Morgunblaðið - 18.07.1982, Síða 10

Morgunblaðið - 18.07.1982, Síða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 VERwLD 'illlll.llíMII — Nú taka þeir tré í fóstur Sunnudagurinn 20. júní sl. hét „Dagur trésins" í Frakklandi og þá voru allir landsmenn hvattir tii að „taka tré í fóstur“. Litríkum spjöldum var dreift um landiö þar sem Frakkland var sýnt huliö ið- jagrænum skógi og minnt á, að nú væri kominn tími til að landsins börn umbunuðu ættjörðinni í ein- hverju eftir margra alda áþján og rányrkju. I'ess vegna voru „ætt- leiðingarskjölin“ höfð til sölu í öllum pósthúsum landsins, 18.000 talsins. Þessi mikli skógræktaráhugi stafar af þeirri undarlegu stað- reynd, að Frakkar, sem ráða yf- ir meira skóglendi en nokkur önnur Evrópuþjóð, verða að flytja inn svo mikið timbur er- lendis frá, að það er önnur helsta ástæðan fyrir óhagstæð- um viðskiptum við útlönd. Skógarnir eru dýrmætasti arfur frönsku þjóðarinnar og hafa verið ríkur þáttur í þjóðar- vitundinni allt frá því að Gallía var viði vaxin milli fjalls og fjöru. Nú þekja skógarnir 14 milljónir hektara, helmingi stærra svæði en í öðrum Vest- „Fósturforeldrarnir" geta valið upp- eldissvæðið og fylgst með þroska- ferli skjólstæðings síns. ur-Evrópulöndum til samans, en á hverju ári er 10—30 þús- und hekturum ógnað vegna um- svifa mannanna eða aðgæslu- leysis og óstjórnar. Það eru samtökin Espaces pour Demain eða Morgunlendurnar, sem standa fyrir skógræktarvakn- ingunni og þau gera sér vonir um að geta safnað miklu fé til að kaupa skóglendi, sem er í hættu. Væntanlegir „fósturforeldr- ar“ geta bent á ákveðin svæði, sem þeir vilja að samtökin kaupi, og þeim er gerð nákvæm grein fyrir hvernig fénu er var- ið. Þeim er einnig ieyft að koma í heimsókn og fylgjast með þroska og vexti fósturbarnsins, trésins, sem þeir hafa tekið að sér. I skólunum fer einnig fram mikið starf þar sem 1.500.000 börn fá að taka þátt í mótun framtíðarstefnunnar í skóg- ræktarrnálum og nýtingu skóg- anna. A'ð \ sjálfsögðu styðja stjórnvöld þessa vakningu enda gera nú allir sér grein fyrir því að skógarnir eru lífakkeri þjóð- arinnar jafnt í efnahags- sem umhverfismálum. Nú um stundir á ríkið aðeins þriðjung alls skóglendis í Frakklandi en hitt er í eigu 1.500.000 einstaklinga. Francois Mitterrand, forseti, sem er einn helsti stuðningsmaður skóg- ræktarherferðarinnar, hefur vakið athygli á því, að í hans heimahögum, þar sem 5000 manns búa, eiga 2000 manns skóg, sem er ekki nýttur til ann- ars en eldiviðartöku. Mitterr- and vill að Frakkar taki sér Hollendinga til fyrirmyndar, sem eru afar skóglitlir en flytja þó út meira timbur en þeir kaupa. _ PAUL WEBSTER VIGVELAR „Sölumenn dauðans“í banastuði Á sama tíma og bresku hermenn- irnir á Falklandseyjum voru aó hreinsa til eftir sigurinn yfir Argent- ínumönnum efndi breski vopnaiðn- aðurinn til mikillar sölusýningar á vörum sínum i bænum Aldershot á Suður-Englandi. Borðalagðir herfor- ingjar frá suður-Ameríku og skikkju- klæddir arabar sprönguðu þar um i ekki að undra, því að Falklands- eyjastríðið, innrásin í Líbanon og blóðbaðið í Persaflóastríðinu minna menn óþyrmilega á hvert raunverulegt hlutverk þessara vopna er. Andstæðingar vopna- kapphlaupsins, sem annars berj- ast mest gegn kjarnorkuvopnum, létu til sín taka í Aidershot og vöktu ekki síst athygli á því, að flugskeytin, tundurspillarnir, þyrlurnar og rafeindabúnaðurinn, sem