Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982
21
Franski Grand Prix:
Heimamenn í f jór-
um efstu sætunum
FRANSKI Grand Prix kapp-
aksturinn var haldinn um helgina og
voru heimamenn mjög sterkir að
þessu sinni. Voru Frakkar i fjórum
efstu sætunum og eftir þessa keppni
hefur Didier Pironi niu stiga forskot
á John Watson í keppninni um
heimsmeistaratitilinn. Hann er með
39 stig gegn 30 stigum Watson.
Það var Rene Arnoux sem sigraði
að þessu sinni, annar varð Alain
Prost, Pironi þriðji og Patrick Tam-
bay fjórði. Johan Watson lauk ekki
keppni. Meðalhraði sigurvegarans
var 201,2 km. á klst.
Arnoux og Prost aka báðir á Ren-
ault Turbo, en hinir Frakkarnir tveir
eru báðir á Ferrari Turbo. Prost er
nú í þriðja sæti í keppninni um
heimsmeistaratitilinn með 25 stig en
Arnoux er aðeins með 13 stig.
Framkvæmdastjóri Renault-hóps-
ins veifaði skilti til Arnoux með
áletrun um að hann ætti að hleypa
Prost fram úr og láta hann vinna, en
ekki gerði hann það. Framkvæmda-
stjórinn, Jean Sage, sagði á eftir að
það væri mjög slæmt fyrir Renault,
ef Prost missti af titlinum fyrir
þessa hegðun Arnoux. Arnoux sagði
aftur á móti að hann hefði gefið eftir
5—10 sek. forskot en ekki svona
langt (hann var rúmlega 17 sek. á
undan).
Hann sagðist líka hafa fundið
nokkurn titring frá framhjólunum
og jafnvel haldið að hann þyrfti að
stoppa hvort sem var, og þar af leið-
andi hefði það getað kostað hann
annað sætið ef hann hefði hægt á.
Jafnt gegn Svíum
LANDSLEIK íslcndinga og Svía,
sem háður var í Sviþjóð í gær, lauk
með jafntefli 1—1. Leikurinn var
háður í 24ra stiga hita og skoraði
Guðmundur Magnússon, Fylki,
fyrsta mark leiksins á 17. mínútu
fyrri hálfleiks með góðu skoti eftir
sendingu frá Sigurði Jónssyni, ÍA,
sem var fyrirliði landsliðsins.
Samkvæmt skeyti frá landsliðinu,
sem barst KSÍ í gær, voru íslend-
ingar betri i fyrri hálfleik. Á 11. mín-
útu átti Sigurður Jónsson stangar-
skot og stuttu síðar annað skot, sem
sleikti annað vinkilhorn marksins,
fór rétt fyrir ofan.
í hálfleik var staðan 1—0 fyrir
ísland. Á 18. mínútu síðari hálf-
leiks jöfnuðu Svíar. Mark þetta
töldu íslenzku leikmennirnir mjög
vafasmt, þar sem Svíinn, sem
skoraði hélt markverðinum, Elíasi
Friðrikssyni inni í markinu. Þá
var á 32. mínútu síðari hálfleiks
dæmd aukaspyrna á ísland, sem
leikmenn töldu mjög vafasama.
Við þann dóm k'appaði Sigurður
Jónsson saman höndunum og varð
fyrir vikið vísað af leikvelli. Svíar
sóttu meira en íslendingar í síðari
hálfleik.
Sigurður Jónsson, fyrirliði
landsliðsins í leiknum gegn Svíum
verður í leikbanni í dag, í lands-
leik gegn Finnum. í skeytinu frá
leikmönnum segir að báðum aðil-
um hafi þótt leikurinn illa dæmd-
ur, en dómarinn var norskur.
Evrópukeppnin í blaki:
Þróttarar lentu aftur
gegn Noregsmeisturunum
NÝLEGA er búið að draga í Evrópu-
keppni meistaraliða í blaki. ís-
landsmeistarar Þróttar, sem nú taka
þátt í keppninni i annað sinn, lentu
aftur á móti Noregsmeisturunum.
Það er að vísu ekki sama lið og í
fyrra, nú leika Þróttarar gegn
Tromsö.
Fyrri leikur liðanna verður í No-
regi, í byrjun nóvember, en sá seinni
hér heima um miðjan sama mánuð.
- SH.
Góður sigur Einherja
EINHERJI vann dýrmætan sigur
gegn Völsungi í 2. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu um helgina.
Leikurinn fór fram á Vopnafirði og
urðu lokatölur hans 2—1 fyrir
heimaliðið.
Hetja Einherja reyndist vera
varamaðurinn Helgi Ásgeirsson.
Hann kom inn á í seinni hálfleik
og ekki leið á löngu uns hann
braut ísinn og skoraði það sem
reyndist vera sigurmark Einherja.
Staðan í hálfleik hafði nefnilega
verið jöfn, 1—1. Völsungarnir
voru sprækari framan af og urðu
fyrri til að skora, en þar var að
verki Olgeir Sigurðsson. Einherja-
menn náðu að jafna metin fyrir
leikhlé með marki Steindórs
Sveinssonar og síðan kom sigur-
mark varamannsins.
Jafnteflin
SKALLAGRÍMUR og Fylkir gerðu
markalaust jafntefli er liðin mættust
í 2. deild Islandsmótsins í knatt-
spyrnu i Borgarnesi um helgina.
Skallagrímur var betri aðilinn í fyrri
hálfleik og gerði þá oft harða hrið að
marki Fylkis en Fylkismenn vörðust
vel og héldu hreinu marki.
