Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1982 - 1982 Unlv«rt»l Pran Svndlcate fyr'ir 22A?" I Ast er... Vr^ ... að taka upp eftirlætis þáttinn hennar, „Löður“. TM Rea U S Pat Otf — all rigms reserved •1982 Loe Angeies Tlmee Syndicete Jæja, þá fór sú sírtasta. Nú verður lífið heldur tilbreytingalaust í ná- inni framtíð! Með morgunkaffinu maöurinn minn, en það er þá bara konan þín! HÖGNI HREKKVÍSI „HV/AR E.R. Sllj NJ/M<5uRtNfJ A1INJN OS HCtFAKJ ?* IOGT og AA: Hafa ekki náð sam- an vegna þröngsýni — en stefna þó Steinar Guðmundsson skrifar 19. júlí: ,VeIvakandi. I sunnudagsþætti þínum er stúfur frá Halldóri Kristjáns- syni, þess eðlis, að ég finn mig knúinn til að lýsa stuðningi mínum við máistað Halldórs. Að mínu viti kemur alltaf betur og betur í ljós hversu heilsteyptur Halldór er í skoðunum sínum á þeim þjóðmálum, sem hann ger- ir að sínum. Að gefnu tilefni lýsir Halldór grobbi yfirlæknis Freeport- spítalans sem mikiili ónærgætni við þá sem í eldi ofdrykkjuvand- ræða standa, því öllum er ljóst, að þótt ofdrykkja sé læknanleg- ur sjúkdómur þá tekst ekki öll- um að ná þeim bata, sem að er stefnt, hvað svo sem Vísis- og Dagblaðsmenn hafa eftir dr. Frank Herzlin í þeim efnum. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eni ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. að sama marki eftir sömu leiðum Og varnaðarorð Halldórs um hörmungar og hugraun, sem verða á vegi ýmissa vegna áfengisáhrifa löngu áður en nokkrum dettur í hug að tala um drykkjusýki, eru orð í tíma töluð, enda tel ég þá, sem nú sinna best íslenskum ofdrykkju- mönnum í raun, vera um of frá- hverfa fyrirbyggjandi aðgerðum í ofurkappi sínu við að styðja þá sem búnir eru að missa fótanna. Og svo birtast bestu menn á síðum Morgunblaðsins, og vitna ég þá í félagana Jóhannes Proppé og Árna Helgason, sem telja umtalsins vert þótt ferða- skrifstofur láti hreinskilnina blakta og feli ekki þær stað- reyndir að áfengi er alls staðar að fá og sortirnar óteljandi og prísarnir líka. Sú ferðaskrif- stofa sem ætlaði sér að fjötra persónufrelsi einstaklingsins yrði varla langlíf, því förukarlar í hamingjuleit mundu snúa sér annað. Að fá tækifæri til að nota dómgreindina til að ákveð sjálf- ur hvað maður lætur ofan í sjálfan sig er svo mikils virði að fyrir því ber að berjast. Tvær stefnur hafa ráðið ofdrykkjuvörnum íslendinga á þessari öld. Önnur er IOGT, hin AA, báðar ættaðar frá Ameríku og kom önnur til Evrópu (Dubl- in) 1868, en hin tók land á sama stað 1946. Þessar tvær stefnur hafa nákvæmlega sama mark- mið og stefna að því eftir ná- kvæmlega sömu leiðum. Mark- miðið er ofdrykkjuvörn, leiðin er mannrækt. Vegna þröngsýni hafa þessar stefnur ekki náð saman, því einn þáttur í upp- byggingu hvorrar um sig hefir magnast og orðið að aðalþætti, með þeim afleiðingum, að aðrir berjast gegn brennivíni, en hinir fara í feiuleik. Obbinn af áhangendum IOGT og obbinn af áhangendum AA nær árangri, en mikill meiri- hluti áfengisneytenda stendur hjá. Markmið frelsingjanna ætti að vera það, að ryðjast inn í rað- ir hinna fordæmu með hlut- lausa, en sanna fræðslu og forð- ast allan sjálfbyrging, því bróð- urkærleikur hverfur um leið og menn tylla sér upp á kassann til að tala. Takist að fá þann sem við vandræði býr til að tileinka sér fræðslu um eðli ofdrykkju, kynni hugarfarsbreyting að sigla í kjölfarið, en þegar lífs- viðhorf breytist fjarlægist óvel- kominn drykkjuskapur. Sjálfur verður maðurinn að ákveða hvort hann drekkur eða ekki — en að fordæma brennivínið er út í hött. Með því að fordæma brennivínið er bara verið að gera fyllibyttunni greiða með því að taka af honum skuldina og skella henni á brennivínið." Þessir hringdu . . . Veðjað um pipar og salt 7476—9047 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er að hringja í þig út af veðmáli okkar vinnufélaganna, sem stendur um það, hvort heldur, piparinn eða saltið, sé haft í borðstaukunum með mörgu götunum á og hvort í þeim með eina gatinu. Getur þú fengið úr þessu skorið, Vel- vakandi góður, og birt svarið í dálkum þínum? Birtið lista yfir tekjur og opinber gjöld alþingsmanna Elín V., Ólafsvík, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Nú höfum við séð í blöðunum nöfn hæstu skattgreiðendanna og sundurliðaðar greiðslu- upphæðir þeirra til ríkis og sveitarfélaga. Ég veit, að ég mæli fyrir munn margra, þeg- ar ég leyfi mér að fara fram á, að birtur verði slíkur listi með nöfnum alþingismanna, tekj- um þeirra og opinberum gjöld- um — og þá má ekki gleyma fríðindunum. Almenningur á heimtingu á að geta gert sam- anburð er þá varðar, bæði að því er snertir eigin tekjur og gjöld, svo og annarra. Þá væri fróðlegt að fá uppbyggilegar umræður um launa- og skatta- mál, þegar sjónvarpið kemur úr fríi, þar sem auðvelt væri að bregða upp tölum fyrir landslýð og koma við hvers kyns samanburði, ekki síst með tilliti til mikillar umræðu nýlega um kjarabaráttu lág- launafólks. Saltstaukurinn meö einu gati Velvakandi hafði samband við Hótel- og veitingaskóla ís- lands. Friðrik Gíslason skóla- stjóri sagði: — Ég þekki ekki annað en að saltið sé haft í stauknum með eina gatinu. Það er að vísu einhver rugling- ur á því á mörgum af þessum smærri veitingastöðum borg- arinnar, því að kokkarnir eru ekkert að gefa þessu gaum sér- staklega, en þjónar sem eru að dekka upp í veislu passa að hafa þetta rétt. Þú getur til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.