Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 Alltaf er það mikilfengleg sjón að sjá hópreið hestamannafélaganna á stórmótum. Hér sjást fulltrúar Félags tamningamanna í hópreiðinni. Landsmót hestamanna: Góð hross á vel skipulögðu móti Hér sést Albert Jónsson leggja Eldjárn frá Hvassafelli á skeið í úrslitakeppn- inni. Eins og kunnugt er af fréttum er nú nýlokið l.andsmóli hestamanna- félaganna sem haldið var á Vind- heimamelum i Skagafirði dagana 7.—11. júlí. í hugum manna er l.andsmótið eitthvað sem býður upp á það besta sem til er i hrossarækt, hestamennsku og hestamótshaldi. Kkki verður annað sagt en Lands- mótið hafi staðið undir þeim vonum jafnvel þótt veður hafi spillt fyrir þvi að menn og hestar nytu sín til fulls. Aldrei hafa menn séð annað eins úrval kynbótahrossa samankomið á einum stað. Þrátt fyrir stóran hóp sýningar- og keppnishrossa mátti það heita undantekning að sjá miðl- ungshross sem ekki áttu þarna heima og meðal kynbótahrossa var ta-past um slíkt að ræða. Framkvæmd og að- staða til fyrirmyndar Þegar taka skal á móti tíu þús- und manns og hestum sem teljast á annað þúsund duga ekki orðin ein. Það sem til þarf að koma er góð aðstaða og umfram allt mikil vinna með góðri skipulagningu. Ekki er ósenniiegt að þessi þrjú atriði hafi verið lykillinn að vel heppnuðu Landsmóti, en það voru Norðlendingar sem sáu um fram- kvæmd mótsins að þessu sinni. Mótssvæðið á Vindheimamelum er tvímælalaust það besta sem völ er á og er það bæði af náttúrunnar hendi gert auk þess sem manns- höndin hefur þar bætt um betur. Tveir sýningarvellir eru á staðn- um annar 300 metrar og hinn sem byggður var sérstaklega fyrir þetta mót 200 metra langur. Stórt og mikið hús er á staðnum og er þar innan dyra veitingasala, eld- hús, sjoppa og upplýsingaþjónusta auk þess sem þar var til staðar sími sem var óspart notaður af mótsgestum. Einnig voru tvö stór tjöld á svæðinu annað var notað undir veitingasölu en hitt undir nýlenduvöruverslun, banka og sölu á ýmsum ullarvarningi. Tjaldstæði eru mjög góð og er það fyrst og fremst að þakka móð- ur náttúru en þó hafði hún ekki gert ráð fyrir hreinlætisaðstöðu og bættu því Skagfirðingar úr því. Vert er að minnast á hreinlætis- aðstöðuna á þessu móti því þetta er sennilega í fyrsta skipti sem hún er fullnægjandi á meiriháttar hestamóti. Skipulagning mótsins var nokk- uð góð þrátt fyrir að dagskrá seinkaði suma dagana. A það þó sér í lagi við sunnudaginn enda var þá mest um að vera. Bilun í hátalarakerfi mun þar hafa átt stóran þátt í umræddri seinkun. Það sem helst er aðfinnsluvert er hversu seint voru birt úrslit í sumum greinum mótsins og má í því sambandi nefna að sólarhring eftir að unglingakeppni 12 ára og yngri lauk var ekki búið að birta úrslit. Dómum á A-flokks gæðing- um lauk um kvöldmatarleytið á fimmtudag og voru úrslit ekki birt fyrr en daginn eftir. Ekki hefði verið vanþörf á að hafa blaðafulltrúa starfandi alla mótsdagana. Einnig vaknar sú spurning hvort ekki sé orðið tíma- bært að tölvuvæða útreikninga í gæðingakeppnum á stærri mótum og hafa þá sjónvarpsskerm sem birti jafnharðan einkunn hvers hests og síðan röð tíu efstu hesta hverju sinni. * Osamræmis gætti hjá gæðingadómurum I gæðingakeppninni voru alls dæmdir 155 gæðingar, 78 í B-flokki og 77 í A-flokki. Yfir höf- uð voru þetta vel frambærilegir hestar þrátt fyrir að einkunnir færu allt niður í 7,33. Hafði maður á tilfinningunni að oft væru ein- kunnir í naumara lagi. í A-flokki voru það einkum þrír hestar sem vöktu athygli þeir, Eldjárn, Fjöln- ir og Sókron. Stóðu þessir hestar efstir í sömu röð og þeir voru nefndir hér. Mátti vart á milli sjá í úrslitum hver þeirra væri bestur en eitt hafði Eldjárn þó framyfir — myndarskapinn. Af þeim 77 alhliða hestum sem sýndir voru komust aðeins tíu í úrslit og þar með í verðlaunasæti. Þannig að margir voru kallaðir en fáir útvaldir og urðu margir góðir gæðingar af verðlaunum. Má þar til dæmis nefna einn, Þorra frá Höskuldsstöðum, sem náði hæstu einkunn