Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982 25 Lltgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. „Flóðgáttir óstjórnarinnaru Ikjölfar kosningaósigurs og versnandi sambúðar á stjórn- arheimilinu hefur Alþýðubandalagið tekið að stíga í vænginn við Alþýðuflokkinn. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, bregst svo við kosningaósigri flokks síns, að krefjast vinstri samfylkingar, undir forystu kommúnista, gegn Sjálfstæðisflokknum. AlþýðubandalagTÓ birtist nú dag eftir dag — í forystugreinum Þjóðviljans — í gervi unga- hænu, sem heimtar Alþýðuflokk og Framsóknarflokk undir vængi sína, eftir að kjósendur hafa reitt af henni stélfjaðr- irnar. Það fer ekki fram hjá neinum, sem fylgist með hræringum íslenzkra stjórnmála, að óformlegar áþreifingar hafa átt sér stað milli A-flokkanna. Þeir biðu sameiginlegt skipbrot í sveitarstjórnakosningunum — og kjósa báðir flest fremur en að ganga til nýrra kosninga á næstunni. Þegar horft er um öxl í íslenzkum þjóðmálum er og skammt í samleiki A-flokkanna. Þeir stóðu saman að póli- tískri herför árið 1978, á hendur þáverandi ríkisstjórn, undir kjörorðunum: „kosningar eru kjarabarátta" og „samningana í gildi“. Þeir vóru báðir viðriðnir misbeitingu verkalýðssam- taka á þeirri tíð, sem endaði í ólöglegum verkföllum og útflutningsbanni á sjávarafurðir. Þeir tvímenntu á sameiginlegum kosningasigri það ár inn í nýja vinstri stjórn. Hvorugur gat að vísu unnt hinum stjórnarforystunnar, en framsóknarmaddaman hljóp þá í skarðið, eins og ævinlega þegar kóróna þarf „vinstra samstarf". Ríkisstjórn sú' sem vinstri flokkarnir þrír mynduðu 1978, var nákvæmlega það stjórnarmynstur, er vakir fyrir Alþýðu- bandalaginu og Svavari Gestssyni nú, ef lasburða ríkis- stjórnin leggur upp laupana. Þessi vinstri samfylking sprakk með miklum látum og leikaraskap 1979, eftir aðeins 13 mán- aða stjórnarferil. Benedikt Gröndal, þáverandi formaður Al- þýðuflokksins, lýsti reynslusögu hennar með þessum orðum: „Þessari ríkisstjórn hefur ekki tekizt að koma sér saman um nein þau meginatriði sem varða stjórnsýslu landsins. Henni hefur ekki tekizt að koma sér saman um úrlausn efnahagsmála, ekki um óðaverðbólgukolldýfurnar og ekki um fjárlög, sem er þó algjört lágmark við stjórnun lands- ins ... Það sem gert hefur verið á ferli þessarar ríkisstjórnar hefur valdið bæði okkur og öðrum stjórnarflokki miklum vonbrigðum." Alþýðublaðið sagði í leiðara í leiðarlok ríkisstjórnarinnar 1979: „Kjarni málsins er sá, að innan núverandi ríkisstjórnar hafa menn ekki einu sinni getað komið sér saman um sam- eiginlega skilgreiningu á eðli vandamálanna. Menn tala þar ekki sama tungumálið, þegar fjallað er um efnahagsmál. Þar togar hver í sinn skækil ...“ Enn sagði Alþýðublaðið: „Óðaverðbólgan á íslandi, sem nú er fimmföld á við það sem gerizt í viðskiptalöndum okkar, er búin til í fjármálaráðuneytinu," en þar réði Tómas Árnason, núverandi verðlagsmálaráðherra, húsum. „Þetta er gert með pólitískum ákvörðunum meirihluta Alþingis og ríkisstjórn- ar. Verðbólgan á íslandi er ríkisfjármögnuð. Ef ekki verður þegar í stað skrúfað fyrir þessar flóðgáttir óstjórnarinnar munu allar svokallaðar viðnámsaðgerðir ... renna út í sand- • _ U ínn. Þannig lýsir