Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiósla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakið. Samkeppnisfor- sendur brostnar Morgunblaðið tók þá afstöðu í forystugrein, 6. nóvember sl., að skynsamlegt hafi verið að „verða við beiðni Arnarflugs um rétt til áætlunarflugs til útlanda". í þessari forystugrein er bent á þá staðreynd, að saga ís- lenzkra flugmála einkennist af áræði. Rök eru leidd að því, að samkeppni Loftleiða og Flugfélags Islands hafi þjónað hags- munum almennings. Það hafi hinsvegar verið fyrir frumkvæði íslenzkra stjórnvalda, að gengið var til sameiningar flugfélag- anna, á forsendum, sem ríkisvaldið grundvallaði hana á, m.a. að hið sameinaða flugfélag skyldi sitja að millilandaflugi. Leiðara Mbl. sem vitnað var í lýkur á þessum orðum: „Gera verður sömu kröfur til þess,“ þ.e. Arnarflugs, „og Flugleiða, sömu skilyrði verða að gilda um félögin bæði. Síðan á það að vera undir félögunum sjálfum komið, hver framvindan verður, og þar eiga úrslitavöldin að vera í höndum viðskiptavinanna, farþeganna." í Reykjavíkurbréfi, 21. marz sl, er þetta sjónarmið Mbl. enn áréttað, en jafnframt segir: „Það varpar líka skugga á þetta fyrirhugaða áætlunarflug Arnarflugs, að Steingrímur Hermannsson hefur hvað eftir ann- að gefið í skyn, að hann hyggist svipta Flugleiðir flugleyfi á þeim flugleiðum, sem Arnarflug hefur nú fengið leyfi til þess að stunda áætlunarflug á. Taki samgönguráðherra slíka ákvörðun eru gjörsamlega brostnar allar forsendur fyrir stuðningi margra einkaframtaksmanna við áætlunarflug Arnarflugs, sem hugsað var til að skapa nokkurt aðhald og samkeppni í fluginu milli Islands og annarra landa, en ekki til að skapa nýju fyrir- tæki einokun á ákveðnum flugleiðum." Það er nú komið fram sem fjallað var um í þessu Reykjavík- urbréfi og ástæða er til að ítreka það sjónarmið, að með flugleið- asviptingunni bresta þær forsendur, sem margir einkafram- taksmenn hafa byggt á stuðning við áætlunarleyfi til Arnar- flugs. „Rökleysa og valdníðslaa Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, hefur ein- hliða ákveðið, að Flugleiðir skuli sviptar flugleyfum til Hol- lands og Dusseldorf. Örn O. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða, segir í viðtali við Mbl. í gær, að „ráðherra fari í raun langt út fyrir sitt valdsvið, a.m.k. siðferðilega séð“, með þessari ákvörðun, sem hann kallar „rökleysu og valdníðslu". „Það er ósennilegt," sagði Örn, „að einn ráðherra geti afmáð það sem ríkisstjórn og Alþingi hafa samþykkt. Hér á ég við þau fyrirheit sem gefin voru þegar Loftleiðir og Flugfélagið voru sameinuð 1973 ... Ég tel að þetta mál hafi verið sett á svið og skipulagt frá byrjun til enda. Það hefur verið ákveðið að láta þetta þróazt svona og réttlæta svo ákvörðunina með því að ekki hafi náðst samkomulag milli flug- félaganna." Þegar samgönguráðherra veitti Arnarflugi flugrekstrarleyfi á Amsterdam og Dusseldorf var það gert undir merkjum sam- keppni og hagsmuna flugfarþega. Samkeppnin var talin tryggja hagkvæmari fargjöld. Þegar samgönguráðherra nú sviptir Flugleiðir flugleyfum til þessara staða gengur sú gjörð þvert á samkeppnisforsendur, sem sagðar vóru liggja til grundvallar flugrekstrarleyfa til Arnarflugs. Eftir stendur 'áðherrann ber- skjaldaður, án nokkurrar marktækrar flugmálastefnu, baðaður í ljósi tortryggni, í dæmigerðu hlutverki pólitísks skömmtunar- stjóra og fyrirgreiðslumanns. Það er því enganveginn út í hött þegar stjórnarformaður Flugleiða talar um „rökleysu og vald- níðslu“. