Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982 „ARAFAT FORMAÐUR VIÐURKENNIR: allar ályktanir Sameinudu þjóAanna varAandi Palestinumilid" — stendur á skjalinu sem Paul McCloskey, repúblikanaþingmaður frá Kaliforníu, áleit í fyrstu að jafngilti formlegri viðurkenningu PLO á tilverurétti Ísraelsríkis. AP-simam;nd. Alyktanir Örygg- isráðs SÞ og afstaðan til PLO ÁLYKTANIR Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna nr. 242 og 338 eni lyk- illinn að afstöðu Bandaríkjanna til PLO, en sú margyfirlýsta stefna er i stuttu máli þessi: „Bandaríkin munu hvorki viðurkenna PLO né eiga samningaviðræður við samtökin á meðan þau viðurkenna ekki tilveru- rétt Ísraelsríkis og fallast á ályktanir Öryggisráðs SÞ nr. 242 og 338.“ Bandaríski fulltrúadeildarþing- maðurinn Paul McCloskey, repú- blikani frá Kaliforníu, sem var viðstaddur þegar Yasser Arafat leiðtogi PLÓ undirritaði yfirlýs- ingu í Beirút sl. sunnudag, þess efnis að PLO viðurkenni allar ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem vörðuðu Palestínumenn. Áheyrnarfulltrúi PLO hjá Samein- uðu þjóðunum, Zehdi Terzi, segir að skjalið sem Arafat hafi undir- ritað í Beirút taki ekki til ályktana 242 og 338, enda er í hvorugri minnzt á Palestínumenn. Ályktun 242 var samþykkt í Ör- yggisráðinu hinn 11. nóvember 1967, að loknu sex daga stríðinu í júní það ár. Þar segir að „réttlátur og varanlegur friður í Miðaustur- löndum skuli grundvallast á brottflutningi ísraelsks herliðs frá þeim landsvæðum araba sem her- numið hafi verið í stríðinu og á viðurkenningu þess að öll ríki í þessum heimshluta skuli ráða sér sjálf, eiga óskoraðan yfirráðarétt á landi og hafa pólitískt sjálfstæði, svo og rétt til að lifa í friði innan öruggra og viðurkenndra landa- mæra.“ Á Palestínuvandamálið er ekki minnzt í ályktun þessari, að öðru leyti en því að kveðið er á um nauð- syn „réttlátrar lausnar flótta- mannavandamálsins." Þótt um- ræddir flóttamenn séu Palestínu- menn sem flúðu land þegar ísra- elsríki var stofnað þar árið 1948 er Palestínumanna ekki getið í álykt- uninni. Ályktun öryggisráðsins nr. 338 kom í kjölfar stríðsins 1973 og fel- ur í sér áskorun um vopnahlé, taf- arlausa framkvæmd á því sem fram kemur í ályktun 242 og samn- ingaviðræður um „réttlátan og varanlegan frið í Miðausturlönd- um.“ Árið 1975 gerði Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ísraelsstjórn grein fyrir því að Bandaríkjastjórn mundi ekki eiga orðastað við PLO, nema samtökin yrðu við þeirri kröfu sem að framan greinir, og sú hefur verið stefna þeirra stjórna sem Bandaríkin hafa búið við síð- an. Hinn nýi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Shultz, sagði fyrir skemmstu: „Palestínu- menn verða að hafa málsvara í þeim viðræðum sem eiga sér stað og PLO kemur til greina í það hlut- verk. Það eru fleiri sem koma til greina." Shultz bætti því við að áð- ur en PLO gæti tekizt á hendur slíkt hlutverk yrðu samtökin að þvo af sér hryðjuverkastimpilinn. Formaður bandarísku sendinefndarinnar: Hvalastofnar minnka þrátt fyrir friðunaraðgerðir Brighlon, 26. júlí. AP. „VIÐ HÖFUM um langt skeið fylgst grannt með ástandi hvalastofna og sáum að þeir voru á undanhaldi þrátt fyrir margs konar jákvæðar að- gerðir af hálfu Alþjóðahvalveiðiráðs- ins,“ sagði John Byrne, formaður sendinefndar Bandaríkjamanna. „Það er augljóst að þessi ákvörðun um algert veiðibann frá og með 1986 kemur illa niður á þeim þjóðum, sem til þessa hafa haft sig mest í frammi í hvalveið- um. Þess vegna var hvalveiðikvót- inn ekki skorinn eins harkalega niður fyrir næsta veiðitímabil eins og farið var fram á.