Morgunblaðið - 18.07.1982, Síða 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1982
„Það má segja að ísienzkur rafeindaiðnað-
ur hafi fyrst komist á skrið fyrir framtak
nokkurra fyrirtækja fyrir nokkrum árum.
Opinber aðstoð við þessa starfsgrein hefur
ekki verið veruleg til þessa heldur hefur
hvert einstakt fyrirtæki orðið að bjargast að
miklu leyti á eigin spýtur. Þegar tekið er
tillit til þess hve skilyrði til iðnframleiðslu af
þessu tagi eru erfið hér á landi hlýtur árang-
ur einstakra fyrirtækja að teljast mikill, þar
sem íslenzkur rafeindaiðnaður hefur náð því
marki að verða útflutningsiðnaður og hefur
þegar lagt sitt af mörkum varðandi tækni-
væðingu og hagræðingu í atvinnuvegum
okkar. Það er engum blöðum um það að
fletta að þessi starfsgrein á mikla framtíð
fyrir sér. I skýrslu Rannsóknaráðs, sem út
kom 1979 um rafiðnað, er þess t.d. sérstak-
lega getið að á Vesturlöndum væri nú talið
að rafeindaiðnaður væri sá iðnaður sem ætti
hvað mesta vaxtarmöguleika.
Stefán Guðjohnsen, framkvjemdastjóri Rafís hf., og Eyjólfur Gíslason, raftæknir. Fyrir framan þá á borðinu er
yfirstraumsliði, sem lokið hefur verið við samsetningu á hjá fyrirtækinu. Stefán heldur á neyðarstöð fyrir gúmmí-
björgunarbáta, sem Ralís framleiðir, en Eyjólfur er með raðeiningu úr sama tæki.
Iðnþróunaráætlun íyrir
íslenzkan rafeindaiðnað
Einingarnar i yfirstraumsliðann eru fjórar. Á myndinni sést inn í eina þeirra og lengst til vinstri er ólóðuð prentrás.
Skortir iAngrundvöll
og framleiðsluþekkingu
Því er hins vegar ekki að neita
að á þessu sviði hafa Islendingar
dregist hættulega mikið afturúr
miðað við nágrannaþjóðirnar.
Rafeindaiðnaður er háþróaður
iðnaður sem byggir að verulegu
leyti á öðrum iðngreinum s.s. fín-
málmiðnaði og hefðbundnum
rafmagnsiðnaði. Því má segja að
okkur Isiendinga skorti raunveru-
lega iðngrundvöll til fjöldafram-
leiðslu flóknari rafeindatækja,
þannig að þau verði samkeppnis-
fær við hliðstæða framleiðslu er-
lendis. Þennan iðngrundvöll verð-
um við að efla af ráði og dáð eigi
rafeindaiðnaðurinn hér að geta
blómstrað eins og í öðrum löndum.
Þá skortir okkur mjög reynslu
og þekkingu varðandi fjöldafram-
leiðslu rafeindatækja. Við getum
ekki hafið framleiðslu hér að
nokkru marki án þess að hafa
þessa þekkingu og verðum að afla
okkur hennar eftir öllum færum
leiðum. Nágrannaþjóðir okkar
hafa allar tileinkað sér þessa
reynslu með áratuga starfsemi á
þessu sviði og eru reiðubúnar að
veita okkur hlutdeild í henni, þó
það verði að sjálfsögðu ekki alveg
útgjaldalaust af okkar hálfu."
Stefán Guðjohnsen, fram-
kvæmdastjóri Rafís h.f., er for-
maður fjögurra manna vinnuhóps
sem starfar nú á vegum undirbún-
ingsfélags rafeindaiðnaðarins að
því að koma saman iðnþróunará-
ætlun fyrir íslenzkan rafeindaiðn-
að, en verkefnisstjóri áætlunar-
gerðarinnar er Jón H. Magnússon,
rafeindaverkfræðingur. Helztu
rafeindafyrirtæki landsins standa
að baki þessarar áætlunargerðar
en þau eru: Framleiðni sf.,
Reykjavík, óðinn, Vestmannaeyj-
um, Póllinn, ísafirði, Rafís hf.,
Reykjavík, Rafgagnatækni,
Reykjavík, Sameind hf., Reykja-
vík, Tæknibúnaður hf., Reykjavík,
Örtækni, Reykjavík og Ortölvu-
tækni sf., Reykjavík. Þessi fyrir-
tæki stofnuðu fyrir skömmu Sam-
tök rafeindaiðnaðarins og hafa
nokkur fleiri fyrirtæki þegar sótt
um inngöngu í þessi samtök. Öll
fyrirtækin eru einnig félagar í
(SRF).
Starfshópurinn hefur þegar
komið saman drögum að iðn-
þróunaráætlun fyrir rafeindaiðn-
aðinn og byrja ég á því að spyrja
Stefán á hvaða meginhugmynd
þessi áætlun byggi.
