Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982
31
Hörkuspennandi og jöfn keppni
var í öllum flokkum í íslands-
meistarakeppninni í hjólreiðum
sem fram fór um helgina. Þrátt
fyrir að þeir sem lengst hjóluðu
færu yfir 100 kílómetra voru það
sekúndurnar sem endanlega
réðu úrslitum.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Karlaflokkur (17 ára og eldri). Hjól-
að var Hafnarfjörður — Keflavík
— Sandgerðishringurinn — Hafn-
arfjörður, sem er 105 km:
1. Helgi Geirharðsson (Peugeot),
2:57,37
2. Einar Jóhannesson (Colner),
2:57,42
3. Frosti Sigurjónsson (Schauff),
3:10,58
Unglingaflokkur (15—16 ára). Hjól-
að var Hafnarfjörður — Keflavík
— Hafnarfjörður sem er 78 km:
1. Hilmar Skúlason (Motobecane),
2:09,35
2. Sigurgeir Vilhjálmsson (Kalk-
off), 2:09,36 (sjónarm.)
3. Sigurjón Halldórsson (Colner),
2:09,36
Drengjaflokkur (13—14 ára). Hjól-
að var frá Keflavík til Hafnar-
fjarðar:
1. Ingólfur Einarsson (Motobec-
ane), 1:10,14
2. Guðmundur Erlendsson (Moto-
becane), 1:23,40
Mót kaþólskra Norðurlandamanna
Kétt innan við hundrað kaþólskra
manna frá Norðurlöndum og Ham-
borg eru nú saman komnir i Keykja-
vík á móti, sem ber heitið „Rætur og
markmið". Hópur kaþólskra Islend-
inga tekur einnig þátt í mótinu.
Fluttir hafa verið fyrirlestrar og
fjallað um efni þeirra í starfshópum.
Hafa menn reynt að gera grein fyrir
samhengi milli liðinnar tíðar og þeim
vandamálum, sem helst steðja að
kristnum mönnum á okkar tímum. Er
mótið haldið í Háskóla íslands, og
lýkur því á föstudaginn kemur.
A laugardag var farið í ferðalag
um Þingvelli, Gullfoss, Geysi og
Skálholt. Naut hópurinn leiðsagnar
Heimis Steinssonar á Þingvöllum.
Aðalviðburður mótsins var há-
messan í Kristskirkju í Landakoti á
sunnudag, þar sem Frehen biskup
veitti tveimur ungum mönnum
djáknvígslu. Þar með voru þeir
teknir í tölu þjóna kirkjunnar, og
eiga þá prestvígsluna eina eftir
þangað til þeir mega syngja messu.
16 prestar tóku þátt í athöfninni
með biskupi og auk þeirra O’Fiaich
kardináli, erkibiskup í Armagh og
æðsti yfirmaður kirkjunnar á írl-
andi, svo og Majdanski biskup í
Stettin í Póllandi. í tilefni af mót-
inu, og djáknavígslunni bárust ýmis
heillaskeyti, m.a. frá Jóhannesi Páli
II páfa og forseta íslands Vigdísi
Finnbogadóttur. Forsetinn var
viðstaddur setningarmessu mótsins
ásamt Pétri Sigurgeirssyni biskupi
og konu hans.
Síðdegis sunnudag flutti O'Fiaich
kardináli fyrirlestur um ferðir
írskra munka og trúboð þeirra á
miðöldum. En kardinálinn er sér-
fræðingur í kirkjusögu. Gerði hann
grein fyrir hinum miklu áhrifum,
sem írskir munkar hafa haft á meg-
inlandi Evrópu. Hvað samband
þeirra við ísland snerti, sagði hann,
að ekki væri unnt að efast um, að
írskir munkar hefðu einnig verið á
íslandi. Hefðu þá Norðurlanda-
menn haft meiri áhrif á írlandi á
víkingatímanum en írar á íslend-
inga. Þeir hefðu margir setzt að,
stofnað til borga og haft sín áhrif
þar á þjóðlíf, og ekki hvað sízt á
tungumálið. Enda ætti finna þar
fjölda staðaheita, sem óvefengjan-
lega væru af norrænum rótum
runninn, svo og önnur orð jafnvel í
gelísku. Halldór Laxness var einnig
einn af ræðumönnum mótsins.
Sagði hann af Maríusögu, þessum
dýrgrip fornbókmenntanna, sem
svo lítið hefur verið hirt um hér á
landi.
Mótið er enn ekki nema hálfnað.
Að sögn Torfa Ólafssonar hefur það
engu að síður borið góðan árangur.
Ekki aðeins hvað varðar nærveru
Andans. Heldur einnig á vettvangi
mannlegra samvista og gagnlegra
kynna þessa fólks frá hinum norð-
lægari löndum.
20 keppendur mættu til keppni í
slæmu veðri en keppnin fór þó vel
fram í alla staði að sögn Guð-
mundar Jakobssonar, varafor-
manns Hjólreiðafélags Reykjavík-
ur.
Keppt var um farandbikara frá
Erninum, Mílunni og Hjólreiðafé-
lagi Reykjavíkur. Guðmundur
vildi koma þakklæti á framfæri
við lögregluna í Keflavik og Hafn-
arfirði svo og Vífilfell hf. fyrir
góða aðstoð.
Frá djáknavígslu í Kristskirkju í Landakoti á sunnudaginn var. Ágúst Eyjólfsson prestur og Hinrik Frehen biskup
standa fyrir framan vígsluþegnana, þá Hjalta Þorkelsson og Jacques Rolland. l.jósm. \k-x su-mon
Kaþólska kirkjan á íslandi:
Helgi Geirharðs-
son Islandsmeist-
ari í hjólreiðum
í HiTfl QG Þiltm 0flG5iH5
•iSSjsíS?
vsr
só.
3<°
^ 'SS.XS hr-
• 4<tH t‘ v\t
a
S
\/x
^ o
*•*
S
'V.V„
s,
rr>?<
fikr ' "