Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.07.1982, Blaðsíða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1982 Þorskanet Fyrir Haustvertíð — 15. ágúst Fyrirliggjandi: 6 — 6’/4 — 6V6 og 7 tommu möskvi, garn no. 9 — 10 — 12 32 möskva djúp. Verö frá kr. 265. UFSANET: l'h tommu möskvi, garn 1,5x12 (no. 18) 36 möskva djúp. VÆNTANLEG: 7'/. möskvi, garn 1,5x10 (no. 15) 32 og 36 möskva djúp. VIÐURKENND GÆÐAVARA FRÁ JAPAN ón 3, sbj ótnsson Heildverslun, Grófin 1, Reykjavík. Símar 11747 og 11748. J0TUL Vinsæiu norsku arinofnarnir aftur fáanlegir. VE RZLUNIN QEÍsm aií<;lysin<;asiminn eil 22480 JHvreiuibUÞiÞ Minning: María Wendel Benjamínsson Móðir mín, María Wendel Benjamínsson, lézt í New York í október sl. Aska hennar var í gær jarðsett í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík við- hliðina á manni hennar Ólafi I. Benjamínssyni og Rögnu dóttur þeirra, sem dó úr lungnabólgu fjögurra ára gömul. Ég veit ekki hvort það er siður að börn skrifi minningargreinar um foreldra sína. En hver þekkir þau raunar betur? Aðfinnslubréf frá konu, sem verið hafði hjá okkur frá því ég var barn og taldi að ég hefði átt að birta andlátsfregn þessarar sómakonu, móður minn- ar, í Morgunblaðinu, varð mér hvatning til að taka mér penna í hönd. Við systurnar, sem báðar búum í Bandaríkjunum, héldum að enginn mundi lengur þekkja hana á íslandi, þar sem allar hennar vinkonur voru farnar á undan henni. Svo virðist þó ekki vera. Á þeim fáu dögum, sem ég hefi nú verið hér, hafa margir spurt mig um hana. Ætla ég því að skrifa nokkur orð um líf hennar, því hún var óvenjuleg og aðdáun- arverð kona. Móðir mín fæddist á Þingeyri í Dýrafirði, dóttir Friðriks Wendels forstjóra Grams-verzlunar á Vest- fjörðum og seinni konu hans Svanfríðar. Faðir hennar ferðað- ist oft til útlanda og tók þá dóttur sína, Maríu, með, svo að hún talaði dönsku og þýzku reiprennandi og var óvenjulega vel menntuð stúlka. Hún giftist Ólafi I. Benj- amínssyni, sem var lærlingur hjá föður hennar er þau kynntust. Þau hjónin fluttust til Kaupmanna- hafnar og bjuggu þar 8—10 ár. Systir mín, Ásta, fæddist þar skömmu áður en þau fluttu aftur til Islands. Bar öll fjölskyldan upp frá því, nafnið Benjamínsson, svo sem þá tíðkaðist erlendis. Þau eignuðust tvær aðrar dætur, Rögnu, sem áður er nefnd, og Sonju, þá er þetta ritar. Við áttum áhyggjulausa og ákaflega góða æsku, bjuggum í Tjarnargötu, þá í Túngötu 5 og loks í Garðastræti 35, sem foreldrar mínir byggðu. Að sumarlagi vorum við í sumar- bústað að Setbergi við Hafnar- fjörð, sem foreldrar mínir áttu með annarri fjölskyldu, er átti margar dætur. Eina á mínu reki og tókum við tvær upp á alls konar prakkarastrikum, eins og að fara niður í Hafnarfjörð og látast vera enskar eða danskar. En mæður okkar brostu bara umburðarlynd- ar á hverju sem gekk, meðan við hlógum dátt frá morgni til kvölds. Þær voru nógu skynsamar til þess að vita, að æskuárin mundu taka nógu fljótt enda, og að áhyggju- laus æska er traust undirstaða gegn áföllum og erfiðleikum, sem kynnu að mæta okkur síðar á lífs- leiðinni. Þessi litla