Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 43
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1982 23 Víkingar nutu góðs af ein- kennilegum vítaspyrnudómi ÍBÍ OG Vikingur skildu jöfn í 1. deild íslandsmóLsins í knaltspyrnu á ísafírði á sunnudaginn, lokatölurnar urðu 2—2 og má segja að Vikingarn- ir hafí fengið annað stigið með góðri aðstoð dómara leiksins sem lék sér- stakt hlutverk í leiknum. Staðan í hálfíeik var 2—1 fyrir ÍBÍ. Leikurinn hófst með miklum krafti, sótt var á báða bóga og voru margar sóknarloturnar bæði snarpar og hættulegar. Heimalið- ið náði forystunni strax á 8. mín- útu leiksins. Liðið náði þá skemmtilegri sókn sem endaði með því að Jón Oddsson sendi knöttinn fyrir markið og Ámundi .Sigmundsson skallaði glæsilega í netið án þess að Ögmundur mark- vörður kæmi nokk'rum vörnum við. En aðeins fimm mínútum síðar jöfnuðu Víkingarnir og þar kom dómari leiksins mjög við sögu. Víkingar fengu hornspyrnu og er knötturinn kom fyrir markið hljóp Hreiðar markvörður út undir markteigslínuna og sló knöttinn frá. Flauta dómarans gall við og hann benti á vítapunktinn. Var þetta vafasamur dómur þar sem enginn vissi hvað gerst hafði eða á hvern var dæmt. Skýring dómar- ans var að markvörðurinn hafi hrint mótherja. Ómar Torfason framkvæmdi spyrnuna, en Hreið- ar markvörður gerði sér lítið fyrir og varði skot hans. En dómarinn lét þá endurtaka spyrnuna. Var það vegna þess að Hreiðar mark- vörður, einn leikmanna ÍBÍ og einn Víkingur voru á hreyfingu er Ómar spyrnti. Aftur spreytti Ómar sig og nú skoraði hann. Þrátt fyrir að sömu þrír hafi enn verið á hreyfingu, dæmdi dómar- inn að þessu sinni mark. ÍBÍ: Víkingur 2-2 • Ómar Torfason skoraði úr víta- spyrnunni umdeildu. Eftir þessi mistök má segja að dómarinn hafi misst tök sín á leiknum það sem eftir lifði hálf- leiksins. Var hann langt frá því að vera sjálfum sér samkvæmur, enda fór lítið fyrir knattspyrnu, en heldur meira fyrir baráttu og hörðum návígum. Liðin fengu þó hvort sitt mark- tækifærið áður en blásið var til leikhlés, Heimir Karlsson komst einn inn fyrir vörn ÍBÍ á 31. mín- útu, en Örnólfur Oddsson náði að afstýra hættunni á síðustu stundu. Heimaliðið nýtti betur færi sitt, Jón Oddsson átti skot að marki Víkings á 40. mínútu sem rataði rétta leið með aðstoð Ragn- ars Gíslasonar. Einni mínútu síð- ar voru ísfirðingarnir mjög nærri því að bæta marki við, Halldór Ólafsson skallaði naumlega yfir markið eftir fyrirgjöf Gunnars Péturssonar. Strax í upphafi síðari hálfleiks- ins var ljóst að bæði liðin voru ákveðin að leika til sigurs. Mun meira var um samleik og góða knattspyrnu, oft og tíðum eins og snillingar væru á ferðinni, og skiptust liðin á sóknarlotum. Ögmundur markvörður Víkings bjargaði naumlega er Halldór Ólafsson var kominn í dauðafæri á markteignum á 56. mínútu og á 79. mínútu skallaði Ámundi Sig- mundsson naumlega yfir markið. En harka var alltaf fyrir hendi, þannig fengu bæði Sverrir Her- bertsson og Gunnar Gunnarsson gul spjöld fyrir mjög grófan leik. Tíu mínútum fyrir leikslok náðu Víkingarnir síðan að jafna. Eftir markspyrnu náði liðið góðri skyndisókn sem