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur enn einu sinni vakið upp rökstuddar grunsemdir um póli- tíska misnotkun á ráðherravaldi. Það er kominn tími til að þjóðin kenni stjórnmálamönnum af þessari tegund þá lexíu, sem hleypir fersku og heilbrigðu lofti í íslenzka pólitík. Frá slysstað í Kistufelli Radarskermurinn á Keflavíkurflugvelli: Leifur Magnússon formaður Flugráðs: Ágreiningur embættismanna stöðvar framkvæmd málsins „ÞESSI radarstöð var sett upp og kostuð af Bandaríkjamönnum með það markmið í huga að geta veitt radaraðflug bæði á Keflavík- urflugvelli og Reykjavíkurflug- velli. Þessi radaraðflugsstjórn fyrir Keflavíkurflugvöll er komin í gang fyrir nokkrum árum, en stóll- inn fyrir Reykjavík er ennþá auð- ur,“ sagði Leifur Magnússon, formaður flugráðs, þegar hann var spurður um radarstöðina á Kefla- víkurflugvelli. „Þegar nýi flugturninn á Keflavíkurflugvelli var byggður fylgdi honum þessi radarstöð, sem er þar skammt frá, og er þetta radar sem er sérstaklega gerður fyrir að- og brottflug frá flugvöllum og staðsetning hans var samkvæmt kröfum íslands á sínum tíma. Staðurinn var þannig valinn að hægt væri að sinna radar- aðflugi bæði að Keflavíkurflug- velli og Reykjavíkurflugvelli. Þá var til þess ætlast að það kæmu flugumferðarstjórar frá Reykja- vík sem myndu starfa í turnin- um. Síðan hefur þetta hinsvegar lent í ágreiningi á milli embætt- ismanna um framkvæmd þessa máls, sem hefur haft það í för með sér að ennþá er ekki farið að nýta tækin fyrir radaraðflug að Reykjavíkurflugvelli." — Á milli hvaða embættis- manna er þessi ágreiningur? „Ágreiningurinn er á milli flugmálastjórnar í Reykjavík, sem heyrir undir samgöngu- ráðuneytið, og flugvallarstjórn- arinnar á Keflavíkurflugvelli, sem heyrir undir varnarmála- deild utanríkismálaráðuneytis- ins. Ágreiningurinn sem slíkur á kannski rætur sínar að rekja til reglugerðar sem þáverandi utanríkisráðherra setti árið 1957, þar sem að Keflavíkur- flugvöllur sem slíkur var tekinn undan valdsviði flugmála- stjórnar, þannig að flugvallar- stjórinn á Keflavíkurflugvelli heyrir beint undir flugráð eins og flugmálastjórinn og síðan undir sitt ráðuneyti. Að mínu mati var skorið á þennan hnút hvað varðar tæknilega fram- kvæmd með bréfi sem utanrík- isráðuneytið gaf út 1973 en þar var staðfest að öll tæknileg mál- efni sem varða flugumferðar- stjórnina á Keflavíkurflugvelli heyrðu undir flugöryggis- þjónustuna og flugmálastjóra í Reykjavík, en önnur málefni svo sem starfsmannahald og hús- næðismál, heyrðu undir flug- vallarstjórann á Keflavíkurflug- velli." — Eru engin slík tæki á Reykjayíkurflugvelli nú? „Nei, það eru engin radartæki fyrir flugvöllinn í Reykjavík. Það eru að vísu radartæki í flug- stjórnarmiðstöðinni en þau eru ekki hentug til að fylgjast með eða leiðbeina flugvélum í blind- aðflugi, þau eru fyrir flugum- ferðarstjórn á stóru svæði og aðallega ætluð fyrir úthafsflug- umferðina og að einhverju marki fyrir flug á innanlands- leiðum." — Hver ber ábyrgð á að tæk- in eru ekki notuð? „Það er ágreiningur á milli embættismanna í kerfinu um framkvæmd málsins sem stöðv- ar það. Nú vil ég taka skýrt fram, varðandi flugslysið á þriðjudag, að það hvort það hefði verið radar í notkun eða ekki þarf ekki að vera afgerandi atriði í þessu máli. Hinsvegar hefði það að sjálfsögðu ekki ver- ið lakara að geta fylgst með að- fluginu." — Nú hefur verið fullyrt við okkur að þetta slys hefði að lík- indum ekki orðið ef þessi tæki hefðu verið í notkun. Hvað vilt þú segja um það? „Ég get ekki fullyrt um þetta, en almennt sagt þá er það auð- vitað markmiðið með því að nota þessi tæki að auka öryggið. Blindaðflugið sjálft er flogið af flugmönnunum, það er hin venjulega regla, en svona tæki geta þá fylgst með honum og sagt til um það hvort einhver frávik eru, bilun á tækjum um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.