Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1982 29 Bandarísk framleiðslufyrirtæki: Nýta aðeins um 69,8% af afkastagetu sinni Hlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan eftir olíukreppuna á árunum 1974—1975 Bandarísk framleiðslufyrirtaeki nýta í dag aðeins 69,8% af afkasta- getu sinni vegna hins mikla sam- dráttar, sem átt hefur sér stað í efnahagslifi heimsins á undanförn- um misserum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1974, að þetta hlutfall fer undir 70% í Bandaríkjunum, en það fór niður í 68,9% árið 1974 í kjölfar olíukreppunnar. Hlutfallið var 70,4% í maí- mánuði sl. og féll sem sagt um 0,5% í júní, en hlutfallið hefur stöðugt farið minnkandi síðustu ellefu mánuði. Sérfræðingar þykjast hins vegar sjá einhver teikn á lofti um betri tíð í banda- rísku efnahagslífi, a.m.k. í sumar. Það eru þó ekki allir á því máli og benda margir efna- hagssérfræðingar á að atvinnu- leysi í Bandaríkjunum hafi ekki verið meira um áratugaskeið, en nú er um 9,5% vinnufærra manna án vinnu í landinu. Þá hefur verðbólguhráðinn heldur aukizt í landinu síðustu tvo mán- uði eftir að hann hafði verið á stöðugu undanhaldi síðan í haust. Kindakjöt: Birgðir við upphaf sláturtíðar um 1.700 t Heildarframleiðsla á kindakjöti á sl. hausti var 14.224 lestir, þar af var dilkakjöt 12.202 lestir, en á tímabilinu september 1981 til maí í ár hafa verið fluttar út um 1.577 lestir af dilkakjöti, en á sama tíma í fyrra var útflutningurinn 3.461 lest. A síðasta verðlagsári, 1. sept- ember — 31 ágúst, nam útflutn- ingurinn 3.952 lestum, en fyrra verðlagsár voru fluttar út 4.608 lestir. Birgðir í júní sl. voru 4.169 lestir, en á sama tíma í fyrra voru þær 2.852 lestir. Innan- landssala frá 1. september til 31. maí í ár reyndist vera 6.734 lest- ir, sem er um 6,9% meiri sala en á sama tíma í fyrra. Mjög mikil sala var t.d. á dilkakjöti í maímánuði sl., en þá seldust 1.308 lestir innanlands. Mesta mánaðarsala innanlands á síðari árum af dilkakjöti var í maí 1979, en þá seldust hvorki meira né minna en 1.470 lestir. Meðalneyzla á kindakjöti hef- ur verið nokuð breytileg á und- anförnum árum, en íslendingar eiga Evrópumet í kindakjötsáti. Á verðlagsárunum 1977/1978 var meðalneyzla 41,8 kg á íbúa, 1978/ 1979 var hún 48,2 kg, árið 1979/ 1980 um 42,7 kg og á síð- asta ári var hún 43,6 kg. Áætlaður útflutningur á kindakjöti fram til 1. september nk. er 850 lestir, en gert er ráð fyrir að innanlandssalan verði 2.250 lestir. Það er því ljóst, að takist ekki að auka söluna inn- anlands, eða finna markaði er- lendis, þá verða birgðir í landinu af kindakjöti við upphaf slátur- tíðar um 1.700 lestir, þar af um 1.000 lestir af dilkakjöti. Panelofnar kynna nýja gerð ofna með betri varmagjöf Panelofnar hf. kynntu fyrir nokkru nýja gerð ofna hér á landi, sem settir eru í framleiðslu sam- fara því, að fyrirtækið hefur tekið i notkun nýjar fullkomnar vélar til framleiðslunnar. Þessir nýju ofnar eru með betri varmagjöf, en þeir eldri, sem í framleiðslu hafa verið, en þeir eru sérstaklega hannaðir með fullkomnustu varmagjöf í huga, sem þýðir h|marksnýt- ingu orkunnar. Til að nýta þessa möguleika eins og kostur er, hef- ur fyrirtækið keypt tölvu til að stýra framleiðslunni. Með tölvunni á að vera hægt að finna út, hvaða ofn henti bezt fyrir það rúmmál herbergis og það veggrými, sem fyrir hendi er. Ofnarnir eru nú framleiddir að öllu leyti á íslandi, sem er nýjung hjá fyrirtækinu. Stálið er flutt inn í rúllum og ný, sjálfvirk vélasamstæða skilar frá sér heil- um ofnum. Panelofnar bjóða upp á ofna í fimm hæðum og nítján lengdum. Fimm gerðir eru af hverri hæð og alls eru því á boðstólum 475 mismunandi tegundir af ofnum. Þess má geta, að fyrirtækið flutti nýlega í nýtt húsnæði að Smárahvammi í Kópavogi, en það er um 1.000 m\ VEL AÐMERKJA.. UÓSMYNDIN VERÐUR ALDREI BETRI EN FILMUGÆÐIN LEYFA ÞAÐ SEGIR SIG SJÁLFT! HfíNS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTA KODAK Orðsending til GM-bifreiðaeigenda Bifreiöaverkstæði Sambandsins veröur lokaö frá og meö 19. júlí — 17. ágúst, vegna sumarleyfa starfs- fólks, þó veröur annast um uppherslur á nýjum bílum svo og neyöarþjónustu. Sambandiö þjónustumiöstöö Bífreiöaverkstæöi, Höföabakka 9. Sími 85539. vantar þlg góóan bíl? notaður - en í algjörum sérf lokki Já, loksins er hann til sölu. Alfa Romeo Montreal V8. Einstakur alvöru sportbíll meö 235 ha. vél, rafníagnsrúöum og fleira góögæti. JÖFUR HF Nybylavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 Metsolublad á hverjum degi! -----------------------------------------i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.