að frátaldri skeiðeinkunn en skeiðið misheppnaðist hjá hon- um í dómi og varð hann þar með af verðlaunasæti. Að sögn mun hann hafa gripið á sig daginn áður í viljaprófi og er það ekki gott til afspurnar að viljadómari skuli leggja hesta til skeiðs án leyfis eiganda og skila síðan hestinum ágripnum. Annar þekktur og um- deildur hestur varð að láta sér nægja sæti meðal hinna kölluðu, en það er Glæsir frá Glæsibæ, sá er sigraði í A-flokki gæðinga á síð- asta fjórðungsmóti. Er ekki ósennilegt að hlakkað hafi í sum- um „glöggum" mönnum sem tekið hafa að sér að dæma um hvað sé skeið og hvað ekki. Fleiri góða hesta mætti nefna en þetta skal látið duga. Af B-flokkshestum voru það einkum tveir hestar, sem spámenn höfðu reiknað með í efstu sætum, þeir Hrímnir og Vængur. Báðir eru þessir hestar stórfenglegir ásýndar hvor á sinn hátt. Dómar- ar voru þó á þeirri skoðun að Hrímnir hefði vinninginn og hafa sjálfsagt flestir verið á sama máli þar. I úrslitum breyttist röð tíu efstu hesta töluvert og skiptu sex hestar um sæti og einn þeirra, Safír frá Stokkhólma, vann sig upp í fimmta sæti úr níunda. Þegar gæði hesta eru metin manna í millum eru oft skiptar skoðanir um hvað sé gott og hvað ekki og er lítið hægt að segja við því þó hver hafi sínar skoðanir. En ekki er það gott og blessað þegar dómarar á Landsmóti hafa það misjafnar skoðanir á gæðum hrossa sem sýnd eru að munur á einkunnum fer allt upp í þrjá heila eins og gerist nú. Er greinilegt að einhver brota- löm virðist vera í fræðslu dómara þegar svo illa gengur að samræma gæðamat best menntuðu gæðinga- dómara landsins eins og raun ber vitni. Eitt er athyglisvert í sambandi við gæðingakeppnina en það er aukinn hlutur kvenna á þeim vett- vangi. Tvær konur náðu þeim árangri að komast í úrslit, þær Freyja Hilmarsdóttir og Maja Loebell. Freyja lenti í áttunda sæti á Blika í B-flokki og Maja gerði enn betur því hún var í úr- slitum í báðum flokkum. Hafnaði hún í sjöunda sæti í B-flokki á Haka og einnig í sjöunda sæti í A-flokki á Laska en báðir eru þessir hestar frá Kirkjubæ. Hefur Maja með þessum árangri skipað sér á bekk með fremstu reið- mönnum landsins. Góðir tímar á kappreiðum Eins og vænta mátti náðust góð- ir tímar á kappreiðunum og á það við um allar greinar. í hlaupa- greinum var keppni mikil og mest í unghrossahlaupi en þar sigraði Hylling og var hún aðeins sek- úndubrot frá íslandsmeti. Ekki verður annað sagt en ferill hennar sé glæsilegur þó stuttur sé. Hefur hún ekki tapað spretti frá því byrjað var að hleypa henni í vor og skyldi enginn láta sér bregða þó íslandsmetið falli áður en langt um líður. Hylling er aðeins fimm vetra gömul þannig að hún á eitt ár til góða í unghrossahlaupinu. í 350 metra stökki sigraði Spóla sem nýlega skipti um eiganda og var þá einnig skipt um nafn og verður það að teljast furðuleg ráðstöfun að breyta nafni á svo frægu hrossi sem Túrbína var orð- in. Það sem vakti mesta athygli í milliriðlum var að Mannsi skyldi ekki komast í úrslit, en hann mun hafa helst, og kom hann síðastur í mark og er það óvenjulegt hlut- skipti hjá honum. En það var ís- landsmethafinn í 400 metrunum sem lenti í öðru sæti og Sindri varð þriðji. Spóla hljóp á 24,2 sek., Örvar á 24,5 sek., og Sindri á 24,8 sek. Frekar hefur verið dauft yfir 800 metra stökkinu í ár og tímar verið heldur slakir. Yfirleitt hafa Vindheimamelar skilað bestum tímum á þessari vegalengd og svo var einnig nú. Cesar sýndi öryggi á báðum sprettum, þ.e. bæði í und- anrásum og úrslitum, en Leó hljóp á sama tíma og Cesar í undanrás- um og var tíminn hjá þeim 57,5 sek. I úrslitum sigraði Cesar hinsvegar á 58,1 sek., Leó hljóp á 58.4 sek. og Þróttur varð þriðji á 59.5 sek. í 300 metra brokki voru veitt vegleg peningaverðlaun og er það gott innlegg mótshaldaranna til að upphefja þessa keppnisgrein. Mikil þátítaka var í brokkinu og hefur einkum tvennt valdið því, annars vegar há peningaverðlaun og hinsvegar að enga lágmarks-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.