“ Leyft verður að veiða 12.000 hvali næsta veiði- tímabil, en talið var að kvótinn yrði jafnvel skorinn úr 14.000 niður í 10.000 hvali. Japanir hafa látið í það skína, að þeir kunni e.t.v. að draga sig út úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og virða þannig ákvarðanir þess að vettugi. I tilkynningu frá jap- önsku stjórninni er ákvörðun Al- þjóðahvalveiðiráðsins harkalega gagnrýnd. Segir þar ennfremur, að undanfarin ár hafi tilfinninga- leg sjónarmið, sem enga samleið eigi með störfum ráðsins, ráðið ferðinni og loks haft betur þegar gengið var til atkvæða á fundi ráðsins í síðustu viku. Svo að segja hvert einasta dagblað í Japan hefur fjallað um hvalveiðibannið í leiðara sínum og er þar farið hörðum orðum um starf Alþjóðahvalveiðiráðsins og það sakað um að bregðast trausti þeirra þjóða, sem mest eigi undir því. Segja mörg blaðanna enn- fremur, að sjónarmið þjóða, sem aldrei hafi stundað hvalveiðar og séu þar af leiðandi óháð hvalveið- um að öllu leyti, hafi ráðið ferð- inni og það sýni öðru fremur að eitthvað hljóti að vera bogið við starfsemi ráðsins. Friðargöngufólk slapp úr „gæslua Moskvu, 26. júlí. AP. NOKKRUM norrænum konum sem taka þátt í friðargöngunni í Sovét- ríkjunum þessa dagana, hefur tekist að ná tali af nokkrum óbreyttum, sovéskum borgurum. Þykir það mjög í frásögur færandi því að ferðin hefur verið þrautskipulögð af hálfu yfirvaldanna og mest snúist um heimsóknir í verksmiðjur, viðræður við stjórnskipaða friðarsinna og píla- grímsferðir til minnismerkja um síð- ari heimsstyrjöldina. „Vinkonu minni og mér tókst að læðast upp á efstu hæð í einni ríkisversluninni og þar varð fyrir okkur heldur óhrjálegur salur þar sem fjöldi kvenna sat við sauma," sagði ein sænsku kvennanna, en göngufólkið er að þremur fjórðu konur. „Við létum þær fá upplýs- ingar um gönguna og þær virtust mjög ánægðar með að sjá okkur." Friðargangan hófst í Vyborg, sem Rússar tóku af Finnum á sín- um tíma, og lýkur í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Hápunktur hennar átti að vera útifundur í Moskvu en sovésk stjórnvöld leyfðu konunum aðeins að ganga frá járnbrautarstöðinni að hótel- inu og ákváðu sjálf hvenær og hvar skyldi gengið. Sovéskir fjöl- miðlar hafa þagað þunnu hljóði um friðargönguna og finnst kon- unum sem almenningur sýni henni nokkurt andvaraleysi þrátt fyrir nokkur hundruð sovéska þátttakendur sem stjórnvöld hafa látið þeim í té. Mestur tími friðarfólksins hefur farið í heimsóknir í verksmiðjur og stofnanir, viðræður við opin- bera friðarsinna og í að skoða sögulega merkisstaði. Sunnudeg- inum, siðasta deginum í Moskvu, vörðu konurnar öllum í bátsferð eftir Moskvuá. I bítið morguninn eftir fóru þær til Smolensk. Dagblöð á Norðurlöndum hafa gagnrýnt þessa ferð mjög og eru konurnar sakaðar um frámuna- legan barnaskap frammi fyrir rússnesku ritskoðuninni. Sovéskir túlkar hafa