Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982
15
Kristinn Sigmundsson bassi:
„Alveg stór-
kostleg ferð“
„ÞETTA hefur verið alveg stórkost-
leg ferð. Aldrei hefur borið neinn
skugga á og það er nánast ótrúlegt
hvað hún hefur heppnast vel að öllu
leyti. Konsertarnir gengu mjög vel.
Það var gaman að sjá hvað Spánverj-
arnir voru hrifnir af þessu,“ sagði
Kristinn Sigmundsson einsöngvari
eftir söngferðalagið. Hann hefur áð-
ur farið með Pólýfónkórnum í stutta
ferð til Edinborgar og London en
hann sagði að því væri ekki saman
að jafna þeim ferðum og þessari
Spánarferð. „Hún er alveg nýtt fyrir
mig.“
„Mér er efst í huga þakklæti til
Ingólfs fyrir að hafa fengið þetta
tækifæri til að taka þátt í ferð-
inni, þessari ævintýralegu ferð. Ég
held maður eigi aldrei eftir að
upplifa annað eins. Það var
afskaplega mikil samheldni í fólki.
Þetta var eins og ein stór fjöl-
skylda."
Það sagði einn gagnrýnandinn
að þú hefðir snert af barítón í
Kristinn Sigmundsson
röddinni og þú fékkst mjög lof-
samlega dóma.
„Já, ég er í rauninni barítónn en
ekki bassi og er þess vegna sam-
mála þessum gagnrýnanda að
vissu marki. Það er gott að fá
svona krítik. Hún gefur manni
vísbendingu um að maður sé á
réttri leið og standist þær kröfur
sem gerðar eru til söngvara á
Spáni. Það rennur upp fyrir
manni Ijós að maður getur sungið
annars staðar en á íslandi."
Hvernig þótti þér svo að syngja
í þessum stóru kirkjum á Spáni?
„Það var mjög gott að syngja í
þeim. Ævintýri líkast. Maður hef-
ur aldrei átt því að venjast að
heyra í sjálfum sér löngu eftir að
maður hefur lokað munninum.
Það er alveg ný reynsla."
Það eru ekki nema tvö ár síðan
Kristinn byrjaði að syngja ein-
söng. í haust fer hann í tónlistar-
háskóla í Vín en fyrst fer hann til
Þýskalands að syngja hlutverk
Rafaels eftir Hándel.
Jón Þorsteinsson
Jón Þorsteinsson tenór:
„Spánn heillaði
mig upp úr skónum“
„ÞESSI ferð hefur verið algjört
ævintýri frá upphafi til enda. Mér
þótti óskaplega gaman að taka þátt í
henni. Það var allt svo stórkostlegt.
Þetta var bara eitt kostulegt ævin-
týri frá upphafi til enda,“ sagði Jón
Þorsteinsson einsöngvari eftir söng-
ferð Pólýfónkórsins um Spán. Jón
starfar nú við Hollensku ríkisóper-
una í Amsterdam.
„Pólýfónkórinn var afskaplega
góður í þessari ferð eins og hann
er alltaf. Eftirminnilegastir eru
konsertarnir í Granada þar sem
kirkjan tók 1.500 manns í sæti en
á þriðja þúsund hlýddu á okkur, og
í Sevilla en sú borg stendur á
gömlum merg hvað tónlist snertir
og þar hafa verið fluttar ýmsar
frábærar óperur.
Spánn heillaði mig upp úr skón-
um og ég hef þegar ákveðið að
vera mánuð á næsta ári á Spáni og
eyða honum í að ferðast um And-
alúsíu. Ég bjóst við meira ferða-
mannaæði á Spáni en það var ekki
til staðar, enginn æsingur og læti.
Ég hef aldrei áður komið til Spán-
ar og þeir fáu Spánverjar sem ég
kynntist á þessu ferðalagi voru
sérlega indælir, rólegir og góðir.“
Sagðist Jón ætla að halda einn
konsert á Ólafsfirði og síðan fara í
frí til Frakklands og hvíla sig því
erfiður vetur er framundan hjá
honum.
pú fæið
t lireinan tón úr
bíltækiunum frá
PhilipsogBose!
Philips bílaútvörp hafa haft ofan af fyrir fjölmörgum íslenskum
ökumönnum og farþegum áratugum saman enda eru þau
annáluð fyrir góðan hljóm og frábæra endingu. Við bjóðum nú
meira úrval Philiþs bíltækja en nokkru sinni fyrr. Allt frá
einföldustu útvörpum til fullkomnustu
sambyggðra steríótækja.
Ef þú tengir svo Philips tækin við hina frábæru Bose magnara og
hátalara færðu hljóm, sem þú átt ekki von á nema úr dýrustu
stofutækjum eða bestu hljómleikahöll. Það er svo sannarlega
hreinn tónn.
Líttu við hjá okkur, ísetningarþjónustan er á staðnum.
Philips og Bose, - tveir stórir sem standa sig!
heimilistæki hf.
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655
Við fljúgum með frakt til og frá
Osló 5 sinnum í viku
í sumar fljúgum vift með frakt tll 13 borga 61 slnni í vtku. Osló ar *in þ«lrra.
Flugfrakt trygglr hámarksnýtlngu fjármagns og haklur rýmun I lágmarkl.
FLUGFRAKT