paradís okkar entist í nokkur ár. Allt í einu hrundi nota- leg tilvera okkar saman. Eigin- maður móður minnar fékk heila- blóðfall, eidri dóttir hennar lam- aðist mikið af mænuveiki og hún hafði næstum misst yngri dóttur sína úr sama sjúkdómi 3 árum síð- ar. Á þessari reynslustund sýndi móðir mín hvað í henni bjó. Þegar báðir fótleggir Ástu lömuðust, vildu læknar setja hana í spelkur, eins og gert var á þeim tíma. En móðir mín krafðist þess að fót- leggirnir yrðu nuddaðir strax. Það var gert og fótleggir Ástu komust í samt lag, svo vel, að hún varð tennismeistari Islands í mörg ár í röð. Þarna kom lestur og víðtæk þekking móður okkar í góðar þarf- ir, en hún hafði lesið um áströlsku hjúkrunarkonuna Systur Kenny, sem notaði þessa aðferð með góð- um árangri. En ég man aldrei eftir að móðir mín hafi sest niður, án þess að grípa bók í hönd. Þegar yngri dóttirin, undirrituð, Skæruliðar biðja Kína um aðstoð Manila, Kilippw'yjum, 23. júlí. Al\ KAMBODÍSKUR skæruliðaleiðtogi sem berst gegn Víetnömum sagöi í dag, að herafli hans hefði fengið vopn í litlum mæli frá Kína og hann hafi í hyggju að heimsækja Peking bráðlega til að fara fram á frekari aðstoð. Son Sann sagði á blaðamanna- fundi, að hann færi til Parísar síð- degis í dag til að fara fram á frek- ari stuðning, sérstaklega vopn, fyrir hina nýstofnuðu kambódísku samsteypustjórn sem berst gegn Víetnömum, en hann er forsætis- ráðherra hennar. Aðstoðarmaður Son Sann sagði, að hann hefði einnig í hyggju að ferðast til Sviss og Skandinavíu, en ekki hefur verið nánar sagt frá ferðaáætlun hans. „Okkur vantar vopn, skotfæri og peninga/ sagði hann, en með hon- um í samsteypunni eru tvær aðrar hreyfingar. Önnur er mynduð af Rauðu Khmerunum að hluta til, en Shianouk prins er fyrir hinni og er hann forseti samsteypunnar. Aðstoðarmaður Son Sann sagði, að búist væri við því að Kínverjar svöruðu beiðni hans um að koma til Kína mjög fljótlega. Maria Wendel með fóður sínum Olafi Benjamínssyni. fékk lömunarveikina, lýsti hún sér svo einkennilega að ekki sást ytri lömun og læknar héldu að þarna væri um að ræða slæma hálsbólgu. En á 4. degi tók vinstri handleggur og öxl að lamast og sjúklingurinn gat ekki lengur kyngt. Þá var ljóst að um lömunarveiki var að ræða. Útlitið fór versnandi með degi hverjum, barnið hafði ekki borðað í marga daga, gat ekki hóstað og varla taiað, enda ekki um næringu í æð að ræða í þá daga. Þá kom að því að móðir mín þurfti að sýna allan sinn mikla kjark og dug. Maður hennar lá mállaus í rúmi sínu, eldri dóttirin með botnlanga- bólgu og var flutt á síðustu stundu til uppskurðar, áður en botnlang- inn springi, þar eð hún vildi ekki kvarta eins og á stóð og sú yngri var langt leidd. Er móðir mín reyndi að fá ör- stuttan blund, vakti næturhjúkr- unarkonan hana með þeim orðum, að hún héldi að síðasta stundin væri komin. Höfuð telpunnar hékk þá út á aðra öxlina og hún náði varla andanum. Móðir mín gerði sér strax grein fyrir ástandinu, sá að telpan var að kafna í eigin munnvatni, greip hana og sneri henni við, svo að losnaði það sem safnast hafði í lungun og náði