4 meginþættir
iðnþróunaráætlunar
„Það má segja að áætlunin
b.vggi á fjórum meginþáttum og
teljum við heppilegast að hún
verði framkvæmd í áföngum á 5
árum,“ sagði Stefán. „Nú er það
svo að á öllum hinum Norðurlönd-
unum hefur tekist að byggja upp
sterkan rafeindaiðnað, og hafa t.d.
Finnar tekið mikið þróunarstökk á
þessu sviði síðasta áratuginn. Við
gerð þessarar áætlunar höfum við
grandskoðað hvernig hin Norður-
löndin hafa byggt upp sinn raf-
eindaiðnað og reyndar notið að-
stoðar sérfræðinga þaðan við gerð
hennar. Þó þessi áætlun sé að vísu
ekki fullmótuð tel ég víst að þessi
fjórir meginþættir verði uppistaða
hennar; Stofnun óháðrar rann-
sókna- og þjónustustofnunar, sem
starfa mun í nánum tengslum við
rafeindafyrirtækin, margháttuð
efling iðngrundvallar sem nauð-
synlegur er til fjöldaframleiðslu
rafeindatækja, efling á sviði
markaðsleitar og markaðskann-
anna fyrir rafeindafyrirtækin og
loks efling framleiðslufyrirtækis,
sem þegar er vísir að, er gæti tekið
að sér fjöldaframleiðslu í miklu
magni á samsetningu raðeininga.
Óháð rannsókna- og
þróunarmiöstöð
Það sem e.t.v. er hvað brýnast
af þessum verkefnum er stofnun
rannsókna- og þjónustumið-
stöðvar sem starfa myndi í tengsl-
um við rafeindafyrirtækin.
Reynsla erlendis sýnir að slík
stofnun er nauðsynleg til að veita
fyrirtækjunum aðstoð á sérsviðum
við hönnun einstakra tækja, en þó
sérstaklega til að sjá um hónnun
prufutækja sem gerð hafa verið af
einstökum aðilum og koma þeim á
fjöldaframleiðslustig.
Rætt við
Stefán
Guðjohnsen,
framkvæmda-
stjóra hjá
Rafís hf.
Almennt gera menn sér líklega
ekki ljóst hversu mikill munur er
á prufutæki sem hugvitsmanni
hefur tekist að koma saman, og
sama tæki er það kemur í fjölda-
framleiðslu. Ef ákveðið hefur ver-
ið að fjöldaframleiða eitthvað
tæki sem komið er á prufutækisst-
ig, þ.e. komist hefur verið yfir alla
fræðilega og tæknilega örðugleika,
verður að hanna það alveg uppá
nýtt og umhverfisprófa. Er þá far-
ið eftir geysimargbrotnum alþjóð-
legum stöðlum og jafnframt reynt
að einfalda tækið svo sem kostur
er fyrir framleiðslu. Með þessum
hætti er yfirleitt hægt að auðvelda
fjöldaframleiðsluna og lækka
framleiðslukostnaðinn verulega,
en halda jafnframt gæðum tækis-
ins í hámarki.
Hönnun prufutækisins fyrir
fjöldaframleiðslu er ekki á færi
einstakra fyrirtækja og því hlýtur
að vera æskilegast að fela óháðri
rannsókna- og þjónustustofnun
það verkefni. Við teljum æski-
legast að þessi stofnun verði
sjálfseignarstofnun, en í nánu
samstarfið við Iðntæknistofnun og
Háskóla Islands, en stjórn hennar
verði hins vegar skipuð af raf-
eindafyrirtækjum. Eins og ég
sagði áðan gæti þessi stofnun
einnig veitt fyrirtækjunum ómet-
anlega aðstoð varðandi vandamál
sem koma upp á frumhönnun —
til dæmis þegar eitthvað atriði í
frumhönnun tækis liggur fjarri
þekkingu á sviði rafeindatækni.
Slíka sérfræðiþekkingu gæti
stofnunin sótt til annarra rann-
sóknastofnana hér á landi eða er-
lendis.
Verulegur hluti þess kostnaðar
sem felst í því að koma upp stofn-
un sem þessari, stafar af kostnaði
við að afla sérhæfðra tækja sem
þurfa að vera þar til staðar. í því
sambandi er þó vert að hafa í huga
að þessi tæki vantar sárlega hér á
landi og yrði að afla þeirra hvort
eð er.“
Hvernig getur stofnun sem
þessi verið hlutlaus þegar hún
grípur inn í hönnun tækja hjá
fyrirtækjunum — hvað ef tvö
fyrirtæki fara fram á aðstoð við
hönnun á hliðstæðum tækjum?
„Erlendis hafa stofnanir af
þessu tagi mjög strangar reglur
hvað þetta varðar og er ég bjart-
sýnn á að þetta vandamál verði
hægt að leysa hér með svipuðum
hætti. Það er ekki hlutverk þess-
arar stofnunar að koma í veg fyrir
samkeppni í hönnun, enda er slík
samkeppni nauðsynleg í sjálfu
sér.“
— markviss uppbygging á 5 árum
Samtökum rafiðnaðarfyrirtækja