einn samstarfsaðilinn stjórnarferlinum. Þetta var samskonar stjórnarmynstur og óformlegar áþreif- ingar eiga sér nú stað um, hvað sem úr verður. Það er þessi „uppákoma", sem Svavar Gestssonar eygir, ef fjarar undan núverandi ríkisstjórn, til að viðhalda ráðherrasósíalisma Al- þýðubandalagsins, án þess að þurfa að leggja hann undir almannadóm í snemmbornum kosningum. Það er ómaksins vert fyrir þjóðina að kalla fram í huga sínum reynsluna af 13 mánaða „vinstri stjórn“ 1978—1979, sem fyrrum formaður Alþýðuflokksins sagði réttilega hafa valdið „miklum von- brigðum". Vel heppnaður flugdagur á Akureyri um helgina Flugáhugamannarélag á Akureyri hélt NÍðastliðinn laugardag „flugdag ’82“ og tókst hann með ágætum þótt rignt hafi eftir hádegið. Mikill fjöldi smá flugvéla sótti „flugdaginn" og mikill fjöldi fólks kom tii þess að horfa á. Varnarliðið sendi bæði Hercu- les-tankvél og þyrlu á staðinn og Landhelgisgæzlan sendi TF-RÁN sem m.a. var notuð til þess að sýna fallhiíf- arstökk og stukku fallhífastökkvarar úr henni og niður á flugvöllinn. Varnarliðið sýndi björgun, hífði menn upp í þyrlu sína og ennfremur var sýnt flug á svifdreka sem búinn var vél. Allmargar svifflugur sýndu flugleikni sína. I dagskrárlok „flugdagsins" voru flugvélar og tækjabúnaður til sýnis fyrir almenning^jg sýndu margir áhuga á að skoða flugvélar og tæki. Flugdagurinn er haldinn árlega. í fyrra var hann haldinn á Selfossi og þar áður í Reykjavík. Að þessu sinni voru það eins og áður segir flug- áhugamenn á Akureyri sem gengust fyrir deginum. Samkvæmt upplýs- ingum Mbl. var vel að flugdeginum staðið öllum aðkomumönnum á flugvélum var boðið í kaffi og máls- verð um kvöldið í Sjallanum, þar sem stiginn var dans fram eftir nóttu. Flestir þeir sem tóku þátt í „flugdeginum" og voru aðkomnir, gistu á Akureyri um nóttina og héldu á brott á sunnudeginum. Fólk skoðar þyrlu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli Fallhífarstökk á Akureyri. Flugvélar sem þátt téku f „ftagdeginum *82„. Yflr flýgur Hercules frá varnarlið- inu. Ljóm. Árni Sæberg. Síkorsky-þyrla Landhelgisgæzlunnar TF-RÁN Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.: Aðild að alþjóðahvalveiðiráð- inu gengur kaupum og sölum EINS og fram hefur komið í fréttum samþykkti alþjóðahvalveiðiráðiö alls- herjarbann við hvalveiðum frá og með árinu 1986 á fundi sínum, sem lauk nú um helgina. Þá voru einnig samþykkt- ir veiðikvótar fyrir næsta ár. í íslands hlut komu 167 langreyðar í staö 194 nú. Þá var hrefnuveiðikvótinn við ís- land skorinn niður um 20 dýr, úr 320 í 300, en sá kvóti skiptist milli íslend- inga og Norðmanna. Á hinn bóginn var samþykktur sami hámarksafli af sandreyði eða 100 dýr. Þá var heild- arkvoti hvalveiða i heiminum lækkað- ur talsvert. Morgunblaðið ræddi við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra Hvals hf., sem sæti átti á fundi alþjóða- hvalveiðiráðsins: „Ég sé ekki fram á annað en að íslendingar verði að mótmæla þessari samþykkt alþjóða- hvalveiðiráðsins og fylgja þannig væntanlegu fordæmi Japana og Norðmanna og annarra hvalveiði- ríkja, annars leggjast hvalveiðar hja okkur niður innan þriggja ára. Þessi samþykkt er fullkomlega í mótsögn við stofnskrá alþjóða- hvalveiðiráðsins, en