Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982
3
Taldi eðlilegt að ráða
hæfan mann af svæðinu
— segir ráðherra um ráðningu vitavarðar á Galtarvita
„RÁÐHERRA hefur skipunarvald í
þessum málum og ég var búinn að
ákveúa það, að ef hæfir menn af
svæðinu sæktu um stöðuna, þá
myndu þeir ganga fyrir. Það er rétt
að vitamálastjóri mælti með að Stef-
áni Stefánssyni yrði veitt staðan, en
er ég bað hann að kanna hvort hæfir
menn af svæði hefðu sótt um kom
það í Ijós að tveir hefðu sótt um og
hann teldi þá báða hæfa til starfsins.
Því tók ég þann kost að ráða Kjart-
an G. Karlsson, skipstjóra og konu
hans,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, samgönguráðherra, í
samtali við Morgunblaðið er hann
var spurður um ástæður veitingar
stöðu vitavarðar á Galtarvita.
Steingrímur sagði ennfremur,
að þar sem Kjartan hefði bæði
verið vélstjóri og skipstjóri í mörg
ár væri hann því vel fær um vél-
gæzlu og þekkti vel þær hættur,
sem þarna væru í kring og væri
það mjög mikilvægt. Hann teldi
því eðlilegt að ráða mann af svæð-
inu sem væri hæfur til starfans.
Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneyti:
Viðræður um Keldnaland
„VIÐ GERÐUM þeim grein fyrir
stöðu málsins, og voru undirtektirn-
ar þokkalegar,“ sagði Davið
Oddsson borgarstjóri í samtali við
Morgunblaðið, en sl. miðvikudag
var haldinn fundur þar sem kaup
borgarinnar á hluta Keldnalands
voru rædd. Á svæðinu við Grafarvog
verður næsta byggingarsvæði
Reykjavíkurborgar, en hluti þess
svæðis er í eigu tilraunastöðvarinnar
að Keldum.
Fundinn sátu af hálfu borgar-
yfirvalda Davíð Oddsson borgar-
stjóri, Þórður Þ. Þorbjarnarson
borgarverkfræðingur og Björn
Friðfinsson fjármálastjóri borg-
arinnar, en af hálfu menntamála-
ráðuneytisins sátu fundinn Ingvar
Gíslason menntamálaráðherra,
Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri
og Árni Gunnarsson deildarstjóri.
Manhattan
boðið upp
Skemmtistaðurinn Manhattan í
Kópavogi var boðinn upp fyrir rúmri
viku og sagði Ólafur St. Sigurðsson
fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi að
um 162 þúsund hefðu fengist fyrir
innréttingar staðarins og annað það
sem upp hefði verið boðið, en það
nemur um eða innan við 10% af upp-
hæð krafna í þrotabúið, að því er
Ólafur taldi.
Sagði Ólafur að stærstu hiutirn-
ir sem upp voru boðnir hefðu verið
loftræstikerfi staðarins og inn-
réttingin, en hún var boðin upp í
hlutum. Sagði Ólafur að margir
hefðu boðið í innréttingarhlutana,
en einn aðili hefði fengið þá flesta
keypta.
Davíð sagði að farið hefi verið
yfir málið og lögð hefði verið
áhersla á að það yrði að gagna
hratt fyrir sig. Sagði hann að
næsti fundur yrði að líkingum
haldinn í byrjun ágúst.
Valtýr Pétursson
Valtýr sýnir í
Þrastarlundi
VALTÝR Pétursson listmálari
opnar í dag sýningu í Þrastar-
lundi.
Á sýningunni eru 28 olíumál-
verk, öll ný. Ber mest á mynd-
um frá höfninni, en einnig eru
þar landslagsmálverk.
Sýning á verkum Valtýs er
orðin árlegur viðburður í
Þrastarlundi, þar sem þetta er
níunda árið í röð, sem hann
sýnir þar.
Sýningin verður opin í hálf-
an mánuð.
Flak flugvélarinnar TF-RAF á slysstað. Ljósm. dv Hjamk-ifur
Flugvél brotlenti við bæ-
inn Múlakot í Fljótshlíð
EINSHREYFILS flugvél TF-RAF
brotlenti við bæinn Múlakot í
Fljótshlíð um helgina. Tveir menn
voru í flugvélinni, flugmaðurinn sem
slasaðist mikið og 12 ára sonur hans
sem slapp að mestu án meiðsla. Að
sögn sjónarvotta var það þó mesta
mildi að ekki fór verr.
Slysið bar að með þeim hætti að
flugmaðurinn, sem er flugvirki,
var að undirbúa lendingu á flug-
brautinni við Múlakot um kl. 20 á
laugardag, þar sem hann ætlaði að
taka skoðun á flugvél sem er þar á
flugvellinum. Það var vestanátt,
hann flaug undan vindi til austurs
yfir brautina. Þegar hann var
kominn yfir flugbrautina tekur
hann krappa beygju og þegar
hann er að rétta vélina af úr
beygjunni skellur hún til jarðar.
