Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1982 27 Jón Jónsson list- málari - Minning í dag fer fram frá Fossvogskap- ellu útför Jóns Jónssonar, listmál- ara. Hann var fæddur að Rútsstaðasuðurkoti í Gaulverja- bæjarhreppi í Flóa hinn 27. sept- ember 1890. Foreldrar hans voru Guðlaug Gísladóttir, fædd og upp- alin í Villingaholtshreppi, og Jón Guðnason ættaður úr Þingeyjar- sýslu. Jón var yngstur 8 systkina, en þrjú þeirra dóu ung. Sökum fá- tæktar urðu foreldrar Jóns að hætta búskap um aldamótin 1900. Það leiddist Jóni mikið, vissi að það yrði til þess að hann yrði á eilífum flækingi milli bæja, sem og raun varð á. Var hann því oft svangur og illa haldinn. Síðar gátu foreldrar Jóns hafið búskap á ný, er þau fluttust suður í Gaulverjabæjarhverfi og bjuggu í Garðhúsum, þar er kallað tómt- húskot. Þangað kom Ásgrímur bróðir Jóns vorið 1902, en hann hafði verið við listnám í Kaup- mannahöfn. Þar sem aldursmunur þeirra bræðra var mikill og Ás- grímur fór ungur að heiman, kynntust þeir bræður ekki í upp- vexti Jóns. JóN sá hvorki bróður sinn né myndir hans fyrr en hann kom heim frá Kaupmannahöfn. Þá var áhugi Jóns fyrir listmálun þegar vaknaður. Jón vann ýmis störf á yngri ár- um, því það varð að taka þeirri vinnu sem til féll, en þó vann hann mest við byggingavinnu. Árið 1908 byrjaði hann að mála hús og upp úr því fór hann að læra húsamál- un og öðlaðist sveins- og síðar meistararéttindi í þeirri iðn. Á þessum árum jókst áhugi Jóns á listmálun til muna. Notaði hann þá hverja frístund, sem gafst, til að mála myndir. í listmunahúsinu uppá Skóla- vörðuholti var Jón með stórmálur- unum Kjarval og Ásgrími Jóns- syni, þáði hann góð ráð hjá þeim og var mikið með þeim. Einhver besta ráðlegging sem hann fékk hjá Kjarval, að hans eigin sögn, var að hafa alltaf tilbúna liti, málningu og léreft, því eins og Kjarval sagði, „þegar á að fara að mála, þá er ekki tími til að taka þetta til“. Jón fór ætíð eftir þessu heilræði síðan. Ófá voru skiptin, sem Jón fór með bróður sínum Ásgrími að mála, og var hann mikið með hon- um við allar hans sýningar. Svo sterk var löngun Jóns, til að fullnægja listtjáningu sinni, að hann sigldi til Kaupmannahafnar haustið 1919. Þar hitti hann fyrir Ásgeir Bjarnþórsson listmálara, sem kom honum í kynni við ágæt- an kennara, Viggo Brant. Jón var í listaskóla hans í 2 vetur, en kom heim á sumrin. Þar lauk hann öllu sem tilskilið var. Síðan tók hann próf ásamt Guðmundi frá Miðdal uppí konunglega „Akrademíið", fyrir tilstuðlan teiknikennara síns, Viggo Brants. Hann var síð- an í konunglegu akademíunni vet- urinn 1922. Jón kom svo alkominn heim eftir þann vetur, og fór að vinna við húsamálun, því ekki var hægt að lifa á listmálun einni saman. Jóni þótti það mikið hrós er kennari hans í konunglegu aka- demíunni tjáði honum að hann treysti honum fullkomlega til að vinna sjálfstætt eftir veru sína þar. Jón hefur alls haldið 3 sjálf- stæðar málverkasýningar, eina í Bogasalnum og tvær í Ásmundar- sal. Einnig hélt hann sýningu í Kaupmannahöfn ásamt nokkrum öðrum málurum. Á þeirri sýningu fékk hann mikið hrós fyrir myndir sínar. Sýning þessi var síðan flutt í Austurbæjarskólann í Reykja- vík. Á öllum þessum sýningum seldust myndirnar upp. Ég lít svo á, að Jón hafi haft geysimikla málarahæfileika, og ekki síðri en bróðir hans, Ásgrím- ur Jónsson. En hann kvæntist, stofnaði heimili og eignaðist börn og í þá daga var ekki hægt að framfleyta heimili á listinni einni saman. Þar af leiðandi vann hann að húsamálun fram eftir ævinni og hafði listina í hjáverkum. Það var ekki fyrr en á seinni hluta ævinn- ar, að Jón fór að helga sig listinni eingöngu. Hann þáði aldrei styrki frá hinu opinbera, og vildi aldrei sækja um listamannalaun, sem honum var líkt, jafn hógvær og hann var að eðlisfari. Jón var góður maður, hreinskilinn, lítillátur og vildi ekki vamm sitt vita á neinu sviði. Aðstandendum hans sendi ég hlýjar kveðjur. Blessuð sé minning Jóns Jóns- sonar. Guðni Helgason + Þökkum innilega vinsemd og viröingu viö sjúkrabeð, fráfall og útför MARGRÉTARHELGADÓTTUR, Hávallagötu 17. Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og starfsfólki deildar 11 B, Landspitalanum. Kristín Helgadóttir, Gestur Þóröarson, Guörún Helgadóttir, og aörir aöstandendur. LOKAÐ Lokaö eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar INGIMARS HARALDSSONAR, húsasmíöameistara. HURÐIRHF Skeifan 13. Kveðja: Hákon Sœvar Antonsson Fæddur: 10. júlí 1950. Dáinn 13. júli 1982. „Nú legg ég augun aflur ó, (>ud þinn náóarkraftur mín veri vörn í nótt Æ, virst mér ad þér taka, v mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (■óða nótt.“ (Sveinbjörn Kgilsson þýddi) Öllum aðstandendum hans og vinum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Magga 0PNA T0Y0TA G0LFM0TIÐ á Hvaleyrarvelli 24. og 25. júlí. 18 holu flokkakeppni Skráningu lýkur á föstudagskvöld. Sími 53360. DAGSKRA: Laugardag 24. júlí kl. 8.00 • Öldungaflokkur • 1. flokkur • 2. flokkur Sunnudagur 25. júlí kl. 8.00 • Meistaraflokkur • Kvennaflokkur • 3. flokkur Glæsilegir verölauna- gripir Golfklúbburinn Keilir Hafnarfirði Golfklúbburinn Keilir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.