Bretar eru að selja um allar trissur, hafa verið notuð gegn þeim sjálfum eins og síðustu dæmi sanna. A síðasta ári eða tveimur hefur endur að hinum fullkomnasta vopnabúnaði. Á síðasta áratug eyddu ríkisstjórnir í þriðja heim- inum meira en 100 milljörðum dollara í vopn, þar af voru t.d. 15.000 skriðdrekar, 15.000 orrustu- flugvélar og 25.000 flugskeyti. Rúmlega þrír fjórðu hlutar heims- verslunarinnar með vopn er við þessi bláfátæku ríki. Nefnd, sem kennd er við Willy Brandt og kannað hefur samskipti' ríkra þjóða og fátækra, komst þannig að orði fyrir tveimur árum: „Það er kaldhæðni örlaganna, að sú fullkomna tækni, sem ríku þjóðirnar eru hvað örlátastar á við þær fátækari, er að langmestu leyti fólgin í þessum uppfinning- um andskotans." - LAURENCE MARKS Fórnarlömb ógnarstjórnarinnar: „Þeir sem stóðu í manndrápunum voru margir bara börn.“ KflMBODIfl Vill ekki að ódæðisverkin gleymist Greg Stanton gleymir aldrei martröðinni, sem hann upplifði dag nokkurn fyrir tveimur árum — deginum þegar kambódískur ungl- ingur lýsti því fyrir honum hvernig tveir aðrir drengir myrtu foreldra hans á hinn viðbjóðslegasta hátt. Þessi frásögn, og hundruð ann- arra, olli því, að Stanton ákvað að setja saman heimildarrit um fjöldamorðin, sem Pol Pot-stjórnin stóð fyrir meðan hún var við völd í Kambódíu. Stanton vöknar um augu og hann á bágt með sig þegar hann segir sögu drengsins, sem var neyddur til að horfa á tvo „her- menn“ höggva foreldra hans í spað. „Þegar hann sagði mér frá þessu brast hann í grát,“ segir Stanton. „Þeir notuðu oft börn ... þeir, sem stóðu í manndráp- unum, voru margir bara börn." I samvinnu við núverandi stjórnvöid í Kambódíu undir for- sæti Heng Samrins, sem hrakti Pol Pot frá völdum með stuðn- ingi Víetnama, ætlar Stanton að skrásetja söguna um útrýmingu einnar til þriggja milljóna manna á árunum 1975—’78 og býst hann við, að það muni taka hann um þrjú ár. Hermenn Pol Pots ráku lang- flesta borgarbúa í Kambódíu út í sveitirnar og beittu við það svo mikilli harðýðgi, að margir lifðu það ekki af. Menntamenn voru teknir af lífi þar sem til þeirra náðist, borgirnar auðar og yfir- gefnar, t.d. Phnom Penh, eða hreinlega jafnaðar við jörðu með jarðýtum eins og Kompong Speu. „Það, sem stjórn Pol Pots gerði, var að tileinka sér frum- stæðustu þætti pólitískrar kenn- ingar og hafa hana síðan að skálkaskjóli í manndrápunum," segir Stanton, sem nýiega út- skrifaðist úr lagadeild Yale- háskóla. „Það er ein af skýring- unum á þessum ofboðslegu glæpaverkum. Það verður að leiða allt í ljós, sem gerðist á stjórnarárum Pol Pots. Annars er hætt við að atburðirnir gleymist og endurtaki sig annars staðar." Stanton var á sínum tíma í bandarísku friðarsveitunum og fór til Kambódíu ásamt konu sinni árið 1980 á vegum hjálpar- starfs kirkjunnar. Nú vinnur hann að því að safnji 300.000 dollurum til að fjármagna rann- sóknir sínar. Fyrirhugað er, að nokkrir hópar manna fari um Kambódíu og ljósmyndi fjölda- grafir, safni upplýsingum um út- rýmingarbúðir og skrásetji frá- sagnir fólks, sem varð vitni að glæpaverkunum. Niðurstöður rannsóknarinnar verða lagðar fyrir mannrétta- nefnd SÞ og fyrir þær þjóðir, sem undirritað hafa samkomu- lag um að koma í veg fyrir þjóð- armorð. Ef sannanirnar reynast nægar munu þessar þjóðir verða beðnar um að leggja fram kæru fyrir Alþjóðadómstólinn á hend- ur stjórn Pol Pots, sem enn held- ur sæti