Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 Kartöfluuppskera: Góðar horfur ef tíð helzt skapleg FARIÐ er að styttast í það, að nýjar kartöflur komi á markaðinn. Sam- kvæmt viðmælendum Mbl. þá má búast við nýrri uppskeru í öndverð- um ágúst. Ingi Þ. Ingimarsson á Neðri- Dálksstöðum á Svalbarðsströnd sagði, að spretta væri heldur með seinna móti. Það hefði verið kalt framan af vori, klaki fór seint úr jörðu og þurrkar hefðu verið langvarandi. En núna eftir úr- komuna upp á síðkastið hefði all- ur gróður tekið við sér. Engin áföll hefðu verið, það sem af væri. Horfur væru því hagstæðar, ef tíð- væri skapleg í framtíðinni. Það ætti að verða sæmileg af- koma, þótt seint hafi sprottið. Út- litið væri bara sæmilegt. Hörður Júlíusson á Onnuparti í Þykkvabæ sagði ekki vera mikið til svara um það. Sums staðar væri sæmilegt, en misjafnt eftir garðlöndum. Sendin garðlönd hefðu liðið vegna þurrka, svo þau hefðu ekki tekið við sér fyrr en eftir vætuna upp á síðkastið. Ekki hefðu verið áföll á grasi vegna foks. Eitthvað hefði seink- að niðursetningu vegna klaka í jörðu, og þar af leiðandi sprettu líka. Ef hlýindi verða áfram þá megi búast við góðri uppskeru, e.t.v. offramleiðslu í haust. En það þarf ekki nema eina frostnótt í ágúst til þess að eyðileggja það allt saman. Hvellurinn í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN frumsýnir í dag kvikmyndina „Hvellinn“, en mynd- in nefnist á frummálinu „Blow Out“. Myndin er bandarisk og í að- alhlutverkum eru John Travolta og Nancy Allen. I kynningu um myndina segir svo: „Jack Tcrry (John Travolta) er kvöld eitt staddur niðri við á við vinnu sína við að taka upp hljóð næturinnar fyrir kvikmynd, sem hann er að vinna við. Skyndilega sér hann bíl koma að brúnni á miklum hraða. Um leið og bíllinn nálgast brúna heyrist hvellur og bíllinn hverfur í dimma ána. Jack þykist viss um að hafa heyrt byssuhvell um leið og sprakk á bílnum. Hann hendir sér í ána og brýt- ur glugga í bílnum og bjargar þaðan ungri konu að nafni Sally Bedina (Nancy Allen). Það er einnig maður í bílnum, en Jack sér undir eins að hann er látinn. Seinna á spítalanum, sem þau eru flutt til, segir Jack hvað hafði gerst, en lögreglan trúir honum ekki. Honum er sagt að maðurinn sem dó hafi verið upprennandi þingmannsefni." Söguþráðurinn gerist nú æði flókinn og spennandi í framhaldi af þessu er Jack reynir að komast til botns í þessu flókna og dular- fulla máli. Hitabylgja KskirírAi, 21. júlí. MJÖG heitt er í veðri hér austan- lands þessa dagana og má segja að hitabylgja gangi yfir. Hiti hefur verið þetta 16 til 20 stig á daginn, en í dag er heitasti dagurinn og hiti hefur verið 23 til 25 gráður í forsælu. Þessi mikli sumarhiti er ekki á Eskifirði eingöngu á daginn, heldur einn- ig á nóttunni og sem dæmi um það má nefna að á miðnætti í gær var hitinn 19 stig. Notar fólk þessa miklu sumarblíðu til útiveru og má segja að menn komi varla í hús nema brýn nauðsyn sé á. Fréttaritari Einn af starfsmönnum Kvikk sf. við prófanir á hinni nýju kinna- og gelhnrél. Kvikk sf.: Hefur smíðað vél sem klýfur gellur og kinnar frá þorskhausum - ef til vill