Hættulegustu marktækifæri
hálfleiksins komu um miðjan hálf-
leikinn. Þá pressuðu heimamenn
stíft og fengu þrjár hornspyrnur í
röð en Fylkismönnum tókst alltaf
að bjarga á siðustu stundu. í þess-
um hamagangi átti Björn Jónsson
góðan skalla að marki Fylkis en
Gunnari Baldurssyni markmanni
hjá Fylki
tókst að slá knöttinn yfir. Stuttu
síðar átti Jón Ragnarsson skot á
markið og aftur varði Gunnar vel.
Á 21. mínútu komst Karl Birgis-
son í gott skotfæri en Gunnari
tókst enn að verja og nú með því
að krækja í boltann með fótunum
og síðan var hreinsað frá. Á 24.
mínútu átti Ómar Sigurðsson
skalla á Fylkismarkið sem smaug
naumlega framhjá. Fylkismenn
áttu ekki umtalsverð marktæki-
færi í hálfleiknum en vörðust vel.
Skallagrímur hafði frumkvæðið
allan fyrri hálfleikinn og voru
klaufskir að gera ekki út um leik-
inn þá.
Ifl
Elmar Geirsson:
Taugastrídið setur mark
sitt á leikina í deildinni
„ÞETTA hefur gengið upp og niður
hjá okkur ad undanförnu, en að
þessu sinni áttum við þokkalegan
leik. Jafntefli hefði ekki verið
ósanngjarnt, þó þeir ættu nokkur
opin færi eftir að við vorum farnir
að leggja meiri áherzlu á sóknina,"
sagði fyrirliði KA, Elmar Geirsaon,
eflir leikinn.
„Þá var heldur illa staðið af
okkar hálfu að markinu, sem
Skagamenn skoruðu og við von-
uðumst eftir að ná jafntefli áður
en við héldum að heiman. Úr
þessu er ekki um annað að ræða
en að forðast fallið eins og svo
mðrg önnur lið þurfa nú að gera
meðan deildin er svona í einum
hnút. Þetta er því hálfgert
taugastríð og hefur það sett
mark sitt á leiki liðanna. Það er
stutt á milli botns og topps nú og
ekkert lið má við því að tapa
mörgum stigum," sagði Elmar.
HG
Lítum nú á stöðuna i deildinni
cftir leiki helgarinnar.
Staðan í
1. deild
Staðan í 1. deild er nú þessi:
Víkingur 11 5 5 1 19- 13 15
ÍBV 11 6 1 4 15— 11 13
KR 12 3 7 2 8— 9 13
KA 12 4 4 4 10—10 12
UBK 12 5 2 5 14- 15 12
ÍA 12 4 3 5 12- 13 11
ÍBK 11 4 3 4 8- 11 11
Fram 11 3 4 4 12- 11 10
ÍBÍ 12 3 4 5 16- 19 10
Valur 12 3 3 6 9-11 9
Það var hart barist i 1. deildinni um helgina. Hér kljást þeir Njáll
Eiðsson og Halldór Arason um knöttinn í leik Vals og Fram á sunnu-
dagskvöldið. Sjá nánar um leikina á næstu síðum.
United mætir með
nær alla bestu
leikmenn sína
• Enski landsliðsmaðurinn Bryan
Robson er einn af mörgum heims-
frægum leikmönnum Manchester
l!td. sem leika hér á landi í næstu
viku.
orðin níu
Fylkismenn komu ákveðnir til
leiks í seinni hálfleik og sóttu
meira í byrjun hálfleiksins. En
leikurinn jafnaðist aftur fljótlega
en hvorugt liðið komst áleiðis
gegn sterkum vörnum, og miðju-
barningurinn varð sterkastur þeg-
ar á leið.
Gunnar Jónsson var besti mað-
ur Skallagríms í þessum leik,
hann virðist vera að komast í
fyrra form eftir þrálát meiðsl í
sumar. Guðmundur Baldursson og
Kristján Guðmundsson voru bestu
menn Fylkis að þessu sinni.
HBj.
VALSMENN hafa nú fengið nafna-
lista frá Manchester United yfir þá
leikmenn sem koma og leika gegn
Val og KA í næstu viku. Óhætt er að
segja að marga kunna og snjalla
leikmenn sé á listanum að finna,
enda vart við öðru að búast, og eru
nær allir bestu leikmenn liðsins, en
Ijóst mun vera að Steve Coppel leik-
ur ekki þar sem hann á við meiðsl að
stríða.
Á listanum eru 17 leikmenn og
gætu einhverjir átt eftir að bætast
á hann, þar sem líkur eru taldar á
því að liðið muni festa kaup á
leikmanni eða mönnum á næstu
dögum. Þeir eru á höttunum eftir
Alan Brazil frá Ipswich og einhver
læddi því að blm. að einnig hefðu
þeir áhuga á Andy Gray frá Wolv-
es, hvað svo sem satt er í því.
Wolves er að reyna að selja Gray
til að laga fjárhag sinn en félagið
er nánast á hausnum. Eftirtaldir
koma örugglega: Gary Bailey,
John Gidman, Martin Buchan,
Arthur Albiston, Ray Wilkins,
Ashley Grimes, Mike Duxbury,
Gary Birtles, Norman Whiteside,
Steve Pears, Kevin Moran, Gordon
McQueen, Peter Bodak, Bryan
Robson, Arnold Muhren, Lou Mac-
ari og Frank Stapleton.
Með liðinu kemur 5 manna far-
arstjórn, og í henni er meðal ann-
arra Ron Atkinsson, fram-
kvæmdastjóri liðsins. Hópurinn
kemur til landsins á þriðjudaginn,
leikur við Val daginn eftir og KA
síðan á fimmtudaginn. Fer hópur-
inn norður á fimmtudagsmorgun
og suður aftur um kvöldið. Heim
til Englands verður síðan farið á
laugardeginum.
Knattspyma 1