endaði með góðu skoti frá Heimi Karlssyni og réði Hreiðar ekki við það. Síðustu mín- úturnar voru heldur tíðindalitlar, en hart var þó barist á báða bóga og sjáanlegt að dómarinn hafði lítil tök á leiknum. I stuttu máli: Isafjarðarvöllur 1. deild: ÍBÍ-Víkingur 2-2 (2-1). Mörk IBI: Ámundi Sigmundsson og Jón Oddsson. Mörk Víkings: Ómar Torfason (víti) og Heimir Karlsson. Áminningar: Sverrir Herbertsson og Gunnar Gunn- arsson. Áhorfendur: 450. Dómari: Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson. — Jens. Valur og Fram gerðu jafntefli: Liðin nýttu aóeins tvö af mýmörgum færum sínum VALUR og Fram skildu jöfn í 1. deildinni i Laugardalnum i sunnudagskvöldið, hvort lið skoraði eitt mark. Fyrri hálfleikurinn var heldur tilþrifalítill; hart var barist og mikið hrópað en spil oft á tíðum til- viljanakennt. í síðari hálfleiknum hresstust bæði lið hins vegar og fengu góð marktækifæri og hefðu auðveldlega átt að geta skorað fleiri mörk. Nokkur vindur blés meðan leikurinn stóð yfír og kalt var í veðri. Mjög lítið markvert gerðist fyrsta hálftímann. Valsarar, sem léku undan vindi, sóttu miklu meira og áttu tvö góð skot. Var Magni Pétursson að verki í fyrra skiptið er hann skaut utarlega úr vítateignum og virtist boltinn fara í hönd eins Valsarans og aftur fyrir, en þeir höfðu aðeins horn- spyrnu upp úr krafsinu. Njáll Eiðsson átti síðara skotið, er hann var vel utan teigs og fór boltinn rétt yfir. Síðustu 15 mín. hálfleiksins voru síðan mun líf- legri en fyrri parturinn og fengu leikmenn þá nokkur færi. Það besta fékk Guðmundur Torfason er skallað hafði verið til hans á markteiginn, en hann sóp- aði boltanum hátt yfir markið. Halldór Arason fékk einnig gott færi af örstuttu færi en Brynjar kom út og varði. Þar með eru talin tvö Fram-færi, en Valsmenn voru einnig skeinuhættir á stundum, t.d. komst Þorsteinn Sigurðsson einn langleiðina inn að markteig en skot hans hafnaði víðs fjarri markinu. Valur: 4 4 Fram Þá var Guðmundur Baldursson í töluverðum vandræðum með skot Hilmars Sighvatssonar. Flæktist Guðmundur í lausum torfusnepl- um í markteignum en náði þó að slá boltann framhjá. Eins og getið var í upphafi var seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri. Framarar, sem nú höfðu vindinn í bakið, tóku forystuna á 55. mín. er Viðar Þorkelsson skor- aði með góðu skoti utan úr teig. Boltinn barst til hans eftir að Valsmönnum hafði mistekist að hreinsa frá. Viðar tók boltann niður í rólegheitum, lék aðeins áfram og hleypti síðan af. Framarar sóttu mun meira fyrri part hálfleiksins og bjargaði Brynjar Valsmarkvörður einu sinni vel frá Halldóri Arasyni. Stuttu seinna gerði Brynjar sig sekan um slæm mistök er hann henti rétt út fyrir teiginn, beint fyrir fætur Lárusar Grétarssonar. Lárus skaut hið snarasta á markið en Brynjar bætti nú upp fyrir mis- tökin með góðri markvörslu. Framarar léku mun aftar en áð- ur eftir að þeir höfðu náð foryst- unni og sóttu Valsmenn mjög stíft í nokkurn tíma áður en þeir náðu að jafna. Jöfnunarmarkið kom á 31. mín. og var mjög vel að því staðið. Guðmundur Þorbjörnsson renndi inn í teiginn á Inga Björn sem skaut á