Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 37 fclk í fréttum Jackie Onassis oo Lee Radziwill Systurnar Jackie Onaasis og Lee Radziwill. + í langan tíma sást Lee Radziwill, systir Jackie Onassis, aldrei manna á medal. Fyrir nokkru kom hún svo fram með Jackie systur sinni í New York við eitthvert hátíðlegt ta>kifæri og útlit hennar var slíkt að sá orðrómur komst þegar á kreik að eitthvað mikið væri að. Lee Radziwill sem er um fimmtugt var alltaf áður fyrr glaðleg og hressileg en nú er hún orðin bæði mögur og ellileg. Hún er meira að segja hætt að brosa. Börn hennar tvö eru orðin fullvaxta, og eiginmaðurinn sem hún skildi við á sínum tíma, Stanislaus Radziwill prins, er dáinn. Kunnugir segja að henni finnist líf sitt innantómt og tilgangslaust og hún hafi ekkert að lifa fyrir. Ein besta vinkona hennar sagði: „Lee hefur gefist upp. Hún er viss um að lífið hafi henni ekki neitt meira að bjóða." Þetta viðhorf hefur greinilega sogið allan lífskraft úr Lee Radziwill og segja kunnugir að Jackie Onassis hafi af henni þungar áhyggjur. ARMULI4 SIMI82275 Lillian Chapin vlð kennshi. Óstöðvandi kennslukona + Lillian ('hapin er 100 ára gömul bandarísk kennslukona. Hún hefur starfað við kennslu í 80 ár og hún hefur í hyggju að eyða 20 næstu árum í kennslu líka. Lillian Chapin kennir útlendingum ensku í Echo Park United Methodist Church School í Los Angeles og hún telur að það sé fyrst og fremst áhugi hennar á kennslu sem sé orsökin fyrir langlífi hennar og góðri heilsu. „Að mínu mati jafnast ekkert starf á við kennslu að því leyti hvað það gefur manni mikið. Það jafnast ekkert á við þá tilfinningu að eitthvað sem þú kennir einhverri manneskju stuðli að því að gera hana hamingjusamari og betri," segir gamla konan með unga hjartað. Þó að Lillian sé sjálf 100 ára segir hún að það sé ekki hvað lengi maður lifir heldur hvernig maður lifir sem skipti máli. „Ég hef aldrei neytt áfengis og ég reyki ekki þó að ég viti að þetta lífgi upp á tilveruna hjá sumum. Það sem gefur lífi mínu gildi er hvað ég hef gaman af því að kenna og ég er viss um að það bætir og styrkir heilsu mína mikið. Ég læt ekkert stoppa mig í að kenna,“ segir Lillian Chapin. Og samkennarar hennar segja að hún sé eldhress og algerlega laus við kölkun og tvímælalaust vinæslasti kennarinn í skólanum." COSPER A9&S COSPfk Loksins kemst ævi Marlene Dietrich á hvíta tjaldið + Marga kvikmyndaframleið- endur, þar á meðal Peter Bogd- anovich, hefur yfir árin langað til að kvikmynda ævi Marlene I)iet- rich, en hún hefur aldrei getað fundið neinn handritahöfund né neinn leikstjóra sem hún hefur treyst til að takast þetta verk á hendur. Hún hefur reynt að forð- ast forvitni og áhuga almennings og lifað hálfgerðu felulífi í París ekki ósvipað og Greta Garbó I Róm. „Of mikil llollywood-frægð — of lítið einkalíf," voru hennar eigin orð. Marlene Dietrich En nú hefur Marlene Diet- rich, sem sjálf segist aðeins vera 77 ára, þótt að vinir henn- ar og ættingjar segi hana átt- ræða, fundið mann sem hún telur sig geta treyst. Hann er Maximilian nokkur Schell. Æviminningar sínar hefur Marlene ritað sjálf. Bera þær nafnið „Eldiviður". Maximilian Schell ætlar að sviðsetja þær fyrir sjónvarp og kvikmynd og ætlar einnig að sjá um kvik- myndahandritið. Marlene segir um þetta mál: „Við ætlum að vinna þetta saman og fá okkur lögfræðiaðstoð við hverja ein- ustu senu. Og ég þekki Maxi- milian það vel að ég veit að hann stendur við allt sem hann segir.“ =MONROGK Höggdeyfar Mikilvægir fyrir bílinn þinn og öryggi fjölskyldu þinnar. Ný sending komin (fflmnaust kf Siðumula - Simi 82722 VARAHLUTIR AUKAHLUTIR VERKFÆRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.