sínu hjá Sameinuðu þjóðunum. — STEPHEN C. SMITH Viðskiptavinir kynna sér varninginn í Aldershot. heila viku og virtu fyrir sér vopnin og verjurnar, eins og t.d. Short Brothers-flugskeytið, sem er næst- um barnameðfæri, og Rapier- flugskeytið, hvort tveggja þaulreynt í átökunum við Argentínumenn. Tímasetningin var að vísu til- viljun. Sýningin hafði verið ákveð- in löngu fyrir innrás Argentínu- manna en sýnendurnir 230 efuðust hins vegar ekki um það, að stríðið var besta auglýsingin, sem þeir hafa nokkru sinni fengið. Bretar eru fjórða mesta vopna- söluþjóð í heimi (á eftir Bandaríkjamönnum, Rússum og Frökkum) og er búist við að salan nemi um 2.500 milljónum dollara á þessu ári. Að þessu sinni gekk sýningin ekki jafn hljóðaiaust fyrir sig og endranær og kannski breska ríkisstjórnin, eins og sú bandaríska, dregið úr hömlum við vopnaútflutningi og hvatt til mik- iilar sölustarfsemi fyrir milli- göngu sendiráðanna erlendis. Það er nýlunda, sem margir stjórn- málamenn hafa áhyggjur af. Fram til 1939 var heimsverslunin með vopn næstum eingöngu í höndum ákveðinna manna, hinna alræmdu „sölumanna dauðans", eða á ofanverðri nítjándu öld og öndverðri þessari. Útþenslan, sem varð í vopnaiðnaðinum á dögum síðari heimsstyrjaldar, færði hins vegar ríkisstjórnunum í hendur völd yfir framleiðsiunni, sem þau hafa ekki viljað sjá af síðan. Stjórnendur smáþjóða, sem hvorki geta fætt né klætt þegna sína sómasamlega, eru nú kaup- KENNSLUMALI Þeir eiga að góma iðnaðar- njósnara í Bad Oldesloe, hlýlegu þorpi í Norður-Þýzkalandi, eru menn þjálfaðir til að fletta ofan af njósn- urum frá Austur-Evrópu. Þessir njósnarar geta grafið undan öryggi Vesturlanda, en þeir hafa einnig reynst skeinuhættir í vestur-þýzk- um iðnaði, því að vegna iðnaðar- njósna þeirra hafa Vestur-Þjóðverj- ar orðið af sölu á háþróuðum tæknibúnaði ofl. og nemur tjónið af þessu einu hundruðum milljóna króna árlega. Á meðan stjórnmálamenn frá Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu þrefa um verzlun og viðskipti við Sovétmenn, sitja þessir menn í makindum í glæst- um herragarði frá 18. öld. Húsið stingur í stúf við starfsemina, sem þar fer fram, en hún er í hæsta máta nútímaleg. Er þar m.a. um að ræða þróun og með- ferð á örsmáum filmum, sem notaðar eru m.a. við njósnir, einnig yfirheyrsluaðferðir og önnur brögð, sem beita má við gagnnjósnir. Það er ekki alveg eins mikill glæsibragur yfir þessari starf- semi og yfir James Bond, en kennarar og nemendur í þessum sérstæða einkaskóla, sem er sá eini sinnar tegundar í Vestur- Þýzkalandi, eru ekki síður að- gætnir í meðferð leyndarmála og þessi fræga söguhetja Ian Flem- ing. Heinz Leister, ofursti á eftir- launum, hefur yfirumsjón með kennslunni. Hann og Siegfried Neubert, forstöðumaður skólans, veittu blaðamanni frá Associated Press viðtal, en vildu hafa vaðið fyrir neðan sig, því að þeir grandskoðuðu vegabréf og blaða- mannaskírteini hans áður en þeir skýrðu frá smæstu smáat- riðum varðandi starfsemi skól- ans. I skólanum eru haldin fjögur kjarnanámskeið um allt er lýtur að öryggismálum í iðnaði. Árlega eru teknir inn 100 nemendur. Það Vestur-Þýzkaland er einstaklega frjór jardvegur fyrir iðnaðarnjósnara Austur-Evrópu. er vestur-þýzka ríkið, sem greiðir útgjöldin við skólann. Neubert sagði, að mikil þörf væri fyrir þjálfun þá sem skólinn veitir og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.