marktelgshorninu. Guðmundur varði frá honum en boltinn hrökk til Inga aftur. Hann sendi fyrir markið og Þorgrímur Þráinsson skoraði ör- ugglega af stuttu færi. Hvort lið um sig fékk eitt dauðafæri eftir þetta. Magni Pétursson skallaði rétt framhjá af markteig, og rétt fyrir leikslok komst Halldór Ara- son gegnum Valsvörnina en bolt- inn rúllaði naumlega framhjá fjærstönginni eftir skot hans. Jafntefli verða að teljast sanngjörn úrslit Ieiksins. Bæði lið fengu prýðileg færi en aðeins tvö nýttust, og eru liðin bæði í hættu í deildinni. Valur er neðstur með 9 stig, þar sem hann missti 4 stig vegna Aibertsmálsins, og Fram er með 10 stig ásamt IBI. Valsvörnin var nokkuð óörugg á köflum í leiknum og virkaði ekki sannfærandi. Framvörnin var aft- ur á móti sterk, og miðvallaraspil- arar liðsins voru einnig ákveðnir. Sóknarleikmenn beggja liða fengu ágæt færi en nýtingin var léleg. í stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild Fram— Valur 1-1 (0-0) Mark Fram: Viðar Þorkelsson á 55. mín. Mark Vals: Þorgrímur Þráins- son á 76. mín. Dómari var Þóroddur Hjaltalín. Áhorfendur: 821. 7—SH. • Júllus Pétur Ingólfsson á hér horkuskalla I þverslá. Eitt besta marktækifærí Sfcagauuuiua í leikauin. Sanngjarn sigur Akurnesinga AKURNESINGAR lögöu KA aö velli, 1—0, í 1. deild íslandsmótsins I knattspyrnu á Akranesi á laugadag- inn. í leikhléi va staðan 1—0. Leik- urinn var miðlungi vel lcikinn af beggja hálfu og sé tekið mið af marktækifærum var sigur Akurnes- inga sanngjarn enda voru þeir held- ur sterkari aðilinn. KA-mönnum gekk erfíðlega að skapa sér mark- tækifæri en þeir léku þokkalega úti á veliinum. Góðir samleikskaflar sáust hjá báðum liðum, en í siðari hálfleik einkenndist leikur Akurnes- inga um of af langspyrnum fram völlinn. Fyrsta marktækifæri leiksins féll í skaut Akureyringum, er Jó- hann Jakobsson stakk boltanum laglega inn fyrir vörn Akurnes- inga. Þar fékk Ragnar Rögn- valdsson boltann á markteigs- horninu einn og óvaldaður, en við- stöðulaust skot hans fór rétt framhjá markinu. Eftir þetta voru marktækifærin flest Akurnesinga. Á 4. mínútu brauzt Árni Sveins- son laglega upp að endamörkum og sendi boltann út í teiginn til Sigþórs, en Aðalsteinn varði skot hans öruggiega. Á 10. mínútu átti Guðjón skot í stöng KA-marksins af löngu færi, boltinn hrökk af stönginni í Aðalstein og aftur fyrir. Á 15. mínútu fékk Sigþór stungu inn í vítateig KA og skor- aði, en ýtti um leið við miðverði KA, þannig að Guðmundur Har- aldsson, dómari, dæmdi markið af. Á 20. mínútu lék Elmar Geirsson á þrjá varnarmenn í A og sendi fyrir markið, en Davíð markvörður greip vel inn í sendinguna og af- stýrði hættunni. Á 27. mínútu kom svo eina mark leiksins. Kristján Olgeirsson náði þá boltanum af öðrum miðverði KA rétt utan víta- teigs, sendi hann á Sveinbjörn, sem lék upp að endalínu og sendi knöttinn á Sigþór, sem skoraði ör- ugglega af stuttu færi. Á 30. mín- útu skaut Kristján framhjá KA- markinu úr vítateignum eftir að hafa haft betur í baráttunni um boltann við miðverði KA. Skömmu síðar skallaði Gunnar Gíslason yf- ir ÍA-markið eftir fyrirgjöf Elm- ars. Á 