Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 40
Demantur M æðstur eðaisteina (^ttll X: é'tlfttr Laugavegi 35 i0ivi0wmMafoiifo . Þú manst’eftir MJNZTED 4. ágúst a Laugardalsvelli SHARP Ö VALUR FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1982 Flugslysið í Kistufelli í Esju: Flugyélin rakst í klettavegg og hafhaöi svo á bergsyllu Flak TF-FHJ á slysstað í gær. Eins og sjá má á myndinni er nánast enginn hluti vélarinnar heillegur, en fremst má sjá annan mótor vélarinnar. Hægra megin sést annar vængurinn, en í hann er skarð, þar sem hinn mótorinn var, en vélin var tveggja hreyfla. Ljósi flöturinn fremst er nef vélarinnar, en þar afturaf má sjá skrokkinn. Flugvélin er á hvolfi. Ljésm. MbL: KriMján örn míasson. Keflavíkurflugvöllur: Radarskermur fyrir Reykjavík ónotað- ur vegna deilna um mannaforráð Rannsókn slyss- ins á frumstigi í FLUGSLVSINU í hliðum Kistufells i Ksju í fyrrakvöld fórust fimm manns: Jón l’röstur llliðberg, Dugmaður vél- arinnar, Alfhólsvegi 31, Kópavogi. Ilann var 24 ára, fæddur 13. ágúst 1957. Ilann lætur eftir sig konu og barn. Farþegar í vélinni voru hjónin Björn Magnússon og Svanhvít Gunn- arsdóttir, Faxatúni 5, Garðabæ. I*au áttu fjögur börn og fórust tvö þeirra i flugslysinu: Margrét Auður Björns- dóttir og Axel Magnús Björnsson. Björn Magnússon var 48 ára gamall, fæddur 20. ágúst 1933. Svanhvít var 47 ára, fædd 16. júlí 1935. Margrét Auður var 25 ára, fædd 19. febrúar 1957 og Axel Magnús var 23 ára, fæddur 8. mars 1959. I»au voru bæði ógift og barnlaus. Björn Magnússon var fyrrum slökkviliðsmaður í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, hann rak síðar bílaleiguna Faxa og einnig fékkst hann við verslunarrekstur. Margrét Auður stundaði nám í hjúkrunar- fræðum og einnig var Axel Magnús nemandi. Rannsókn slyssins er á frumstigi, samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið fékk hjá Karli Eiríkssyni, formanni Rannsóknarnefndar flugslysa í gær. Rannsóknarnefndin skoðaði að- stæður á slysstað snemma í gær- morgun og var að störfum á fjallinu fram undir hádegi, en félagar úr Flugbjörgunarsveitinni fluttu lík þeirra sem í vélinni voru niður af fjallinu snemma um morguninn. Karl sagði að flak vélarinnar lægi í slakka, sem er í klettabelti í fjall- inu, í 500—600 metra hæð, en flug- vélin rakst utan í klettavegg og hafnaði á bergsyllu í fjallinu. Flak vélarinnar er mjög illa farið, en ekki kviknaði eidur í henni. Ekki hefur enn verið ráðið af um- merkjum hvort flugvélin var að hækka flugið eða lækka þegar hún lenti í fjallinu. Varðandi staðar- ákvörðun flugmanns vélarinnar, en skömmu fyrir slysið taldi hann sig vera að fara í aðflug yfir Grófar- vita, vildi Karl Eiríksson ekki tjá sig um, en gat þess að eftir væri að rannsaka fjarskipti á milli vélar- innar og flugturnsins, radarmyndir og fleira. Eins og fram kom í gær vaknaði grunur um hvar vélin var niðurkomin, þegar athuguð var radarmynd frá Keflavíkurflugvelli, frá þeim tíma sem vélin átti að vera í aðflugi að Reykjavík. Sjá miðopnu. í flugturninum á Keflavíkurflugvelli er radarskermur, sem hægt er að nota fyrir aðflug að Reykjavíkurflugvelli, en það er ekki gert, þar sem deilur hafa verið uppi um það, hvers starfsmenn þeir, sem við skerminn vinna, ættu að vera. I samtölum, sem Mbl. átti í gær við Kristján Egilsson flugstjóra, Leif Magnússon, formann Flugráðs, Brynjólf Ingólfsson, ráðuneytis- stjóra, Helga Agústsson, deildar- stjóra varnarmáladeildar, Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóra í Keflavík, og Guðlaug Kristinsson, flugumferðarstjóra, kom m.a. fram, að skermur þessi hefði verið settur upp fyrir þremur árum. Þá voru fjórir flugumferðarstjórar frá Reykjavík settir í þjálfun erlendis og þegar þeir komu heim og ætluðu að hefja störf í flugturninum á Kefla- víkurflugvelli, samkvæmt skipun Flugráðs, var þeim meinaður að- gangur að skerminum með bréfi varnarmáladeildar og sagði Helgi Ágústsson að það hefði verið gert, þar sem Keflavíkurflugvöllur heyrði undir utanríkisráðuneytið, en við það hefði ekkert verið talað um starf þessara manna. I vetur skipaði Flugráð nefnd til að finna lausn á þessu máli. Nefndin lagði til, að flugumferðarstjórar frá flugstjórn í Reykjavík hæfu tíma- bundið starf á Keflavíkurflugvelli til könnunar á notkun radars við að- flugsstjórn að Reykjavíkurflugvelli. Leifur Magnússon sagði í samtali við Mbl. í gær, að ekki hefði enn orðið af því að farið hefði verið að tillögum nefndarinnar, þar sem flugmála- stjóri hefði fyrst óskað eftir stað- festingu frá utanríkisráðuneytinu um yfirráð hans yfir starfsliði við flugstjórn á Keflavíkurflugvelli. Helgi Ágústsson vitnaði í þessu sam- bandi til þess, að utanríkisráðuneyt- ið hefði í umsögn til nefndarinnar í vetur heimilað tímabundin störf flugumferðarstjóra úr Reykjavík við skerminn á Keflavíkurflugvelli, að því tilskyldu, að þeir menn heyrðu undir yfirflugumferðarstjórann á Keflavíkurflugvelli. Mbl. tókst ekki í gær að ná tali af flugmálastjóra eða varamanni hans. Sjá miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.