að hreinsast. Hún hélt henni síðan í fanginu alla nóttina, svo að hún gæti sofið í þeirri stöðu. Þetta var ekki lítið afrek, þar sem telpan var orðin nærri eins löng og hún sjálf. Þetta lýsir vel hugrekki og skyn- semi þessarar konu, sem hún bjó yfir alla ævi. Næsta dag hafði skipt um til hins betra, eiginmað- urinn talaði nokkur orð, eldri dóttirin á batavegi og sú yngri brosti í fyrsta sinn í meira en viku. Mér hefur verið sagt að móð- ir mín hafi þá lokað sig inni í herbergi sínu og sofið í 18 tíma. Það þykir kannski skrýtið að vera að segja frá slíkum löngu liðnum atburðum, en ef skrifað er um Maríu Wendel Benjamínsson, er þá ekki rétt að draga fram þær stundir, sem hæst bar í hennar lífi — er hún bjargaði báðum dætrum sínum með stillingu sinni, þekk- ingu og viðbragðsflýti? Síðustu 30 árin bjó María í Bandaríkjunum hjá dóttur sinni, dáð af allri fjölskyldu sinni, ung- um sem öldnum, dætrunum tveim- ur, tengdasyni, 2 barnabörnum og 5 barnabarnabörnum. Þar lést hún í hárri elli, 94ra ára gömul. Það sýnir það ástríki, sem hún hafði áunnið sér, að tengdasonur- inn kom reglulega í hádegishléi að rúmi hennar, hélt í hendina á henni og söng fyrir hana með sinni góðu söngröddu, sem hún virtist þó enn njóta og vildi þannig verða henni til ánægju til hinstu stundar. Sonja Benjaminsson Zorrilla t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát konu minnar, SIGRÍDAR ERIKKU MARKÚSDÓTTUR, sem lést 5. júlí. Einnig sendum viö læknum og starfsfólki á St. Jósefsspítala og Seyöisfjaröarspitala þakkir. Siguröur Péturaaon, Firöi 7, Sayöiafiröi, Jónborg Siguröardóttir, Guöný Siguröardóttir, Jón Hafdal, Ólöf Siguröardóttir, Halldór Péturaaon, Stefanía Siguröardóttir, Pór Magnúaaon, Hafdía Siguröardóttir, Jón Friógair Jónaaon, Stefén Pétur Jónaaon, Árdia Siguröardóttir, Siguröur Karl Árnaaon, Birna Matthfaadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. TENERIFE Hin fagra sólskinsparadís Sjórinn, sólskinið og skemmtanalífiö eins og fólk vill hafa þaö. Stórkostleg náttúru- fegurö og blómadýrð. Fjöldi skemmtilegra skoöunarferöa. Lofthiti 23—28 gráöur. Hvar annars staðar er svona ódýrt? 22 dagar kr. 8.760. 28 dagar kr. 9.985. 22 dagar á lúxus 4ra stjömu hóteli meö morgunmat, hádeg- ismat og kvöldmat kr. 11.345. 28 dagar kr. 12.890. (jú, jú, flugferðirnar eru líka innifaldar.) Frítt fyrir börn Okkur hefir tekist aö fá alveg frítt fyrir prinsinn eöa prinsess- una aö 12 ára aldri i allar feröirnar i íbúö með tveimur fullorönum. Brottför alla þriöjudaga frá 7. júní. Þér veljiö um dvöl í tvær, þrjár eöa fjórar vikur. En pantiö snemma, því pláss er takmarkaö á þessum líka kostakjörum. AÐRAR FERDIR OKKAR Grikkland — Aþanuatrandur, alla þridjudaga Amaterdam — Parfa 15. dagar. Franaka Rivieran, fleata laugardaga Landiö helga og Egyptaland, október Braailfuferóir, aept., október, nóv. Malta, laugardaga //ÆrtOKJr (Flugferöir) Aóalstræti 9, Míóbæjarmarkaónum 2. h. Símar 10661 og 15331. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- sUett með greinar aðra daga. ( minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.