leið til að auka nýtingu þorsksins verulega, segir Páll Gíslason, vélaverkfræðingur fyrirtækisins FYRIRTÆKIÐ Kvikk sf. hefur nú lokið við smíði á nýrri fiskverkun- arvél, sem gerir það kleift að nýta þorskhausa á annan og betri hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Vélin tekur hausinn og klýfur kinnfiskinn og gelluna frá. Eftir þvi sem bezt er vitað er þetta fyrsta vél sinnar tegundar í heiminum, sem gerir þetta, en áður þurfti að skera kinnfiskinn og gelluna frá í hönd- unum. Að sögn Páls Gíslasonar, véla- verkfræðings fyrirtækisins, hefur vélin að undanförnu verið reynslukeyrð í fiskverkunarhúsi ísbjarnarins á Seltjárnarnesi og reyndist afkastageta velarinnar vera 10 til 15 hausar á mínútu og skurðnýting um það bil 57%. Það er, að 57% af upphafiegri þyngd haussins nýtast sem söluvara. Fulltrúar frá vinnueftirliti ríkis- ins hafa viðurkennt öryggisút- búnað vélarinnar og rannsóknar- stofnum fiskiðnaðarins hefur fylgst með vélinni í vinnslu og gert skýrslu um niðurstöður sín- ar. Þar kemur meðal annars fram, að þessi vél gæti aukið nýt- ingu þorskaflans og þar með þjóðartekjur vegna útflutnings um umtalsverðar fjárhæðir. Páll sagði ennfremur, að á síð- astliðnu ári hefði borizt á land sem svaraði til 78.000 lesta af þorskhausum, þar af hefðu aðeins 34.000 lestir verið hengdar upp til þurrkunar eða um það bil 43%. Útflutningsverðmæti hefði numið nálægt 100 milljónum króna, en aldrei hefði jafnmikið af hausum verið hengt upp. Páll benti á, að eftir þeim heimildum, sem fyrir- tækið hefði um verð á söltuðum gellum og kinnum til útflutnings, væri verðmæti hausanna allt að því eins mikið og ef þeir væru þurrkaðir. Hagkvæmni þess að kljúfa hausana væri þá fyrst og fremst sú, að markaður yrði ör- uggari þar sem flutt yrði út til Suður- og Mið-Evrópu í stað óöruggs markaðs í Nígeríu. Einn- ig bæri að geta þess, að ekki er hægt að þurrka hausa allan árs- ins hring, en með klofningsvél- inni mætti nýta hausa, sem ekki væri hægt að hengja upp og færu því í bræðslu, sem væri mun verðminni verkunaraðferð. Páll taldi rétt að fram kæmi sú skoð- un þeirra hjá Kvikk sf, að líta beri á vélina fyrst og frest tæki, sem gæti aukið nýtingu þorsk- hausa frá því sem nú er, en ekki til að koma í stað þurrkunar. Sem dæmi um þær upphæðir, sem um væri að ræða mætti nefna, að ef aðrar 34 þúsund lestir hefðu verið klofnar með vélinni á síðastliðnu ári, hefði það aukið þjóðarfram- leiðsluna um nálægt 95 milljónir króna. „Fulltrúum fiskverkenda og seljenda hefur verið sýnd vélin í vinnslu og hafa þeir sýnt henni mikinn áhuga. Sýnishorn fram- leiðsunnar hafa verið send hugs- anlegum kaupendum og beðið er eftir viðbrögðum þeirra," sagði Páll. yiLPINE ER TOPPURINN í BÍLr HLJÓMTÆK. BASS TREBlt o n II ™ BAlMfí. FAOfR ‘ «pu D. /*J=*sE /UII O O i~ J Oj s FROG'MEMORY [JFCf . voi i. i. i. i, i. i «... r mi if Mnrwnr^; ir i. inn to« MW l W TUNER yiLPME FRA JAPA Ert þú bíleigandi sem gerir til hljómtækja? ivoer þá er Alpine fyrir þig. Flestir LAMBORGHINI bílar hafa Alpíne hljómtæki H Skipholti 7 símar 20080 — F 26800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.