Flugvélin kom niður á vinstra
vænginn og á nefið. Flugvélin, sem
er gömul bresk herkennsluvél, er
talin gjörónýt.
INNLENT
Þeir sem í vélinni voru fluttir á
gjörgæsludeild Borgarspítalans en
munu ekki vera í lífshættu. Flug-
maðurinn slasaðist mikið, hann er
illa brotinn á báðum ökklum,
handleggsbrotinn, með skaddaða
hryKRjarliði, brotin andlitsbein og
mikið skorinn í andliti. Strákur-
inn er hins vegar aðeins marinn
og þykir það mesta mildi að hann
skyldi sleppa svo vel og er því
þakkað að hann var bundinn niður
í sætið með axlarólum en höggið
var það mikið að ólarnar slitnuðu.
Viktoría ísaksen var vitni að
slysinu og sagði hún svo frá í sam-
tali við Mbl. í gær. „Ég var stödd í
sumarbústað þarna rétt við
flugbrautina og sá þegar flugvélin
kom yfir skógræktargirðingu sem
þarna er, tók krappa beygju og
náði sér ekki út úr henni, steyptist
niður og hvarf. Okkur brá að
sjálfsögðu mikið og áttum við von
á hinu versta, en sem betur fer
sluppu þeir betur en á horfðist í
fyrstu. Fyrsta hugsunin var síðan
að kalla á hjálp. Eg tel það krafta-
verki næst að ekki fór verr.“
Hreindýraveiðar
engin hlunnindi
meðan ekki má
selja veiðileyfi
— segir Vilhjálmur Snædal á Skjöldólfsstöðum
Morgunblaðið/ Kristján Kinarsson.
í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir vió undirgang undir Vesturlandsveginn skammt ofan vió
Nesti á Ártúnshöfóanum, á mótum Breiðhöfóa og nýs vegar upp á Ártúnsholtið. Af þessum sökum
var lögð lykkja á veginn svo umferóin héldi áfram að rúlla, eins og ekkert hefði í skorist. Myndin
sýnir verksummerki. í forgrunni er Nesti, en bifreiðarnar eru allar nema ein á leið úr bænum.
„ÞAÐ ER út í hött að tala um það að
hrcindýraveiðar séu einhver hlunn-
indi eins og málum er háttað nú.
Jökuldalshreppur hefur leyfi til að
veiða 75 dýr og samsvarar það cinu
dýri á bæ. Miðað við það hve erfitt
er að sækja þetta er hreindýrakjötið
einhver dýrasti fáanlegi matur hér á
landi, það er mergurinn málsins,“
sagði Vilhjálmur Snædal á Skjöld-
ólfsstöðum á Jökuldal í samtali við
Morgunblaðið, en þar hafa menn
óskað að fá að selja leyfi til hrein-
dýraveiða, en ekki fengið.
Vilhjálmur sagði ennfremur að
ef tala ætti um hlunnindi væri
eina leiðin að menn fengju að selja
veiðileyfin í stað þess að veiða
dýrin sjálfir með ærnum tilkostn-
aði. Með sölu leyfanna fengjust
tekjur til bænda og jafnvel tekjur
til frekara eftirlits. Þá væri það
ljóst að óopinber sala veiðileyfa
hefði lengi viðgengizt. Það gæti
hver sem er fengið einhvern til
þess að veiða dýr fyrir sig og
hvergi kæmi fram opinberlega
hvernig slík mál væru gerð upp.
Því væri það skoðun sín að nær
væri að ganga hreint til verks og
selja leyfin opinberlega. Þá bæri
þess að geta þegar talað væri um
hlunnindi að það væru á milli þrjú
og fjögur þúsund dýr á landinu og
þau lifðu auðvitað á landi viðkom-
andi bænda.
„Með því að fá að selja leyfin
gæti komið til einhver hagnaður
til bænda og sömuleiðis væri hægt
að auka eftirlit og koma skipulagi
á veiðarnar. En menn eru tregir
til að breyta og líklega veldur
íhaldssemi því að þetta fæst ekki í
gegn,“ sagði Vilhjálmur.
Líkt
veðurlag
áfram
Á Veðurstofunni fengust þær
upplýsingar hjá Trausta Jónssyni
veðurfræóingi, að veðurfar yrði
líkt og verið hefur.
„Bleyta af öllum tegundum
hér sunnanlands nema snjó-
koma. Henni er ekki spáð.“
Skýjuðu fyrir norðan sums
staðar. Á hádegi var hiti um 26
stig í Vopnafirði og 23 stig á
Raufarhöfn. Líklega myndi
eitthvað kólna fyrir norðan.
Hiti yrði um 18—20 stig í stað
24—26 stiga hita, svo sem verið
hefði norðaustan lands. Syðra
yrðu litlar hitabreytingar. Hit-
inn yrði þetta 11—13 stig.