t.d. orðið uppvísir að því að falsa orð kvennanna og sem dæmi um það má nefna, að eitt sinn þýddu þeir orðin „stefna Bandaríkjastjórnar" sem „árásar- og heimsveldisstefna Bandaríkja- stjórnar". Ekki síst eru margir landar þeirra æfir yfir að þær skuli hafa neitað að eiga fund með þeim sovéskum friðarsinnum sem ekki eru í náðinni hjá stjórnvöld- um. „Við höfum samúð með þeim en við getum ekki haft samband við þá. Við lofuðum því að gera ekkert nema mótmæla kjarnorkuvopn- um,“ sagði Inga-Brita Melin, ein sænsku kvennanr.a. Afganistan: Norsks blaða- manns saknað ^ <)sló, 26. júlí. Frá fróUaritara Mbl. ÓTTAST er um afdrif norsks blaða- manns, Stále Gundhus, í Afganistan og er talið víst að hann hafi fallið í átökum milli sovéskra hermanna og afganskra skæruliða. Gundhus hefur farið um Afgan- istan í fylgd með skæruliðum og er það hald manna, að hann hafi lát- ið lífið fyrir um mánuði þegar til mikilla bardaga kom milli her- manna úr innrásarliði Sovét- manna og skæruliða. Frétt barst um, að Evrópumaður hefði fallið í þessum átökum og í norska utan- ríkisráðuneytinu er talið, að þar hafi verið um Gundhus að ræða. Stále Gundhus var á sínum tíma í stjórn stúdentasamtaka hægri- manna í Noregi og hefur skrifað fyrir borgarablöðin. Öldrunarráðstefna SÞ hafin í Vín Vínarborg, 26. júlí. AP. FULLTRÚAR frá á annað hundrað ríkjum komu saman við opnun tveggja vikna ráðstefnu um vanda- mál aldraðra. Ráðstefnan er haldin í Vinarborg á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Samkvæmt ýmsum rannsókn- um fer fólki yfir 60 ára örast fjölgandi í heiminum þegar miðað er við ýmsa aldurshópa. Umfjöll- un á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna tekur til fólks sem er komið yfir sextugt, en í einni skýrslunni sem lögð hefur verið fram á ráð- stefnunni í Vín er gert ráð fyrir því að árið 2025 hafi tala fólks yfir sextugu fimmfaldast í veröld- inni, miðað við það sem nú er. Svo sem kunnugt er hefur árið 1982 verið helgað málefnum aldr- aðra, og er ráðstefnan í Vín liður í því sem fram fer á vegum Sam- einuðu þjóðanna af því tilefni. Millisvæðamótið í skák í Las Palmas: Smyslov öruggur Us Palma.s, 26. júlí. AP. VASILY Smyslov, fyrrum heims- meistari, er nú í efsta sæti milli- svæðamótsins í skák í Las Palmas á Kanaríeyjum. Hefur Smyslov hlotið 7,5 vinninga í 10 umferðum. Einni skák er enn ólokið úr 10. umferðinni, viðureign Brasilíu- mannsins Jaime Sunnuye Neto og Lev Psakhis frá Sovétríkjunum. Fór skák þeirra í bið öðru sinni eftir 65 leiki. Næstir á eftir Smyslov koma þeir Zoltan Ribli frá Ungverja- landi, sem er enn ósigraður einn keppenda á mótinu, og Suba frá Rúmeníu með 6,5 vinninga hvor. Tukmakov frá Sovétríkjunum er í 4. sætinu með 6 vinninga og síð- an koma þeir Petrosian, Timman og Larsen með 5,5 vinninga hver, þá Pinter með 5, Bouaziz og Mestel með 4 vinninga, Psakhis með 3,5 og biðskák, Browne og Karlsson með 3 vinninga hvor og Neto rekur lestina með 2,5 vinninga og bið- skák. Við fljúgum með frakt til og frá Kaupmannahöfn 12 sinnum í viku mh (sumar fljúgum við með frakt til 13 borga 61 sinni í viku.Kaupmannahöfn er ein þeirra- Ferðatfðni takmarkar kostnaðarsamt birgðahald. FLUGLEIDIR FLUGFRAKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.