þar segir að stuðla skuli að því að vernda hvala- stofna og byggja upp veiðar í sam- ræmi við vísindalegar rannsóknir," sagði Kristján meðal annars. „Þetta virkar nú þannig að hvalfriðungarnir eru komnir með fulltrúa í vísindanefndina eins og í hvalveiðiráðinu. Þar leggja þeir til fáránlega lága kvóta eða algjört bann við veiðum og rökstyðja það með því að upplýsingar um stofn- stærðir vanti og ýmsu fleiru, sem varla er hægt að segja að eigi sér visindalega stoð. Með því tekst þeim að skera niður kvótana og draga úr veiðunum. Með svona vinnubrögð- um er hreinlega verið að eyðileggja alþjóðahvalveiðiráðið og sem dæmi um ástandið má nefna að nú gengu inn 9 ríki og ekkert þeirra stundar hvalveiðar. Þessi ríki eru Egypta- land, Antigua og Barbuda, Belize, Costa Rica, Vestur-Þýzlaland, Kenýa, Mónakó, Filippseyjar og Senegal. Fulltrúar sumra þessara ríkja eru alls ekki íbúar í þeim, heldur búa til dæmis þrír þeirra í Flórída og einn í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Það virðist því vera að aðild að hvalveiðiráðinu gangi kaupum og sölum og með slíkri hegðun eru friðunarsinnar að eyðileggja hvalveiðiráðið. Því er það ekki óeðlilegt að samþykktum þess sé mótmælt af hvalveiðiþjóðunum, því með því að mótmæla eru við- komandi þjóðir ekki bundnar af við- komandi samþykktum ráðsins. Ef þessu heldur fram sem horfir væri ekkert óraunhæft að fara þess á leit við ríkisstjórn Mónakó, að hún lánaði eitt rúlettuborðið úr spilavít- inu í Mónakó svo meðlimir alþjóða- hvalveiðiráðsins gætu spilað um veiðikvótana á þann hátt og yrðu þá öll störf ráðsins einfaldari í sniðum á eftir,“ sagði Kristján. Önnur tveggja Júmbóþota Cargolux. Cargolux hefur náð samkomulagi við stéttarfélögin um tilhögun niöurskurðar: Bjartsýnni á framhald- ið eftir endurfjármögn- un Júmbóþotanna segir Einar Ólafsson, forstjóri félagsins fremur til fleiri deilda félagsins, sagði Einar Ólafsson ennfremur. „OKKUR hefur nú tekizt að fjár- magna báðar Boeing 747, Júmbóþot- ur félagsins í japönskum yenum á föstum vöxtuiu, en fjármögnun þeirra hefur verið okkur mjög erflð á undanförnum misserum, þar sem míkill hluti lánanna hefur verið í dollurum á háum vöxtum. Þetta ásamt ýmsu öðru gerir okkur því mun bjartsýnni á framhaldið,” sagði Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux, í samtali við Mbl., en eins og kunnugt er hefur félagið átt í nokkrum rekstrarerflðleikum að undanförnu. Einar Ólafsson sagði, að hin nýju lán væru til langs tíma með 9,1% og 9,3% vöxtum, en dollara- lánin hafa verið með um 20% vöxtum síðustu misserin.—Þessi breytta fjármögnun breytir okkar stöðu því gífurlega til betri vegar, sagði Einar ennfremur. —Við náðum síðan samkomu- lagi við stéttarfélögin um hvernig haga beri málum í sambandi við uppsagnir og fleira. Þar er gert ráð fyrir, að niðurskurður starfsmanna yrði takmarkaður við 115 manns í stað 150 eins og Einar Olafsson, forstjóri Cargolux. talað hafði verið um. Síðan koma til ýmsar hliðarráðstafanir, m.a. í formi launalækkunar í ákveðinn tíma, eða nokkurs konar lán í sex mánuði sem er hlutfallslegt eftir launum starfsmanna. Viðhaldsdeild félagsins verður mest fyrir barðinu á þessum niðurskurði, en hann nær enn- Einar Ólafsson sagði aðspurður, að