flug- vélamóðurskip enn. Fjandinn sjálfur! Hvar fréttirðu þetta? — Áreiðanlegur maður í áætl- anadeild sjóhersins. Við höfum ekkert heyrt af þessu. Hvernig hafa þeir hugsað sér þetta? — Þeir ætla sér að ganga fram- hjá ykkur og leita beint til þingsins. Biðja um tvo í von um að fá einn. Það er réttast ég láti ráðherrann vita af þessu, svo þetta komi honum ekki í opna skjöldu. Eitthvað fleira títt úr Pentagon? — Herinn á í meira basli með M-l-skriðdrekana en þeir vilja við- urkenna. Þeir halda þessu leyndu, því þeir óttast að þið skipið þeim að hætta framleiðslunni, uns komist verði fyrir vandann. Er þetta satt? — Náungi á Washington Post * sagði mér af þessu og hann á vin í innsta hring í vopnadeildinni. Þetta var gott að heyra, sagði ráðuneytisstjórinn og neri saman höndunum. Ég mun umsvifalaust ganga í þetta mál. Heyrt eitthvað sem ég ætti að vita um MX-flaug- arnar? — Ja, kunningi minn einn hjá Wall Street Journal segir, að ef þið styrkið frekar neðanjarðarskotpalla flauganna með steinsteypu, þá sé ekki víst að hólkarnir utan um eldflaugarnar þoli þungann. Hversu áreiðanlegur er hann þessi Wall Street Journal-maður?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.