Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982 4 1 „Að banna aðflutning bifhjóla mundi að sjálfsögðu koma í veg fyrir bifhjólaslys, en það væri svipað og að skera nefið af sjúklingi, sem leitaði sér lækningar við nefrennsli." Undrandi á salti og pipar 1021—0454 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Þetta gekk al- veg fram af mér sem ég las í dáikun- um hjá þér um saltið og piparinn. Ég er nú að verða fimmtug og gekk á húsmæðraskóla í Danmörku í gamla daga og mér var kennt þetta þveröfugt, sem sé að saltið ætti að vera í stauknum með mörgu götun- um, en piparinn í þeim með eina gatinu. Og svoleiðis hef ég haft það alla tíð. Ég var svo hissa, að ég greip símann. Mér fyndist fróðlegt að fá að heyra í fleirum um þetta mál, þó að þarna væru á ferðinni mætir og vísir menn. Ég á svolítið erfitt með að kyngja þessu eftir allan þennan tíma, því að það eru meira en þrjá- tíu ár síðan ég lærði þetta. kurteisi og ekki sé leitað á neinum, hvorki börnum né fullorðnum, nema starfsfólkið hafi sönnun eða að minnsta kosti vel rökstuddan grun um að viðkomandi hafi hnupl- að í versluninni og ætii ails ekki að greiða fyrir vöruna. Og þá er ekki um það að ræða að taka fólk fyrir fyrr en það er komið fram hjá kass- anum. Fyrirspurnir til vegagerðarinnar Jóna Bjarnadóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Hvenær stendur til að ljúka við lagningu varaniegs slitlags á veginn fyrir Hvalfjörð? Hefur Suðurlandið al- gjöran forgang í vegamálum, þar sem búið er að gera varanlegan veg langt upp á Skeið? Leiðinleg fram- koma og hæpin uppeldisaðferð Ouðrún Sigurðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að orða við þig mál, sem mér finnst vera orðið áberandi og leiðinlegt í þessum stærri verslun- um, t.d. í Hagkaupum og Glæsibæ. Ég ætla að skýra þetta með dæmi: í gærkvöldi (22. júlí) fór sonur minn, sem er ellefu ára gamall, ásamt félaga sínum og jafnaldra inn í Hagkaup. Sonur minn er með poka sem hann fer með í töskugeymsluna og biður fyrir þar, eins og sjálfsagt er. Þá segir konan við þá: „Ég vona að þið stelið engu hér.“ Þeir urðu sem von var hálfhvumsa við þessa kveðju konunnar og enn frekar þeg- ar hún bætti við: „Það er í lagi, farið inn, við leitum á ykkur, þegar þið farið út.“ Ég hef oft verslað þarna og þetta hefur aldrei verið sagt við mig. Ég hugsa að fullorðnu fólki sé ekki boðið upp á slík ávörp. Mig grunar það. Én svo er ætlast til að börnin séu ákaflega kurteis. Er þetta ekki dálítið leiðinleg fram- koma við börn og vafasöm uppeldis- aðferð? Ég hef innrætt mínum börnum að koma kurteislega fram og hef aldrei orðið þess vör að þau hnupluðu neinu. Ég hef sjálf horft á það niðri í Glæsibæ, að krakkar hafa verið teknir og leitað á þeim inni í versluninni, án þess að nokkuð fyndist á þeim. Ég viðurkenni, að búðarhnupl er erfitt vandamál að eiga við en það er lágmarkskrafa, að á þessum málum sé tekið af fyllstu Undantekning að heyra kristi- legan söng Inga Traustadóttir í Vestmanna- eyjum hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langaði aðeins til að argast svolítið út í Ríkisútvarpið og þakka henni Sigríði sem skrifaði í Velvakandadálkinn 20. júlí. Það á víst að heita svo, að við búum hér í kristnu landi og allir íslendingar séu kristnir, eða að minnsta kosti yfirgnæfandi meirihluti þeirra. Ég hluta mikið á útvarpið eins og aðrir landsmenn, og þess vegna er manni ekki sama hvernig dagskránni er skipað. Nú virðist aðallega vera hugsað um sinfóníuunnendur og poppara. Það er t.d. hrein undan- tekning að þar gefi að heyra kristi- legan söng. Hvernig væri að við, sem höfum áhuga á kristilegri tón- list, fengjum a.m.k. eitt lag á morgnana og eitt eftir hádegi? Væri það til of mikils mæist? Þessir hringdu . . . GRJÓTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA KVORT KÝST ÞÚ GAT EÐA GRIND? BIFREIÐA SKEMMUVEGI 4 K0PAV0GI SIMI 7 7840 Kverkstæðið nastós Eigum á lager sérhannaðar grjót- grindur á yfir 50 tegundir bifreiða! Ásetníng á stadnum SÉRHÆFÐIRIRAT 06 Nýju Polaroid 640 og 660 myndavélarnar meö sjálfvirku leifturljósi, tryggir rétta blöndu af dagsbirtu og leifturljósi hverju sinni — úti sem inni — og útkoman kemur öllum skemmtilega á óvart! Polaroid myndir eru hrókur alls fagnaðar í sumarleyfinu. □ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðastillingu frá 60 cm til óendanlegrar, en 640 vélin er með fix focus. □ Óþarft að kaupa sér flashbar og batteri. □ Notar nýja Polaroid 600 High Speed litfilmuna, eina Ijósnæmustu filmu í heimi. □ Algjörlega sjálfvirk. □ Á augabragði framkallast glæsilegar Polaroid litmyndir sem eru varanleg minning líöandi stundar. Polaroid filmur og vélar fást um land allt. Polaroid augnabliksmyndir einfaldari Polaroid Einkaumboð: Ljósmyndaþjónustan sf. Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.