40. mínútu varði Aðalsteinn hörku skalla frá Júlíusi Ingólfs- syni eftir fyrirgjöf Sveinbjörns Hákonarsonar og síðasta færið í hálfleiknum átti KA þegar Gunn- ar skallaði yfir ÍA-markið eftir sendingu Elmars. í síðari hálfleik var KA sterkari aðilinn, náði valdi á miðjunni og var meira með boltann án þess þó að skapa sér góð marktækifæri. Leikur Akurnesinga einkenndist þá af langspyrnum fram völlinn og við það urðu tengiliðir liðsins að mestu óvirkir. Þrátt fyrir það áttu Akurnesingar hættulegustu færin er þeir náðu skyndisóknum, er KA-menn voru farnir að sækja. Á 49. mínútu átti Gunnar skalla að ÍA-markinu eftir sendingu Ormars, en Davíð varði auðveld- lega. Á 55. mínútu brauzt Guðjón upp að endamörkum og sendi bolt- ann fyrir KA-markið en þar var enginn samherji á réttum stað, svo hættunni var afstýrt. Á 57. mínútu fékk Árni góða stungu eft- ir laglegan samleik inn fyrir vörn KA en skaut beint i fang Aðal- steins. Á 60. mínútu sendi Guðjón boltann fyrir mark KA, Júlíus skallaði í þverslá og síðan yfir markið í næstu tilraun. Á 68. mín- útu varði Aðalsteinn hörkuskot Guðjóns í horn eftir mikla rispu Guðjóns. Á 75. mínútu komst Kristján einn inn fyrir vörn KA, lék á Aðalstein markvörð, en skaut síðan framhjá úr þröngu færi. Á 77. mínútu varði Davíð vel hörkuskalla frá Steingrími Birg- issyni, sem þá var nýiega kominn inn á í stað Ragnars. KA sótti stíft síðustu mínútur leiksins, en komst lítt áleiðis gegn sterkum miðvörð- um ÍA, þeim Sigurði Lárussyni og Jóni Gunnlaugssyni. Hjá Akurnesingum bar mest á Sigurði Lárussyni, Jóni Gunn- laugssyni og Árna Sveinssyni, en að öðru leyti voru leikmenn frem- ur jafnir að getu. Hjá KA voru það einnig miðverðirnir, sem mest bar á, þeir Haraldur og Erlingur, en Elmar átti einnig góðan leik. í stuttu máli: lslandsmótið 1. deild. Akranesvöllur ÍA—KA 1—0 SIGURÐUR Jónsson er yngstí leik- maður, sem leikið hefur í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu, en hann er aðcins 15 ára, fæddur 27. september 1966. Hann lék nú sinn fyrsta leik með meistaraflokki ÍA á yfírstandandi íslandsmóti og spjall- aði blm. Mbl. við hann að leik lokn- um. „Það er vissulega mikill munur á því að leika í 1. deild og 3. flokki. Við erum með slakt lið í 3. flokkn- um og hefur því ekki gengið sér- lega vel þar. Það er því tilbreyting að vera í sigurliði og það í 1. deild. Það er mun erfiðara að leika í 1. deildinni, þar eru leikmenn lík- amlega sterkari og betri. Mér fannst ég ekki standa mig neitt sérstaklega, en er ákveðinn í að gera betur næst,“ sagði Sigurður. Er Sigurður var spurður álits á leiknum og úrslitum hans, sagðist hann ekki vilja tjá sig sérstaklega um leikinn en sagði að það væri alltaf sanngjarnt þegar Skaginn MARK ÍA: Sigþór ómarsson á 27. mínútu. Áminning: Sveinbjörn Hákonar- son. Dómari: Guðmundur Haraldsson. HG • Sigurður Jónsson. ynni. Þá sagðist hann stefna að því að halda áfram í knattspyrn- unni og reyna að ná sem lengst. HG (1-0). Sigurður Jónsson: Alltaf sanngjarnt þegar Skaginn vinnur Stefán varði tvær víta- spyrnur á lokamínútunni ÞAÐ VAR heldur betur líf í tuskunum á síðustu mínútu leiks KR og ÍBV í 1. deildinni i knattspyrnu á laugardaginn. KR hafði 1—0 forystu frá því i fyrri hálfleik, og er u.