Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 19 íranskir hermenn leita skjóls I skotgrtfftim skðmmu eftir aö innrás þeirra í frak hófst. Loftárásir Irana í nágrenni Baghdad Nikósíu, Kýpur. 21. júli. AP. ÍRANIR héldu þvi fram í dag, að þeir hefðu náð að sprengja olíu- hreinsunarstöð í nágrenni Baghdad í loft upp, auk annarra mikilvægra mannvirkja. Árás þessi var gerð nokkrum klukkustundum eftir að fr- akar höfðu tilkynnt að loftvarnar- byssur þeirra hefðu skotið niður orrustuþotu írana, sem halda því á hinn bóginn fram, að þotan hafi hrapað fyrir slysni. Þá sagði ennfremur i yfirlýs- ingu írana að herþotur íraka hefðu gert árás á grænmetismark- að í borginni Ahvaz og drepið fjölda saklauss fólks. Skutu íranir að eigin sögn tvær þyrlur íraka niður í þessari árás. Árás frana við Baghdad í dag, er sú fyrsta sem tilkynnt hefur verið frá því herir landsins réðust inn í írak fyrir rúmri viku síðan. Olíuhreinsunarstöðin sem um ræðir varð einnig fyrir hörðum loftárásum í upphafi stríðsins við Persaflóa, sem braust út í sept- ember 1980. Kornsölusamningar: Talið líklegt að Reagan framlengi Wuhinifton, 21. júlí. AP. MIKLAR líkur eru taldar á þvi að for- seti Bandaríkjanna, Konald Reagan, muni framlengja núverandi samning um kornsölu milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um eitt ár, en bændur munu vera að þrýsta á um langtíma- samkomulag, samkvæmt upplýsingum frá embættismanni. Heimildamaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í gær að flestir í stjórn Reagan teldu árs framlengingu besta kostinn í þessu máli. Lokaákvörðun í þessu máli verður að öllum likindum tekin í lok þess- arar viku, en bændur munu nú vera að þrýsta á stjórnvöld um að hafa samninginn til allt að fimm ára. Sá samningur sem nú er í gildi rennur út 30. september, en hann hefur þegar verið framlengdur um eitt ár í viðbót við fimm ára samn- inginn, sem áður tíðkaðist milli landanna. Stjórn Reagans, Bandaríkjafors- eta, tók fyrir langtímasamninga um kornsölu við Sovétríkin eftir að her- lög tóku gildi í Póllandi á síðast- liðnu ári. Ef þú ætlarað halda raðstefnu skaltu tala við Helgu Bjamason hjá Flugleiðum Ýmiss könar ráðstefnur og fundahöld eru fastir liðir í starfsemi flestra félaga og samtaka. Enginn aðili hér á landi stendur Flugleiðum framar í alhliða þjónustu við slík tækifæri. Með skipulögðu umboðsmannakerfi og góðri samvinnu við þá sem að ferðamálum vinna, býður félagið ekki aðeins þægilegan ferðamáta innan lands sem utan, heldur annast einnig alla skipulagningu og útvegar aðstöðu hvar sem er á landinu. Tilefni ráðstefna eru margvísleg og viðfangsefnin misjöfn en alltaf er þó jafn mikilvægt að skipulagið sé traust. Þess vegna skalt þú ráðfæra þig við Helgu næst þegar þitt félag þarf að sjá um framkvæmd- ina. Síminn er 27800. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi frumsýnir hina heimsfrægu mynd DePalma Hvellur Mustarmg DirectofofFhotography Productwn Desipw títedby Written & Dncted by Pmducedby EiecutiveProducer hkfiicby R RESTRICTED UNOER 17 REQUIRES ACCOMPANYING PARENT OR AOULT GUARDIAN Erlend blaðaskrif „Travolta er stórkostlegur." - Archer Winston, N.Y. Post. „DePalma nær athygli áhorf- enda allt frá byrjun til enda.“ People Magazine „Besta mynd Brian DePalma og ein besta mynd ársins.“ Robert Ebert, Sneak Previews/ PBS. „Nú geta Travolta aðdáendur tekið gleði sína á ný.“ Joel Siegel ABC-TV. Stjarna Travolta hefur ekki skin- ið skærar síðan hann lék í Saturday Night Fever. iNISFRANZ VILDSSIGMONEl,. ILMOil MLinH. BRIAN DeRALMA ŒttUlD flidJSO PINODOMB ^READ THE BANTAM BOOK □□[pOtBVSTHREOj f=J nUINlMt/PKTURC/ ----------------------------------- SELECTED THEATNES *m0> A Cinema 77/Geria FILM Filmed in Panavision" Scope Prints rechncotor- copyr ight ©Viscount Associales MCMLXXXI All Rights Reserved P.s. John Travolta átti aö vera viðataddur á frumsýningu en vegna anna gat hann ekki komiö fyrr en í september, en viö gátum ekki beðiö meö frumsýninguna svo lengi. BÍÓHÖLLIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.