væntanlega þyrfti ekki að leggja annarri Boeing 747, Júmbó- þotu félagsins, eins og rætt hefur verið um, en hins vegar hefði verið ákveðið að leggja einni DC-8-þotu félagsins tímabundið. Það má hins vegar gera ráð fyrir minni umsvif- um með Júmbóþotunum í sumar, en við gerum ráð fyrir, að ástandið skáni með haustinu. Júmbóþot- urnar fljúga tvö flug á viku til Austurlanda fjær og tvö flug á viku vestur um haf, en síðan koma til ýmis konar verkefni fyrir Átt- urnar, sagði Einar Ólafsson. Einar Ólafsson sagði ennfrem- ur, að væntanlega myndi Cargolux taka að sér flutninga á pílagrím- um frá Nígeríu til Saudi-Arabíu, en gert væri ráð fyrir, að þeir flutningar hæfust 28. ágúst nk. Þar er gert ráð fyrir flutningi á um 13 þúsund pílagrímum og það tekur þrjár vikur að flytja hópinn til Saudi Arabíu og sama tíma til baka með vikuhléi á milli, sagði Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux að síðustu. VEIÐIN hefur gengið vel í Norð- urá og Elliðaánum, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Friðrik Stefánssyni, fram- kvæmdastjóra Stangaveiðifélags Reykjavíkur í gær. Sagði Friðrik að veiðin í Norðurá hefði dottið niður í um 2 daga í vatnavöxtun- um miklu fyrir síðustu helgi, en menn hefðu ekki látið það á sig fá, en áin óx mjög mikið eins og aðrar ár í Borgarfirði. Nú hafa veiðst yfir 8 laxar í Norðurá. Enn er góð laxaganga í Elliða- árnar og hafa þar nú veiðst nokkuð yfir 600 laxar, en tæp- lega 3.000 fiskar hafa gengið í gegnum teljarann, sem er um 900 löxum fleira en á sama tíma í fyrra. Einnig er veiðin í ár betri en í fyrra, þó hún hafi byrj- að seinna en þá. í fyrra hagaði þannig til að veiðin byrjaði vel, en minnkaði eftir því sem á sumarið leið. í ár tóku árnar seint við sér, en síðan hefur veið- in verið góð og göngur tíðar. Tregt í Grímsá Enn er veiðin treg í Grímsá í Borgarfirði og hafa þar nú veiðst á milli 250 og 260 laxar, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í veiðihúsinu við ána. Nú eru útlendingar að veiðum í ánni, en þeir eru þeir síðustu sem þar verða í sumar, því um mánaðamót taka íslendingar við. Töluvert af fiski hefur sést í Grímsá, en hann er smár og tek- ur illa. Foráttuvöxtur hljóp í ána fyrir helgi, eins og aðrar ár í Borgarfirði og víðar, og var Grímsá óveiðandi um tíma. Tæplega 600 úr Laxá í Aöaldal í Laxá í Aðaldal hafa nú veiðst tæplega 600 laxar, en þar er blíð- viðri þessa dagana og var 25 stiga hiti þar í gær. Síðasta „holl“ sem veiddi í ánni fékk 72 laxa, og er það með því besta sem verið hefur, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk við ána. Stærsti laxinn sem veiðst hefur vó 27 pund, eins og frá hefur ver- ið skýrt. Laxinn hefur verið heldur vænn, en nú er smálax farinn að ganga og veiðast nú margir fiskar af stærðinni 5 til 8 pund. Milli 30 og 40 í Lýsu Á milli 30 og 40 laxar hafa veiðst á vatnasvæði Lýsu, sam- kvæmt heimildum Mbl., og í fyrradag veiddust 7 laxar á svæðinu. Hafa flestir laxanna veiðst í Vatnsholtsá, á stað sem kallaður er Hópið, en einnig hef- ur fiskur fengist neðan Lýsu- vatns. 10 stengur eru á þessu svæði, en þar er mikil silungs- veiði og er það aðallega bleikja sem veiðist, en hún er heldur smá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.