þ.b. þrjátíu sekúndur voru til leiksloka dæmdi mjög góður dómari leiksins, Rafn Hjaltalín, vítaspyrnu á KR-inga. Kári Þorleifsson var þá felldur innan teigs og ekki um annað að ræða en að dæma viti. Ómar Jóhannsson, vítakóngur þeirra Eyjamanna, steig nú fram, og var skot hans hið ágætasta, nokkuð fast og alveg úti við stöng. Þangað var Stefán Arnarson markvörður KR hins vegar floginn og varði skotið. Hann var þó greinilega kominn af stað áður en Ómar spyrnti, þannig að hann fékk að taka vítið aftur. En í síðara skotinu tókst Ómari heldur ekki að senda knöttinn rétta leið, því varði Stefán aftur. Skotið var slakt, stefndi rétt utan við miðju marksins og Stefán varði örugglega. Skömmu síðar flautaði Rafn til leiks- loka og stigin voru því i höfn hjá KR. Sigurinn var sanngjarn, liðið lék betri knattspyrnu en ÍBV og voru KR-ingar mun ákveðnari í sóknaraðgerðum sínum en framherjar Vestmanneyinga sem höfðu úr afskaplega litlu að moða og ógnuðu KR markinu sjaldan. KR lék á köflum mjög skemmtilega, og þá áttu þeir besta mann vallarins þar sem var Sæbjörn Guðmundsson, en hann átti stórgóðan leik. Mjög teknískur leikmaður sem virtist geta platað Vestmanneyinga upp úr skónum nánast þegar hann vildi. KR náði forystu á 20. mínútu leiksins. Ágúst Már Jónsson skall- aði á markið eftir hornspyrnu, Páll varði og hélt knettinum en lenti með hann fyrir innan markl- ínu. Línuvörður var mjög vel stað- settur og dæmdi undir eins mark. Leikurinn var nokkuð fjörugur eftir þetta. KR-ingar voru sterkari og spiluðu betur. Miðjumennirnir voru sprækir, og gaman að fylgj- ast með þeim, en sérstaklega var Sæbjörn góður. Þrátt fyrir gott spil var heldur tíðindalítið uppi við mörkin. KR-ingar fengu gott færi rétt fyrir hlé, og var Sæbjörn þar á ferðinni. Hann einlék inn í teig og átti gott skot sem Páll varði vel. Boltinn hrökk rétt út fyrir vítateig þar sem Sigurður Indriðason tók við honum og skaut naumlega yfir markið. KR-ingar drógu sig nokkuð aft- ar á völlinn í upphafi síðari hálf- leiks. Reyndist það bjóða hætt- unni heim því Vestmanneyingar sóttu miklu meira. Fljótlega komu KR-ingar þó framar og voru betra liðið. Þeir fengu fyrsta færi hálf- leiksins, og var það eftir góðan undirbúning Sæbjarnar. Hann komst inn í teig, renndi út á Ágúst Má, en skot hans var mjög vel var- ið af Páli Pálmasyni. Vestmanneyingar fengu skömmu síðar gott færi er Viðar Elíasson skaut rétt framhjá frá vítateigslínu. Eins og áður sagði höfðu framherjar IBV ekki úr miklu að moða. Miðjumennirnir voru alls ekki sannfærandi og lítið var um góðar sendingar frá þeim. Framherjarnir voru því daufir, hengdu haus á köflum og virtust í fýlu, en áttu síðan ágæta spretti inn á milli. Upp úr miðjum hálfleiknum var Kári Þorleifsson í góðu færi er hann fékk sendingu fyrir markið, en var of seinn að athafna sig og 1—n IBV I U varnarmaður náði að hreinsa. En KR-ingar fengu einnig færi. Eftir langt innkast inn í teig IBV barst knötturinn út til Magnúsar Jóns- sonar sem skaut góðu skoti yst úr teignum en Páll var vel