Morgunblaðið - 18.07.1982, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.07.1982, Qupperneq 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 mn/m * 1982 Univrtal Prm SyndiciU S-'l Ast er... .. að vera ákaf- lega einmana án hans. TM Reg U.S Pat Oft — atl rights reserved •1982 Los Ar>gotes Tlmes Syndicate Ég væri þér þakklátur ef þú kæm því í verk að ná fætinum úr gif umbúðunum því ég hef ekki áhug á myndhöggvarahæfileikum þíi um! að biðja um „Lýs milda ljós“? HÖGNI HREKKVÍSI í besta falli óráðshjal — að enginn þurfi nú að þjást vegna drykkjuskapar H. Kr. skrifar: „Dagblaðið og Vísir 13. júlí sl. segir frá því að Frankl Herzlin læknir frá Freeport sé staddur hér á landi. Þar segir frá viðtali blaðsins við lækninn. I því eru glannaleg ummæli svo sem þessi: „Nú er svo komið að í raun þarf enginn að þjást lengur. Áfengissýki er læknanlegur sjúkdómur og það sem meira er, e.t.v. sá sjúkdómur sem best er að lækna.“ Þessi ummæli orka mjög tví- mælis. I fyrsta lagi er nú það að sé drykkjufýsnin sjúkdómur er hún ólæknanlegur sjúkdómur eða því sem næst a.m.k. Hitt hafa menn lengi vitað að öllu er óhætt ef menn láta vera að neyta áfengis. Það er ekki nýtt í sögunni að ölkærir menn sjái að sér og hætti að drekka. „Nú er Guðlaug min reið og nú drekk ég ekki meira," er haft eft- ir Ásgeiri í Kollafjarðarnesi. Sigurjón í Laxamýri var ofur- ölvi og ekki ferðafær einu sinni þegar kona hans lá á sæng og það dugði honum til þess að neyta ekki áfengis framar á ævinni. Hann vildi ekki bregðast skyldum eiginmanns og heimil- isföður á þann veg öðru sinni. En þessi orð í blaðinu, að nú þurfi enginn að þjást vegna drykkjuskapar, eru öfugmæli. Þetta grobb er mikil ónærgætni við þá sem sjá eftir ástvinum sínum í „helvíti alkóhólsins", svo að notað sér orðalag Halldórs Laxness. Þó að við höfum lengi vitað að öllu er óhætt með bindindi vitum við líka að það getur orðið þraut- in þyngri að verjast víninu. Allir vita að menn hafa farið á Free- port og litlum árangri náð. Líka vitum við um menn sem komu heim endurfæddir, létu allmjög að sér kveða við björgunarstörf um skeið en féllu svo fyrir sinni gömlu ástríðu. Þetta allt saman minnir á al- vöruna svo að augljóst er að hér sæmir ekki að vanmeta hættuna, þá hættu að venja sig á vínið. Og svo má nefna vandræði, hörmungar og hugraun sem verða á vegi ýmsra vegna áfeng- isáhrifa löngu áður en nokkrum dettur í hug að tala um drykkju- sýki. Við skulum ekki vanmeta það sem gert er með góðum árangri og gleðjast skulum við yfir hverjum og með hverjum einum sem bjargast frá drykkjufýsn sinni. En gaspur og grobb á þá leið að nú þurfi enginn að þjást vegna drykkjuskapar sjálfs síns eða annarra er í besta falli óráðshjal. Á það er ekki hlust- andi.“ Aðförina að selnum verður að stöðva F.J. skrifar: „Velvakandi! Nú vofir mikil hætta yfir kon- ungi íslenskra fugla. Hagsmuna- aðilar hafa hrint af stað herferð gegn selnum og í leiðinni (óbeinni) útrýmingarherferð á hendur haf- erninum. Fréttir hafa borist um marga haferni, sem drepist hafa af völdum selshræjaáts. Fuglinn atar fjaðrirnar út í grútnum, þannig að þær klessast saman. Af- leiðingin verður svo sú að hann missir flughæfni sína, veslast upp og drepst. Eins og kunnugt er hefur hring- ormanefnd boðið borgun fyrir hvern unnin sel. Þá er þess skammt að bíða að drápsfúsar mannskepnur fari á stúfana, þó ekki nema fyrir græðgina eina saman, drepi seli, láti hræin liggja eftir sem dauðagildrur fyrir margar tegundir fugla, en hirði kjammann og framselji hann til hagsmunaaðilanna í því skyni að fá borgun fyrir athæfið. Með þessari herferð gegn seln- um er ætlunin að ráðast gegn hringormaplágu í þorski og draga úr fiskáti selastofnsins. Þó er alls ekki rannsakað, hvort slík herferð geti yfirleitt nokkru fengið áorkað að því er varðar fyrra atriðið, að- eins gert ráð fyrir því að svo sé. Hefði ekki mátt gefa sér tíma til að kanna það frekar fyrst. Hvað varðar fiskát selsins held ég að þar sé líkt farið og með hreindýrsát úlfa. Úlfar éta gömul og sjúk hreindýr, .því að þau eru auðveldasta bráðin. Þannig stuðla þeir að sterkum hreindýrastofni. Harðgerðustu og sterkustu ein- staklingarnir lifa lengst og fjölga sér mest. Þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í sambandi við meðferð þessa máls eru þjóðarhneisa. Og það að hagsmunaaðilar skuli geta, og meira að segja á löglegan hátt, stofnað tilveru íslenskrar dýrateg- undar í voða er hreint hneyksli. Eins og fyrr sagði er aðförin að selnum mikil ögrun við tilveru ís- lenska hafarnarins. Stofninn er alls ekki það sterkur fyrir, að hann þoli stórfelld afföll af völd- Ætlar frú Vigdís að beita sér fyrir afnámi skatt- fríðinda forseta * Islands? Elísabet Isleifsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri fyrirspurn til forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. í kosn- ingabaráttunni fyrir forsetakosn- ingarnar voru allir frambjóðend- urnir spurðir um það, hvort þeim fyndist eðlilegt að forsetinn borg- aði skatta af launum sínum eins og aðrir launþegar. Þessu svaraði frú Vigdís á þann veg, að sér fynd- ist það bæði sjálfsagt og eðlilegt. Nú veit ég það, að lög mæla svo um grútarmengunar úr selshræj- um. Öllum þeim sem hafa yndi af að skoða villta náttúru og vilja vernda hana hlýtur að vera ljóst, að þetta verður að stöðva áður en óbætanlegt tjón er orðið. Haförninn og aðrir villtir fuglar íslenskrar náttúru eru alltof dýrmætir komandi kynslóðum til þess að vega megi að þeim með þeim hætti sem hér er ætlunin að gera og gæti leitt til stórfækkunar eða jafnvel útrýmingar þeirra. Villt dýr og plöntur eru gulls ígildi í sínum réttu heimkynnum." Þessir hringdu . . . fyrir um, að forseti skuli vera skattlaus og þess vegna spyr ég: Ætlar frú Vigdís að efna kosn- ingaloforð sitt og leggja til að skattfríðindi forseta íslands verði afnumin? Annað langar mig til að spyrjast fyrir um í leiðinni: Er kostnaður vegna einkagesta for- setans greiddur úr ríkissjóði eða af risnufé embættisins, eða greiðir forsetinn e.t.v. sjálfur þennan kostnað?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.