á verði sem oftar í leiknum og varði vel. Lokamínútum leiksins hefur þeg- ar verið lýst. Sigur KR í leiknum var sann- gjarn. Þeir léku betri knattspyrnu og voru mun jafnari en ÍBV. Miðjumenn liðsins léku allir nokk- uð vel, vörnin gerði vel það sem þurfti að gera. Það var nú að vísu ekki mjög mikið þar sem fram- línumenn ÍBV voru ekki hættu- legir. Vörnin var sterkasti hluti Vestmanneyjaliðsins og Páll var góður í markinu. SH. • Sæbjörn Guðmundsson KR-ingur og Eyjamaðurinn eitilharði, Örn Oskarsson, kljást um knöttinn. Ljósni. CuAjón. Sigur ÍBK gegn UBK var minni en efni stóðu til ÍBK gerði sér lítið fyrir og sigraði Breiðablik úr Kópavogi 1—0 i 1. deild fslandsmótsins i knattspyrnu um helgina. Leikur liðanna var fremur tilþrifalítill, en sigur heima- liðsins þó sanngjarn. Liðið átti nán- ast öll þau færi sem sáust í leiknum og var nokkrum sinnum mjög ná- lægt því að skora. Blikarnir gátu varla státað af öðru en einni auka- spyrnu sem Sigurður Grétarsson framkvæmdi. Þorsteinn Bjarnason markvörður brást þó vel við i erfíðri stöðu. En litum á helstu punktana í minnisbókinni. Fyrri hálfleikur. Á 12. mínútu kom fyrsta skot leiks- ins, sem var á mark Breiðabliks, þar var að verki Daníel Einarsson sem skaut rétt yfir markið, en eft- ir það skapaðist mikil pressa á mark Breiðabliks án þess að nein hættuleg tækifæri mynduðust. Á 18. mínútu átti Daníel annað skot að marki Breiðabliks en Guð- mundur Ásgeirsson varði vel. Á 25. mínútu kom hættulegasta tækifæri Breiðabliksmanna til að skora í leiknum, Sigurður Grét- arsson tók aukaspyrnu fyrir 1: Breiðablik og skaut föstu skoti í varnarvegg Keflvíkinga, sem bolt- inn hrökk af og smaug framhjá marki þeirra. Á 29. mínútu fékk Ragnar Margeirsson góða sendingu inn fyrir teig Breiðabliksmanna þar sem hann skaut yfir úr þröngu færi. Á 38. mínútu brunaði Ragnar upp völlinn og gaf góða sendingu á Einar Ásbjörn sem skallaði fram- hjá úr góðu færi. Á 43. min. átti Daníel Einarsson gott færi inn í teig Breiðabiks- manna en markvörður þeirra varði vel. Síðari hálfleikur. Á 52. mínútu átti Einar Ásbjörn gott skot af löngu færi á mark Breiðabliks en Guðmundur mark- maður varði meistaralega með því að slá boltann frá markinu og í horn. Á 57. mínútu komst Ingvar Guð- mundsson einn inn fyrir vörn Breiðabliks, en skaut klaufalega ýfir. Á 64. mínútu kom loks fyrsta mark heldur lítt spennandi leiks, en þar var að verki Ragnar Margeirsson sem braust kröftulega í gegnum vörn Breiðabliks eftir góða send- ingu frá Einari Ásbrini, og skor- aði gullfallegt mark. Eftir markið háðu Keflvíkingar hraðasókn að marki Breiðabliks án þess að nein hættuleg tækifæri sköpuðust, og það sem eftir var leiksins fór að mestu fram á miðju vallarins án þess að nokkuð spennandi gerðist. Einar Ásbjörn Ólafsson var besti maður ÍBK í leiknum, en einnig áttu þeir Gisli Eyjólfsson og Ragnar Margeirsson góðan dag að þessu sinni. Hjá UBK var ekki um eins auðugan garð að gresja, helst að Sigurður Grétarsson og Sigurjón Kristjánsson sýndu spretti þó að litlu haldi kæmi gegn sterkri vörn ÍBK. —Vigdís. II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.